Dagur - 22.12.1999, Side 4
20 — MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
Jólaflækja á Höfn
„Ekki geta unglingarnir á sér setið að kíta þótt komin séu jól."
mynd: gun
Jólaflækja ernýtt
leikritsem frum-
flutt var nú á að-
ventunni austurá
Homafirði. Höf-
undurinn er Guð-
jón Sigvaldason
semjafnframt er leikstjóri og
samdi hann leikritið að hluta
til á staðnum fyrir leikhóp-
inn og í samvinnu við hann.
Jólaflækja gerist á aðfangadagskvöld á ís-
lensku heimili. Við sögu koma foreldrar
með þrjú hálf uppkomin börn og eina
tengdadóttur, auk ungs frænda sem er hjá
þeim á aðfangadagskvöld, samkvæmt
venju. Ekki geta unglingarnir á sér setið
að kíta þótt komin séu jól. Gemsinn hjá
dótturinni hringir á óheppilegustu tímum,
yngri sonurinn er á yrkinu og má varla
vera að því að matast. Stressið á heimilinu
nokkuð dæmigert fyrir íslenskan veru-
leika. Húsmóðirin reynir að leysa öll
vandamál sinnar ofdekruðu Qölskyldu á
harða hlaupum en skeytir skapi sínu á
kettinum. Enda kannski ekki furða því
hann ruddi um Orabaunadósinni svo inni-
haldið fór út um allt en Orabaunir mega
ekki vanta á jólaborðið að mati húsbónd-
ans. Að öðru Ieyti stefnir allt í tiltölulega
hefðbundið aðfangadagskvöld á íslensku
heimili - eins og fjölskyldufaðirinn Ieggur
reyndar ofurkapp á.
Og eins og títt er um
menn í hans stöðu
þá sinnir hann aðal-
lega seríuskreyting-
unum og keppir þar
af miklum móð við
nágrannana.
En undir öllu
puntinu og prjálinu
íeynast vandamálin.
Það er ekki bara raf-
magnið sem slær út
hvað eftir annað
heldur taka samræð-
urnar í stofunni
óvænta stefnubreyt-
ingu, einmitt þegar
allt átti að verða svo
vel heppnað. Hús-
móðirin reynir allt
hvað hún getur að
berja í brestina og
hafa stjórn á aðstæð-
um en Ijölskyldufað-
irinn á í miklum erf-
iðleikum enda at-
burðarrásin komin Iangt út úr hefð-
bundnu mynstri í „hans fjölskyldu." Upp-
gjör verður óhjákvæmilegt.
Blanda af gamni og alvöru
Jólaflækja er stutt, íjörlegt leikrit og hefði
jafnvel þolað meiri hraða á köflum. Ágæt
blanda af húmor og römmustu alvöru.
Einræður leikara gengu upp þar sem þær
voru stuttar en söngur í lok þeirra var
óþarfur og virkaði dálítið tilgerðarlegur.
Pakkhúsið reyndist afar notalegt leikhús
og konfekt á borðum áhorfenda jók á
jólastemmninguna. Lýsing og tónlist fag-
mannlegt. Ingvar Þórðarson sýndi tilþrif í
hlutverki húsbóndans og Kristbjörg Guð-
munds var sannfærandi móðir sem stjórn-
aði oftast af mildi en átti til festu þegar á
þurfti að halda. Elsti sonurinn, Júlíus Val-
geirsson, fór einkar eðlilega með sína ein-
ræðu, kærastan Jóna Benný Kristjánsdótt-
ir sýndi ágætan svipbrigðaleik og Ingvar
Árni Ingvarsson, Sædfs Karlsdóttir og
Tryggvi Valur Tryggvason stóðu sig líka
vel.
Guðjón Sigvaldason er lunkinn náungi.
Hann hefur áður unnið gott starf með
Leikfélagi Hornafjarðar. Sett upp klassa-
sýningar eins og Djöflaeyjuna og Strætið
og stjórnað götuleikhúsi af snilld á humar-
hátfðum. Jólaflækjan er ekki stórvirki en
hún skilur eftir umhugsunarefni í bland
við skopið.
LEIKUST
Akstur strætisvagna
mnhátíðamar
Strætisvagnar Reykjavíkur
Þorláksmessa: Ekið eins og á virkum
degi.
Aðfangadagur og gamlársdagur: Ekið
eins og á virkum dögum til kl. 13:00.
Eftir það samkvæmt tímaáætlun helgi-
daga ffam til ld. 16:00, en þá lýkur
akstri.
Jóladagur og nýársdagur: Ekið á öllum
leiðum samkvæmt tímaáætlun helgidaga
að því undanskildu að allir vagnar hefja
akstur um kl. 14:00.
Annar jóladagur: Ekið eins og á
sunnudegi frá kl. 10:00 til 24:00.
Næturvagnar: Akstur fellur niður að-
fangadagskvöld en ekið samkvæmd
áætlun jóladag og annan í jólum. Ekið
samkvæmt áætlun á nýársdagskvöld.
Allar nánari upplýsingar má fá í þjón-
ustu- og upplýsingasíma SVR, 551
2700.
Strætlsvagnar Akureyrar
Aðfangadagur: Ekið verður til hádegis
frá kl. 06.25 til kl. 12.04 sem er síðasta
ferð.
Jóladagur: Ekkert er ekið á jóladag.
Annar í jólum: Ekið eins og á sunnu-
dögum, eða frá ld. 10.40 til kl. 23.05
sem er sfðasta ferð.
Gamlársdagur: Ekið til hádegis eins og
á aðfangadag.
Nýársdagur: Ekkert er ekið á nýárs-
dag.
Eftir áramótin tekur nýtt leiðarkerfi
við og verður upplýsingum dreift í öll
hús á Akureyri milli jóla og nýárs.
Afl: Allt aö fjórir 550MHz Intel Pentium III Xeon örgjörvar ásamt allt aö 46B ECC SDRAM, innbyggö RAID diskstýring, 10/100 Ethernetkort. Áreiöanleiki: Heitútskiptanlegir íhlutir, heitísetjanleg PCI kort. Forvarnaábyrgö á ihlutum. "Lightpath"
öryggi. Hugbúnaöur: Lotus Notes Domino R5 og 5 útstöövaleyfi, Norton Antivirus, Netfinity Manager, APC PowerChute ofl. 3ja ára ábyrgö. Verðlaun: Miölari ársins 1999 I flokki stærri miölara hjá PC Computing - Comdex nóv. 1999
Sölu- og þjónustuaöilar Nýherja: Suöurland: Tölvu- og rafeindaþjónustan Selfossi, Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Tölvusmiöjan Egilsstööum og Neskaupsstaö. Noröurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki, Ráöbaröur Hvammstanga.
Vestfiröir: Tölvuþjónusta Helga Bolungarvík.
Skaftahllð 24 • Sfmi 569 7700
Slóö: www.nyhcrji.is
Netfjjnity netþjónninn ei
til að skil
hámark
með öflugum
er hann margverðlaunaður.
tm 0g framleiddur af IBM.
I <Ö>
NÝHERJI