Dagur - 18.12.1999, Blaðsíða 8
VIII-LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
KIRKJUSTARF
Ragnheiður Kristín
Kristjánsdóttir
Sunnudagur 19. desember
fjórði sunnudagur f aðventu
AKUREYRARKIRKJA
Jólatré sunnudagaskólans I Safnaðarheimili
kl. 11.00. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju
„Syngjum jólin inn“ í kirkjunni kl. 20.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN
HVANNAVÖLLUM
Kl. 17.00 syngjum við jólin inn. Athugið engin
sunnudagaskóli kl. 11.00. Vænst er að bæði
fullorðnir og börn verði með um þessa stund.
Kveikt á jólatrénu.
KAÞÓLSKA KIRKJAN - AKUREYRI
Laugardagur - messa kl. 18.00. Sunnudagur
- messa kl. 11.00.
KFUM OG K - SUNNUHLÍÐ
Aðventusamkoma kl. 16.30. Jólasaga, jóla-
hugvekja og veitingar.
SJÓNARHÆÐ - HAFNARSTRÆTI
Sameiginlegur jólafundur sunnudagaskólans
í Lundarskóla og barnafundanna á Sjónar-
hæð kl. 13.30 á Sjónarhæð. Almenn sam-
koma á Sjónarhæð kl. 17.00.
HVÍTASUNNUKIRKJAN - AKUREYRI
Laugardagur - bænastund kl. 12.00. Sunnu-
dagur - sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl.
11.30. Kennsla fyrir alla aldurshópa.
LAUFÁSKIRKJA
Aðventukvöld kl. 21.00. Söngur, hljóðfæra-
leikur, upplestur og Ijósahelgileikur. Ræðu-
maður Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður.
SVALBARÐSKIRKJA
Kyrrðar- og bænastund mánudagskvöldið
20. des. kl. 21.00.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA
Helgistund og kveikt á leiðalýsingu í kirkju-
garðinum kl. 18.00.
HVERAGERÐISKIRKJA
Tónlistar-guðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Jón
Ragnarsson.
SELFOSSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00.
Hádegisbænir með tíðangjörð kl. 12.10. Aft-
ansöngur á aðventu fimmtudaga kl. 18.10.
Samvera 10-12 ára miðvikudaga kl. 16.30.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
ÁRBÆJARKIRKJA
Ath. Engin guðsþjónusta kl. 11. Jólastund
fjölskyldunnar kl. 13.00. Jótasaga lesing.
Hugleiðing út frá jólaguðspallinu. Barnakór
kirkjunnar syngur. Eftir jólastundina veróur
jólatrésskemmtun í safnaðarheimilinu á veg-
um barnastarfs kirkjunnar og Fylkis. Foreldr-
ar, afar, ömmur eru boðin hjartanlega vel-
komin með bömunum.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakór-
arnir syngja. Tekið við söfnunarbaukum frá
Hjálparstarfi kirkjunnar. Organisti Daníel Jón-
asson. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA
Jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Gengið í
kringum jólatré, sungin jólalög, heitt súkku-
laði og piparkökur. Jólasveinar koma í heim-
sókn. Fjóðra sunnudag í aðventu kl. 20.30
syngur Kvennakór Reykjavikur á seinasta að-
ventukvöldinu. Við þetta tækifæri ætlum við
einnig að taka á móti söfnunarbaukunum
„brauð handa hungruðu heimi" og selja frið-
arkerti fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Fé sem
safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til
hjálparstarfsins. Kaffisalan er á vegum sókn-
arnefndar en stjórnun og undirbúningur er i
höndur kórs Digraneskirkju.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Margrét
Ólöf Magnúsdóttir. Jólahelgistund í kirkjunni,
tekið á móti baukum fyrir hjálparstarf kirkj-
unnar og þeir lagðir á altari. Eftir helgistund
er farið í kirkjuna og gengið í kringum jóla-
tréð.
GRAFARVOGSKIRKJA
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11:00.
