Dagur - 18.12.1999, Síða 5

Dagur - 18.12.1999, Síða 5
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - S Ðagur FRÉTTIR Kalda strídinu lauk fyrir 10 árum Halldór vildi frekar ræða um önnur mál en kalda stríðið á Alþingi í gær. Halldór Asgrúnsson setti oían í við þá sem stóðu fyrir utandag- skrárumræðu um fréttafhitning af kjarn orkuvopnum á íslandi. Hann sagði að Kalda stríðinu hefði lokið íyr ir 10 árum. Mörg hrýn mál, sem snerta ífam- tíðina, væri eðHlegra að ræða. „Kalda stríðinu er lokið. Því lauk fyrir 10 árum og ég tel að það séu önnur utanríkismál sem skipti meira máli að taka hér fyrir á Al- þingi en þau mál sem snúa að kalda stríðinu. Það er verkefni sagnfræðinga, en ekki verkefni háttvirtra þingmanna að kry'fja til mergjar í ræðustól á Alþingi. Það eru önnur mál sem væri ástæða til að tala um eins og t.d. nýafstaðin Helsinkisráðstefna og framtíðin, sem ég hefði haldið að væri meiri ástæða til að beina athyglinni að,“ sagði Halldór Asgrímsson utanrík- isráðherra í dálítið sérkennilegum utandagskrárumræðum á Alþingi í gær, sem formaður utanríkismála- nefhdar Alþingis bað um. Tómas Ingi Olrich, formaður ut- anríkismálanefndar, hóf umræð- una um „fréttaflutning af kjarn- orkuvopnum á Islandi." Hann skammaði þau Margréti Frí- mannsdóttur og Steingrím J. Sig- fússon fyrir að hafa trúað frétta- flutningi vísindatímarits og er- lendra stórblaða um að hér á landi hefðu verið kjarnorkuvopn og haf- ið utandagskrárumræðu um málið í október. Síðan spurði hann utan- ríkisráðherra hvort ekki væri tíma- bært að ljúka endanlega umræð- unni hér á landi um þetta mál? Áttu fjölmiðlar að þeygja? Halldór Asgrímsson sagði sem svar við spurningunni vildi hann ekkert frekar en að þessari umræðu lyki en það væri ekki í sínu valdi að stjóma því hvenær umræðum lyki og hvenær ekki. Hann sagði að í gegnum tíðina hefðum við íslend- ingar fengið fullnægjandi upplýs- ingar frá Bandaríkjunum um að hér á landi hefðu ekki verið kjarna- vopn. Umræður um málið hefðu margoft hafist þegar birst hefðu fréttir erlendis um að hér hefðu verið geymd kjarnavopn. Nefndi hann skrif Williams Arkins scm dæmi þar um. Margrét Frímannsdóttir spurði hvað væri eðlilegra en að taka mál sem þetta upp þegar í virtu vís- indatímariti segði að hér hefðu verið geymd kjarnavopn. Sömu- Ieiðis hefði fréttin verið birt í heimspressunni. Steingrímur J. Sigfússon sagði að í þessu máli væru alls ekki öll kurl komin til grafar og því skyldu menn tala varlega. Hann gagn- rýndi hins vegar að þetta sérkenni- lega mál skyldi tekið fram yfir fjöldann allan af utandagskrárum- ræðumálum sem hefðu beðið lengi eftir að komast að. Það vakti athygli að Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók til máls í umræðunni en það gera ráðherrar nánast aldrei nema málið snerti þeirra málaflokk. Þórunn Sveinbjamardóttir sagð- ist furða sig á að Tómas Ingi skyl- di tala um að ljúka þessari um- ræðu. Hún sagði að málið ætti alltaf að vera opið og að kryíja ætti það til mergjar. Hún spurði Tómas Inga hvort íslenskir fjölmiðlar hefðu átt að þegja málið í hel þeg- ar það birtist í erlendum blöðum og tímaritum í október. — S.DÓR valdið vonbrigðum. Spáir 4% verðbólgu FBA gaf í gær út rit um þróun og horfur verðbólgu hér á landi. Bankinn spáir 4,2% hækkun verðlags frá áramótum og til loka ársins 2000 og að hækkun verðlags milli ársmeðaltala ár- anna 1999 og 2000 verði 4,9%. Þeir FBA-menn segja að þróun verðlags á árinu hafí valdið von- brigðum. Helsta orsökin sé launahækkanir sem þrýst hafa á innlenda kostnaðarliði og aukið eftirspurn í þjóðfélaginu. „Aukinnar eftirspurnar hefur helst orðið vart á húsnæðis- markaði, en húsnæði hefur hækkað um 14,4% frá því í jan- úar. Viðsnúningur á viðskipta- kjörum hefur líka áhrif, og má segja að batnandi viðskiptakjör í fyrra hafi leitt til vanmats á verðbólgu og versnandi kjör til ofmats á þessu ári,“ segir í Morgunkorni FBA í gær. Sýknað í rifhin- armáliÞÞÞ Fjölskipaður Héraðsdómur Vest- urlands sýknaði í fyrradag Bif- reiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf. af kröfum þrotabús Þórðar Þórðarsonar, sem vildi að rift yrði þeirri ráðstöfun Þórðar fyrir gjald- þrot hans að selja íjölskyldu sinni fyrirtækið, að mati þrotabúsins á undirverði sem nam 26,7 milljón- um króna. Dómararnir töldu ósannað að það verð sem Þórður seldi fjöl- skyldunni fyrirtækið á væri of lágt, miðað við rekstraraðstæður og efnahagsástand. Með öðrum orðum töldu dómararnir að þótt Þórður hafi selt fyrirtækið ódýrt hafi ekki verið sannað að það hafi verið meira virði á þeim tíma. Fyr- ir fyrirtækið var greitt með tveim- ur umdeildum skuldabréfum, samtals uppá 87 milljónir króna, en raunvirði bréfanna var metið á 67;5 milljónir. I júlí síðastliðinn dæmdi hér- aðsdómur eiginkonu Þórðar, til að greiða þrotabúinu 10 milljónir króna, þar eð gjafaráðstöfun Þórðar á andvirði helmings hins selda fyrirtækis skömmu fyrir gjaldþrot bifreiðastöðvarinnar var talin ólögmæt. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Ester hlyti að hafa vitað um ógjaldfærni eiginmanns síns gagnvart skattyfirvöldum og að við þær aðstæður hafi gjöf hans til hennar á helmingi fyrirtækisins verið ótilhlýðileg. Gjafargerningn- um var því rift. - FÞG Gott heildarútlit 2000-nefndin liefur gert riMsstjórninni grein fyrir stöðu mála iiiii áramótin. Heildar- myndin lítur vel út en aUt getur þó gerst. Nefnd fjármálaráðherra sem skip- uð var í maí í fyrra til að kort- leggja 2000-vandann á íslandi skilaði í gær af sér lokastöðu- skýrslu á þessu ári. Samkvæmt henni bendir allt til þess að mik- ilvægustu innviðir þjóðfélagsins séu vel undir ártalsbreytinguna búnir. Litlar líkur er sagðar á því að hefðbundin starfsemi fyrir- tækja og opinberra stofnana rask- ist alvarlega vegna 2000-vandans. Þó segir 2000-nefndin að reikna verði með hnökrum á rekstri ein- hverra tölvukerfa, þar sem ekki sé við því að búast að allar villur hafi fundist né öll kerfi verið prófuð. Nefndin telur einnig hugsan- legt að villur óskyldar 2000-vand- anum hafi slæðst inn í kerfin við breytingarnar. Truflanir af því tagi verði líklega einangraðar og því viðráðanlegar. „Hins vegar getur vandinn orðið alvarlegur ef svo illa vill til að margar smærri truflanir falla saman," segir m.a. í skýrslunni. Vakt til 7. janúar Þær stofnanir og fyrirtæki sem nefndin hefur fylgst reglulega með síðustu mánuðina hafa lokið endurbótum á kerfum og öðrum aðgerðum í sámr'æmi við áætlan- ir. Víða verður vakt um áramótin til að fylgjast með ef skakkaföll verða og bregðast við. I samráði við þessa aðila, Almannavarnir ríkisins og Ríkisútvarpið mun 2000-nefndin starfrækja sérstaka vakt frá 31. desember 1999 til 7. janúar árið 2000. 1 skýrslu nefndarinnar kemur fram að fátt bendi til þess að hér á landi þurfi menn að óttast hræðsluviðbrögð almennings, s.s. fjárúttektum í stórum stíl eða hamstur matvæla og eldsneytis. 1 könnunum Gallups undanfarið hefur þeim fækkað verulega sem búast við miklum truflunum um áramótin. I febrúar sl. var það hlutfall 36% en í nóvember voru þeir svartsýnustu 8% aðspurðra. - BJB Fjögur kíló á sex vikuiu Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði í vikunni 42 ára gamlan íslend- ing, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, og hirti af honum hálft kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Kára Gunnlaugssonar, deildarstjóra fíkni- efnadeildar syðra, hefur tollurinn þá náð fjórum kílóum af hassi á síðustu 6 vikum. Þetta magn hefur náðst í alls fímm atvikum og lætur því nærri að með- altalið hafí að undanfömu verið 700 grömm á viku. Kári segir að ekki sé búið að taka saman heildarárangur ársins og segir árangurinn að undan- förnu góðan en ekki einsdæmi. — FÞG Milljarður í ólöglegum forritum Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um lögmæti hugbúnaðar hjá ríflega 300 opinberum fyTÍrtækjum og stofnunum. Könnun leiddi f ljós að hlutfall lögmæts hugbúnaðar var 40% og áætlað verðmæti hans 700 millj- ónir. Töluvert reyndist því um ólögmætan hugbúnað eða hugbúnað sem skýringar fengust ekki á, sem Ríkisendurskoðun verðmetur á alls 1 millj- arð. Þar af liggja 550 milljónir í hugbúnaði sem ekki var vitað hvort var Iögmætur eða ekki, 300 milljónir í hugbúnaði sem þarf að eyða sökum óljóss lögmætis og 150 milljónir í hugbúnaði sem ríkisstofnanir ætluðu að kaupa leyfi fyrir. Kannaðar voru rúmlega 8 þúsund tölvur og telur Rík- isendurskoðun að í könnunina vanti nærri 3 þúsund vélar. Gemsar á vefniun Kvikmyndafyrirtækin Zik Zak og Plúton opnuðu í gær kvik- myndavef í samstarfi við Vísi.is. A velinum verður hægt að fylgj- ast með gerð kvikmyndarinnar Gemsar, sem Mikael Torfason leikstýrir. Stafrænar kvikmynda- vélar gera þetta mögulegt og því verða tökur hvers dags birtar samstundis á Netinu. Mun þetta vera í fyrsta sinn í kvik- myndaheiminum, að Holly- wood meðtalinni, sem þetta er gert. Það var kvikmyndamógull- inn, Siguijón Sighvatsson, sem opnaði vefínn í stigagangi Ijöl- býlishúss í Breiðholti, þar sem tökur stóðu yfír í gær.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.