Dagur - 18.12.1999, Side 6
6 - LAUGARDAGUR 18 . DESEMBER 19 9 9
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöiuverð:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. A MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAV(K)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavIk)
Butamat - nei takk
í fyrsta lagi
Það vekur nokkra undrun að skipulagsstjóri ríkisins hafi yfir höfuð
ljáð máls á því við undirbúning skýrslu um frummat fyrir álver í
Reyðarfirði, að til að byija með yrðu einungis metin umhverfisáhrif
fyrsta áfanga fyrirhugaðs álvers, eða áhrif 120 þúsund tonna
bræðslu. Eins og greint var frá í Degi í vikunni höfnuðu fram-
kvæmdaaðilar því, enda hugmyndin að reisa þama 480 þúsund
tonna álver í fyllingu tímans. Yfirlýsingar þeirra um að áfangamat
hafi verið eðlilegra, eru seinni tíma söguskýringar. Skipulagsstjóri
sjálfur hefur áður mótað þá stefnu að líta beri til stórframkvæmda
í heild sinni þegar verið er að meta umhverfisáhrifin, en búta þær
ekki niður í byggingatæknifræðilega áfanga og umhverfismeta síð-
an hvem um sig.
í ððru lagi
í úrskurði Skipulagsstofnunar um álver á Gmndartanga er þessi
heildarsýn aðalatriði og það gert að öðm helsta skilyrði fyrir fram-
kvæmd bæði fyrri og síðari áfanga, að fyrir lægi mat á áhrifum
tengdra framkvæmda. Þetta ákvæði var raunar kært til ráðherra,
sem felldi það úr gildi svo framkvæmdir gætu haldið áfram án fyr-
irstöðu. Það segir hins vegar ekkert um gildi hins heildræna sjón-
armiðs, sem er eftir sem áður hin eina skynsamlega leið. Bútamat
á umhverfisáhrifum gengur einfaldlega ekki upp ef menn vilja vera
heiðarlegir í því sem þeir em að gera.
1 þriðja lagi
Oumdeilt er að byggja á 480 þúsund tonna álver á Reyðarfirði ekki
bara 120 þúsund tonna ver - arðsemi málsins alls veltur á stækk-
unarmöguleikanum. Framkvæmdin gmndvallast á því að ávinning-
urinn sé meiri en fómarkostnaðurinn. Hugsanlegur viðbótarfóm-
arkostnaður, sem upp kann að koma í umhverfismati síðari áfanga,
yrði því að vera gríðarlegur til að ásættanlegt væri að stofna arð-
semi stækkunar í tvísýnu. Hagsmunirnir yrðu svo miklir eftir að
búið væri að fóma Eyjabökkum, byggja virkjunina og fyrsta áfanga
álversins. Sömu upplýsingar hafa hins vegar allt aðra stöðu áður en
lagt er út í framkvæmdir. Þess vegna er það afar vond afstaða ef
kæra á úrskurð sldpulagsstjóra til ráðherra í því augnamiði að knýja
fram bútamat á umhverfisáhrifum. Birgir Gitðmundsson.
Botasjóður bófanna
Ríkissjóður, þessi „bótasjóður
bófanna1', hefur verið dæmdur
til að greiða Franklín Steiner 40
þúsund krónur í skaðabætur fyr-
ir ólöglega handtöku. Hæstirétt-
ur felldi þennan dóm og hefur
þar með enn einu sinni umbvlt
dómi undirréttar, en þar töldu
menn að Franklín ætti ekki
krónu skilið og ætti eiginlega að
skammast sín fyrir að hafa vald-
ið þjóðinni ómældu tjóni með
fíkniefnasölu sinni.
En hæstiréttur telur sem sé að
allir eigi að vera jafnir fyrir lög-
unum, líka glæpamenn, fyrrver-
andi og núverandi og er á vissan
hátt ánægjuleg niður-
staða. Og vonandi held-
ur hæstiréttur sig við
þetta heygarðshorn í
dómum sínum, að það
skipti sem sé ekki máli
hvort sakborningar eru
prófessorar við háskól-
ann eða múrarar í Breið-
holti, hvort þeir heita Franklín
Steiner eða Jón Steinar, svo
dæmi séu tekin af handahófi.
