Dagur - 04.12.1999, Síða 8
VUI-LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
MINNINGA RGREINA R
Kirkjustarf
Sunnudagur 5. desember
- annarsunnudagur í aðventu
AKUREYRARKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Beðið
fyrir bágstöddum. Fræðsla um hjálparstarf í
Safnaðarheimili eftir messu. Aðventukvöld
kl. 20.30.
HVITASUNNUKIRKJAN AKUREYRI
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30.
Vakningasamkoma kl. 16.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN AKUREYRI
Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl.
16.30. Almenn samkoma kl. 17.00. Ung-
lingasamkoma kl. 20.00.
SVALBARÐSKIRKJA
Kyrrðar- og bænastund kl. 21.00.
GRENIVÍKURKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 14.00.
GLÆSIBÆJARKIRKJA
Aðventukvöld kl. 20.30.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA
Aðventukvöld kl. 20.30.
HRÍSEYJARKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11.
HÓLAKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11.
MUNNKAÞVERÁRKIRKJA
Aðventukvöld kl. 21.00.
ÞINGVALLAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 14.00.
LÁGAFELLSKIRKJA
Barnastarf í Safnaðarheimili kl. 11. Messa
kl. 14.00.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.00.
HVERAGERÐISKIRKJA
Sunnudagaskóli kl.11:00, litlu - jól. Guðs-
þjónusta kl. 14:00
ÁRBÆJARKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11. árdegis. Kristín R.
Sigurðardóttir syngur einsöng með
kirkjukór Árbæjarkirkju. Ilka Petrova leikur á
flautu.Barnaguðsþjónusta kl. 13.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Altarisganga. (Ath. beyttan messutima).
Gerðubergskórinn syngur. Kaffisala barna-
og unglingakóra Breiðholtskirkju að messu
lokinni.
DIGRANESKIRKJA
Kl. 20.30 KFUM & K. sér um helgistund í
kirkjunni. Einsöngvar úr kór Digraneskirkju
og sókninni syngja. Kaffisalan á eftir er til
styrktar málefninu „Mismunandi kjör barna í
heiminum". En það er þemaverkefni sem
unnið hefur verið með í vetur. Einsöngvarar
eru: Eiríkur Hreinn Helgason, Guðrún Lóa
Jónsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Sigriður Sif
Sævarsdóttir og Þórunn Freyja Stefánsdóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl.
11:00, barnakórinn syngur. Sunnudaga-
skóli I Engjaskóla kl. 11:00. Valdís Magnús-
dóttir kristniboði og kennari kemur í heim-
sókn. Guðsþjónusta kl. 14:00 í Grafarvogs-
kirkju. Pálmar Guðjónsson kennari við
Foldaskóla og kórfélagi flytur jólasöguna
„Hin fegursta rósin er fundin" eftir H. C.
Andersen. Nemendur úr tónskóla Grafar-
vogs leika á flautur. Kór Grafan/ogskirkju
syngur.
Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir
15:30. Prestur Sr. Vigfús Þór Árnason pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Tónlistarguðsþjónusta kl. 14. (Ath. breyttan
messutíma). Meðal þess sem flutt verður
er: Davíðs sálmur nr. 117 eftir G.Ph. Telem-
ann, Lokakórinn úr kantötu nr. 147 eftir J.S.
Bach o.fl. Zbigniew Dubik og Andreas
Kleina leika á fiðlur. Jóhannes Georgsson
leikur á kontrabassa og Peter Máté á orgel.
Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
HJALLAKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Hjalla-
skóla syngur. Vigdís Sigurðardóttir leikur á
flautu, Gróa Margrét Valdimarsdóttir á fiðlu
og Þórunn Vala Valdimarsdóttir á víólu.
Lára Bryndis Eggertsdóttir leikur undir á pí-
anó. Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13
og í Lindaskóla kl. 11. Aðventutónleikar
Kórs Hjallakirkju kl. 20.30. María Guð-
mundsdóttir, Gréta JónSdóttir og Gunnar
Jónsson syngja einsöng. Guðrún Birgis-
dóttir og Martial Nardeau leika á flautur.
