Dagur - 18.12.1999, Side 11

Dagur - 18.12.1999, Side 11
 LAUGARDAGUR 18. DESEMBF.R 1999 - 11 FramJiald eftir tvær vikiir BANDARÍKIN - Ehud Barak for- sætisráðherra lsra- els og Farouk al- Sharaa, utanríkis- ráðherra Sýrlands, samþykktu á fundi sínum í Was- hington að hittast aftur þann 3. janú- ar næstkomandi. Hvorki þeir né Bill Clinton Banda- ríkjaforseti létu neitt nákvæmt uppi um inntak Clinton Bandaríkjaforseti ásamt Barak og viðræðnanna í al-Sharaa. Washington, en ----------------------------------- Clinton sagði að mikilvæg skref hefðu verið stigin í átt að friðarsamningi. I Rússar velja sér nýtt þing á morgiui Þrír flokkar berjast um hituna í þingkosn- iiiguuum í Rússlandi á morgun. Á sunnudaginn verða þingkosn- ingar í Rússlandi. Búast má við verulegum breytingum á pólistísku landslagi þar í kjölfar kosninganna. Engri kúvendingu þó. Kommúnistar hafa undanfarið notið mests fylgis samkvæmt mælingu í skoðanakönnunum, með 17-24%. í öðru sæti er Eining (Jedvinsto), flokkabandalag sem styð- ur ríkisstjórnina og Boris Jeltsín forseta, sem mælst hefur með 16-21% í skoð- anakönnunum. Þriðji flokkurinn nefnist Föður- land - Allt Rússland (OVR), sem er miðju- bandalag með Jevgení Prímakov fyrrverandi for- sætisráðherra og Júrí Lúskov borgarstjóra Moskvu í fararbroddi. OVR hefur verið með 9- 12% í síðustu skoðana- könnunum. Minni öfgar Þótt Kommúnistaflokkurinn verði að öllum líkindum stærsti flokkurinn á Dúmunni, eins og neðri deild rússneska þingsins heitir, má hann þó tvímælalaust muna fífil sinn fegri. Fylgi hans hefur dalað jafnt og þétt, þótt það hafi náð sér eitthvað á strik aftur upp á síðkastið. Leiðtogi flokksins, Jevgení .Sjúganov, virð- ist höfða lítt til kjósenda og flokkurinn virðist ekki hafa hljó- mað sannfærandi í málflutningi sínum. Sömu sögu er að segja af þjóð- ernissinnum, sem áður voru auk Kommúnista önnur helsta ógn- unin við stöðu Jeltsíns og stjórn- arinnar á þinginu. Þjóðernis- bandalag hins skrautlega æsinga- manns, Vladimirs Zhirinovskís, má tvímælalaust muna sinn fífil fegri, jafnvel þótt bandalagið gæti rétt svo sloppið inn á þing - mælist einhvers staðar nálægt 5% marldnu. Jeltsín og ríkisstjórn hafa í kosningabaráttunni því getað lit- ið á OVR sem helsta óvin sinn, jafnvel þótt Kommúnistar hafi verið með meira fylgi. Jeltsín hef- ur lítinn áhuga á að sjá Lúskov eða Prímakov á forsetastólnum síðar á næsta ári, en forsetakosn- ingar verða haldnar í Rússlandi næsta sumar og meðal þeirra sem þar þykja koma sterklega til greina eru einmitt þeir Lúskov og Prímakov. Stríðið í Téténíu hefur annars sett meiri svip á kosningabarátt- una en nokkurt annað mál, og hefur tvímælalaust átt sinn þátt í gengi stjórnarbandalagsins Ein- ingar. Svo virðist líka sem stjórn- inni hafi orðið nokkuð ágengt í baráttu sinni gegn OVR, því íylgi þess hefur dvínað heldur í skoð- anakönnunum upp á sfðkastið. Forsetiim og stjórnin áfram í minnihluta En þótt mestu öfgarnar til hægri og vinstri hafi dvínað í pólitíska litrófinu og miðjan virðist ætla að fá aukið vægi, er líklegasta út- koman úr kosningunum engu að síður sú að Jeltsín og ríkisstjórn- in njóti áfram stuðnings minni- hluta þingsins. Sjálfur Jeltsín hefur þó ekki gegnt jafn veigamiklu hlutverki í þessari kosningabaráttu og áður, enda er hann á förum úr emb- ætti um mitt næsta ár og hefur átt við veikindi að stríða. Frjálslyndum flokkum sem að- hyllast vestræn gildi og stjórnar- hætti hefur ekki heldur vegnað sérlega vel í kosningabaráttunni. Jabloko, flokkur frjálslyndra, gæti komist yfir 5% múrinn, sem er skilyrði til þess að koma manni á þing, en flokkurinn hef- ur mælst með 5-8% í skoðana- könnunum undanfarið. Sömu- leiðis gæti Bandalag hægri afla náð þingsætum, en sá flokkur er hlynntur vestrænum stjórnar- háttum og efnahagskerfi. Sjálfri kosningabaráttunni Iauk formlega í gær, föstudag. Frambjóðendum er bannað að koma fram opinberlega í dag, daginn fyrir kosningar. Alls eru þingsætin 450 og er bæði kosið um lista á landsvísu og frambjóðendur í einmenn- ingskjördæmum. Ekki hef- ur mátt birta neinar skoð- anakannanir frá því á fimmtudag, þannig að ein- hver breyting gæti hæglega hafa orðið á fylgi flokka þegar talið er upp úr köss- unum. Stalinistar í framboði Einn af fjölmörgum smá- flokkum og