Dagur - 03.12.1999, Qupperneq 4

Dagur - 03.12.1999, Qupperneq 4
Föstudagur 3. desember 1999 Fíflholtimi í Nýr urðimarstaður fyr- ir sorp á Vesturlandi verður opnaður í Fífl- holtum í Borgarbyggð í dag. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mun opna urðunarstaðinn formlega. „Það er mikið framfaraskref að opna sorpurðunarstað fyrir allt Vesturland og ánægjulegt að það skuli vera tekið núna. I leiðinni Ieggjast af aðrir minni urðunar- staðir. Mér skilst að þarna sé mjög vel staðið að málum, t.d. net yfir öllu þannig að ekkert eigi að fjúka burtu og vargur eigi ekki að komast greiðlega að. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta lítur út,“ sagði umhverfis- ráðherra í samtali við Dag-Vest- urland í gær. „Þetta verður mikið ódýrara fyrir okkur, fyrir utan að við erum að leggja niður tíu úr sér gengna staði og setja einn fullkominn í gang í staðinn, þannig að þetta er stórkostlegt um- hverfismál fyrir kjördæm- ið,“ sagði Pétur Ottesen stjórnarformaður Sorpurð- unar Vesturlands í samtali við Dag um málið. Það má segja að það hafi verið þrautaganga frá hug- mynd til framkvæmdar að urða sorp í Fíflholtum. Jörðin var keypt í þessum tilgangi seinnipart ársins 1996 og félagið stofnað í desember sama ár. Skipulagsstjóri heimil- aði sorpurðun á jörðinni, en eftir að heimíldin hafði verið kærð til umhverfis- ráðherra var úrskurður skipulagsstjóra felldur úr gildi og krafðist þáverandi umhverfisráðherra ffekari athugana áður en sorpurð- un yrði leyfð. Þrjár kærur bárust umhverfisráðuneyt- inu innan tilskilins tíma vegna úrskurðarins. UmhverfisT ráðuneytið féllst á það sjónarmið Siv Friðteifsdóttir umhverfisráðherra mun opna nýjan urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands í Fíflholtum í dag. kærenda að framkvæmdin mundi spilla votlendi og benti á að á þess- ari öld hafi meirihluti mýra á Vest- urlandi verið ræstur fram í þágu landbúnaðar. A ný úrskurðaði skipulagsstjóri því í vil að sorp skyldi urðað í Fíflholtum og í dag hefst urðun- in með formlegum hætti. Pétur sagði mesta áfallið hafa verið þegar umhverfismatið var slegið úr höndum Sorpurðunar- innar og framkvæmdin verið send í frekara mat. Ffann segir það hafa verið algerlega að ástæðulausu að því er honum finnist. „Þetta var talsvert á ann- að ár í töf og einhverjar milljónir í kostnað. Samt sé ég meira eftir tímanum en peningunum, þó hvoru tveggja sé gott að hafa.“ Pétur segir að aðstaðan sé til fyrirmyndar í Fíflholtum. A staðnum er fullkominn hreinsi- búnaður og fokgirðing sem ekki hefur verið notuð áður á landinu. „Það er lokað yfir allan staðinn þar sem verið er að losa hverju sinni. Eg veit að aðrir staðir bíða spenntir eftir að sjá hvernig þetta reynist." Sparisjóður- innkaupir í Loftorku Sparisjóður Mýrasýslu hefur keypt 30% eignarhlut í Loftorku Borgarnesi ehf. Tilgangurinn með kaupunum mun vera að stuðla að fjárhags- Iegri endurskipulagningu fyrir- tækisins og styrkja stöðu þess. Loftorka framleiðir úr stein- steypu. Fyrirtækið framleiðir m.a. steypurör, steypueiningar og steinsteypt einingahús. Slökkvilið- ið stöðvar byggingu Akur hf. á Akranesi hefur sótt um að byggja sex hæða fjölbýlis- hús í bænum. Töf varð á afgreiðslu bygging- arleyfis þar sem slökkviliðið hef- ur ekki búnað til að bregðast við eldsvoða í svo hárri byggingu. Stigar slökkviliðsins ná aðeins upp á þriðju hæð. Akranesbær hefur tekið ákvörðun um að endurbæta búnað slökkviliðsins