Bætur fyrir Briggs líka
Hinsvegar virðist þessi dómur í
fljóti bragði hafa ákveðið for-
dæmisgildi fyrir annan meintan
fíkniefnasala, Kio nokkurn
Briggs. Kio hefur sem sé farið
fram á 27 milljónir í skaðabætur
fyrir að hafa setið saklaus inni
mánuðum saman fyrir meint
fíkniefnamisferli. Hann var
dæmdur í undirrétti, en sýknað-
ur í hæstarétti. Og þar með hlýt-
ur hann að eiga rétt á skaðabót-
um, þar sem hann er saklaus
maður að dómi hæstaréttar og
skiptir engu þó nú séu komnar
fram upplýsingar sem benda
sterldega til að maðurinn hafi í
raun verið sekur. Því eins og all-
ir vita þá skipta nýjar upplýsing-
ar aldrei máli í íslensku dóms-
kerfi. Þannig voru sakborningar
í Guðmundar- og Geirfinnsmál-
um dæmdir sekir á sínum tíma
Franklín Steiner.
og eru það enn í augum hæsta-
réttar, þrátt fyrir margvíslegar
upplýsingar sem fram hafa kom-
ið síðan sem benda til þess að
„dómsmorð" (orðalag forsætis-
ráðherra) hafi átt sér stað.
Með þetta í huga, þá er úti-
lokað annað en hæstiréttur
dæmi Kio Briggs bætur, a.m.k.
ef rétturinn vill vera sjálfum sér
samkvæmur.
AlsaMaus Garri
Og talandi um ólögmætar hand-
tökur og mistök í réttarkerfinu,
þá vill Garri upplýsa það hér og
nú að hann varð fyrir ólögmætri
handtöku á Akranesi fyr-
ir 25 árum. Þar var hann
gripinn af lögreglunni,
blásaklaus og allt að því
bláedrú, vegna gruns
um að hann hefði verið
að brjóta rúður í miðbæ
Akraness. Garra var
fleygt inn í fanga-
geymslu og látinn dúsa þar í þrjá
klukkutíma, ásamt og með sauð-
drukknum og hrútleiðinlegum
Húnvetningi. Þetta var skelfileg
Iífsreynsla sem fordjarfað hefur
sálarlíf Garra upp frá því og
valdið honum óbætanlegu and-
legu tjóni.
Á endanum kom svo löggan
hálf skömmustuleg, hleypti
Garra út og sagði: „Þú varst víst
vitlaus maður.“ Aungvar bætur
hefur Garri fengið fyrir þessa
ólögmætu handtöku og
skemmdir á sálu sinni. En fyrst
þeir borguðu Franklín og munu
borga Briggs, þá er Garri ákveð-
inn í því að fara í mál við ríkið.
Og hann mun að sjálfsögðu
vinna þetta mál.
Skaðabótakrafa Garra, með
vöxtum og verðbótum, nemur
tuttugu milljónum. Og nú er
bara spurningin hvort Jón Stein-
er er á lausu og vill taka að sér
málið. — GARRI
ELIAS
SNÆLAND
JONSSON
SKRIFAR
Þegar frakkur viðmælandi sagði
við rithöfundinn Joseph Heller
að hann hefði aldrei skrifað jafn
góða skáldsögu og þá fyrstu -
„Catch 22“ - svaraði hann að
bragði: „Hefur einhver gert
það?“ Þessi snöggu og skemmti-
legu viðbrögð komu ósjálfrátt í
hugann nú þegar fréttir berast af
því að Heller sé allur.
Þessi fyrsta skáldsaga hans er
fyrir löngu orðin sígild, og nafn
hennar hefur fest sig í ensku
máli sem tákn um vanda sem er
óleysanlegur. En það var ekki
alltaf svo.
Ekki skáldsaga!
Þegar „Catch-22“ kom fyrst út í
Bandaríkjunum árið 1961 hlaut
hún afar misjafna dóma gagn-
rýnanda. Þótt sumir áttuðu sig
strax á því hvílíkt stórvikri væri
hér á ferðinni, fór það svo að
gagnrýnendur áhrifamestu fjöl-
miðlanna voru almennt nei-
Sígild saga unt stríð
kvæðir. Sá sem skrifaði fyrir stór-
blaðið New York Times hrósaði
að vísu einstökum köflum í verk-
inu en kvað upp
þann lokadóm að
„Catch-22“ væri
ekki skáldsaga!
Þetta má vafalít-
ið einkum skýra
með því að þessi
fyrsta skáldsaga
Hellers var allt
öðru vísu en hefð-
bundnar banda-
rískar sögur úr síð-
ari heimsstyrjöld-
inni. Höfundar á
borð við Norman
Mailer (The
Naked and the
Dead) og James Jones (From
Here to Eternety ) héldu sig sem
mest við raunsannar lýsingar á
stríðinu. Svo kom Heller og
skrifaði um heimsstyrjöldina
sem farsakenndan hrylling og
eins konar fjöldageðveiki.
