Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 12
12 - LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
ÍÞRÓTTIR
l
KNATTSPYRNA
Wilcox til Leeds
Leeds United gekk í gær frá kaupum
á enska landsliðsmanninum Jason
Wilcox frá fyrstu deildar liðinu
Blackbum Rovers og er kaupverðið
litlar 3 milljónir punda.
Kaupin á Wilcox koma til vegna
mikilla meiðsla hjá Leedsliðinu, þar
sem þeir David Hopkin, David Batty
og Alan Smith sem allir verða frá
keppni til áramóta vegna meiðsla.
Einnig hefur Lee Bowyer verið
meiddur þó hann hafi verið látinn
spila að undaförnu og er fyrirsjáan-
legt að hann þurfi að taka sér ein-
hveija hvíld. Einnig er fyrirsjáanlegt að Michael Bridges, gæti þurft að
taka út leikbann á næstunni, en hann þarf aðeins eina bókun í viðbót til
að lenda í banni. Wilcox sem er 28 ára gamall, gerði fjögurra og hálfs árs
samning við Leeds. Hann var einn af lykilmönnum Blackburn sem vann
enska meistaratitilinn árið 1995 og er vanur að leika á kantinum þó hann
geti líka brugðið sér á miðjuna.
Að sögn Peters Risdale, stjómarformanns Leeds, hafa Leedsarar lengi
haft augastað á Wilcox. „Við munum áfram hafa vakandi auga með leik-
mannamarkaðnum og munum ekki hika við að opna pyngjuna ef með
þarf,“ sagði Risdale.
Belgi til Derby
Enska úrvalsdeildarliðið, Derby, keypti í gær belgíska framheijann Bran-
ko Strupar frá belgíska Islendingaliðinu Genk í Belgíu. Kaupverðið var 3
milljónir punda og skrifaði Stmpar undir þriggja og hálfs árs samning við
félagið.
Strupar, sem er fæddur í Króatíu en hefur belgískan ríkisborgararétt,
mun fljótlega byrja að leika með Derby og spurning hvort takist að ganga
frá málum fyrir leikinn við Leicester í dag. Lið Derby hefur átt mjög
erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er aðeins með 12 stig
í 18. sætinu, eftir 17 Ieiki. Jim Smith, framkvæmdastjóra liggur því mik-
ið á að styrkja lið sitt og gerir allt til að Ilýta fyrir því að Belgíumaðurinn
fái leikheimild sem fyrst.
Vialli fékk eins
lciks bann
Gianluca Vialli, framkvæmdastjóri
Chelsea, hefur verið dæmdur í eins
leiks bann í Meistaradeild Evrópu
vegna uppákomunnar í leiknum
gegn Lazio í Róm í síðustu umferð
Meistaradeildarinnar, þegar hann
lenti í þrasi við eftirlitsdómara leiks-
ins. „Eg varð fyrir vonbrigðum með
þennan dóm, en verð að sætta mig
við hann,“ sagði Vialli, sem bar sig
vel og sagði í gríni að eflaust væru
Ieikmennimír kátir yfir því að þurfá
nú ekki að hlusta á öskrin í honum
frá hliðarlínunni.
Redknapp frá út tímabilið?
Nú lítur út fyrir að Jamie Redknapp, fyrirliði Liverpool, sé úr leik út tíma-
bilið eftir að Ijóst var að skurðaðgerð sem hann fór í á hné fyrir stuttu
hefur ekki heppnast sem skyldi.
Læknar voru í upphafi mjög bjartsýnir fyrir hans hönd eftir aðgerðina
sem var framkvæmd fyrir sautján dögum og var honum þá lofað að hann
yrði klár í slaginn eftir þijár vikur.
Læknar liðsins úrskurðuðu svo nýlega að hinn 26 ára gamali Red-
knapp gæti ekki leikið knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá mánuði,
sem þýddi að hann yrði ekki tilbúinn £ slaginn fyrr en einhvern tíma í
mars. Eftir læknisskoðun í gær var svo tilkynnt að ólíklegt væri að hann
yrði meira með á leiktímabilinu. Þetta setur heldur betur strik í reikn-
inginn hjá Gerard Houllier, framkvæmdastjóra, sem nú verður að leggja
allt sitt traust á unglinginn Steven Gerrard, til að leika við hliðina á Didi
Hamann á miðjunni. Sumir segja þó að líklega muni Houllier neyðast
til að opna pyngjuna að þessu sinni og þegar hefur nafn Norðmannsins
Erik Mykland verið nefnt í því samabndi. Mykland sem leikur með gríska
liðinu Panathinaikos er laus samninga í sumar og því líklegt að hann fá-
ist fyrir gott verð áður en samningurinn rennur út. Houllier mun einnig
hafa fylgst vel með þeim Enzo Maresca hjá West Bromvich Albion og
Claus Jensen hjá Bolton, sem líklega yrðu of dýrir fyrir félagið.
