Dagur - 14.12.1999, Page 6
6 -PRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: BlRGiR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mAnuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 KR. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Amundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdáttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Hörmimgar bamaima
í fyrsta lagi
Veröldin hefur aldrei verið ríkari en einmitt núna. Samt búa
mun fleiri börn við sára fátækt en dæmi eru um áður. Þetta
kemur skýrt fram í nýrri skýrslu sem UNICEF, barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, birti í gær og lýsir stöðu barna í heim-
inum nú þegar aldamótin eru á næsta leyti. Skýrslan ber með
sér að þrátt fyrir hátíðleg loforð þjóðarleiðtoga á svonefndri
barnaráðstefnu í New York íyrir tíu árum um stórfelldar um-
bætur í réttindamálum barna fram til aldamóta, er verr búið
að fleiri börnum nú en nokkru sinni.
í öðru lagi
Tölurnar í þessari nýju skýrslu segja dapurlega sögu af svikn-
um loforðum. A hverjum einasta degi látast 30.500 börn und-
ir fimm ára aldri af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir -
það skortir bara raunverulegan vilja. A hveijum mánuði smit-
ast um 250 þúsund börn og unglingar af eyðniveirunni - það
er álíka mörg börn og allir Islendinga í hveijum einasta mán-
uði. Og á þeim eina áratug sem liðinn er frá leiðtogafundinum
í New York hafa meira en tvær milljónir barna látist vegna
stríðsátaka í heiminum og ríflega sex milljónir hlotið alvarleg
örkuml. Þessi nöturlegi veruleiki er ekkert náttúrulögmál
heldur bein afleiðing af mannanna verkum.
í þriðja lagi
Efnahagsleg uppsveifla síðustu áratuga hefur ekki skilað sér til
hinna fátæku. Þvert á móti eykst stöðugt bilið á milli fátækra
og ríkra. Þetta aukna misrétti kemur harðast niður á fátækum
börnum sem njóta ekki einföldustu mannréttinda. Þrátt fyrir
fögur orð er enginn raunverulegur vilji til hjálpar hjá þeim sem
hafa ofgnótt af peningum, matvælum, lyfjum og öðrum lífs-
nauðsynjum. Þannig hefur aðstoð ríkra þjóða við þær fátæku
minnkað ár frá ári. Það er ömurlegur vitnisburður um þróun-
arstig mannsins við þúsaldarmót, að því ríkari sem þjóðir
heimsins verða þeim mun minni áhuga hafa þær á að nýta
auðlegð sína til að útrýma þeirri smán sem felst í ótímabærum
dauða milljóna barna.
Elías Snæland Jónsson
Sex vefkfræðingar
dansandi
Garri horfði á viðtal við sex
nektardansmeyjar í fréttatíma
sjónvarpsins um helgina og
komst að því að ólíkt |ní sem
hann hélt, þá eru þetta hinar
gæðalegustu stúlkur. Satt að
segja er búið að draga upp svo
Ijóta mynd af þessum konum í
opinberri umræðu að jrað varð
Garra nokkuð menningaráfall
að sjá að konurnar voru
hvorki illa greiddar né áber-
andi sóðalegar og engin þeirra
virtist með áberandi hætti
undir áhrifum vímuefna. Enda
kom í ljós í jressu viðtali að
þetta voru upp til hópa tækni-
menntaðir vísindamenn eða í
það minnsta verðandi vísinda-
og tæknimenn frá
Eystrasaltsríkjunum.
Þær voru nemendur í
þróuðum tækni- og
verkfræðigreinum, en
höfðu tekið sér hlé frá
námi til að fjármagna
skólasókn sína, en
verkfræðimenntun er afar dýr í
heimalöndum þeirra.
Prúðir karlar
Þá gladdi það Garra að heyra
að stúlkurnar þvertóku fyrir að
vera ambáttir alþjóðlegra
klámmiðlara sem sendu þær
heimshorna á milli og engin
þeirra hafði lent í því að ís-
lenskur karlmaður ætlaðist til
að fá eitthvað meira en bara að
horfa. Var greinilegt að þarna
fóru ungar konur sem sáu það
strax eftir tvo daga í landinu að
íslenskir karlmenn eru upp til
hópa fáheyrð prúðmenni með
víni! Það vekur auðvitað sér-
staka athygli að þessi tiltekni
staður - Maximes eða Hafnar-
kráin - skuli flytja inn alla
þessa tækni- og verkfræði-
menntuðu dansara. Garra sýn-
ist hins vegar augljóst að það
V
muni standa í einhverju sam-
hengi við þær deilur sem
staðið hafa um óvenju mikið
ljósaskilti, sem fest er upp
ofan við dyr staðarins. Kröfur
hafa komið frá nágrönnum um
að rífa niður skiltið eða minn-
ka jiað verulega og hafa þessar
umkvartanir fengið nokkurn
hljómgrunn hjá borgaryfir-
völdum. Það kallar aftur á
mikla útreikninga varðandi
minnkun skiltisins og þá ekki
síður varðandi burðarþol þess
og styrkleikaprófun.
