Dagur - 13.01.2000, Qupperneq 6

Dagur - 13.01.2000, Qupperneq 6
22- FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 200 0 LIFIÐ I LANDINU SMATT OG STORT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Davíð Oddsson. Verðleikar eða ótti Davíð Oddsson er sagður mikill vinur vina sinna og óvinur óvina sinna. Öllum ætti að vera í fersku minni þegar þáverandi útvarps- stjóri neit- aði að ráða Hrafn Gunnlaugs- son, einn besta vin Davíðs, í embætti sjónvarps- ---- stjóra. Sjón- varpsstjórinn var settur í frí, Hrafn var ráðinn og útvarps- stjórinn hætti ekki löngu síð- ar. Einn af betri vinum Dav- íðs sagði ekki alls fyrir löngu að ef hann sækti um eitthvað opinberlega og fengi, væri hann aldrei viss hvort það væri vegna eigin verðleika eða ótta manna við reiði Davíðs vinar síns ef hann fengi ekki. Hvar er vinnmguriim Það gerðist eitt sinn í janú- ar þegar nýtt happdrættisár hófst hjá SÍBS að inn á skrifstofu happdrættisins kom góðglaður náungi og keypti miða. Hann fékk ekki vinning þegar dregið var frekar en margir aðrir. En um næstu mánaðarmót mætti hann til að endurnýja miðan. Enn var hann góð- glaður, beygði sig í átt að afgreiðslustúlkunni og sagði: „Fröken, mig er nú farið að lengja eftir vinn- ingnum.“ Kynferðisleg áreitni Sjálfsagt er flestum fresku minni þeg- ar Össur Skarphéð- insson al- þinigsmað- ur spurði í ræðustól Alþingis hér um árið hefði heyrt Ússur Skarphéðinsson. hvort hann rétt að Árni Johnsen væri að hrista höf- uðið. Þessu reiddist Árni mjög, gekk að Össuri og kleip hann í eyrað. Þá orti Hjálmar Jónsson: Atvik í þinginu athygli fékk, ungmeyjar grétu af trega. Árni Johnsen að Össuri gekk og áreitti kynferðislega. Slitmháttur Sem kunnugt er missti Stef- án Jónsson, fréttamaður og alþingismaður, fótinn á unga áldri og gekk á gervi- fæti eftir það. Kallaði hann fótinn „tréfót" eða „staur- fót“ og gerði grín að eins og þessi vísa um ferðalög hans um kjördæmi sitt ber með sér og enn yrkir hann í slitruhætti: Víís er -muna ekki án, eykur -halds í- grandið. staur- á sínum fæti -fán fer Ste- yfir landið. FINA OG FRÆGA FOLKIÐ Ronaldo í það heilaga Brasilíski fótboltakapp- inn Ronaldo kvæntist á jóladag kærustu sinni til fimm mánaða, Milene Dominques. „Við erum mjög ham- ingjusöm," sagði hinn 23 ára gamli leikmaður Inter Milan. Ronaldo og Milene giftust við borg- aralega athöfn á heim- ili móður Ronaldos í Rio De Janeiro. Brúð- hjónin klæddust fötum hönnuðum af Armani. Að lokum má geta þess að ungu hjónin eiga von á barni með vor- inu. Ronaldo gifti sig á jóladag og hjónin eiga von á barni með vorinu. liDiifuiunDiiin ílugferð Vesalings Snati er orðinn þreyttur á að hanga svona í lausu lofti! Hann langar til að komast niður á jörðina sem fyrst, hvaða strengir halda honum á lofti? Við viljum hvetja alla sem Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akuroyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is ANDRÉS ÖND ST JÖRNUSPA Vatnsberinn Hættu að vera einræðisherra á heimilinu. Afsal- aðu þér völdum og reyndu að ná þér í konu. Fiskarnir Ekki svara í sím- ann í dag. Þú ert vitlaust númer. Hrúturinn Farðu aldrei út í kafbátarigningu án sundfata og súrefnis. Nautið Framundan er ánægjulegur tími ef þú tekur réttar ákvarðanir. Hlýddu stjörnu- spánni á hverjum degi í hvívetna. Tvíburarnir Þú sérð fram á sjóðþurrð á miðju fiskveiðiári. Brjóttu upp spari- bauka barna hinna kvótalausu. Krabbinn Brostu á bak við tárin og fáðu þér hárkollu. Þú ert enginn Bubbi og hefur ekki skrokkinn til að standa undir skalla. Ljónið Safnaðu kröftum og safnaðu fé. Stundaðu sport og láttu ekki spé- hræðsluna keyra þig í kút. Meyjan Ef þú hefur efni á að fjárfesta í Stoke, þá er mál til komið að þú hættir að svindla þig inn á heima- leiki Fjölnis í Grafarvogi. Vogin Notaðu höfuðið til annars en að berja því við steininn. Farðu á handahlaupi með veggjum. Sporðdrekinn Ættingjarnar eru eitthvað að bögga þig um þessar mundir en samt er óþarfi að hringja í Neyðar- línuna á hverjum degi. Bogamaðurinn Skráðu þig í Flóttann mikla til Fiji-eyja undir far- arstjórn Davíðs áður en Hæsti- réttur staðfestir sóknarfrelsis- dóminn. Steingeitin Þú lifir ekki til æviloka á snöp- um. Ekki frekar en vændiskonan á sköpum. Skiptu um starf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.