Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
I
-Xfc^wr
FRETTIR
i iif tii r
Ákvarðanir um skatta og bætur hefur á síðustu árum korgið illa út fyrir einstæða foreldra.
---------------1.. .....
Emstæðir foreldrar
skattpíndir mest
Tekju- og eignaskattar
hækka verulega og mest
hjá einstæðum foreldrum
um tæp 16%, segir Þjóð-
hagsstofnuu.
Með ákvörðunum um skatta og bætur
hafa stjórnvöld aukið muninn á ráð-
stöfunartekjum landsmanna síðustu
árin, öfugt við vinnumarkaðinn, sem
ekki hvað síst hefur bitnað á einstæð-
um foreldrum.
Samkvæmt úrreikningum Þjóðhags-
stofnunar úr skattframtölum lands-
manna hefur dreifing atvinnutekna
heldur verið að jafnast undanfarin þrjú
ár. Ojöfnuður hefur á hinn bóginn
aukist í dreifingu ráðstöfunartekna
vegna áhrifa af ákvörðunum stjórn-
valda um skatta og bætur. Skattbyrði
hefur snarhækkað á Iáglaunafólki síð-
astliðin tvö ár en Iækkað um mörg
prósentustig á „hálaunaaðlinum".
Skattmann stórtækur
Framtaldar atvinnutekjur einstæðra
foreldra (96.000 krónur á mánuði að
meðaltali 1998) hækkuðu um 12,6%
frá árinu áður. En á sama tíma hækk-
uðu ráðstöfunartekjurnar aðeins 8,7%,
mun minna en hjá meðalhjónum.
Tekju- og eignaskattar hækkuðu lang-
mest á einstæðum foreldrum, nær
16%, á sama tíma og barnabætur lækk-
uðu. Skattbyrðin jókst um 4,4 pró-
sentustig, þrefalt til fjórfalt meira en
hjá hjónum.
Arið 1997 höfðu einstæðir foreldrar
45.000 króna afgang af barnabótum og
vaxtabótum eftir skatta. En 1998
snérist dæmið við og skattarnir voru
hærri en bæturnar, segir í frétt frá
Þjóðhagsstofnun.
Þriðjimgs lækkun bamabóta
Atvinnutekjur hjóna með börn voru
um 317.000 krónur að meðaltali á
mánuði og heildartekjur 344.000
krónur og höfðu hækkað um 13% milli
ára. En skattarnir hækkuðu um 14% á
sama tíma og barnabæturnar Iækkuðu
um þriðjung. Skattbyrði þessa hóps
hækkaði um 1,6 prósentustig.
Ráðstöfunartekjurnar hækkuðu um
tæp 11% milli ára; í 273.000 krónur að
meðaltali í fyrra - aðeins 22.000 krón-
um hærri en meðal ráðstöfunartekjur
allra hjóna, að lífeyrisþegum meðtöld-
Færri og færri undir
skattleysismörkiun
Meðal atvinnutekjur allra launþega
voru 1.656 þúsund í fyrra (138.000
krónur á mánuði). Hækkunin var
11,5% (um 14 þúsund krónur) á sama
tíma og almennt verðlag hækkaði um
1,7%. Kaupmáttur atvinnutekna á
mann (fyrir skatt) bækkaði því um
9,6% milli ára.
A sama tíma og tekjuskattsstofninn
hækkaði um rúm 12% hækkuðu skatt-
leysismörk bara um 2,4%. Fyrir bragð-
ið hefur þeim fækkað mjög sem eru
með tekjur undir skattleysimörkum; í
tæp 26% úr 28% árið áður og 35% árið
1995. Greiðendum tekjuskatts að frá-
dregnum vaxta- og barnabótum, fjölg-
aði úr 65% í ríflega 68% milli áranna
1997 og 1998. - hei
Elín Hirst.
í pottinum voru innan-
hússmál á fréttastofu
Sjónvarps til umljöllun-
ar, nú þegar kvisast hefur
út aö Bogi Ágústsson
fréttastjóri liorfir löngunaraug-
um á stól aðstoóarframkvæmda-
stjóra Sjónvarps. Rúnar Gunn-
arsson stendur sem kumiugt er
upp úr þeim stól um áramótin til
að gerast dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrár. Gangi þetta eft-
ir töldu pottverjar að miMll slag-
ur hæfist um fréttastjórastólinn. En kannski
ekki svo mikill slagur þar sem Elin Hirst er sögð
sækja það fast að verða fréttastjóri. Hefur hún
til þess stuðning sjálfstæðismanna, bæði imian
útvarpsráðs og á æðstu stöðum. Pottverjar rifj-
uðu það upp að Helgi H. lónsson hefði á sínum
tíma gegnt þessari stöðu í fjarveru Boga og
horfði einnig löngunaraugum á fréttastjórastól-
ixm. Pottverjar töldu þó óhætt að afskrifa Helga
þó ekM væri nema vegna þess að hann gæti ekM
orðið fréttastjóri um leið og að eiginkona hans,
Helga lónsdóttir, yrði seðlabankastjóri. Það
væri of stór biti fyrir Davíð að kyngja...
í pottinum heyrðist af tilraunum
nokkurra Akureyringa til að taka
upp nýbreytni á gamlárskvöld.
Gengu þeir á fund bæjarstjóra og
báðu hann liðsinnis um að fá
hæjarbúa til að flykkjast á Ráð-
hústorgið rétt íyrir miönætti og
telja niður mínútur og sekúndur
til áramóta - líkt og gert er á
Times Square í New York. Kristján Þór Júlíusson
mun hafa teMð fálega í erindið...