Sex dansandi
verkfræöingar
Stúlkurnar eru því
augljóslega að gera
ýmis konar burðar-
þolsútreikninga fyrir
nýja skiltið á milli þess
sem þær dansa fyrir
prúða íslenska karla
sem láta sér nægja að
horfa. Spurningin er því hvort
ekki sé verið að flytja tækni-
menn inn í landið en ekki
dansara. Þær eigi að breyta
skiltinu til samræmis við kröf-
urnar - allir þekkja hversu
erfitt er að fá tæknifólk í vinnu
í þenslunni þessa dagana og
allir eru því til viðbótar eitt-
hvað að jólast. Vertinn á Max-
imes er því að fá mun
skemmtilegri jólasendingu frá
jólasveininum en Skrámur
fékk í sínu fræga Iagi um 12
daga jóla. Skrámur fékk sem
kunnugt er fimm svani syngj-
andi og átta feitar mjaltakonur
með meiru, sem gerðu allt vit-
laust á heimiliu. Maxims fær
hins vegar 6 verkfræðinga
dansandi - og allt er í góðu
gengi!! garri
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Vanity Fair í bama-
skólimum
Nýsýnd bresk sjónvarpsmynd
hefur dregið jjað fram í dagsljós-
ið að undir glansandi glamúryfir-
borði er sitthvað rotið og myglað
í hinum alþjóðlega tískuheimi.
Þetta hafa menn svo sem lengi
vitað á norðurhjara og víðar, en
ekki mikið verið að halda á lofti.
Það hefur að minnsta kosti ekki
tfðkast þegar barnungar stúlkur
vinna Ford- og Elitekeppnir hér
heima og stefna á frægð og
frama utanlands, að spyrja þær,
foreldra og keppnishaldara hvort
stúlkurnar séu hugsanlega á
leiðinni í klærnar á barnaníðing-
um og öðrum drulluháleistum
tískuheimsins. Nei, þess í stað
birtast myndir af þessum tá-
grönnu stúlkubörnum í faðmi
fagnandi fjölskyldu og allir svo
glaðir og stoltir yfir hjartri fram-
tíð með blóm í haga.
Sem betur fer er ekki vitað til
þess að kornungar tískumeyjar
íslgttsþar hafi Jpnt ifla a', því. ^ sjn-
! i iftl Wf rl^
um ferli, en hugsanlega hafa þær
bara verið heppnari en jafnöldr-
ur þeirra frá öðrum löndum, sem
hafa aðrar og verri sögur að
segja.
Foreldrar dansa
með
Nú er rætt um að setja
lög jiar sem hámarks-
aldur þeirra sem taka
þátt í módelkeppnum
verður 16 ár. Og fé-
lagsmálaráðherra hef-
ur réttilega bent á
ábyrgð foreldra í þess-
um málum, að það sé e.t.v. ekki
síst þeirra að koma í veg fyrir að
dætur þeirra kornungar og hálf-
þroskaðar taki þátt í keppnum af
þessu tagi og reyni sfðan að hasla
sér völl í hörðum heimi tískunn-
ar.
Grundvallarspurning í þessu
máli er |>ó ekkí síst sú, bvers-
vegna -‘tískuheimurinn leggur
slíka ofuráherslu á að nota börn
til að selja fatnað og aðra fram-
leiðslu tískuauðhringanna. Nú
er þessum stúlkubörnum ekki
ætlað að auglýsa bleyjur,
barnafatnað eða fermingarkjóla,
heldur fyrst og fremst
vörur sem höfða til
fullorðinna kvenna.
Hversvegna þá að ota
börnum á foraðið?
Fermingardrengj a-
konur
Það sem hefur eldd
síst einkennt útlit
módela er horgrindarlúkkið,
flestar stúlkurnar virðast meira
og minna vannærðar og minna
einna helst á unglingspilta á
gelgjuskeiði. Og yngstu stúlk-
urnar eru náttúrlega enn líkari
strákum en þær beinasleggjur
sem skriðnar eru yfir tvítugt.
