Dagur - 15.01.2000, Page 6

Dagur - 15.01.2000, Page 6
6 -LAUGA RDAGUR 1S. JANÚAR 2000 ÞJÓÐMÁL .T^r Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) 'N Verðbólgudraugur í fyrsta lagi Verðbólgudraugurinn er enn á ný kominn á stjá. Samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs sem birt var í vikunni búum við nú við 10% verðbólgu á ársgrundvelli. Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni þó fjármálaráðherra Geir Haarde hafi í fréttum gefið til kynna að í grundvallaratriðnum sé efnahagsstjórnunin í fínu lagi. I því samhengi nefnir hann að fjárlögin eru nú af- greidd með tekjuafgangi, en viðurkennir þó tilneyddur að nokkurn skugga beri á hið glæsilega efnahagsástand þar sem viðskiptahallinn og verðbólguþróunin eru. í öðru lagi Fjármálaráðherra virðist þó ekki telja þann vanda snúa með beinum hætti að stjórnvöldum, en heldur grimmt á lofti þeirri kenningu, sem Davíð Oddsson viðraði raunar líka í haust, að fákeppni á matvörumarkaði sé drifkraftur verðbólgunnar. Það kann vel að vera að á matvörumarkaði sé samkeppnin ekki eins virk og æskilegt væri, en þó slík fákeppni væri fyrir hendi, væri hún tæplega aðalatriði þess verðbólguvanda sem blasir við í dag. 1 þriðja lagi En öfugt við það sem fjármálaráðherra virðist telja hlutverk sitt, þá hafa talsmenn ASI nú sagt vegna umræðna um launakröfur, að þeir ætlist til að stjórnvöld skýri frá því hvernig tryggja á stöðugleika og lága verðbólgu á ný. Aðilar vinnumarkaðarins muni ekki gangast við ábyrgð á verðlagsþróuninni á meðan stjórnvöld sitji hjá. Þetta er eðlileg krafa, ekki síst í ljósi þess að stór hluti ASI félaga hefur beinlínis mátt búa við kjaraskerð- ingu í þeirri takmörkuðu verðbólgu sem verið hefur. Asamt rík- isfjármálum og peningamálastefnu skiptir launaþróunin mestu um verðlagsþróunina. Það er því full ástæða fyrir fjármálaráð- herra að taka kröfu ASI alvarlega. Fyrsta skrefið er að kasta sjálfsblekkingarhempunni og viðurkenna að efnahagshorfurnar eru hreint ekki eins glæsilegar og hann hefur viljað vera láta og að ríkisvaldið beri þar ríka ábyrgð. Annað skrefið er að setja saman áætlun sem launamenn telja sannfærandi. Og þá fyrst má 8era sér von um árangur. fiirgir Guðmimdsson Hiunoristar hæfastir Garri hefur aldrei efnast verulega að aurum, honum hafa aldrei verið falin trúnað- arstörf á neinu sviði og hann aldrei komist til mannvirð- inga af neinu tagi. Garri er því ekki mikils metinn af samfé- laginu og raunar eru margir sem segja að hann sé í raun misheppnaður maður sem aldrei hefur náð að marka spor í þjóðlífinu. Það eina sem einstaka maður hefur sagt Garra til hróss, er í þá veru að hann eigi það til að vera fyndinn og grá- glettinn á stundum. Garri hefur raunar sjálfur talið sér það til mestra tekna að vera húmoristi og gleðigjafi og tekið það fram yfir auð- söfnun og hugsan- Iegar fálkaorður í fjarlægri framtíð fyr- ir félagsmálabrölt. — Og nú er loksins komið í ljós að þessir eðlis- þættir hans eru gulls ígildi og meira virði en titlar og tog- hlerakvóti. Heilsubót Húmorin er sem sé heilsubót. Það hafa jafnvel læknar Ioks- ins viðurkennt, en þeir eru jafnan manna íhaldsamastir hvað varðar óhefðbundnar lækningaaðferðir og ríghalda jafnan í mixtúrur sínar og meðöl þegar slíkt ber á góma. En nú á sum sé að upphefja grfn mikið og spé á sjúkrahús- um Iandsins með farandsýn- ingunni „Hláturgas" og lífga upp á yfirbragð sjúkrastofn- ana og gera þannig sjúkling- um og aðstandendum þeirra dvölina þar bærilegri. Læknar hafa sem sé fallist á hið fornkveðna að hláturinn lengir Iífið. Eða eins og heil- brigðisráðherra segir í ávarpi í skopteikningabók sem gefin var út í tengslum við Hlátur- gas: „Hlæjandi læknar ættu að hafa það hugfast, þegar þeir skrifa út lyfseðil við væg- um krankleika, að einn og einn brandari gæti kannski komið í stað lyfjastauks í ein- hverjum tilvikum.