Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 6
6 - MIDVIKUDAGU R 1. UESEMBF.R 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo 0G soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i615 Ámundi Amundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Heimastjóm á N-Mandi í fyrsta lagi Á morgun, fimmtudag, mun nýskipuð heimastjórn á Norður-Ir- landi koma saman í fyrsta sinn. Þetta verður fyrsta heimastjórn- in í aldarfjórðung í héraðinu, og í henni eiga sæti bæði kaþólsk- ir menn og mótmælendur. Þetta eru stórmerkileg tíðindi og ein- hver áþreifanlegasta vonin um að til friðar gæti dregið á svæð- inu eftir áratuga stríðsástand og bræðravíg. Hinn mikli meiri- hluti Norður-íra, sem þráir ekkert heitar en frið og eðlilegt líf getur öðrum fremur þakkað tveimur mönnum að þessi áfangi náðist nú. Það er fyrst og fremst bandaríska sáttasemjaranum George Mitchell og nú síðast breska Irlandsmálaráðherranum, Peter Mandelson. 1 öðru lagi Hin nýja heimastjórn hvílir á afar brothættum stalli og það þarf ekki mikið út af að bera til að allt fari í bál og brand að nýju. Við slíku er að búast eftir allt sem á undan er gengið, enda hef- ur stríð undangenginna áratuga hoggið með einum eða öðrum hætti beint eða óbeint inn í líf nær allra Qölskyldna héraðsins. Uppsafnaðri tortryggni og hatri verður ekki eytt á einni nóttu, hversu sterkur og almennur sem friðarviljinn er. Því munu augu heimsbyggðarinnar jafnt sem írsks almennings hvíla á liðs- mönnum IRA, en friðarferlið allt og heimastjórnin veltur á því að þeir standi við Ioforð um að afhenda yfirvöldum vopn sín. 1 þriðja lagi Við því er að búast að öfgahópar muni nú reyna að nýta sér hversu viðkvæmt málið er og reyna að sprengja það aftur inn í fortíðina. Olíklegt er þó að slíkt takist að þessu sinni. Fyrir því eru tvær samvirkandi ástæður. I fyrsta lagi er heimastjórnin raunveruleg heimastjórn, þar sem hinni nýju stjórn verður feng- ið forræði á mikilvægum sviðum. Og í öðru lagi er samsetning heimastjórnarinnar sjálfrar þannig, að allir hafa þar sanngjarna aðkomu, jafnt harðlínumenn sem hinir hófsamari. Þannig er búinn til raunverulegur farvegur til að leysa mál eftir pólitísk- um leiðum - sem er gríðarlega mikilvægt á stað þar sem til- hneigingin hefur verið að „leysa mál“ með vopnum. Birgir Guðmundsson Tanni - in memoriait Látinn er í Reykjavík í hárri elli, hundurinn Tanni. Tanni var lengst af æviskeiði sínu ís- lenski forsætisráðherrahund- urinn, en náði því jafnframt í æsku að vera borgarstjóra- hundur Reykjavíkur. Tanni var af tegundinni scheffer og varð fljótt landsþekktur fyrir eig- anda sinn, sem var enginn annar en Davíð Oddsson. Tanni komst þó snemma í fjöl- miðla vegna eigin verðleika líka, því hann var af hrein- ræktuðu kyni og um það leyti sem hann kom til Davíðs geis- aði í þjóðfélaginu mik- il umræða um skyld- leikaræktun scheffer- hunda á íslandi. Var þá oft vísað til Tanna og bent á að hann væri með lafandi eyrna- brodda, sem væri ekki eðlilegt á hreinræktuð- um scheffer. En Tanni lét þetta umtal ekki á sig fá, enda lafði ekki stórlyndi hans heldur stóð það fyrir sínu. Virk þátttaka Tanni var enginn venjulegur hundur og hann er eini hund- urinn á íslandi, sem tók virkan þátt í íslenskum stjórnmálum á eigin forsendum. Þótt Lucy, hundur Alberts Guðmunds- sonar, hafi orðið fræg á sínum tíma og haft óbein áhrif á stjórnmálabaráttuna, þá var það ekki vegna virkrar þátt- töku hennar sjálfrar. Davíð Oddsson mun hins vegar hafa lýst þvi