Þeir sem eru kunnugir þessum
fræðúm teljá að áiítiéðan sé éink-
um sú að margir þeir karlar sem
mest hafa völdin í tískuheimin-
um, laðist fremur að ungum
drengjum en fullþroska konum.
En jiar sem hefðin kemur í veg
fyrir að þeir geti notað ferming-
ardrengi til að sýna kvendressin
fín, þá sé næstbesti kosturinn að
tefla fram kvenfólki sem lftur út
eins og fermingardrengir. Og þá
eru hægust heimatökin að stilla
upp fermingarstúlkum sem enn
hafa ekki þróað brjóst og mjaðm-
ir.
Þetta er hugsanleg skýring. En
það skýrir ekki það hversvegna
konur um allan heim, konur seni
sjálfar eru tvöfaldar eða þrefald-
ar að fallþunga miðað við stúlku-
börnin sem auglýsa fatnaðinn,
íjárfesta uppstyttulaust í þessurn
tvíkynja varningi.
Á markaði hégómleikans er
greinilega ærinn starfi fyrir fé-
lagsfræðinga, sálfræðinga og
b£trnpyern(jíjtjjyfíT,4ir.n., 10gfc
"’filSftfrtri •iijf'cl %n 1tI>
-Ðxgur
Er verðstríáið á bóha-
markaði homið út í öfg-
ar?
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
form. Rithöfundasambands tslands.
„Okkur rithöf-
undum hefur fyr-
ir löngu þótt
þessi stríð fyrir
hver jól vera
komin út í öfgar,
þó jretta snerti
okkur kannski
ekki beint því við gerum fyrir-
fram samninga við útgefndur um
greiðslur til okkar sem höfundar-
laun. Ég er ekki viss um að þetta
auki bókasölu. Við rithöfundar
höfum eðlilega áhyggjur af stöðu
bóksalanna sem eru að selja
bækur árið um kring enda hefur
það sýnt sig að þessi verðstrfð
fara ævinlega verst með þá.“
Benedikt Kristjánsson
bókaútgefandi.
„Það er forkast-
anlegt að bóksal-
ar sem eru að
sinna bókunum
vel allt árið fái
ekki sömu kjör og
kjötkaupmenn-
irnir, sem selja
metsölubækur þrjár til fjórar vik-
ur á ári. Þeir fá bækurnar á
miklu lægra verði en hinir sí-
gildu bóksalar og þessir við-
skiptahættir eru í raun að kippa
grundvellinum undan rekstri
þeirra. Desember er eini tími
ársins sem gefur þeim einhverja
eftirtekju að ráði. Og ég trúi því
ekki að það sem formaður Félags
íslenskra bókútgefanda og aðrir í
greininni hafa sagt að kjötkaup-
mennirnir fái bækurnar með
verulegum afslætti þannig að
þeir greiði með bóksölu sinni.“
Stefán Jónasson
kaupm. íBókabtið JónasaráAktireyri.
„Stríðið er fyrir
löngu komið út í
öfgar, en aldrei
sem nú. Þær
verslanir sem
verst haga sér í
þessu stríði eru
þær sem aðeins
selja metsölubækur í desember
og þá nánast á kostnaðarverði.
Þessi stríð hafa komið illa við þá
bóksala sem versla árið uni
kring, enda eru margar verslanir
þeirra að leggjast af eða hafa gert
nú þegar. Við neyðumst til þess
að elta keppinauta oltkar í þessu
verðstríði og bjóðum því bæk-
urnar með svipuðum afslætti og
þeir, þó okkar geta leyfi það
ekki.“
Elias Þorvarðarson
versi.stj. iNettó íMjódd íReykjavik.
„Þetta kemur að
minnsta kosti
neytendum til
góða, þannig að
ég veit eldú hvar
öfgarnar geta þá
legið. Hér hjá
Nettó munum við
koma til með að gæta hagsmuna
okkar viðskiptavina í bókakaup-
um þeirra alveg fram til jóla. Nú
um helgina vorum við með bækur
á 10 til 90% afslætti og munum
haga okkar verðlagningu þannig
að-ó^yíx.'.ndu>f Jyitjltil.QjLk3r,‘,‘,j ibm,
|11 írtv 'lSi; íjéi) í II H / kt I 'íiraífeYH