Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - S
FRÉTTIR
Rétturtil
fjárfestinga
aiiMun
PáJl á öndverdum
meiði við Davíð
Félagsmálaráðherra
segir rekstur Reykja-
víkurborgar til fyrir-
myndar. „Landflutn
iugana i n n a u lauds“
segir hann mesta efna-
hagsvandamálið. Svan-
fríður segir hatur for-
sætisráðherra á
Reykjavíkurlistamun
hitna á öllum sveitar-
félögum.
Það kom í Ijós í uniræðum utan
dagskrár á Alþingi í gær að Páll
Pétursson félagsmálaráðherra er
á öndverðum meiði við Davíð
Oddsson forsætisráðherra varð-
andi sveitarfélög í landinu. Davíð
sagði í viðtali við Viðskiptablaðið
á dögunum að sveitarfélögin væru
mesti efnahagsvandi þjóðarinnar
og þar væri Reykjavíkurborg lang-
verst. Páll sagði aftur á móti í gær
að staðan væri mjög góð hjá
Reykjavíkurborg, hún væri með
hlutina í lagi og væri næst best
Davíð Oddsson.
rekna sveitarfélag landsins skv.
könnunum.
Svanfríður Jónasdóttir hóf um-
ræðu utan dagskrár um fjárhags-
stöðu sveitarfélaganna, sem er
víða bágborin. Hún sagði að sveit-
arfélögin hefðu skuldsett sig á
síðustu árum vegna einsetningar
grunnskóla. Lögbundin verkefni,
sem flutt hafa verið yfir til þeirra
frá ríkinu, hafi verið að taka til sín
æ meira fé. Hún sagði að vcgna
skattabreytinga, sem ríkið stóð
fyrir, sé tekjutap sveitarfélaga 2
milljarðar á ári. Sömuleiðis hafi
Páll Pétursson.
byggðaþróunin í landinu, sem rík-
isstjórnin bæri höfuðábyrgð á,
mikil áhrif á stöðuna. íbúum
fækkaði og fyrirtækjum væri
lokað.
„Þjóðflutningar“
„Pólitísk heift forsætisráðherra
gangvart Reykjavíkurlistanum
virðist bvrgja ríkisstjórninni svo
gersamlega sýn að hún aðhefst
hvorki né gengst við ábyrgð sinni
gagnvart sveitarfélögunum," sagði
Svanfríður. Hún nefndi til sög-
unnar viðtal við forsætisráðherra í
Viðskiptablaðinu um að sveitarfé-
lögin væri stærsta efnahagsvanda-
málið og sagði stjórnendur stærs-
ta sveitarfélagsins skyni skroppna
í þeim efnum.
Eins og fyrr segir var Páll Pét-
ursson á öndverðum meiði við
Davíð hvað Reykjavíkurborg við-
víkur. Páll sagði að stærsti efna-
hagsvandi þjóðarinnar í dag væri
það sem hann kallaði „þjóðflutn-
ingana" til höfuðborgarsvæðisins.
Það sagði hann vera „ógurlega
blóðtöku fyrir sveitarfélögin," sem
fólkið væri að flýja frá. Hann
sagði fækkun á landsbyggðinni
vera um 10% á tveimur árum.
Hús stæðu auð, vannýttar þjón-
ustubyggingar og hálftómir skólar
út um allt.
Hann sagði það Iíka dýrt fyrir
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu að taka við fólki utan af landi.
Páll sagði það kosta um 4 milljón-
ir á hvern einstakling, alveg fyrir
utan kostnað fjölskyldnanna að
koma sér upp húsnæði á nýjum
stað.
Þeir sem til máls tóku sögðu
vandann mikinn og að það þyldi
enga bið á að honum yrði tekið og
hann leystur. — S.DÓIi
í gær kynnti fjár-
málaráðherra í
ríkisstjóm frum-
varp til laga um
Iífeyrissjóði. Er
hér er um að
ræða breytingu á
lögum um lífeyr-
issjóði í þá veru
að hækka leyfi-
legt hlutfall af fé lífeyrissjóða til
fjárfestinga. Samkvæmt núgild-
andi lögum mega lífeyrissjóðir
nota 35% af fé sínu til fjarfestinga.