Bókin seldist því til að byija
með fyrst og fremst af góðu orð-
spori; þeir sem
höfðu lesið hana
mæltu með henni
við vini og kunn-
ingja. Það var
einkum unga fólk-
ið sem kveikti á
perunni, og þegar
bandarískir her-
menn voru sendir
unnvörpum til að
berjast í kolrugl-
uðu stríði í Ví-
etnam fann unga
kynslóðin að
„Catch-22“ átti í
raun við um allar
Biðin langa
Joseph Heller settist að sjálfs-
sögðu ekkj í helgan stein þótt
hann yrði frægur og rikur á sjö-
unda áratugnum. En þegar al-
mennt var farið að líta á „Catch-
22“ sem sígilda skáldsögu reynd-
ist honum erfitt að keppa við
sjálfan sig. Þau verk sem á eftir
fylgdu voru alltaf borin saman
við frumraunina og máttu sig
loft lítils í þeim samanburði.
Fljótlega var mjög þrýst á Hell-
er að skrifa framhald „Catch-22“
og hann fór snemma að huga að
því verki. En lengi vel gekk það
ekki upp - árin og áratugirnir
liðu án þess að framhaldssagan
um Youssarian og Minderbinder
og aðrar söguhetjur fyrstu skáld-
sögunnar kæmi á markað. Það
gerðist ekki fyrr en árið 1994,
þegar Heller var komínn nokkuð
yfir sjötugt. Eins og vænta mátti
þótti „Closing Time“ ekki jafnast
á við fyrri söguna.
Joseph Heller var 76 ára þegar
hann lést á heimili sínu í New
York úr hjartaslagi.
Joseph Heller.
styrjaldir.
.Djtgwr
Hvemig finnast þér
nýju jóhisveimibúning
amirhafa heppnast?
EinarÞórBárðarson
framkvæmdastjórí Hard Rock Café.
„Hinn klassíski
Kóka Kóla jóla-
sveinn í rauð-
um búningi
með hvítt skegg
er sá sveinn
sem ég kann
alltaf best við.
Lopapeysur og
ullarsokkar eru sannarlega þjóð-
leg klæði, en í huga mínum og
sjálfsagt margra annarra nútíma-
barna er útilokað að tengja slíkt
neitt við jólaklæði. Niðurstaðan
er því sú að mér finnast þessi
jólasveinabúningar alveg út úr
kortinu.“
Katrín Björg Ríiiarðsdóttir
safnkenmrí við Minjasafiiið á Aktir-
eyrí.
„Það sem ég
hef séð til þess-
ara búninga
finnast mér
þeir koma mjög
vel út. Eg vænti
þess að þeir
muni festast í
sessi hér á landi
og muni að einhverju leyti taka
yfir þessa rauðu jólasveinabún-
inga sem þekktir eru og gjarnan
kenndir við Kóka Kóla. Menn-
ingarbylting f jólasveinabúning-
um kann að reynast erfið, en allt
er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“
Skúli Lórenzson
rafvirki ogjólasveinn á Akureyrí til
fjölda ára.
„Það verður að
viðurkennast að
mér þykja þeir
Ijótir. Eg lít á
jólasveininn
þannig að hann
sé barnakarl, en
ekki ófreskja
einsog hann er
gerður með þessum búningum.
Jólasveinarnir eru auðvitað
hrekkjóttir, en það er ekki þar
með sagt að þeir þurfj að vera
leiðinlegir og vondir einsog gefið
er í skyn með jólasveinum í þess-
um klæðum. Eg ætla að halda
mig við þennan rauða og hvíta
búning, sem ég hef raunar gert
síðustu 38 árin. Sá búningur
sem ég klæðist fyrir þessi jól er
spánnýr og ég vonast til að hann
dugi mér út ævina, en búningur-
inn sem ég átti fyrir dugði mér í
tæp tuttugu ár.“ .
Hállgrímur Sveinsson
bókaútgefandi á Hrafnseyri.
„Það er jákvætt
að íslenski jóla-
sveinninn
klæðist íslensk-
um fötum. Það
sem ég hef séð
til þessa bún-
ings þá þykir
mér hann einn-
ig vera fallegur. Hinsvegar er
þjóðin alin upp við og þekkir
máske mest þennan ameríska
Kóka Kóla jólasvein, sem ég hef
aldrei verið sérstaklega hrifinn af
- enda er sá jólasveinn mest fyrir
kaupmennsku og glamúr.“