einhvern tíma yfir, að hann ráðgaðist gjarnan við Tanna þegar þeir væru tveir saman og Davíð þurfti að taka mikilvægar pólitískar ákvarð- anir. Fylgdi sögunni að þeir fé- lagar Tanni og Davíð væru jafnan sammála. Einhverjir munu halda því fram að Davíð V hafi verið að gera að gamni sínu þegar hann upplýsti um þetta, en Garri á erfitt með að skilja hvers vegna svo ætti að hafa verið. Ymis stórmenni veraldarsögunnar haíá jú gert húsdýr að ráðgjöfum sínum þó þeir menn séu að öðru leyti ekki endilega á sömu línu og Davið - svo sem Carigúla Rómarkeisari sem studdist við heilræði hests. Friðrik mikli og Davíð Oftar er þó vitnað til annars stórmennis mannkynssögu nnar þegar menn ræða um pólitískt mikilvægi Davíðs og Tanna. Það er Friðrik mikli, Prússakeisari. Það var einmitt Friðrik mikli sem lét þau fleygu ummæli falla, að því betur sem hann kynntist mönnunum því betur kynni hann að meta hundinn sinn. Ymsir stjórnmálaskýrendur hafa gripið til þessarar samlík- ingar þegar þeir útskýra ann- ars vegar stöðu Davíðs í Sjálf- stæðisflokknum og hins vegar það hve mikils hann mat hundinn sinn. Þannig hefur Tanni með beinum og óbein- um hætti verið hluti af þjóðfé- Iagsumræðunni síðastliðinn áratug eða rúmlega það, sem er afar sjaldgæft um húsdýr á Islandi. Erfitt er að sjá að nokkur hundur muni geta komið í stað Tanna, en þó þætti Garra skiljanlegt ef for- sætisráðherra fengi sér nýjan ráðgjafa, sem gæti þá verið einhver sjálfstæðismaður eða þá annar hundur. Guð blessi minningu stjórnmálahundsins Tanna. GARRI Davíð og Tanni á góðum degi. Tilefnislaus ráðherrasldpti Stjórnmálalífið er gegnumsýrt af ráðherrasýki, sem alltof margir pólitíkusar þjást af. Ráðherra- dómur er markmið út af fyrir sig sem oftar en ekki þjónar þeim tilgangi einum, að fullnægja metnaðargirnd einstaklinga. Hvort ráðherrar eru starfi sínu vaxnir eða vinni þjóðinni gagn með upphefð sinni er aukaatriði. Það sést til dæmis á þeim skringilegheitum, að gengið er út frá því sem vísu að einhver kjör- dæmi eða landshlutar eigi rétt á ráðherrasætum. Þá á kvenþjóðin að eiga sína ráðherra og þá vænt- anlega karlþjóðin sína. En það er til nokkurs að vinna að komast í ráðherrastól, því þegar setu þar er lokið tryggir bræðralag flokksforingja þeim sem vilja notaleg embætti. Þessa dagana stendur yfir rimma um ráðherrastól, sem satt hest að segja er ráðandi öflum í þjóðfélaginu ekki til sóma. Ryðja á Páli Pétut-ssyni út úr ráðimevli- '.iMódTífj' ,Yf/1 'Vr! -'"ý'níqtA félagsmála, að því er sýnist í þeim tilgangi einum að hleypa öðrum þingmanni að. Enginn ef- ast um að Páll er dugandi maður í starfi og hefur gegnt embætti sínu með sóma. Hann er umdeildur eins og aðrir ráðamenn, en er flestum fimari að bera af sér lögin þegar að honum er sótt. Lélegt yfirvarp Sjáanlega er ekkert það í embættisfærslu Páls Péturssonar sem réttlætir að honum sé vikið úr starfi, ef hann sjálfur kýs að halda áfram að stýra því ráðu- neyti sem honum er trúað fyrir. Heilsufar hans er haft að yfir- varpi, sem kann að vera heldur léleg afsökun fyrir embættis- missi. Hundruð Islendinga hafa gengist úifdir Páll Pétursson, félags- málaráðherra. .m og gerð var á Páli sl. vor. Lang- flestir þeirra hafa náð góðum bata og eru heilsubetri og færari um að takast á við tilveruna en árin á undan, jiegar heilsunni hrakaði allt fram að nauðsynlegri aðgerð. Ingibjörg Pálma- dóttir ætti að geta upplýst þingflokk sinn um frábæran árangur heilbrigðis- kerfisins á sviði hjartalækninga og hve vel er fylgt eftir með eftirþjálfun og viðhaldi heilbrigðis þeirra sem hljóta bata. Rétt er það að Páll ráðherra var heldur framlág- ur skömmu fyrir og eftir hjarta- skurð, en það eru allir sem gang- ast undir slíka aðgerð. Efast má um hvort það hafi verið rétt ákvörðun að Ieggja út í stranga kosningabaráttu þegar þannig "áéáúrl ridir satns kóhar að'gérð' stóð á. En það cr engin áfsökún kaíifc.dé\íiáö[?. 