jaðarflokkum sem tekið hafa þátt í kosn- ingabaráttunni er Stalín- blokkin, flokkur stalínista sem hefur hengt upp kosn- ingaplaköt nokkuð víða þar sem einræðisherrann gamli starir stíft á vegfarendur. Litlar líkur þykja á því að stalínistarnir nái manni á þing, hafa mælst með innan við eitt prósent í skoðanakönnunum, jafnvel þótt einn frambjóðenda flokksins sé afkomandi Stalíns sjálfs. AIIs eru 27 flokkar í framboði, og má meðal þeirra nefna Flokk lífeyrisþega og Konur Rússlands, en báðir þessir flokkar berjast fyrir sterkara velferðarkerfi. Það er svo talandi tákn um þær breytingar sem orðið hafa á flokkakerfinu í Rússlandi að flokkur Viktors Térnómyrdíns fyrrverandi forsætisráðherra, Heimkynni vor eru Rússland, er langt innan við 5% mörkin, en þessi flokkur var næst stærsti flokkurinn árið 1995 og einn af þeim þremur flokkum sem mynduðu „Valdaflokkinn" svo- nefnda í kringum Jeltsín. Forseti Þýskalands biðst fyrirgefningar ÞYSKALAND - Johannes Rau, forseti Þýskalands, baðst í gær fyrir- gefningar fyrir hönd þýsku þjóðarinnar vegna nauðungar- og þræla- vinnu Gyðinga hjá þýskum fyrirtækjum í skjóli nasistastjórnarinnar fyrir meira en hálfri öld. Afsökunarbeiðnin kann að þykja síðbúin, en Rau sagðist finna til léttis vegna þess að nú væri loks búið að semja um skaðabætur til handa þeim, sem þýsk fyrirtæki höfðu í þræla- og nauðungarvinnu hjá sér. Samkomulagið var kynnt í gær, og standa að því stjórnvöld í Þýskalandi og Bandaríkjunum ásamt fulltrúum fórn- arlamba nasismans. Þýska stjórnin hefur heitið því að greiða helm- ing skaðabótanna, en hinn helmingurinn kemur frá fyrirtækjunum, sem mörg hver eru enn starfandi og í góðu gengi. Upphæðin nemur 10 milljörðum þýskra marka, jafnvirði um 375 milljarða íslenskra króna. Gamla stjómin áfram? AUSTURRIKI - Hátt á þriðja mánuð er nú liðið frá því þingkosning- ar voru haldnar í Austurríki og hefur illa gengið að koma saman nýrri stjórn. Hægriflokkur Jörgs Haiders vann mikinn kosningasigur, og hefur lagt mikla áherslu á að vera í nýju stjórninni, en aðrir flokkar hafa verið tregir til að ganga til stjórnarsamstarfs með Haider, sem þykir vera einum of mildll þjóðernissinni fyrir smekk hófsamari lýð- ræðissinna. Nú ætla stóru flokkarnir tveir, Sósíaldemókratar og hinn íhaldssami Þjóðarflokkur, að kanna hvort þeir geti ekki þrátt fyrir allt haldið áfram stjórnarsamstarfi sínu, sem varað hefur í 13 ár. Þjóðar- flokkurinn var ákveðinn í að halda sig í stjórnarandstöðu þetta kjör- tímabil, en virðist ekki ætla að komast upp með það. Islamskur gmunskóli í Noregi NOREGUR - Ákveoið hefur verið að stofnaður verði íslamskur grunnskóli í Osló, og er þetta sá fyrsti sinnar tegundar þar í landi. Norska utanríkisráðuneytið hefur fallist á að styrkja skólann, sem verður einkarekinn. Gert er ráð fyrir allt að 350 nemendum fyrsta árið, en skólinn verður ætlaður börnum í fyrsta til tíunda bekk. Sameiuuðu þjóðimar ekki saklausar SAMEINUÐU ÞJOÐIRNAR - Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, viðurkenndi á fimmtudaginn að Sameinuðu þjóðirnar hafi brugðist illilega þeg- ar þjóðarmorðið niikla vár framíð í Rúanda árið 1994, en í nýút- kominni skýrslu er viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna lýst ná- kvæmlega. Sagðist Kofi Annan finna til mikillar sorgar vegna þess að ekki var meira gert af hálfu S.Þ. til þess að koma í veg fyrir morð- æðið, sem stóð í 100 daga. Skýrsl- an er verk nefndar, sem Kofi Ann- an lét skipa í mars síðastliðnum, til þess að fara ofan í saumana á því sem gerðist. Megin niðurstaða skýrslunnar er að S.Þ. hafi hvorki haft pólitískan vilja né getu til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorðið né heldur til þess að stöðva það eft- ir að það var hafið. Hátt í 800.000 manns létust í Rúanda árið 1994, flest tútsar og hófsamir hútúar. Kofi Annan baðst afsökunar. Tíu mairns fórust PAKISTAN - Tíu manns hið minnsta fórust þegar sprengja sprakk í pakistanska hluta Kasmír-héraðs, sem skiptist milli Indlands og Paldstans. Sprengjan sprakk á Ijölfarinni götu um miðjan dag, og meðal þeirra sem fórust voru nokkur börn. Einungis fáir dagar eru frá því annað sprengjutilræði varð í Kasmír og telja Pakistanar að lndvcrjar beri ábyrgð á þessu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.