Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 12
12- MIDVIKUDAGUH 1. DESEMBEH 1999 ERLENDAR FRETTIR IÞROTTIR HEIMURINN Fvrsta ofmniun loJkað SVÍÞJÓÐ - Árið 1980 sam- þykktu Svíar í þjóðaratkvæða- greiðslu að liætta virkjun kjarnorku. 1 gær, 19 árum síð- ar, var svo fyrsta kjarnaofnin- um í kjarnorkuverinu í Bar- sebáck lokað, en öðrum kjarnaofni þar verður lokað á miðju árinu 2001. Á mánu- dagskvöld náðist samkomulag milli stjórnarinnar og fyrir- tækisins Sydkraft, sem rekið hefur kjarnorkuverið, um bótaupphæð þá sem ríkið greiðir fyrirtækinu. Alls er fjárhæðin um það bil sextíu milljarðar íslenskra króna. Sydkraft reyndi að fá ákvörð- un um lokun versins hnekkt með dómi, en tókst það ekki. Hæstiréttur í Stokkhólmi úr- skurðaði nú síðast að ekki þyrfti að bíða eftir úrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu. Alls eru tólf kjarnorkuver starfrækt í Sváþjóð, að Bar- sebáck meðtöldu. Kohl viðiirkeiiiidi „hugsanleg löghrot“ ÞÝSKALAND - Helmut KohJ, fyrrverandi kanslari Þýska- lands, viðurkenndi í gær í fyrsta sinn að sér hafi orðið á mistök og að hugsanlega hafi verið þar um lögbrot að ræða. Sagði hann að tveir aðskildir rcikningar hali verið færðir í bókhaldi Krislilega demókra- taflokksins (CDU) meðan hann var formaður flokksins, og var öðrum reikningnum haldið leyndum. Taldi hann það hafa verið nauðsynlegt að halda sérstökum Ijárframlög- um til flokksins leyndum, og sagðist harma það ef slíkt hafi verið brot á Itigum um starf- semi stjórnmálaflokka. Ljóst er að nú verður lagt allt kapp á að upplýsa þetta mál. Wahid hitti Gusmao INDÓNESÍA - Abdurrahmad Wahid, hinn nýkjörni forseti Indónesíu, átti í gær fund með Xanana Gusmao, leið- toga sjálfstæðisbaráttu Aust- ur-Tímora sem sat í fangelsi í sjö ár. Báðir sögðust þeir vilja vinsamleg samskipti Indónesíu og Austur-Tímor, en Austur-Tímor sagði skilið við Indónesíu fyrir skömmu eftir aldarfjórðungs blóðuga baráttu. Afar líklegt þykir að Gusmao vcrði fyrsti forseti Austur-Tímor, og hann hefur þegar tekið að scr það hlut- verk að koma lram fyrir hönd landsins. AítaJka Öcalaus bíður TYBKLAND - Mannréttinda- dómstóll Lvrópu í Strassborg hefur krafi .t þess að Tyrkir fresti því að framfylgja dauða- dómi yfir Abdullah Öcalan, leiðtoga aðskilnaðarbaráttu Kúrda, meðan málið sé til meðferðar hjá dómstólnum. Bulent Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, hefur þegar sagst reiðubúinn til þess að bíða með aftökuna þangað til niðurstaða dómstólsins er fengin. .i.;riif;f11 ffidi-ji ■■ i!if. r11i;;j-jf•- Fáni Heimsviðskiptastofnunarinnar rifinn sundur. Þusimdir mót- mæla fundi WTO Halldór Ásgrímsson með tiUögu um af- nám ríhisstyrkja í sjávarútvegi. Þúsundir manna komu saman í Seattle í Bandaríkjunum í gær til þess að koma mótmælum sínum á framfæri gegn Heims- viðskiptastofnuninni (WTO), sem nú heldur ráðherrafund þar í borg. Að mótmælunum standa mannréttindasamtök, umhverf- isverndarsamtök og verkalýðsfé- lög. Þrátt fyrir ólíkar áherslur eru allir þessir hópar sammála um að Irjáls heimsviðskipti hafi valdið meiri skaða en gagni og vilja að samið verði um að þær nýju reglur, sem setja á um heimsviðskipti, verði mannlegri en verið hefur og taki meira til- lit til umhverfis, mannréttinda og verkafólks. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagðist taka undir margt í málflutningi verkalýðs- félaga og umhverfisverndarsam- taka sem gagnrýnt hafa Heims- viðskiptastofnunina. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, var meðal þcirra sem tóku til ntáls á fundi WTO í gær, og sagði hann mikiivægara að tryggt verði að reglur um alþjóðaviðskipti verði ótvírætt fátækum ríkjum þriðja heimsins til gagns. Annars sé liætt við að ríki þriðja heimsins snúist gegn Heimsviðskipta- stofnuninni, í stað þess að taka þátt í þessari þróun. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kynnti á mánudag til- lögu Islands, sem lögð er fram á fundinum í Seattle, um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Noregur, Nýja-Sjáland og Fil- ipseyjar hafa lýst eindregnum stuðningi við þessa tillögu, en henni er ekki síst beint gegn Evrópusambandinu og Japan, þar sem sjávarútvegur er mynd- arlega styrktur af rfkinu. I tillögunni er gert ráð fyrir að settar verði reglur á vegum WTO sem takmarki beilingu ríkisstyrkja, sem stuðla að rányrkju og ofveiði, hamli við- skiptum og samkeppni og feli í sér óæskileg áhrif á umhverfið. Þannig verði stuðlað að sjálf- hærri og skynsamlcgri nýtingu fiskistofna. Aðildarríki \\1() cru marg- klofin í afstöðu til hinna ýmsu mála, sem taka þarf afstöðu til á þessum ráðherrafundi og í næstu lotu samningaviöræðna stofnunarinnar um alþjóðavið- skipti, sem þessum lundi í Seattle er ætlað að ýta úr vör. Erfiðustu deilumálin eru ríkis- styrkir til landbúnaðar, um- hverfisvernd og réttindi verka- lýðs. Nýia stjómin tekín til starfa Nýja héraðsstjómm á Norður-írlandi tók í fyrsta siun til starfa í gær. Ráðherrarnir tíu í nýju héraðs- stjórninni á Norður-Irlandi komu saman í Stormont-bygg- ingunni í Belfast, þar sem að- setur stjórnarinnar og héraðsþingsins verður. Þetta er söguleg vika á Norður-Irlandi, en á mánudag var nýja stjórnin mynduð með aðild bæði kaþ- ólskra og mótmælenda sem barist haf’a blóðugri baráttu ára- tugum saman. Á morgun, fimmtudag, er svo búist við því að breska þingið í London samþykki lög unt afsal umtalsverðra valda til stjórnar- innar í Bclfast, en Bretar hafa haft með höndum öll völd á Norður-írlandi allt frá því 1972. Fyrsti dagurinn fór að mildu leyti í það að átta sig á aðstæð- Martin McGuinnes, menntamála- ráðherra Norður-írlands, sem tal- inn er hafa verið yfirmaður IRA um skeið. um, en einnig þurfti að skipa menn í nefndir sent fylgjast eiga með störfum hvers ráðuneytis. Alls eru þessar nefndir því tíu, og sitja ellefu manns í hverri nefnd. I flestum tilvikum var sá hátturinn hafður á, að ef ráð- herra var sambandssinni þá er formaður í viðkomandi nefnd lýðveldissinni, og öfugt. uióö i giía Þ YMISLEGT Úr leik Stoke City og Colchester um helgina. , jim Vtfli United vann heimsbikariim Evrópumeistarar Manchester United urðu í gær fyrstir enskra liða til að vinna titilinn „Heimsbikar- meistarar félagsliða" þegar þeir sigr- uðu brasilísku Suður-Ameríkumeist- arana Palmeiras, 1-0, í úrslitaleik sem fram fór á þjóðarleikvanginum í Tókýó í Japan. Eina mark leiksins gerði Roy Kea- ne, fyrirliði United, á 35. mínútu leiksins, eftir sendingu frá Ryan Giggs, sem valinn var besti maður leiksins, en fyrir þá útnefningu fékk hann dýrindis Toyota-bifreið að launum. Annar leikmaður United sem eldd síður þótti standa sig vel, var Marc Bosnich markvörður, sem án cfa var maðurinn á bak við þennan fjórða stórtitil félagsins á árinu. Hann varði nokkrum sinnum meistaralega frá Brasilíumönnunum og kom hreinlega í veg fyrir sigur þeirra í leiknum. Bara í seinni hálfleiknum fengu Brasil- íumennirnir ein sex tækifæri til að skora, en tókst ekki að koma boltan- um ffamhjá Bosnich í markinu. Ferguson sagði eftir leikinn að Palmeiras hefði verið betra liðið í fyrri hálfleik. „Við drógum okkur til baka eftir markið og verðskulduðum sig- urinn. Okkur langaði virkilega að sigra og verða fyrstir enskra liða til að hampa