Dagur - 18.12.1999, Page 1

Dagur - 18.12.1999, Page 1
BLAÐ Verð ílausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur - 242. tölublað Vestfírdingar dragast aftur úr AtvinnutekjiLr á höfuð- horgaxsvæðinu hækk- uðu 5% meira en á Vestfjörðum og 3% umfram landsbyggðar- meðaltal árið 1998. Atvinnutekjur 25-65 ára Vestfirð- inga hækkuðu aðeins um 7,6% í fyrra, 2% minna en að meðaltali á landsbyggðinni og 5% minna en í Reykjavík. Frá 1995 hafa atvinnu- tekjur Vestfirðinga hækkað helm- ingi minna en annarra lands- manna, aðeins 14,5% (um 20.800 kr./mán.) borið saman við 30% að meðaltali á öllu landinu og næst- um 32% í Reykjavík (um 41.700 kr./mán.). A fyrri helmingi áratug- arins voru atvinnutekjur hvergi hærri en á Vestfjörðum, kringum 10% yfir landsmeðaltali. Þetta er nú liðin tíð og tekjur Vestfirðinga orðnar tugum þúsunda undir landsmeðaltali. Árið 1998 hækkuðu atvinnu- tekjurnar að meðal- talium 140.000 kr.á Vestfjörðum, 176.000 kr. á Iands- bygðinni og 226.000 kr. á höfuðborgar- svæðinu. Samsvar- andi hækkanir sl. þrjú ár voru: 250 þús.kr. á Vestfjörð- um, tæpar 500 þús.kr. á höfuðborg- arsvæðinu og 415 þús.kr. að meðaltali á landsbyggðinni. Kvótatap þýörr launalækkun „Skýringin á þessu getur ekki ver- ið einfaldari," segir Pétur Sigurðs- son hjá Alþýðusambandi Vest- fjarða. „Skýringin er bara tapaður kvóti, sem undirstrikar það sem við höfum alltaf haldið fram að Vestfirðirnir verða ekkert byggðir af sæmilega tekjuháu fólki öðru- vísi en að þar megi menn sækja sjó og vinna fisk.“ Vestfirðingar hafi undanfarin ár verið að tapa fiskveiði- heimildum til ann- arra landshluta. Skipaflotinn hafi því minnkað ískyggilega, og þar með snar- fækkað hálaunastörf sem sjálfsagt hafi híft meðaltalið veru- lega upp. 1 kjölfarið hafi auðvitað orðið samdráttur í allri fiskvinnslu, þar sem yfirvinna sé nú m.a. horfin. Með launalækkun og fólksfækkun í þessum grunngrein- um sneiðist svo af öllum þjónustu- greinunum, segir Pétur. Með fólksfækkun á svæðinu hætti svo Iíka íbúðarhúsabyggingar og þar með lepji iðnaðarmenn einnig dauðann úr skel. Meðaltekjux 168.000 kr. á mánuði Atvinnutekjur 25-65 ára framtelj- enda voru 2.020 þús.kr. (168 þús.kr./mán.) að meðaltali á land- inu öllu; 2.060 þús.kr. á höfuð- borgarsvæðinu, 1.975 þús.kr. á Vestfjörðum og 1.950 þús.kr. á landsbyggðinni. Að vanda eru tekj- ur lægstar á Nl.-eystra, 1.880 þús.kr. En munurinn á árslaunum þar og á Vestfjörðum hefur t.d. minnkað úr 258.000 kr. árið 1995 niður í 99.000 krónur í fyrra. Tekj- ur höfuðstaðarbúa, sem voru rúmlega 160 þús.kr. lægri en Vest- firðinga árið 1995 voru orðnar 85 þús.kr. hærri á síðasta ári. Tekjur sjómanna hækkuðu til jafns við aðra á síðasta ári, en 6% rninna en landsmeðaltal síðustu þrjú ár. Meðaltekjur sjómanna voru 2.920 þús.kr. í fyrra, en 4.320 þús.kr. hjá þeim sem voru yfir 274 daga á sjó. - HEI Umdeild vínsala Það eru greini- lega skiptar skoðanir meðal landsmanna um hvort leyfa eigi sölu á áfengum drykkjum á kristnitökuhátíðinni á Þingvöll- um næsta sumar, ef marka má þátttöku netverja í 'spurningu Dags á Vísi.is. Undanfarna viku var eftirfarandi spurning á vefn- um: „Á að leyfa áfengissölu á Þingvöllum á Kristnihátíð?" Þeir sem fóru inn á vefinn og greiddu atkvæði skiptust í tvo nokkurn veginn jafna hópa. Naumur meirihluti, eða 51 prósent, var fylgjandi áfengissölu, en 49 pró- sent voru á móti. Blaðið er nú að kanna afstöðu vefnotenda til jólasveinsins, þvf nýjasta Dagsspurningin á Vísi.is er þessi: „Trúir þú á jólasvein- inn?“ Niðurstaðan verður birt í síðasta tölublaði Dags fyrir jólin. Munið slóðina: www.visir.is vasir.as Aðeins sex dagar eru til jóla og spennan eykst í hjörtum barna sem fuHorðinna. Jólatrésskemmtanir eru viða um helgina, líkt og í skólum landsins í gær þegar kærkomið jólafrí hófst. Nemendur í Álftamýrarskóla í Reykjavík gengu í kringum jólatréð við undirspil jólasveinanna. Askasleikir tók upp nikkuna og spilaði og söng, spilaði og söng... - mynd: þök Hæpið að taka mark á hrósi „Greinin fór fyrir brjóstið á yfir- völdunum og Lögreglan í Reykja- vík bað mig um að skýra málið nánar fyrir sér. Síðar gerðist það á tröppunum heima hjá mér að sendisveinn fíkniefnasalanna birt- ist og bar mér þau skilaboð að héldi ég mig ekki á mottunni og til hlés yrði ég drepinn. Þessi heim- sókn varð ásamt mörgu öðru til þess að ég ákvað að fara til starfa á öðrum vettvangi og þar varð Dalvík lendingin. Nægu var ég búinn að fórna áður,“ segir Davíð Bergmann í viðtali í helgarblaði Dags. Hann er nú Iluttur til Dalvíkur og leggur þar baráttunni gegn eiturlyljum lið. „Það er afskaplega hæpið að taka mark á hrósi á yngri árum, maður hefur gott af því að manni sé sagt til syndanna af fólki sem vill manni vel. Þess vegna ætla ég ekki að nefna suma menn sem hrósuðu mér, því mér finnst það ekkert hrós um þá eða sjálfan mig,“ segir Elías Mar í helgar- blaðsviðtali Dags. Mararbárur er úrval Ijóða eftir Elías Mar, sem Mál og menning gefur út um þessi jól. I blaðinu birtist yfirlit yfir fimm bestu skáldsögurnar og fimm bestu ævisögurnar og fræðiritin. Kafli úr bók Þórs Whitehead, Bretarnir koma, birtist auk annarr- ar bókaumfjöllunar. Þá er Ijöl- breytt úrva! af mannlífsviðtölum, uppskriftum og greinum af ýmsu tagi. Góða Iestrarhelgi! fóM Venjulegirog IgW demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 4S2 3524

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.