'riúómfáfu Vjtí1 tttúféö'fzfttoVrflrriú iTg'oIriiiííAiír fyrir að dæma hann úr leik þegar heilsan batnar og þrekið eykst. Óstuð Framsóknar Engin ástæða er til að ráðherrar verði mosavaxnir í stólum sínum og gjarnan má skipta oftar um fólk í þeim embættum en raun er á. En það verður að gerast með siðlegum hætti, en ekki aðeins vegna þess að einhvern annan langar í stjórnarráðið, og ekki eru boðaðar neinar breytingar í félagsmálavafstrinu. Engin dæmi munu um það að ráðherra hafi orðið að víkja vegna afglapa í starfi eða vanhæfni, sem stund- um hefði kannski verið ástæða til. Þeir hafa hætt að eigin ósk eða vegna stjórnarskipta. En stuðið á Framsóknar- flokknum um þessar mundir er með þeim hætti, að hann virðist gera sjálfum sér flest til bölvunar og er nú upplagt að bæta gráu ofan á svart og reka dugandi ráð- HéVráf1 lJ G®8“ esDlnetnæv unum 1 'i)óó\go '' iÓd‘/?/ibn'o1ór! ' n?liön< rD^ir snurt m svairad Eiga íslendingarað styðja kröfurum afnám ríkis- styrkja í landbúnaði líkt og í sjávarútvegi? (ísland berst íyrir því á fundi Alþjóða viðskiptastofn- unarinnar í Seattle í Banda- ríkjunum að ríkisstyrkir í sjáv- arúrvegi í heiminum verði afnumdir.) Sigurgeir Hreinsson fonnaðurBúnaðarsambands Eyjafjatðar. „Nei, en ef stuðningur væri allsstaðar afnum- inn og jafnframt virkt eftirlit með hreinleika fram- leiðslunnar ásamt eðlilegri byggðastefnu væri fróðlegt að sjá hvað yrði.“ Jón Bjamason þingmaðurVG. „Sjávarútvegur er víða rekinn sem alþjóðleg at- vinnugrein og lýt- ur þeim lögmál- um og því ekki hægt að setja jafnaðarmerki milli hans og íslensks landhún- aðar. Gagnrýnt er að stjórnunar- gerðir, hvort sem þær eru ríkis- styrkir eða aðrar leiðir sem stjórnvöld hafa, hvetji til ofnýt- ingar stofna og slæmrar um- gengni f hafinu. Það rýrir nátt- úruauðlindir okkar til komandi kynslóða og slíkt inngrip í Iíf- keðjuna ber okkur að fordæma og forðast og starfa eftir öðum og skynsamlegri leiðum." Jón Magnússon lögmaðurog varafonnaðurNeytenda- samtakanna. „Þegar Islending- ar setja fram kröfur um að af- nema ríkisstyrki f sjávarútvegi þá eiga þeir sjálfir að ganga á undan með góðu for- dæmi og afnema styrkina sjálfir með því að leggja niður gjafa- kvótakerfið. Síðan er það einnig tvímælalaust hagsmunamál neytenda.að afnumdar verði all- ar sölutakmarkanir hvort heldur er á landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarvörur. Og til þess að vera sjálfum sér samkvæmir eiga íslendingar einnig að afnema ríkisstyrki til annarra atvinnu- greina, svo sem Iandbúnaðar." Valgerður Sverrisdóttir þingmaðurFramsóknarflokksins. „Þetta eru algjör- lega ósambæri- legir hlutir og við íslendingar mun- um að sjálfsögðu halda áfram að veita styrki til Iandbúnaðar, eins og aðrar þjóðir gera sem við berum okkur saman við. Enda held ég að í dag sé orðin nokkuð góð sátt um það meðal lands- manna að rekinn sé öflugur land- húnaður á íslandi. Það er ekki einungis til þess að skapa at- vinnu til sveita, heldur er það líka ríkur þáttur í!bkkár ménnirióúv*:7 -iV/ýWlijtföL1 rlHdTÍHÖle

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.