Geir H. Haarde fsagði í samtali
við Dag að endanlega hefði ekki
verið ákveðið hvað prósentan yrði
há. 1 nágrannalöndum okkar er
hlutfallið víða 50% og lífeyrasjóða-
menn vilja að heimildin verði sú.
Þá er það líka háð takmörkunum
hvað lífeyrissjóðir mega kaupa
stóran hlut í fyrirtækjum, sem er
að sögn um 6%.
Þó forráðamenn lífeyrissjóð-
anna og Finnur Ingólfsson, hafni
því að þetta sé gert til þess að
stærstu Iífeyrissjóðir landsins geti
Ijárfest í Fljótsdalsvirkjun og ál-
veri í Reyðarfirði, mun það samt
vera aðal ástæðan fyrir því að
þetta er gert. Raunar segjast for-
ráðamenn lífeyrissjóðanna hafa
lengi óskað eftir því að hlutfallið
yrði hækkað því margir lífeyris-
sjóðir í landinu eru komnir eða að
koniast að 35% markinu.
Vill bætur fyrir
spilakassafikn
Lögmenn lslenskra söfnunar-
kassa, Rauða krossins, Lands-
bjargar, Slysavarnartelagsins og
SAA hafa krafist frávísunar máls
frá dómi, þar sem Olafur M.
Olafsson, Kjalnesingur á sjötugs-
aldri, krefur þessa aðila um
skaðabætur vegna tjóns, sem
hann telur sig hafa orðið fyrir
með því að eiginkona hans varð
spilafíkill af þeirra viildum.
Olafur vill fá annars vegar
dæmdar skaðabætur uppá tæpar
sjö milljónir króna vegna fjár-
hagslegs tjóns og hins vegar 45
milljón króna miskabætur. Hann
heldur þvf fram að fyrrum kona
hans hafi farið að stunda fjár-
hættuspil í spilakössunum og
verið haldin spilafíkn frá árinu
1989. Árið 1992 hafi hann orðið
þess var að 1,2 milljón króna Iíf-
eyrissjóðslán hafi ekki farið i þær
framkvæmdir sem ætlast var til.
Umrædd kona eyddi um 25 þúsund krónum á dag í spilakassa.
1994 tók konan að hverfa lang-
tímum saman frá vinnu og oft
mátti hann sækja hana í sjoppur
til að fá hana frá kössunum.
Sama árið leitaði hún meðferðar,
en í árslok skildu þau að borði og
sæng. Segir hann fyrrum konu
sína hafa áætlað að hún hafi að
jafnaði farið með um 25 þúsund
krónur á dag í kassana flesta
daga vikunnar. Maðurinn hefur
sent hinum kærðu erindi frá því
árið 1997 með kröfu um þátt-
töku í þeim fjárhagslegu erfið-
leikum sem af spilafíkninni
sköpuðust. — FÞG
Viðvarandi snjóflóða-
hætta úr Traðarhymu
Almannavarnanefndin í Bolung-
arvík ákvað að láta rýma sex
íbúðarhús við Dísarland og tvö
við Traðarland á fimmtudags-
kvökl vegna snjófióðahættu úr
Traðarhyrnu. Kanna átti nú á
laugardagsmorgni hvort íbúum
yrði leyft að halda heim að nýju.