heimsmeistaratitli félagsliða, sagði Ferguson. Guðjón orðiim órólegur Guðjón Þórðarson, knattspyrnu- stjóri Stoke City, sagði á vefsíðu félagsins í gær að hann vildi strax fá svar frá sænska varnarmann- inum Micheal Hanson, um það hvort hann komi til liðsins eða ekki. Hanson hefur haft tólf daga til að skoða tilboð Guðjóns, en ennþá hafði ekkert svar borist frá honum í gær. „Þetta hefur tekið alltof lang- an tíma og ég vil fá svar strax í dag, annað hvort já eða nei,“ sagði Guðjón. „Mér líst vel á hann sem leikmann og þess vegna höfum við gefið honum svo langan umhugsunarfrest. En við getum ekki beðið til eilífðar," bætti Guðjón við. Hanson, sem hefur sannað sig sem einn fljótasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni, vakti áhuga Guðjóns í æfingaleik með Stoke City gegn Mansfield og var þá boðinn samningur áður en hann hclt til baka til Sví- þjóðar til að ræða málin við unnustu sína og fjölskyldu. Norðmaður í sigtinu Norski varnarmaðurinn Tomas Waehler, frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, hefur verið til reynslu hjá Stoke City síðustu daga og spilaði hann með varaliðinu í 1-1 jafnteflisleik gegn varaliði West Bromvich Al- bion í fýrrakvöld. Að sögn Guðjóns er enn ekki afráðið hvort hann muni ganga til liðs við félagið. „Ég mun ræða málið við hann í dag (í gær), en það er ekkert ákveðið. Það er ýmislegt í pípunum og við erunt jafnvel að skoða fleiri leikmenn," sagði Guðjón á vefsíðu Stoke City. AuMn pressa stuðnmgsmauna Það er Ijóst ;ið pressan frá stuðningsmönnum Stoke City hefur aukist aft- ur eftir 1-1 jafnteflið gegn Colehester um helgina, þar sem Ieikmenn liðsins sýndu á sér lélegri hliðina, eftir frábæra frammistöðu í leiknum gegn Wycombe í fyrri viku. Eftir arfaslakan fyrri hálfleik voru stuðnings- menn farnir að baula á Iiðið, eftir að hafa fagnað Guðjóni og leikmönn- um ákaft lýrir leik. Það sýnir að þolinmæðin er lítil og kveikjuþráðurinn stuttur. Það má þvf ekki dragast mikið lengur. að Joforðjn. mp lsaup á.nýjum leikmönnum verði efnd og það vita nýir stjórnendur liðsins, sem komu saman til fundar um helgina. Eftir lundinn sagði Jez Moxey, fram- kvæmdastjóri, að leikmannamálin hefðu verið rædd: „Ég vona að þau mál verði komin á hreint áður en langt um líður, en það helur verið helsta markmið nýrrar stjórnar frá upphafi að styrkja liðið, en ákvörðun- in er þó í höndum knattspyrnustjórans." Síðustu leikmannakaup Stoke City voru gerð í febrúar 1998 þegar félagið greiddi 500 þúsund pund fyr- ir framherjann Kyle Lightbourne. Síðan hefur félagið fengið frítt til sín Ijórtán leikmenn, auk þeirra Einars Þórs Daníelssonar og Sigursteins Gíslasonar, sem eru á lánssamningi frá KR. Næsti leikur Stoke City cr á laugardaginn gegn Oxford Uníted á útivelli. Heil umferð í Nissandeildiimi í kvöld 1 kvöld fer fram heil umferð í Nissandeild karla í handknattleik þar sem eftirtaldir leikir fara fram: Stjarnan - IBV, HK - Haukar, Fram - ÍR, Fylk- ir - UMFA, FH - Víkingur og Valur - KA. Allir leikirnir hefjast kl. 20:00. Landsleikur við Slóvena í dag Islenska körfuknattleikslandsliðið leikur sinn þriðja leik í D-riðli und- ankeppni Evrópumóts landsliða, þcgar liðið mætir Slóvenum ytra í dag. Islenska liðið tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Ukraínumönnum í síðustu viku, 66-44 og einnig öðrum leiknum gegn Belgum um síðustu helgi, 80-55. Jónatan Bow er ekki með liðinu í Slóveníu vegna meiðsla, en þeir Olal- ur Ormsson, KR og Hlvnur Bærjngsson, Skallagrími, kpma nýir int nopinn. ft 0(jH •?(*&}>!$& inn i iJ/fiA LeþUwV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.