Undirleikari: Lenka Mátéová. Söngstjóri:
Jón Ólafur Sigurðsson.
KÓPAVOGSKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kársneskór-
inn syngur. Vilborg Ólafsdóttir segir börnun-
um sögu.
SELJAKIRKJA
Kl. 11. Krakkaguðsþjónusta. Kl. 14. Kl.
20.30. Aðventutónleikar kóra kirkjunnar.
Kirkjukórinn og barnakórar syngja undir
stjórn Gróu Hreinsdóttur. Seljur, kór kvenfé-
lagsins syngur undir stjórn Tonje Fossnes.
ÁSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón-
usta kl. 14:00. Kaffi eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Guðsþjónusta kl.
14:00. Heimsókn félaga úr Oddfell-
owstúkunni Þórsteini nr. 5. Ræðurmaður
Þórður H. Jónsson.
DÓMKIRKJAN
Messa kl. 11:00. Að lokinni messu verður
fundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar í
safnaðarheimilinu. Aðventuhátíð fermingar-
barna Dómkirkjunnar kl. 17:00.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Messa kl. 14:00. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
GRENSÁSKIRKJA
Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Að-
ventukvöld kl. 20:30. Ræðumaður: Adda
Steina Björnsdóttir, guðfræðingur og rithöf-
undur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
HALLGRÍMSKIRKJA
Messa og barnastarf kl. 11:00. Kvöldmessa
kl. 20:00. Hópur úr Mótettukór syngur.
LANDSPITALINN
Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Messa kl. 14:00.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups.
Messa kl. 11:00. Nanna Helgadóttir syngur
einsöng. Barnastarf í safnaðarheimili -
föndur. Hádegiserindi eftir messu kl. 12:20.
Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson heldur erindi í
safnaðaheimilinu og fjallar um baráttu fyrir-
bænarinnar. Kaffisopi - allir velkomnir.
LAUGARNESKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór
Laugarneskirkju syngur. Messukaffi og
djús fyrir börnin á eftir.
NESKIRKJA
Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára
starf á sama tíma.Messa kl. 14:00.
SELTJARNARNESKIRKJA
Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
JÓNAS SIGURÐSSON,
fyrrverandi leigubílstjóri,
Akureyri
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 7. desember kl. 13:30
Laufey Sigurðardóttir,
Elsa Jónasdóttir, Sigursteinn Kristinsson,
Gylfi Jónasson, Guöný Kristjánsdóttir,
Heiödfs Sigursteinsdóttir, Gunnlaugur Atli Sigfússon,
Hjördís Sigursteinsdóttir, Brynjar Finnsson,
Jónas Leifur Sigursteinsson, Ragnheiður I. Ragnarsdóttir,
Sævar Jóhann Sigursteinsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Jóhannes Karl Sigursteinsson, Anna Dóra Heiðarsdóttir,
Katrín Gylfadóttir, Hjörtur Geirmundsson,
Kristján Gylfason, Helga Svava Arnarsdóttir,
Ómar Ingi Gylfason,
og barnabarnabörn.
Herdís Stefánsdóttir
Herdís Stefánsdóttir fæddist
10. mars 1951 á Sauðárkróki.
Hún lést á sjúkrahúsi f Rochest-
er í New York ríki í Bandaríkj-
unum þann 8. nóvember s.l.
Herdís lauk sjúkraliðaprófi og
starfaði lengst af á Vistheimil-
inu á Sólborg og síðar á Geð-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Foreldrar hennar eru
Guðný Þuríður Pétursdóttir
húsmóðir og Stefán Sigurðsson
skipstjóri d. 24. október 1966.
Eiginmaður Herdísar er Þór
Sigurðsson prentsmiður á Akur-
eyri f. 9. júní 1949. Börn Her-
dísar og Þórs: Stefán f. 16.
október 1974, stundar nám í
Danmörku, Sigurður f. 26. nóv-
ember 1978, vinnur við bygging-
ariðnað á Akuréyri og Þórdís f.
