Dagur - 25.01.2000, Qupperneq 3

Dagur - 25.01.2000, Qupperneq 3
Xk^MT ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2 0 00 - 19 BRÉF TIL KOLLU Elsku Kolla Veturinn er kominn. Það heíur snjóað í tvo daga samfleytt. Borgin enn tígulegri í hvítum klæðrnn. En hrikalega kalt. Líklega tíu stiga frost. Og hér er engin hitaveita eins og heima! Maður yerður bara að klæða af sér kuldann. Annars vorum við á balli á föstu- dagskvöldið. Mjög fínu balli reyndar. Yf- irstéttarbafli. Haldið til heiðurs rúss- nesku keisaraættinni og seinasta zarn- um. Mikið lið og skrautlegt. Prinsar í lit- skrúðugum silkiklæðum, prinsessur með glitrandi kórónur á höfði, greifynjur og barónessur. Ég sat til borðs með greifan- um d’ Amecourt. Ungur maður, dökkur yfirlitum. Að vísu franskur í föðurætt, en móðirin rekur ættir til austurrísku keis- arahirðarinnar. Þaðan til Rússlands. Þetta var ein stór fjölskylda, meðan allt lék í lyndi, eins og þú manst. Hvorugt okkar Jóns Baldvins eigum ættir að rekja til Rússakeisara, að því er ég veit. Hefðum líklega bæði verið í bylt- ingarliðinu árið 1917! Þáðum bara boð- ið í nafni Víkinga, sem gáfu Rússlandi reyndar nafn sitt. Skemmtum okkur konunglega. Ég var í græna silkikjólnum frá Kína. (Þeir ætla að endast mér vel kjólarnir, sem Dýrleif saumaði um árið). Pilsið vítt og efnismikið. Sveiflaðist tign- arlega í takt við mjúkan áslátt balalaika. Það er svo gaman að dansa, Kolla. Óuppgerð fortíð A þessu kvöldi gat að b'ta landflótta aðal gamla heimsins. Hið fyrirheitna land hinna snauðu hafði líka tekið þeim opnum örmum. Fólk sem lítur með söknuði til fortíðar, borgar fúlgur til að upplifa Potemkinveröld keisarans eina kvöldstund. Ég hef setið margar veizlur þessi tvö ár hér í höfuðborginni. Spjallað við valdafólk og auðmenn. Oft hef ég hrifizt af fólki, sérstaklega konum. Þær lifa lengur, halda sér betur. Ekki allar fædd- ar með silfurskeið í munninum. Eiga lit- skrúðuga fortíð. Upprunnar í hjarta Evr- ópu eða á steppum Rússlands. Ég hef skrifað þér um þessar konur, Kolla. En það er eitt, sem veldur mér furðu, og ég hugsa æ meir um. í þessum fínu samkvæmum sést aldrei - eða afar sjald- an - blökkufólk. Samt eru fjórir af hverj- um fimm íbúum borgarinnar svartir. Hvað segir þetta okkur? Að fordómarnir ríða enn húsum. Hvítir líta niður á svarta. Svartir fyrirlíta hvíta. Það er engu gleymt. Ekkert fyrirgefið. Fortíðin óuppgerð. Það er engu líkara en, að hinir hvítu neiti að horfast í augu við sannleikann - sína eigin sögu. Tuttugu og íjórar millj- ónir Afríkumanna voru fluttir í hlekkjum yfir hafið. Tólf milljónir fórust í hafi. Hinar tólf möluðu Bandaríkjamönnum gull, sem heilu ættirnar búa að enn í „Þessi tignarlega kona lifir enn. Hún sagðist eiga draum. Að hitta að máli forseta Bandaríkj- anna og konu hans. Hana langaði til að þakka þeim hjónum." Hinsaima aðalskona dag. Hvað er skuldin há? Það er kominn tími til að svara því. Um þessar mundir er verið að grafa upp lík fjögur hundruð blökkumanna úr húsagrunni í New York. Þessi húsa- grunnur var einhvern tíma kirkjugarður óverðugra þræla. Um aldamótin átján hundruð var mokað yfir grafirnar. Garð- urinn gleymdist. Nú tvö hundruð árum seinna var farið að grafa fyrir nýju húsi. Þá komu þessar beinagrindur í Ijós alveg óvænt. New York búar komu af ijöllum. Það hafði aldrei verið stundað þrælahald í þeirra framsæknu borg. Það varð uppi fótur og fit.