Ari Edwald nýr forustumaður
hjá Samtökum atvinnuhfsins er
eðlilega undir smásjánni þessa
dagana þegar fer að reyna á hann
í nýju starfi. í pottinum var
hami þó ekM valinn frumlegasti
samningamaðurinn í gær, en í
4-5 mismunandi viðtölum í
jafnmörgum fjölmiðlum um viðræðuslitin við
VMSÍ fór hann orðrétt með sömu rulluna!!!...
Kristján Þór
Júlíusson.
Ari Edwald.
FRET TA VIÐTALIÐ
Rúnar
Gunnarsson
nýr dagskrárstjóri itinlendrar
dagskrárgerðar Sjónvarpsins
Rúnar hefur starfað hjá
Sjónvarpinu frá upphafiþess
árið 1966,fyrstsem kvik-
myndatökumaðuren síðustu
11 árin hefurhann veriðað-
stoðarframkvæmdastjóri Sjón-
varpsins.
Landslagið er gjörbreytt
- Hvað réð þeirri ákvörðun þituii að sækja um
staif dagskrárstjóra ?
„Einfaldlega það að mig langaði til að vera
nær dagskrárgerðinni á nýjan lcik. Scm að-
stoðarframkvæmdastjóri var ég kominn dálítið
langt frá stúdíógólfinu. Eftir ellefu ár á einum
pósti fannst mér komið tilefni til að hugsa sér
til hreyfings. Ég viðurkenni að ég var farinn að
þreytast á pappírsfarginu og kontóristanum í
sjálfum mér.“
- Hefurðu mótað með þér hugmyndir um að
livað þú villt sjá breytast í dagskrárgerðinni?
„I sjálfu sér er það ekki mitt að ákveða þetta
heldur framkvæma þá stefnu sem íyrir liggur.
Samkvæmt Iögum er það útvarpsráð sem á að
leggja meginlínurnar um dagskrána. Þannig er
hlutverkaskiptingin. Síðan felur útvarpsstjóri
sínum framkvæmda- og dagskrárstjórum að
framkvæma stefnuna. Eg vonast að sjálfsögðu
til að geta haft einhver áhrif. Fyrst og fremst
er það hlutverk mitt að nýta betur það fjár-
magn sem til ráðstöfunar er fyrir sem fjöl-
breyttasta dagskrá hverju sinni.“
- Hvernig finnst þér íslenskt sjónvarp
hafa þróast á þessum rúmu 30 árum?
„Þróunin hefur í rauninni verið ævintýri Iík-
ust. Landslagið hefur breýst gífurlega frá því
þegar Sjónvarpið var eitt í upphafi, sem betur
fer. Hræringar hafa verið miklar og eru fyrir-
sjáanlegar enn meiri á nýrri öld. Tæki til fram-
leiðslu sjónvarpsefnis eru alltaf að vera ódýrari
og ódýrari með tilkomu stafrænu tækninnar.
Flöskuhálsinn er dreifingin, hún er takmörk-
uð auðlind, en það mun væntanlega breytast.
Af þeim sökum er enn mikilvægara en áður að
hafa íslenskt sjónvarp. Erlent efni mun flæða
yfir okkur. Það er verkefni íslenskra sjónvarps-
stöðva í framtíðinni að verjast þessu.“
- Hvaða afstöðu hefur þú til þeirrar um-
ræðu að ríkið eigi ekki að reka útvarp og sjón-
varp?
„Mér finnst að ríkið eigi að reka sjónvarp.
Hins vegar finnst mér að reksturinn mætti að
hluta til lúta lögmálum markaðarins og þannig
verður þróunin án efa. Grunnframleiðsluein-
ingin verður hjá Sjónvarpinu en öll aukning á
dagskrárgerð á eftir að fara út á markaðinn."
- Munt þú beita þérfyrir því að svo verði,
aðfleiri verhefni fari útfyrir dyr Sjónvarps-
ins en verið hefur?
„Eg ætla ekki að vera með yfirlýsingar um
það en fyrst og fremst þarf að nást sem mest
dagskrá fyrir þá peninga sem eru til hverju
sinni, hvernig sem það er gert. Framleiða þarf
dagskrána með eins ódýrum hætti og hægt er,
hvort sem gerist innan veggja Sjónvarpsins
eða utan.“
- Það standa fyrir dymm breytingar á
fréttatímum eftir áramótin. Þtí kemur
væntanlega þar að máli?
„Ekki beint varðandi fréttirnar en breyting-
ar á dagskránni í heild sinni hafa verið til um-
fjöllunar um nokkurn tíma. Eftir fréttatímann
verður fréttatengdur þáttur og markmiðið er
að fá eina heild á klukkutímann milli sjö og
átta. Síðan byrjar kvölddagskráin ldukkan átta
og stefnan er að þessi kjörtími til klukkan tíu
verði ansi þéttur og við allra hæfi. Stuttur
fréttatími verður svo ldukkan tíu og annað efni
á eftir honum af ýmsu tagi. Þetta kemur í kjöl-
far þeirrar ákvörðunar sl. sumar að færa aðal-
fréttatímann til ldukkan sjö.“
- Hvað með frekari dagskrárbre)iingar,
eins og t.d. á morgunsjónvarpi barnanna
líkt og Stöð 2, sem byrjar sínar útsendingar
klukkan sjö?
„Ekkert er ákveðið í þeim efnurn. OII dag-
skrá er stöðugt í endurskoðun og við erum
alltaf tilbúin til breytinga eftir því sem áhorf-
endur vilja.“ - RJB
miiÓTOBÓ
.nnebrsíiv-OOUS enuov b
johi,/