Miklum snjó hefur kyngt niður á
norðanverðum Vestfjörðum og
féllu fimm snjóflóð á Súðavíkur-
hlíð. Hafinn var mokstur, síðdeg-
is í gær í ísafjarðardjúpi þegar
veður hafði gengið niður en víða
var skafrenningur. Erfið færð var
víða í gær á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi, og á Fróðárheiði en
reynt var að moka þar í gær. Víða
var reynt að moka í gær á Norð-
urlandi, til dæmis til Siglufjarðar
og frá Akureyri til Olafsfjarðar. Á
Siglufirði hafði snjór hreinsast
úr hlíðinni ofan bæjarins í norð-
austanáttiprlFóg síd.aðeihs' ígilj-;
um. Nýr snjóílóðavarnargarður
hefur einnig gert sitt gagn.
Óveðrið náði allt til Aust-
fjarða. Var ekld hægt að kveikja á
Ijósum á jólatré á Seyðisfirði í
gær vegna vonskuveðurs og
fannfergis og skafrennings. Veg-
urinn um Möðrudalsöræfi var
orðinn ófær og þungfært milli
Raufarhafnar og Þórshafnar og
þaðan til Vopnaffarðar. — GG
Krefst skýringa á leka
Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti hefur skrifað prófastinum
í Isafjarðarprófastdæmi, séra Agnesi Sigurðardóttur í Bolungarvík, bréf
þar sem krefst skýringa á því hvers vegna langt bréf hans til prófasts frá
12. nóvember um meintar ásakanir í hans garð, lak út og varð opinbert.
Bréfið var ekki merkt sem trúnaðarmái. Bréfinu var dreift til allra sókn-
arpresta í prófastdæminu vegna funda þeirra um niðurstöðu úrskurðar-
nefndar Þjóðkirkjunnar um deiluna í Holtsprestakalli.
Prófastur hefur þegar rætt við formann sóknarnefndar Flateyrarsóknar
um undirbúning og tilhögun hátíðarmessa, en ekki hefur verið gengið frá
ráðningu prests til þeirra starfa. Á meðan er kristnihald í Holtsprestakalli
á ábyrgð prófasts. — GG
Bílastrið við Austurvöll
Mikið stríð geysar þessa dag-
ana milli gatnamálastjórans í
Reykjavík og ráðherrabílstjóra
fyrir utan Alþingishúsið. Eftir
þær miklu breytingar sem
hafa orðið á götunni fyrir
framan húsið og að bifreiða-
stæðin bak við Oddfellohúsið
eru farin, hafa ráðherrabíl-
arnir alls ekkert stæði lyrir
fram eða í nágrenni Alþingis-
hússins. Það verður ekki fyrr
en bílakjallari nýja hússins
kemur að málið leysist. I gær
var lögregla að reka ráðherrabílana í burtu og þeir hafa líka orðið fyrir
sektum að undanförnu þar sem þeir leggja fyrir fram Alþingishúsið.
Neyðarúrræði ráðherrabílstjóra er að
leggja á vinnusvæði sem er á Austurvelli
vegna húsbygginga.
PoppTíví til Norðurljósa
Samningar hal’a verið gerðir um kaup Norðurljósa á rúmum helmingi
hlutaljár í Framtíðarmiðlun hf. sem rekur nýju tónlistarsjónvarpsstöðina
PoppTíví. Islenska útvarpsfélagið, sem er með Stöð 2, Sýn, Fjölvarpið,
Bylgjuna og fleiri stöðvar, er í eigu Norðurljósa. PoppTíví hóf útsending-
ar í september sl. og hefur fengið góð viðbrögð yngri áhorfcnda.
Bókasafn kenut við Laxness
Tilkynnt var í gær að bókasafn í nýju Norrænu húsi í New York, sem opn-
að verður haustið 2000, myndi bera nafn Nóbelskáldsins, Halldórs Lax-
ness. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi Islenska-Ameríska verslunar-
ráðsins hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Edward P. Gallagher, for-
stjóra stofnunarinnar American Scandinavian Foundation. Jafnframt var
tilkwnt að stofnaður hefði verið sjóður sem ætlað er að stvrkja rekstur
bókasafnsins og stuðla að kynningu á íslcnskri menningu í hinu nýja Nor-
'fæha húsi. , ‘V,'1 ‘ . *.*•/ ■