“Mokið yfir þetta,“ sögðu þeir. „Gleymum þessu.“ - Já, þeir kjósa að gleyma fortíðinni. - Komast að vísu ekki upp með það. Vísindamenn við Howard háskólann hafa fengið tvö ár til að rann- saka líkin. Flest eru þau af börnum og unglingum. Stúlkur í meirihluta. Dánar- orsök næringarleysi, slit á vöðvum. Æ, já, Kolla. Hér í borg eru fjórir af hverjum fimm íbúum blökkumenn. Samt þekki ég enga þeirra. Ég býð þeim góðan daginn í verzlunum og bönkum. Þeir fara um allt húsið mitt, þegar sími, sjónvarp, pípulagnir, rafmagn eða hita- kerfi klikkar. Þeir hreinsa laugina, hirða ruslið, sópa göturnar. Þeir eru alls staðar, en samt ósnertanlegir. Jú, þeir brosa, en lengra kemst ég ekki. Þeim finnst ég forréttindakerling (sem ég er). Þeir hvorki þora né kæra sig um koma nær. Ég leyni því ekki, að mér ftnnst svart- ir faflegri en hvítir. Líttu á börnin. Höf- uðlagið, beinabygginguna, limaburðinn, tennurnar, augun. Þau eru fullkomnari frá náttúrunnar hendi. Auðvitað mis- þyrma menn líkömum sínum. Það gera hvítir líka. Borða óhollan mat. Einn af hverjum ljórum Bandaríkjamönnum þjá- ist af offitu. Offita er stéttskipt. Spyr ekki um htarhátt. Stórkostleg kona Svo sá ég allt í einu þessa stórkostlegu konu. Ekki í fínu samkvæmi að vísu. Hún tilheyrir ekki yfirstéttinni. Hún sat bara allt í einu inni í stofu hjá mér. Talaði við mig. Eins og út úr mfnu eigin hjarta. Brosti til mín. Bæði þorði og vildi. Mikið hefði ég viljað komast nær. Hefði viljað heyra sögu hennar alla. En það var eng- inn tími. Sjónvarpið sker allt niður við trog. Hvernig get ég líst þessari konu fyrir þér, Kolla. Hún er í fyrsta lagi meira en hundrað ára. Fædd árið 1899 á plantekru í Maryland. En eins og hún segir sjálf: Heilsan er ágæt. Hugsunin skýr. Bara fæturnir hafa gefið sig. Enda er konan einn og níutíu á hæð, með stór- ar hendur og langan háls. Hún hefur há kinnbein, leiftrandi augu. Þykkt, sítt hárið er ögn farið að grána. Á hverjum morgni fléttar hún það og leggur um höfuðið á sama hátt og hún hefur gert frá því hún var h'til stelpa í sveitinni. Þessi kona hefur drottningarlegt yfir- bragð, æðruleysi og þokka, sem bara hinum svörtu er gefið. Hún hefur upplif- að svo margt á langri ævi. Hún þekkir misréttið, fordómana. Ekkert kemur henni á óvart. Enda Indíáni í móðurætt. Afríkani í föðurætt. Stolt af uppruna sín- um. Ævistarf hennar var barnakennsla. Árum saman rak hún skóla fyrir börn úr fátækrahverfum borgarinnar. Menntun gerir mennina frjálsa, sagði hún í viðtal- inu. Menntunin getur létt af okkur oki fortíðarinnar. Hún ein, ekkert annað. Og nú er hafin ný öld. Þessi tignar- lega kona lifir enn. Hún sagðist eiga draum. Að hitta að máli forseta Banda- ríkjanna og