Dagur - 13.01.2000, Síða 4

Dagur - 13.01.2000, Síða 4
20 — FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2 000 LÍFID í LANDINU Nú halda flskamir mér föngnum Teikningarog málverk Jóns Baldurs Hlíðberg affuglum ogfiskum eru vandaðarog list- rænar. Hann hefur myndskreyttfjölda fræðirita og kennslu- bóka og hlaut nýlega viðurkenningu ogfjár- styrk frá Hagþenki, fyrirað miðlafræðum á trúverðugan og heill- andi hátt í myndum. „Mér er þessi heiður afar mikils virði. Þeir sem standa að Hag- þenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna er fólk sem ég ber virðingu fyrir og ég met þetta framlag þeirra mikils," segir Jón Baldur og heldur áfram: „Með því lít ég svo á að myndlýsingar í náttúrufræði sé orðið fag hér á Islandi eins og hún hefur lengi verið víða er- lendis.“ - Ertu búinn uö úkveöa hvernig þú verð þessari hdlfu milljón sem Hag- þenkir lét þér í té? „Hún fer í að reyna að bæta aðstöðu fjölskyldunn- ar sem býr við þröngan húsakost. Það stendur til að koma húsnæði fjölskyldunnar og vinnustofu minni undir sama þak. Eins og er leigi ég vinnu- stofu í sama húsi og Náttúrfræði- stofnun. Það er gott að því leyti að ég hef milda og góða sam- vinnu við þá fræðimenn sem þar eru.“ - Ertu núttúrufræðingur sjúlf- ur? „Nei, ég er algerlegar ómennt- aður. Eg var kominn með fugla- delluna áður en ég byrjaði í skóla og hef alltaf verið mjög upptek- inn af náttúrunni. Venjulegri villtri náttúru alveg stöðugt og á tíma- bili annars konar náttúru - eins og gengur, það er fasi sem flestir fara í gegn um! Eg fór í Mynd- lista-og Handíðaskólann á sínum tíma en stóð stutt við enda kannski ekki kennd sú vinna sem ég var spenntastur fyrir.“ Best að eiga hræ - Þií ert semsagt sjúlfmenntaður. Eftir hverju vinnur þií teikningur þínar? „Fyrst og fremst eftir eintök- um. A Náttúrufræðistofnun er gríðarlega mikið safn af fuglum og fiskum og öðru slíku. Og ég er lengi búinn að safna að mér bók- um um þessi efni. Þegar ég vinn að myndunum er vinnustofan þakin efni um þá tegund sem ég er að teikna, ljósmyndum, bók- um og hömum. Best er að eiga hræ. Þau eru betri en hamirnir. Ég.skýt mér samt ekki fugla í því. Gísli Sigurðsson afhenti Jóni Baidri Hiíðberg viðurkenningu og fjárframiag frá Hagþenki, féiagi höfunda fræðirita og kennsiugagna. Kattartunga er algeng jurt í fjörum og hrjóstr- ugu landi. Straumöndin er með skrautlegri fuglum. skyni að teikna þá. En í sumum frystikistum Ieynist ýmislegt!" - Gauka einhverjir að þér hræj- um? „Nei, það sankast samt ýmis- lengt bæði á mig og Náttúru- fræðistofnun. Síðan ferðast ég mikið á sumrin því ég er leið- sögumaður og geri út eigin bíl og það er iðulega sem útlendingarn- ir horfa á mig skringilega þegar ég stöðva bílinn í skyndingu, stekk út og kem hlaupandi með einhvern ákeyrðan fugl til haka og sting honum undir stól! Þeir halda að ég sé svona þrifinn. En ég á það til að taka svona hræ og skyssa þau upp. Um leið og mað- ur teiknar eitthvað er maður að brenna það í kollinn á sér. Það verður ekki frá manni tekið frek- ar en að kunna að skauta eða hjóla." Óstöðvandl dellukall - Skríður þú um í núttúrunni við fuglaskoðun? „Eg geri orðið minna að því en áður. Eg var óstöðvandi deílukall í fuglaskoðun í eina tíð. Það voru gerðir út leiðangrar til að Ieita að mér, bæði á heimaslóðum í Garðabænum og þar sem ég var í sveit austur á Héraði. Frænku minni þar leist ekki alltaf á þegar ég var ekki kominn í kvöldmatinn um háttatíma en hún vandist þessu fljótt og foreldrar mínir líka.“ - Tekurðu Ijósmyndir af fugl- um?. . ...................... Trjónukrabbi er algengastur krabba við ísland. Silkitoppa er skemmtilegur flækingsfugl á íslandi. Bleikja úr Mývatni. Hængur í rifabúningi. „ Ljósmyndun er fag sem krefst þolinmæði, yfirlegu og þekkingar en ég á góða vél og hef tekið myndir af blómum, steinum og ýmsu skrauti í náttúrunni til að nota í bakgrunna á fuglamynd- um. Eg ferðast mjög mikið, hef verið í leiðsögn síðustu 12 árin með erlent áhugafólk um ís- lenska náttúru og þá gerir mað- ur ekkert annað á meðan. Eg er hættur að taka myndavélina með mér í göngutúra. Þegar ég er með þýskumælandi ungahóp- inn minn í göngu inni í Þórs- mörk þá krefst hann 100% ut- hygli og ég veiti honum hana. Eg er ekki að trufla þá stemmn- ingu með því að vera eitthvað að gaufa einn með myndavélina. -Það biður bara betri tíma.- . En ég er orðinn hálfgerður hálendisfíkill eins og við verð- um mörg sem förum þarna upp að staðaldri og ég kem aldrei til með að hætta því. Kannski hill- ir undir fjárhagslegan grundvöll þess að ég geti farið að sinna meira teikningum á fjöllum eft- ir einhver ár. Annars á ég nú konu og börn í byggð þannig að ég gerist ekki alger útilegumað- Fuglabókin tók fleiri ár - Hefur þú fjármagnað teikni- vinnuna með leiðsögumannsvinn- unni? „Já, lengst af. Eg geri út minn eigin bíl á sumrin og það hefur verið mér ansi drjúgt. Svo hef ég stokkið í önnur verk líka. En - þotta er mikið-að lagast eftir að- stóru bækurnar komu út, ís- lenskir fuglar og Sjávarnytjar við Island. Fuglabókin var búin að vera í vatninu í 10-12 ár og samtals er í henni nokkurra ára vinna frá minni hendi. Vetur- inn ‘97-98 fór að drjúgum hluta í bók Máls og Menningar, ís- lenskar sjávarnytjar, þar fékk ég það verkefni að mála eitthvað um 30 fiska og málaði þá alla eftir ferskum eintökum. Þar fyr- ir utan hef ég teiknað mikið íyr- ir Námsgagnastofnun í hin og þessi kennslurit fyrir grunn- skóla. Fyrirferðarmest |jar er bæklingaröð um sjávarlífverur sem sérfræðingar við Hafrann- sóknarstofnun eru höfundar að. Með íslenskum sjávarnytjum urðu dálítil kaflaskil. Kannski hef ég verið orðinn pínluítið leiður á fuglunum því nú halda fiskarnir mér föngnum. En loksins eru líkur á því að ég geti helgað mig þessu starfi að mestu leyti. Eg hef starfað mik- ið einn og sér og á ekki marga kollega. Sú viðurkenning sem Hagþenkir veitti mér staðfest- ingu á því að ég eigi erindi og hún eflir mig verulega í að halda áfram á sömu braut." -GUN-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.