14. september 1989, nemandi í
Brekkuskóla á Akureyri. Systir
Herdísar er Anna Sjöfn Stefáns-
dóttir f. 24. júli 1949.
Útför Herdísar fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 23. nóvember s.l.
Fyrir rúmum þremur árum kom
Herdís frænka mín og vinkona
upp stigann hjá mér að kvöldlagi
með stóra skál af bláberjum í
fanginu til að gefa mér. Hún hafði
tínt þau í landi Sellands við sum-
arbústaðinn sinn Lækjarkot í
Fnjóskadal. Hún var brosandi,
ljúf og falleg að vanda en sagðist
vera þreytt. Daginn eftir var ljóst
að hún gekk með þann illvíga
sjúkdóm sem nú hefur dregið
hana til dauða aðeins 48 ára
gamla. Baráttan var löng og hörð
en háð af hugrekki og æðruleysi.
Fyrir rúmum mánuði kom hún
aftur upp stigann hjá mér síðla
kvölds og nú með körfur fullar af
hríslum sem skörtuðu heimsins
fegurstu haustlitum. Þær voru
einnig frá Lækjarkoti, en þar
hafði hún unnið alla helgina við
að fegra og rækta landið sitt, gróð-
ursetja og búa til gangstíga. Hrísl-
urnar voru kveðjugjöfin til mín
áður en hún lagði upp í för til
Bandaríkjanna að leita sér enn
lækninga. Eg hef á samvistarárum
okkar á Akureyri þegið af henni
margar gjafir þar sem efniviður-
inn, form, litir og aðrar fyrirmynd-
ir eru sótt í norðlenskt umhverfi
og íslenska náttúru. Hún hafði
óvenju ríka sköpunargáfu, auga
fyrir að skreyta og fegra alla hluti
í kringum sig og fá gömlum hlut-
um nýtt líf og nýjan tilgang. Og
hún fór ekkert endilega troðnar
slóðir á því sviði fremur en öðr-
um. Heimili þeirra Þórs og krakk-
anna, sumarbústaðurinn og allt
umhverfi þeirra bar þess stöðugt
vitna að frjótt ímyndunarafl var að
verki og ólatar manneskjur tóku
til hendi.
Þór og Herdís eignuðust þjú
börn, tvo drengi, Stefán og Sigurð
sem nú eru komnir yfir tvítugt og
svo sólargeislann hana Þórdísi
sem er nýlega orðin tíu ára og
heitir eftir báðum foreldrum sín-
um. Heimili þcirra í
Hclgamagrastræti er einstakt,
hlýjan og gestrisni þeirra allra slík
að straumana leggur á móti
manni langt út á götu. lnni bíður
andleg næring í samvistum við
þau í sorg og gleði. I fyrirrúmi eru
börnin, að hlúa sem bcst að þeim
og að eiga með þeim góðar stund-
ir í næði var Herdísi afar mikils
virði. Að því vegarnesti munu þau
búa alla tíð.
Hún tók lífið og sjálfa sig mátu-
lega hátíðlega og skoðaði oft
heiminn með kímniglampa í auga,
var húmoristi og stundum prakk-
ari. Frásagnargáfa hennar var
mjög sérstæð, hún sagði skemmti-
legar sögur af sjálfri sér og öðrum
án þess að kasta rýrð á neinn.
Hún var eins og glöggur bók-
menntarýnir sem opnar augu
manns fyrir nýjum víddum sög-
unnar, en hennar sögur voru Iífið
sjálft, smáu atriðin scm eru að
gerast allt í kringum okkur en við
sjáum oft ekki í amstri daganna.
Hcrdís var mikil útivistarkona
en leitaði á ferðum sínum ekki
endilega langt yd’ir skammt. Dag-
lega gengu þau hjónin saman hér
í nágrenni Akureyrar sér til
skemmtunar og heilsubótar og við
þrjár stöllur og vinkonur á Akur-
eyri vorum árum saman í afar
óformlegum og skemmtilegum
gönguhópi. A einum góðum degi
gengum við Fnjóskadalinn undir
leiðsögn Herdísar. Það voru henn-
ar uppáhalds slóðir, þó stundum
saknaði hún hérna megin Trölla-
skaga víðsýnisins úr Skagafirði
þar sem hún var fædd og upp alin.