“ Kínmipróf? Ekki bregst ráðherra kímni- gáfan frekar en endranær. En mælir þarna örugglega kvenna heilust eða heilbrigð- ust. Og er kannski upphafið á því að breytingar verði gerð- ar á lokaprófum í Læknadeild, í þá veru að allir kandídatar þurfi að gangast und- ir kímnipróf. Það sé Ingibjörg sem se ekki nóg að Pálmadóttir. kunna fræðin og geta ----- skorið og klippt og saumað, heldur verði menn að geta reitt af sér brandara í miðjum uppskurði eða látið fljóta í kviðlingum í ristilspegluninnin. Og kannski ætti hið opin- bera að meta húmorstuðul og kímnigáfu umsækjenda um opinber störf, en ekki aðeins prófgráður og starfsreynslu. Og það er margt sem bendir til að þetta sé raunar þegar gert. Og þar liggi m.a. skýr- ingin á því að oft er þeim um- sækjendum sem eru hæfastir á pappírnum hafnað en aðrir óhæfari ráðnir. Með öðrum orðum að umsækjendur sem þykja hæfastir með hliðsjón af menntun og reynslu, séu stundum um Ieið svo hrút- leiðinlegir að það sé ekki vexj- andi að ráða þá og vanhæfir brandarakallar mildu fýsilegri kostur. GARRl ODDUR ÓLAFSSON skrifar Lauslátir fylgendur félagshyggjuunar Skoðanakannanir á flokkafylgi eru gerðar á nokkurra vikna fresti og er látið heita að tekinn sé púls á stjórnmálaskoðun þjóð- arinnar. Þeir sem fara halloka í þessum óopinberu kosningum eru hættir að svara því til að ekk- ert sé að marka skoðanakannan- ir, eins og áður þótti boðlegt bjargráð, því það hefur fyrir löngu sýnt sig að fylgnin milli út- komu kannanna og kosninga er vel marktæk. En hugur kjósenda til flokkana er breytilegur eins og veðurfarið á umhleypingatíð. Það sem helst er stöðugt í flokkakönnunum er aðdáun og tryggð kjósenda við Sjálfstæðis- flokkinn. Það er sama hvort for- maður flokksins dáist að árgæsk- unni sem fylgir stjórnartíð hans eða hótar þjóðargjaldþroti og landauðn ef dregin verður burst úr nefi þeirra sem þegið hafa fiskislóðina að gjöf og erfingjum þeirra, fylgið er eins traust og hlutabréf ríkisbankanna sem starfsfólkið afhendir sjálfu sér til eignar og umráða. Traustið á öðrum stjórnmála- öflum er óstöðugt eins og verð- lagið og eiga aðrir angar fjór- flokksins ekki á vísan að róa hvað varðar kjöríylgi. Nýr þjóðapúls Gallups staðfestir losið og upplausnina sem ríkir meðal þeirra flokka sem kenna sig við fé- lagshyggju. FyLking riðlast Samfylkingin nær ekld að fylkja liði og hefur enda litla hugmynd um hvers konar flokkur hún vill vera og stefnumálin vísa út og suður og norður og niður og ráð- villtir áhangendur reyna að gera upp við sig hvor sé skárri kostur, Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri grænir, sem draga að sér kjós- endur eins og náttúruvæn mykja flugur á vordegi. Alþingi, leikvöllur stjórnmálanna. Vinstri grænir njóta þess ríku- lega að eiga sér ekki fortíð þótt þangað hafi safnast allir gömlu stalínistarnir í gamla Alþýðu- bandalaginu, sem nú situr uppi með sovéska fortíð og skulda- súpu gamalla og nýrra foringja. Kratar og allaballar kunna • ekki alls kostar við sig í þeim laustengda fé- lagsskap sem forystu- lið