Dagur - 15.01.2000, Qupperneq 8

Dagur - 15.01.2000, Qupperneq 8
8- LAUGARDAGUR 1S. JANÚAR 2000 FRÉTTASKÝRING Harkan síst meir C SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Alþiiigismeiiii með miMa reynslu fullyrða að harka og persónu- legt skítkast sé ekki meira nú til dags en áður var. Telja má víst að flestir þingmenn verði fyrir því að þeim sé hótað. Átta ára dótt- ursonur Sverris Her- mannsonar varð að þola svíviröiugar um afa sinn frá virðulegri frú. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um aukna hörku í pólitík hér á landi og að hún sé að verða persónulegri en áður var. Umræðan kom í kjölfar þess að Finnur Ingólfsson talaði um þetta sem ástæðu fyrir því að hann dró sig í hlé frá stjórnmálum og gerð- ist seðlabankastjóri. Hann vitnaði í þessu sambandi í persónulegar árásir á Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra fyrir síðustu þing- kosningar, vegna kvótaeignar hans og íj'ölskyldu hans. Þá hefur Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, lýst því hversu óvægið það er að vera þingmaður. Hún sagðist í blaða- viðtali hafa fengið hótanir, meira að segja líflátshótanir. En er þetta ný þróun? Dagur ræddi við nokkra þingmenn með mikla reynslu sem og prófessor í stjórnmálafræðum. Þeim bar öll- um saman um að hér væri ekkert nýtt á ferðinni. Þingmennirnir eru sammála um að áður fyrr hafi stjórnmálabaráttan verið mun harðari og oft á tíðum afar per- sónuleg. Minnt er á sem dæmi þegar pólitískir andstæðingar Jónasar frá Hriflu fengu hann metinn geðveikan. Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, minnir á hversu persónulegar árásir voru á stjórnmálamenn á kaldastríðstím- anum og þá sérstaklega íyrir og lengi eftir þann tíma þegar Is- lendingar gerðust aðilar að NATO. Þéruðust upp í hástert Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur bæði reynslu af gamla tímanum í póli- tík og þeim nýja því hann er aftur kominn inn á þing eftir nokkurra ára fjarveru við störf bankastjóra. „Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, lýsti því þannig fyrir mér að á hans fyrri árum í pólitík- inni töluðust menn ekki við og neyddust þeir til að gera það þér- uðust menn upp í hástert. Margir hverjir heilsuðust ekki einu sinni. Þá var andrúmsloft andúðar, reiði og jafnvel haturs í þingsölum. Hvaða andrúmsloft halda menn að hafi ríkt á tímum Jónasar frá Hriflu, „Hriflungaöldinni?“ Mér virðist að vísu að hún gangi svo arháttum manna en það er annað mál. Mér finnst líka að það liggi verr á þingmönnum nú en áður í þinginu," segir Sverrir. Hann segist telja að því valdi sú breyting sem orðið hefur á starfs- háttum Alþingis frá því að þar voru þijár deildir í stað einnrar núna. „Eg hef orðað það svo að þegar nýjabrumsmenn lögðu niður efri- og neðrideild, þá lögðu menn nið- ur vinnudeildirnar og eftir var spaugstofan, eða auglýsingastof- an. Þar er nú stóri bróðir með gægjugat allan tímann. Þess vegna eru menn í harðpólitískum áflog- um. Menn detta aldrei úr því hlut- verki sem þeim finnst að þeir eigi að vera í, að beija pólitískt hver á öðrum,“ segir Sverrir. Hann segir að lengst af hafi ver- ið friður fyrir þessu í löggjafa- vinnunni meðan deildirnar voru þrjár. Ef pólitísk mál komu fram hafi orðið átök í fyrri deildinni, þar sem málið var lagt fram. Vegna þess hve menn eyddu miklu púðri í pólitísk átök í fyrri deild- inni komu frumvörp þaðan með missfellum, stundum alvarlegum. I síðari deildinni var enginn hana- slagur, þar voru menn bara í lög- gjafahlutverkinu. Pólitíska orra- hríðin var afstaðinn og menn bara að vinna við lagagerðina. Svívirti afa í eyru dóttursonar „Því var það að seinni deild sneið af harkalegar villur. Nú hendir það, og hefur hent æ ofan í æ, að lög hafa verið afgreidd með stór- um göllum á. Eitt árið varð Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra að endurgreiða stórar fúlgur íjár vegna gallaðra laga. Nú er þing- starfið allt í auglýsingamennsku og þrálátum pólitískum lamning- um,“ segir Sverrir. Hann var spurður hvort hann hefði orðið fyrir hótunum á sín- um langa stjórnmálaferli? „Jú, ég kannast við það, mest í síma og kannske eitt eða tvö bréf á ráðherraárunum. En það sem mér þótti verst var að börnunum mínum var stundum hótað því að pabbi þeirra yrði drepinn. Mér þótti það afar vont þeirra vegna. Eg