svo verða megi af byggingu hússins og hefur bæjarstjóranum verið falið að senda Brunamálastofnun yf- irlýsingu þess efnis að nauðsyn- legur búnaður verði til staðar þegar húsið er risið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhjúpar varðann sem er táknmynd samvinnu og vináttu íbúa á Snæfellsnesi. Þetta gerði hann við sama tækifæri og hann opnaði nýjan veg um Búlandshöfða. Merki vináttu og saiiiviimu afhjúpað Sturla Böðvarsson samgönguráð- opnaði nýjan veg um Búlands- marks um vináttu og samvinnu herra afhjúpaði stein sem er til höfða. íbúa á Snæfellsnesi," segir Björg marks um vináttu og samvinnu „Það er rituð á hann gömul Agústsdóttir sveitarstjóri í Eyrar- Snæfellinga um leið og hann þjóðsaga. Hann á að vera til sveit (Grundarfirði) um verkið. Skrautleg fundargerð Ruslamálin hafa verið hitamál á Vesturlandi að undanförnu. Fundargerð frá einum fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar fý'rir skömmu er hin skemmti- legasta lesning. Framsóknarmenn sem eru í minnihluta í bæjarstjórn lögðu fram bókun þar sem þeir undr- ast tillöguflutning meirihlutans um sorpmál: „Hér virðist reynt að slá ryki í augu fólks til að draga úr þeirri einróma samþykkt sem gerð var á síðasta bæjarstjórnarfundi um sorpmálin. Kjarni þeirrar sam- þykktar er sá að fulltrúar núver- andi meirihluta hafa fallist á inntak þeirrar breytingartillögu sem framsóknarmenn lögðu fram þann 15. apríl síðastliðinn. Við fulltrúar B-listans getum ekki annað en fagnað þessum stakkaskiptum núverandi meiri- hluta en afgreiðslan 15. apríl vekur vissulega upp spurningar í Ijósi afgreiðslunnar nú.” Guðbrandur Brynjúlfsson Borgarbyggðarlista og Helga Halldórsdóttir Sjálfstæðisflokki segja um misskilning að ræða hjá Framsóknarmönnum: „Það liggur í hlutarins eðli að segja varð upp samningi við Þorstein Eyþórsson áður en gengið var til viðræðna við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. Þá bendum við á að í einróma samþykkt bæjar- stjórnar frá í október s.l. um sorpmál kemur fram að bjóða skuli út sorphirðu, rekstur gámastöðvar og jarðgerð lífræns úrgangs þegar nauðsynlegum undirbúningi og þekkingaröflun er lokið á jarðgerðinni. Með þessari samþykkt er ljóst og því ber að fagna að bæjarstjórn er einhuga um að velja hagstæð- asta kostinn hverju sinni varð- andi rekstur þessa mikilvæga málaflokks. Við núverandi að- stæður þótti heppilegra að reyna samninga við G.V. í skamman tíma, en útboð verður skoðað síðar. Með tilliti til þess er að framan greinir er lítt skiljanlegt, hvers vegna framsóknarmenn reyna nú að þyrla upp pólitísku moldviðri út af máli sem í reynd er algjör eining um sbr. sam- þykkt bæjarstjórnar frá í okt. s.l.” Framsóknarmenn gera athuga- semd við tilvitnunina í fyrri sam- þykkt bæjarstjórnar frá í okt. „Þar segir efnislega: „kemur fram að bjóða skuli út sorphirðu, rekstur gámastöðvar og jarðgerð lífræns úrgangs þegar nauðsynlegum undirbúningi og þekkingaröflun er lokið á jarðgerð”. Hér er sleppt niðurlagi þeirrar málsgreinar, en það er: „eða samið áfram við Gámaþjónustu Vesturlands ef það þykir vænlegri kostur á þeim tíma”. Segi menn hálfa söguna þá skal hún öll sögð.” FuIItrúar meirihlutans ákveða þá greinilega að nóg sé komið: „Við undirrituð teljum nú mál til komið að hætta þessum skot- grafahernaði og ætlum því að halda í heiðri hið fornkveðna „vægi nú sá er vitið hefur meira”.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.