þeirra bindur allar sínar vonir við en kjósendur sýna mun minní áhuga, eins og niðurstöður kosninga og kannanna sanna. Það sem ekki er kannað Framsókn brýst um eins og naut í flagi við að halda á lofti sínum vinsælu baráttumálum. Valda- skeið kvenna er upprunnið í flokknum, stóriðjudraumarnir eru og verða uppfylltir, peninga- austur til að bjarga eiturfíklum og skipulögð búseta nýbúa til að viðhalda jafnvægi í hyggð þorp- ana eru spiiin sem flokkurinn sýnir í valdapókernum. En kjós- endur eru ekki eins uppveðraðir af svona stefnumörkun eins kenningasmiðir og ímyndunar- fræðingar flokksins. Fylgið hrundi af flokknum í síðustu kosningum og síðan bíð- ur hann hvert afhroðiö af öðru í skoðanakönnunum forystuliðinu til mikillar undrunar, en varla umhugsunar. I öllum þeim umfangsmiklu könnunum sem gerðar eru á flokkafylgi vantar ávallt forvitni- leg smáatriði sem ekki er leitað svara við. Er að fyrst og fremst að grennslasl fyrir um hvers vegna kjósendur vfirgefa flokka í stórum stíl og flykkjast í aðra. Og fróðlegt væri að fá að frétta hvers vegna fólk flykkir sér um íhaldið en afneitar samstarfsflokkum þess, sem er regla stjórnmálalífi. íslensku svarað Erísland að dragast aft- urúrsem handbolta- stórveldi? (Alfreð Gíslason hélt því fram á dögunum að íslenskur hand- bolti væri að dragast aftur úr á alþjóðlega vísu.) Skúli Gunnsteinsson þjálfari Afturddingar. “Eg vil vera bjart- sýnn. Kynslóðir fara og koma - og ég vona að útrás íslenskra hand- boltamanna s.s. til Þýskalands muni skila okkur fram á við í greininni á næstu árum. Ákveðn- ar blikur eru þó á lofti, s.s. vegna þess að við tökum ekki Iengur þátt í Evrópukeppni félagsliða og útbreiðslustarfið er ekki nógu gott. Stórverkefni bíða íslensku handboltaforystunnar á næsta árum við að tryggja stöðu grein- arinnar gagnvart öðrum greinum hér heima og á alþjóðlegum vett- vangi gagnvart öflugum hand- boltaþjóðum." Þorgils Óttar Mathiesen fv. haudboltamaðm. “Ég held að sú staða sé ekki komin upp, en hættan er tij staðar. Hugsun- arháttur í kring- um íþróttir er breyttur og þær eru reknar á grundvelli viðskipta. Þeirri staðreynd verða menn að mæta, því að íþróttirnar eru hluti, af afþreyingu og skemmtanaiðn- aði og í æ ríkari mæli í sam- keppni við annað framboð, mið- að við hvað áður var. I þessum efnum hefur íslenskur handbolti þá ákveðin tækifæri, enda góður grunnur að byggja á.“ lifí 6a Arni Stefánsson Uðsstjóri KA í handbolta. “Þessu viðhorfi er ég sammála. ís- lensk félagslið eru vegna pen- ingaleysis hætt að taka þátt í Evr- ópukeppnum og það er mjög slæmt. Einnig hefur Iandsleikj- um gegn sterkum andstæðingum fækkað og fyrir vikið sitjum við eftir. Ekki vantar góðan efnivið ungra handknattleiksmanna í dag, en málið snýst um verðué verkefni þeim til banda.“ : '..BSV L.r' Gnðjón Guðmundsson *• íþróttafréttamaðuráStöð2. n\<. “Þessu hef ég ^ haldið fram síðaft“;íi 1990. Við höfum reyndar náð topp- um, s.s. 1992 og 1997. Þá geturrt við þakkað af- burða handbolta- mönnum sem hafa verið að komá fram. Því miður finnst mér hand- boltaforystan hafa brugðist skyldum sínum, við höfum leikið fáa Ieiki og íslensku liðin taká ekki þátt í Evrópukeppni, ungjr; lingalandsliðin hafa fengið fa verkef’ni og fyrir þátttöku verðá þátttakendur jafnvel að greiðtí sjálfir. Fjárskortur getur verið skýring þessa, en ekld fiska þeir sem róa alls ekki neitt." i ít.k I li ti

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.