Edwarás varar United-stj örmirnar við
Martin Edwards, aðalframkvæmdastjóri Manchester United, hefur var-
að stórstjörnurnar á Old Trafford við því að reyna að stilla félaginu upp
við vegg þegar kemur að endurnýjun samninga. I kjölfar samningsins
sem gerður var við Roy Keane, sem tryggir fyrirliðanum 50 þúsund pund
í vikulaun, hefur Edwards sent þeim Ryan Giggs og David Beckham,
skilaboð um að félagið muni enn sem áður halda sig við áður ákveðið
launaþak. ,,Ef leikmenn eða umboðsmenn þeirra halda að við séum til
viðræðu um það að opna flóðagáttirnar fyrir einhveija aðra en Keane, þá
er það mesti misskilningur," sagði Edwards. „Við munum skoða hvert
mál fýrir sig og meta það út frá hagsmunum félagsins. Það getur því vel
verið að einhverjir verði óánægðir með það sem við höfum að bjóða, en
víð þurfum fyrst og fremst að hugsa um afkomu felagsins. Við munum
undir engum kringumstæðum hleypa félaginu í stórskuldir. Það er á
hreinu,“ bætti Edwards við og heldur fast um budduna.
ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM
Laugard. 18. des.
Handbolti
Kl. 10:45 Þýski handboltinn
Kiel - Nordhorn
Fótbolti
Kl. 14:25 Þýski fótboltinn
1860 Munchen - Kaiserslautern
Fimleikar
Kl. 16:30 Jólasýning FSÍ
Bein útsending frá Laugardals-
höll.
Fótbolti
Kl. 12:00 Alltaf í boltanum
Kl. 14:45 Enski boltinn
West Ham - Man. United
Körfubolti
Kl. 12:30 NBA-tilþrif
Snóker
Kl. 16:00 Snóker með Davis
Bretinn Steve Davis, sexfaldur
heimsmeistari í snóker, sýnir
ýmsar undraverðar brellur.
Hnefaleikar
Kl. 01:00 Hnefaleikar
Bein útsending frá keppni í
Bandaríkjunum þar sem m.a.
mætast þungavigtarkapparnir
Oliver McCalI og Ray Mercer.
■Simmid. 19. des.
WBmmw—
Fótbolti
Kl. 16:00 Markaregn
Endursýnt ld. 23.40
Iþróttir
Kl. 21:45 Helgarsportið
Körfubolti
Kl. 12:20 NBA-leikur vikunnar
Fótbolti
Kl. 15:45 Enski bikarinn
Chelsea - Leeds
Kl. 19:25 ítalski boltinn
Fiorentina - Juventus
Golf
Kl. 17:55 Golfþrautir
Kl. 18:50 19. holan
Kl. 21:15 Heimsbikarkeppnin
Frá heimsbikarmótinu sem
haldið var í Malasíu í nóv. s.l.
Kl. 00:00 19. holan
Oðruvísi golfþáttur.
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
Laugard. 18. des
■handbolti
2. deild karla
KI. 16:00 Fjölnir - ÍH
Kl. 14:00 Fram b - Breiðablik
Kl. 13:30 Þór Ak. - Selfoss
■ körfubolti
1. deild karla
KI. 16:00 Breiðablik - ÍR
■ blak
1. deild kvenna
Kl. 14:00 Víkingur - KA
■ fimleikar
lólasýning FSI
Kl. 16:30 Fimleikasýning í
Laugardalshöll. Fimleikafólk frá
félögum á höfuðborgarsvæðinu
tekur þátt í sýningunni. Ahalda-
fimleikar, trompfimleikar, þolfimi
og fimlcikadansar.
Simnud. 19.des.
■ körfubolti
Urvalsdeild karla
KI. 20:00 Keflavík - KFÍ
Kl. 16:00 UMFN -Tindastóll
Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio
Laugard. kl. 21 & 23
Laugard. kl. 21
Sunnud. kl. 21 & 23
Sunnud. kl. 21
Mánud. kl. 21 & 23
Mánud. kl. 21
* Laugard. kl. 23
Sf ”
Sunnud. kl. 23
Sunnud. kl. 15
0KEYPIS
> Mánud. kl. 23
PRINSESSAN 0G DURTARNIR -
Sunnud. kl. 15 - ÓKEYPIS
OQt.BY
D I G I T A L
RÁÐHÚSTORGI
. ... <-.yy
SÍMI 461 4666 TPTX
Laugard. kl. 16.30,18.40, 21
og 23.30.
Sunnud. kl. 16.30,18.40,21 og
23.30.
Mánud. kl. 16.30,18.40, 21
og 23.30.
Laugard. kl. 16.40 og 21.
Sunnud. kl. 16.40 og 21.
Mánud. kl. 16.40 og 21.
Laugard. kl. 23.15.
Sunnud. kl. 23.15.
Mánud. kl.23.15.
Laugard. m/ísl. tali kl. 15 og
16.50.
Sunnud. m/ísl. tali kl. 15 og
16.50.
Mánud. m/ísl. tali ki. 16.50.