Dagur - 29.12.1999, Qupperneq 1

Dagur - 29.12.1999, Qupperneq 1
Hækkanir á gjöldum 1. janúar n.k. hækka gjöld leik- skóla, heilsdagsskóla og fleiri stofnana á Húsavík um 5%. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórn- ar Húsavíkur í fyrri viku með at- kvæðum meirihluta og eins full- trúa minnihluta, Aðalsteins Skarphéðinssonar. Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, D-lista, var mót- fallin hækkun á gjaldskrám leik- skóla og heilsdagsskóla og taldi það ekki rétta leið hjá H-listanum „að fæla barnafólk frá Húsavík með því að svíkja kosningalof- orð.“ A fundinum var álagningarstigi fasteignagjalda til umræðu, en gjaldstofn fasteignamats hækkar um 4,32%, ekki síst vegna þenslu f Reykjavík. Kristján Ásgeirsson H-lista lagði til lækkun á álagn- ingarstiga til að draga úr hækkun fasteignagjaldanna og Dagbjört Þyri lagði fram tilögu um enn meiri lækkun. Tillaga Kristjáns var samþykkt með atkvæðum meirihlutans sem felldi um leið tillögu Dagbjartar. Hækkun fast- eignagjalda og vatnsgjalds verður því að meðaltali um 13,8%, en til- laga Dagbjartar gerði ráð fyrir 4,6% hækkun milli ára. Fulltrúar meirhlutans sögðu að minni hækkun þýddi einfaldlega meiri lántökur sem væru nógar fyrir. JS Þorgeir kaupir KÞhusið Þorgeir Björn Hlöðversson, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Þingeyinga, fer fyrir hópi fjárfesta sem fest hafa kaup á aðalverslunarhúsi KÞ á Húsavík og mun kaupverðið vera um 40 miljónir. Ekki hefur verið upp- lýst hverjir eru með Þorgeiri f þessum kaupum né heldur í hvaða tilgangi kaupendur hyggj- ast nota húsið. Atvinnuþróunar- félag Þingeyinga og fleiri aðilar höfðu áður gert tilboð í skrif- stofuhæð hússins. Þetta stóra hús var byggt á ár- unum 1947-1949 og hefur síð- an eiginlega verið „flaggskipið“ í verslunarrekstri Kaupfélags Þingeyinga. En nú er því greini- lega ætlað nýtt hlutverk. JS Bretar á Húsavík umáramót Hópur breskra ferðamanna mun dvelja á Húsavík um áramótin. I hópnum eru unt 35 manns sem munu gista á Hótel Húsavík og væntanlega fara þar á áramóta- dansleik, fylgjast með áramóta- brennu og flugeldaskothríð óg- urlegri, sem sagt upplifa ís- lenska áramótastemmningu eins og hún gerist magnþrungnust. Þetta mun í fýrsta sinn sem hópur útlendinga kemur til Húsavíkur gagngert til að vera þar um áramótin. . . JS Víkurblaðið útnefnir hér með harmonikuna sem hljóðfæri aldarinnar á íslandi. Hún heldur enn velli þrátt fyrir tilkomu glamurgítara og hljóðgerfla. Þeir félagarnir Hákon Jónsson og Kári Árnason eru menn tveggja kynslóða, en gamla góða nikkan er þeim báðum kær. Fjárhagsáætlim Húsa- vUmr fyrir árið 2000 var tíl fyrri iimræðu í hæjarstjóm í fym viku. Lántökur hæjar- sjóðs og bæjarfyrir- tækja aukast gríðar- lega á árinu og fara í fyrsta skipti yfir millj- arð. Orkuveita Húsavíkur sem stendur 1 mjög fjárfrekum framkvæmdum vegur þarna þyngst, en áætlaðar lántökur Orkuveitunnar á árinu nema 754 milljónum. Hafnarsjóð- ur mun taka um 11 milljónir að láni og bæjarsjóður 272 milljónir. Aætlaðar heildarlántökur bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja á árinu 2000 nema því samtals rúmum einum milljarði. Rekstrartekjur bæjarsjóðs og bæjarfýrirtækja eru áætlaðar 707 milljónir, rekstrargjöld 631 milljón og tekjuafgangur 76 milljónir. Tekjuafgangur sem hlutfall af tekj- um verður um 11%. Afborganir lána á næsta ári verða um 83 millj- ónir. Nettólangtímaskuldir bæjar- sjóðs og bæjarfýrirtækja verða í lok næsta árs, samkvæmt áætluninni, 1380 milljónir, en voru í fyrra 403 Rekstrartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 707 milljónir, rekstr- argjöld 631 milljón og tekjuafgangur 76 milljónir. milljónir, árið 1998 436 milljónir og árið 1997 333 milljónir. Tekjur bæjarsjóðs á árinu eru áætlaðar 476 milljónir, þar af eru 357 milljónir útsvör, 62 milljónir fasteignaskattar, 40 milljónir úr jöfnunarsjóði og 16,6 milljónir frá World Minerals Island hf. (Kísil- iðjunni). Skuldasöfnun bæjarsjóðs Fjárhagsáætlunin var rædd ítar- lega á fundi bæjarstjórnar. Bæjar- stjóri lýst því yfir að það væri alveg ljóst að bæjarsjóður gæti ekki búið við það til margra ára að hafa ekki meiri tekjuafgang en nú stefndi í og undanfarin ár. I gangi væru við- ræður milli ríkis og sveitarfélaga um tekjuskiptingu þeirra í millum og ef niðurstöður úr þeim skiluðu sveitarfélögunum engu þá horfði illa á Húsavík og víðar. Hann gat þess og að þó mikil skuldaaukning væri framundan hjá Orkuveitunni þá væri staða hennar í jafnvægi og stefndi ekki í hættu. Aðalsteinn Skarphéðinsson B- lista sagði það alvörumál þegar tekjur bæjarsjóðs dygðu ekki leng- ur fyrir vöxtum og afborgunum milli ára. Menn væru að skera nið- ur en samt ykjust skuldir. Hann kvaðst styðja upbygginguna í orku- geiranum en gagnrýndi skulda- söfnun bæjarsjóðs og sagði að henni yrði að ljúka. OgAðalsteinn Iagði fram tillögu þess efnis að láta gera rekstrarlega úttekt á stolnun- um bæjarins með það að mark- miði að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri. Tillögunni var vísað til hæjarráðs. Rekstur á yflrdrætti Jón Asberg Salómonsson, H-lista, sagði að allt framkvæmdafé næsta árs væri lánsfé og það væri einfald- lega ekki nógu gott. En staðreynd- in væri sú að á sama tíma og ríkis- valdið gumaði af því að greiða nið- ur skuldir um milljarða, væru sveitarfélögin að auka skuldir sín- ar um milljarða. Þarna þyrfti að taka á málum. Sigurjón Benediktsson, D-lista, sagði að bæjarsjóður og bæjarfyrir- tæki væru rekin á 500 milljóna yf- irdrætti í Landsbankanum á með- an tekjur slefuðu í 700 milljónir. Lánshæfi kaupstaðarins hefði lækkað á mili ára úr 4,7 í 3-,2. íbú- um hefði fækkað um 51 á milli ára eða um 2,2%. Kristján Asgeirsson H-lista, sagði að fólksfækkunin þýddi ein- faldlega að við gætum ekki dregið úr þjónustunni og skorið þar niður því þá fækkaði fólkið bara enn frekar og þar með lækkuðu tekjur bæjarins sjálfkrafa. „Við verðum að gera okkur grein fýrir því að Húsavík, eins og aðrir staðir á landinu, eru í samkeppni um fólk- ið,“ sagði hann. Fjárhagsáætlunin verður lögð fram til síðari umræðu á bæjar- stjórnarfundi í janúar. JS Milljarður í lán- tökur árið 2000

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.