komst að því að þau sögðu ekki alltaf frá þessu, þorðu það ekki. Dóttursonur minn og nafni varð fyrir því að þekkt kona í þjóð- félaginu svívirti afa hans með ótrúlegum hætti. Hann var bara átta ára þegar þetta gerðist. Hann þorði ekki að trúa mömmu sinni fyrir því fyrr en mörgum árum seinna. Þetta var þegar ég var menntamálaráðherra. Þetta hendir og það er til svo margt skammsýnt fólk sem lætur reiði hlaupa með sig í gönur. Eg tók það aldrei alvarlega þótt menn væru með ólæti í símanum eða sendu mér krass á bréfi. Eg talaði aldrei við lögreglu þess vegna. Hins vegar er ein hætta núna og það er ef einhverjir beittu fíkni- efna neytendum fyrir sig. Það er eina nýja hættan sem ég sé því það fólk er veruleikafirrt. Eg ótt- ast að einhvern tímann komi eitt- hvað slæmt fýrir í þessum málum. Þá benda menn á Iífverði. Eg má bara ekki til þess hugsa að þing- menn eða ráðherrar geti ekki gengið um göturnar án þess að hafa við hlið sér lífvörð. En þetta sér maður erlendis og svona varn- arlið í kringum menn býður líka hættunni heim, segir Sverrir Her- mannspný* •, Viðmælendur úr hópi reyndra þnigmanna telja að harka hafi ekki aukist í stjórnmálunum eða að þau séu óvægnari en / Minni harka en áður „Eg er því ekki sammála að harka hafi aukist í pólitíkinni frá því sem áður var. Þvert á móti. Á þeim árum sem ég var að byrja í pólitík og þar á undan var pólitík- in miklu persónulegri og sam- skipti einstaklinga mun illvígari en nú er. Þetta á bæði við sam- skipti þingmanna og pólitískra forystumanna. Eg held raunar að harkan í pólitíkinni hafi minnkað til muna,“ segir Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, en hann kom íyrst inn á þing árið 1974. Hann segir að hótanir í garð þingmanna, hvort heldur er meið- ingar eða líflátshótanir séu ekkert nýtt. Menn hafi bara ekki skýrt frá þessu opinberlega. Sjálfur seg- ist Sighvatur oft hafa fengið hót- anir um líkamsmeiðingar og líflát bæði í síma og bréfum og meira að segja hafi menn komið heim til hans og hótað honum. Mest hafi borið á þessu þegar hann var heil- brigðisráðherra. Hann segist hafa ákveðið að fara ekkert með þetta í Sverrir Hermannsson: Á „Hrifí- ungaöld" var andrúmsloft andúðar, reiði og jafnvel haturs í þingsölum. fjölmiðla enda þjóni það engum tilgangi. Hann segir hér fyrst og fremst um reitt fólk að ræða, sem finnst að á því hafi verið brotið. Harkan fælir ekki frá „Ég hef ekki trú á því að harka í pólitíkinni fæli fólk frá því að taka þátt í stjórnmálum. Alla vega hef- ur þetta ekki snert mig með þeim hætti að ég hafi hugleitt að hætta í pólitík. Eg held að það séu allt aðrir hlutir sem haldi fólki frá stjórnmálaþátttöku í dag. Þar held ég að mestu ráði mun fleiri atvinnutækifæri en áður var. Ungt vel menntað fólk á svo margra kosta völ. Það gerir sér grein fyrir því að það fer enginn út í pólitík til þess að verða ríkur, né til þess að koma sér vel fyrir í samfélag- inu, nema í algerum undantekn- ingartilfellum. Launakjör þeirra sem eru ungir og vel menntaðir eru í það minnsta tvöfalt betri út á markaðnum en á Alþingi. At- vinnuöryggið er þrefalt meira. All- þekkja hve erfitt það er fyrir pólitíkus að snúa til baka út f at- vinnulífið vegna þess að það er alltaf litið á fyrrum þingmenn sem litaða," segir Sighvatur. Hann viðurkennir þó að póli- tíkusar og fjölskyldur þeirra séu alltaf meira og minna milli tann- anna á fólki. Það sé bara ekkert nýtt. Þannig hafi það alltaf verið. Vakinii upp um nætur Ragnar Arnalds hætti sem þing- maður í vor er leið en þá voru lið- in 36 ár frá því að hann settist fyrst á þing. Hann hefur því Iengstan starfsaldur núlifandi manna á Alþingi. Hann segir að sín tilfinning sé sú að harkan hafi verið miklu meiri áður fyrr og smá saman hafi dregið úr henni. -Þú segir að harkan hafi verið meiri áður fyrr, hvernig lýsir þú því? „Eg held að menn hafi verið æstari í pólitíkinni áður fyrr. Það lýsti sér bæði í ákafa fylgismanna en ekkert síður á Alþingi. Það var mun meiri harka á milli þing- manna í þingsölum áður fyrr en nú er. Nú eru menn mun kurteis- ös T3 6iífci «3 íjrtfhs te ip> (tcfpmin li Sighvatur Björgvinsson: Bar mest á hótunum þegar hann var heilbrigð- isráðherra. TTia Ragnar Arnalds: Aðkast og ónæði er fylgifiskur stjórnmála- þátttökunnar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.