Prestur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Eldri
barnakór kirkjunnar kemur í heimsókn og
flytur helgisöngleik. Stjórnandi: Oddný Þor-
steinsdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Org-
anisti Hörður Bragason. Sunnudagaskóli í
Engjaskóla kl. 11:00. Prestur Sr. Sigurður
Arnarson. Litli kórinn úr Engjaskóla kemur i
heimsókn og flytur jólalög. Stjórnandi: Skarp-
héðinn Hjartarson. Umsjón: Signý, Guðrún
og Guðlaugur. Guðsþjónusta kl. 14:00 í Graf-
arvogskirkju. Prestur Sr. Sigurður Arnarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafar-
vogskirkju syngur Organisti Hörður Braga-
son.
LAUGARNESKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11:00 og ekta jólaball í
umsjá Mömmumorgna.
HJALLAKIRKJA
Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist-
jánsdóttir þjónar. Kór Snælandsskóla syng-
ur jólalög og leiðir safnaðarsöng. Stjórn-
andi: Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikari:
Lóa Björk Jóelsdóttir. Barnaguðsþjónusta í
kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11.
KÓPAVOGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11. Börnin skreyta piparkökur.
Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónustunni
verður útvarpað. Prestur sr. Guðni Þór
Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir.
SELJAKIRKJA
Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Lúðrasveit
Breiðagerðisskóla undir stjórn Odds
Björnssonar kemur i heimsókn. Tekið
verður við söfnunarbaukum Hjálparstarfs
kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 14.Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Drengjakór Laugar-
neskirkju flytur tónlist undir stjórn Friðriks
Kristinssonar. Organisti við athafnirnar er
Gróa Hreinsdóttir. Jólatónleikar Seljanna,
kórs kvenfélagsins kl. 20.30.
ÁSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl.
11:00. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl-
íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi
barnanna. Foreldrar hvattir til að koma
með börnum sínum. Guðsþjónusta kl.
14:00. Jólasöngvar fjölskyldunnar, helgi-
leikur og jólalög. Barnakór kirkjunnar
syngur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdótt-
ur. Börn úr Fossvogsskóla flytja jólaguð-
spjallið í helgileik. Látum jólasöngvana
hljóma með allri fjölskyldunni og syngja
saman um frið og helgi hátíðarinnar. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN
Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór félagsstarfs
aldraðra syngur. Prestur sr. Hjalti Guð-
mundsson. Kolaportsmessa kl. 14:00 i
samstarfi við Miðbæjarstarf KFUM&K. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir. Æðruleysismessa
kl. 21:00. Anna Sigríður og Bræðrabandið
sjá um tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir.
GRENSÁSKIRKJA
Jólaskemmtun fjölskyldunnar kl. 11:00.
Allir velkomnir. Tónleikar Kirkjukórs Grens-
áskirkju kl. 14:00. Ókeypis aðgangur.
HALLGRIMSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl.
11:00. Helgileikur barna. Barnakór Hall-
grímskirkju leiðir sönginn undir stjórn
Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur.
Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstarfs
kirkjunnar. Sr. Sigurður Pálsson. Ensk
guðsþjónusta kl. 16:00. Jólatónleikar kl.
20:00 til styrktar tónlistarlífi Hallgríms-
kirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju, Marta
G. Halldórsdóttir, sópran, Sigurður Flosa-
son, saxófónn.
LANDSPÍTALINN
Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg.
HÁTEIGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga
Soffís Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas
Sveinsson. Aðventusöngvar við kertaljós kl.
20:30. Kór Háteigskirkju og organistinn,
Douglas Brotchie, flytja tónlist eftir Bach,
Verdonck og Hassler. Hulda Guðrún Geirs-
dóttir, sópran, syngur verk eftir Franck og
H%«ndel. Almennur söngur. Ræðumaður
Ólafur Skúlason, biskup.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups. Jólasöngvar
fjölskyldunnar kl. 11:00. Helgistund við
kertaljós. Tekið við söfnunarbaukum Hjálp-
arstarfs kirkjunnar. Eftir stundina verður
boðið upp á kakó í safnaðarheimilinu.
Komið með sýnishorn af smákökubakstrin-
um. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson.
NESKIRKJA
Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Áttatil níu ára
starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00.
Barnakór Landakotsskóla syngur undir
stjórn Birnu Björnsdóttur. Magdalena Dubik
leikur á fiðlu. Órganisti Reynir Jónasson. Sr.