konu hans. Ilana langaði til að þakka þeim hjónum. Enginn forseti, svo lengi sem hún mundi, svo lengi sem sögur hermdu, hefði hlúð svo vel að menntun og réttindum þeirra, sem minna mættu sín í þjóðfélaginu. Ef hún fengi þennan draum uppfyfltan, gæti hún dáið róleg. Hugsaðu þér, Kolla, hundrað ára, og hún hafði kjark til að segja það. Segja sannleikann. Menntun og jafnréttismál eru hjartans mál forsetahjónanna. Það er bara svo sjaldan, sem maður heyrir eitthvað jákvætt um þessi ágætu hjón nú orðið. Að einhver þori að segja eitthvað gott um þau. Enda var Bill fljótur að taka við sér. Nokkrum dögum seinna sat hún hjá honum í Hvíta húsinu. Þau héldust í hendur, horfðust í augu. Hún talaði yfir honum eins og barni. Hann grét. „Þakka þér fyrir allt það góða, sem þú hefur gert, drengur minn. Guð verndi þig.“ Að lokum kyssti hún hann á báða vanga. Gnæfði yfir honum eins ungamamma. Hann hjúfraði sig undir væng hennar. Lítill strákur. Blökkukona. Hin sanna að- alskona. Kinnroðalaus. Svona konur vil ég hitta hér í Bandaríkjunum. Þín Bryndís Höfundur Djöflaeyjuimar enda hefur Þórarinn ekki séð ástæðu til að kvarta fyrr en nú, fimmtán árum eftir útkomu bók- arinnar. Því miður virðist pen- ingagræðgi hafa rænt hann dóm- greind, eins og stundum hendir annars ágæta menn. Djöflaeyjan er bók sem margir vildu skrifað hafa. Hún er frá- bærlega skemmtileg, einkennist af mikilh frásagnargleði og per- sónur hennar birtast ljóslifandi á blaðsíðunum. Þetta eru einnig einkenni á fleiri bókum Einars Kárasonar, og má þá nefna vinnslu bókarinnar. Rithöfundar leita Heimskra manns ráð og Norðurljós, víða fanga og það er ekkert athugavert sem ég veit ekki til að Þórarinn Óskar við upplýsingaöflun Einars Kárasonar Þórarinsson hafi haft nokkur afskipti af. í gær rak ég augun í skringilega frétt í DV. Þar kvartar Þórarinn Oskar Þórarinsson, Aggi, yfir því að vera ekki orðinn ríkur maður af því að hafa skapað persónur Djöflaeyjunnar. Þetta þykir mér nokkuð sérstæð kvörtun þar sem fullljóst er að Einar Kárason er höfundur Djöflaeyjunnar en ekki Þórarinn Óskar Þórarinsson. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að í þessari vinsælu bók ljallar Einar um ættingja Þórarins og fékk upplýsingar frá Þórarni sem hann nýtti sér við MENNINGAR VAKTIN Kolbnún Bepgþói’sdóttii’ skrifar „Hugmyndir fá listamenn víða að en allt er komið undir úrvinnslunni. Það skiptir í sjálfu sér sáralitlu hvaðan Einar Kárason fékk hugmyndina að Djöfíaeyj- unni, hann á úrvinnsluna og snilldin er hans.“ Af sérkennilegri frétt DV verður ekki annað ráðið en Þórarinn Óskar Þórar- insson telji sig rithöfundinn, Einar Kárason hafi einungis verið í hlutverki skrásetjara. En það eitt að mæla orð og upplýsingar inn á segulband jafngildir ekki því að viðkomandi sé orðinn rithöf- undur. Hugmyndir fá listamenn víða að en allt er komið undir úrvinnslunni. Það skiptir í sjálfu sér sáralitlu hvaðan Einar Kárason fékk hugmyndina að Djöflaeyjunni, hann á úrvinnsluna og snilldin er hans.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.