Síðustu gönguferðina fórum við
saman í haust upp að nývígðum
kirkjusteininum í hlíðum Kjarna-
skógar. Þar þótti henni gott að
eiga hljóða stund úti í náttúrunni
og njóta útsýnisins yfir Eyjafjörð.
Græðlingarnir sem Herdís gróð-
ursetti skjóta nú rótum í Fnjóska-
dal. Það gera líka minningar um
ómetanlegar samverstundir með
henni sem skjóta upp kollinum
fleiri og fleiri og munu fylgja okk-
ur öllum um ókomna tíð scm dýr-
mæt eign.
Við Haraldur, Sigrún Stella,
Guðrún, Brandur og Kristín móð-
ursystir Herdísar sendum Þór,
Stefáni, Sigurði, Þórdísi, Þurý,
Sjöfn og hennar fjölskyldu dýpstu
samúðarkveðjur.
Margrét Björgvinsdóttir
Glaðnr og reifur
skyli gumna hver
uns sinn híður hana.
Hávamál
***
Þann 9. nóvember sl. lést vin-
kona okkar, Herdís Stefánsdóttir,
48 ára gömul. Undanfarin 3 ár
barðist hún eins og hetja við hvít-
blæði sem heltók hana án þess að
gera boð á undan sér. Það vita víst
allt of margir hvað það er að eiga
vini og ættingja sem berjast við
svona sjúkdóm. Nagandi kvíði,
von um kraftaverk og brennandi
löngun til að lífið sigri dauðann
móta öll samskipti. Jafnframt
verða allar samverustundir svo
margfalt dýrmætari en áður. í ná-
vist dauðans nennum við ekki að
þykjast.
Fyrir tilstilli Margrétar, frænku
Herdísar, gengu Magga, Júlla og
Dísa í fóstbræðralag fyrir um það
bil 8 árum. Makar þeirra og börn
bundust vináttuböndum. Líka
ömmur og frænkur. Samveru-
stundir einkenndust af sameigin-
legum áhugamálum: elsku á ís-
lenskri sagnahefð, ljóðlist, lán-
lausum skáldum, söng og trega-
blöndnum textum. Þessi áhuga-
mál var hægt að stunda jafnt úti
sem inni, á göngu yfir brýrnar á
ósunum, heima í stofu í
Helgamagrastræti eða austur í
Sellandi. Herdís og maður henn-
ar, Þór, unnu útivist og íslenskri
náttúru. Dísa elskaði lyngið, kjarr-
ið, sólarlagið og Maístjörnuna.
Við ræddum það stundum í
gönguferðum, vinkonurnar, hvort
við ættum núna að vera með sekt-
arkennd yfir því að þurrka ekki
rykið af sófaborðinu, þvo ekki
blauta íþróttasokka af börnunum
eða hlusta ekki á eldhúsdagsum-
ræðurnar. Oftast var það Herdís
sem sannfærði okkur um að kær-
leiksríkt barnauppeldi og gott
heimilislíf fælist ekki í hreinum
sokkum.
Ollum aðstandendum Herdísar
vottum við okkar dýpstu samúð.
Við kveikjum á kertum, hlýðum á
„Yfir í Fjörðum allt er hljótt“ og
minnumst Dísu. Hún var falleg og
yndisleg kona og við þökkum fyrir
að hafa átt hana að vini.
^ffyRARSTo^
/SLANDS
Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega
þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings
sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla
þá þætti er hafá ber í huga er dauösfall ber að. Útfararstjórar
Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við
útfararþjónustu um árabil.
Utfararstofa Islands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar f
samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús.
- Aðstoða viö val á kistu og líkklæðum.
- Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef
með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
- Legstað í kirkjugarði.
- Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara
og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiði.
- Legstein.
- Flutning kistu út á land eða utan af landi.
- Flutning kistu til landsins eða frá landinu.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavfk.
Sími 581 3300 - allann sólarhringinn.
Júlla og Bjönt