örn Bárður Jónsson. Jólatónleikar sinfóníu-
hljómsveitar áhugamanna kl. 20:30. Ein-
söngvari Inga J. Backman, einleikari Jónas
Ingimundarson. Barnakór úr vesturbænum,
stjórnandi Ingvar Jónasson. Á efnisskrá: El-
egía eftir Hildigunni Rúnarsdóttir, Kantata
eftir Jakob Hallgrímsson, Exultate, ubilate
og píanókonsert nr. 11, K413 eftir Mozart.
Jólalög.
SELTJARNARNESKIRKJA
Jólasöngvar allrar fjölskyldunnar kl. 11:00.
Börn úr barna- og unglingastarfinu sýna
helgileik. Mikill almennur söngur. Prestur sr.
Sigurður Grétar Helgason. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Tekið á móti söfnunar-
baukum Hjálparstarfs kirkjunnar.
„Ég fylgi öldinni", var amma
Kristín vön að segja þegar hún
var spurð um aldur. Hún hefði
því áreiðanlega fyllt þann flokk
sem telur öldinni lokið um næstu
áramót því 8. desember sl. hefði
hún orðið 100 ára. Ragnheiður
Kristín Kristjánsdóttir fæddist á
Sveinseyri við TálknaQörð 1899
og andaðist 31. júlí 1981. Hún
var hreppstjóradóttir og þriðja
barn foreldra sir.na í hópi níu
systkina. Faðir hennar var Krist-
ján Kristjánsson frá Mýri í Bárð-
ardal, búfræðingur, bóndi og
kennari, sem var mikill félags-
málafrömuður í sinni sveit og
gegndi þar margháttuðum trún-
aðarstörfum. Kristján og Stefán
G. Stefánsson voru systkinasynir.
Móðir hennar var Þórunn, dóttir
Jóhannesar Þorgrímssonar
Dannebrogsmanns og útvegs-
bónda og Ragnheiðar Kristínar
Gísladóttur frá Neðrabæ, fjórðu
konu hans, sem var mikil atgerv-
iskona með fagra söngrödd.
Hjónin voru náskyld og bæði
komin af Selárdalsprestum.
Heimili þeirra var gestrisið
myndarheimili og þar var nægi-
legt að bfta og brenna, fugl í
bjargi og fiskur í sjó, eins og oft-
ast hefúr verið á Vestfjörðum.
Aldrei gat Kristín amma kannast
við sveitalífslýsingar Halldórs
Laxness eða síðar Tryggva Emils-
sonar þar sem minnst var á sóða-
skap, svíðingshátt gagnvart börn-
um og niðursetningum, bjargar-
leysi og heimóttarskap. Þannig
var þetta ekki fyrir vestan á
hennar tíð.
Faðir Kristínar kom að norðan
sem kennari til Tálknafjarðar og
að sunnan kom Matthías Einar
Guðmundsson sömu erinda og
kvæntist heimasætu á Sveinseyri
eins og tengdafaðir hans hafði
gert. Þau Kristín gengu í hjóna-
band árið 1923. Þau settust að á
Sveinseyri og fyrir vestan fædd-
ust börnin þeirra þrjú, Sigríður
Kristbjörg verslunarmaður, gift
Haraldi M. Sigurðssyni kennara
á Akureyri, Guðmundur fram-
kvæmdastjóri hjá Flugmála-
stjórn, giftur Astu Hannesdóttur
snyrtifræðingi í Reykjavík og
100 ára mínmiig
Þórunn sjúkraliði, gift Pétri
Valdimarssyni hafnarverði í
Reykjavík. Arið 1930 fluttust þau
til Reykjavíkur, þar sem Matthías
gerðist lögregluþjónn. Árið 1939
lauk hjónabandi þeirra með
skilnaði.
Þar með tók líf Kristínar nýja
stefnu, hún fluttist til Akureyrar
með börn sín, og við tók þrotlaus
barátta einstæðrar móður í Iok
heimskreppu við að koma þeim
til nokkurs þroska. Hún vann á
saumastofu Gefjunar um tíu ára
skeið þar til doði og máttleysi í
fingrum gerðu hana að öryrkja.
Þrátt fyrir þessa fötlun sína var
hún sísaumandi alla tíð og var
listamaður í tilsniði og sauma-
skap. Hún fataði börn og barna-
börn, fjölda vinkvenna og ýmsa
óvandabundna sem Ieituðu til
hennar vegna orðsporsins sem
fór af saumaskap hennar. Stáss-
konur fóru af hennar fundi létt-
stígar í nýjustu tísku upp úr
gömlum fötum og efnum og
barnabörnin slógu í gegn í nýj-
ustu bítlabúningunum frá hendi
Kristínar. Rimmurnar fyrir fram-
an spegilinn þar sem hagnýt
sjónarmið og reynsla saumakon-
unnar tókust á við vægðarlausar
kröfur tfskunnar urðu margar og
langar, en þeim lauk ætíð á þann
veg að fötin pössuðu óaðfinnan-
lega og fullnægðu tískuduttlung-
um. Þakklætið var ekki alltaf í
samræmi við kröfuhörkuna en
þeim mun meir er hún nú dáð
fyrir verk sín í minningum Ijöl-
skyldumeðlima.
Mesta afrek hennar var að
koma myndarbörnum sfnum vel
á legg. Þau luku öll gagnfræða-
prófi á Akureyri, síðan fór Sigríð-
ur í kvennaskólann á Laugum,
Guðmundur lauk loftskeytaprófi
og Þórunn fór á kvennaskóla í
Kaupmannahöfn. Það var henni
stuðningur að systur hennar
bjtiggu á Akureyri og í nágrenni
og norður fluttust foreldrar
hennar eftir starfsævina í
Tálknafirði.
Aldrei man ég eftir því að
amma mín mælti orð á danskri
tungu. Samt var danski tíminn á
íslandi svo runninn henni í merg
að hún las alla tíð mikið á
dönsku og norsku, herragarðs-
rómana, sveitalífssögur og
„dönsku blöðin" sem voru sam-
heiti okkar á Akureyri yfir
Familie Journal, Hjemmet o.fl.
skandinavísk vikublöð, sem var
oft embætti okkar barnabarn-
anna að sækja í bókabúð fyrir
ömmu. Það sem hún ekki vissi
um kóngafólk á Norðurlöndum
var ekki vert að vita.
Kristín var heimilisföst hjá
dóttur sinni á Akureyri en dvaldi
oft á heimilum foreldra sinna og
barnabarna í Reykjavík þegar þar
þurfti á hjálpandi hönd að halda.
Hún var þeirrar gerðar að gefa
öðrum allt. Allt sem hún vann
sér inn með saumaskap fór jafn-
harðan í að kaupa nýtt efni til að
sauma úr og gefa. Hún gaf ellilíf-
eyrir sinn og örorkubætur og hélt
engu eftir fyrir sjálfa sig, en
stundum talaði hún um, að hún
þyrfti að eiga fyrir útförinni
sinni. Lífsspekin sem fólst í verk-
um hennar leitar sífellt á hug-
ann.
Kristín amma fylgdi öldinni og
hún var henni á margan hátt
óblíð. Guðstrúin var henni óbif-
anlegt bjarg á vegferðinni og í
bænir fyrir sér og sínum sótti
hún styrk og þolgæði. Afkomend-
ur Kristínar hafa ákveðið að
ánafna Akureyrarkirkju, sem var
henni kær, litlum þakklætisvotti í
tilefni af 100 ára minningu
hennar.
Síðustu árin dvaldi Kristín á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri við góða aðhlynningu. Hún
var ófær um að tjá sig nema með
snertingu. Það verður okkur öll-
um sem heimsóttum hana á
banaleguna ógleymanleg stund
þegar saumakonan og bænakon-
an, sem var okkur svo góð, þreif-
aði krepptum en næmum fingr-
um um efnið í fötum okkar. Það
er fögur minning um öll hennar
handarverk í okkar þágu.
Riiað fyrir hönd fjölskyldna
Sigríðar, Guðmundar og Þórunn-
ar Matthíasarbama.
Einar Karl Haraldsson
íslendingaþættir birtast í
Degi alla laugardaga.
Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds.
Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en
ákveðnum birtingardögum er ekki lofað.
Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi.
^______________Iteir _____
ISLENDINGAÞÆTTIR