Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 1
Verð í lausasö/u 150 kr.
83. og 84. árgangur - 22. tölublað
BLAÐ
Margar íbúðir
standaauðar
Afskriftarreglur félags-
legra íbúða duga ekki
öllum. Víða úti á landi
er framboð á húsnæði
meira en eftirspum.
Miljarður í skuld hjá
Ísaíjarðarbæ.
Ovíst er hvaða áhrif það hefur
fyrir mörg byggðarlög úti á landi
þótt samkomulag sé um skipt-
ingu kostnaðar vegna afskrifta á
félagslegum eignaríhúðum. A
sumum stöðum er meira fram-
boð af húsnæði en eftirspurnin
vegna flóttans mikla á höfuð-
borgarsvæðið og sem ekki virðíst
vera á undanhaldi. Það getur því
farið að svo að í mörgum minni
sveitarfélögum á landsbyggðinni
verði lítið um afskriftir á þessum
íbúðum vegna þess að forsendan
fyrir þátttöku varasjóðs viðbótar-
Iána er að kaupsamningur sé fyr-
Smá
söknuður
„Eg fer út úr Samherja með smá
söknuði, því þarna hef ég eignast
margt gott samstarfsfólk gegnum
lífið og fólk sem ég var í daglegum
samskiptum við, bæði á skrifstofu,
vélaverkstæði, skipaþjónustu og
sjómennirnir. Þessi tengsl munu
auövitað eitthvað slitna. Eg er hins
vegar búinn að gera upp hug minn
gagnvart íyrirtækinu, þessum kafla
í Iífi mínu er lokið og ég sný mér að
öðru, meðal annars umsýslun
eigna,“ sagði Þorsteinn Vilhelms-
son m.a. í samtali við Dag í gær,
skömmu eftir að tilkynnt var um
sölu á öllum 21,6% hlut hans og
íjölskyldunnar í Samheija. Kaup-
þing keypti bréfin fyrir 3,1 milljarð
króna. Þorsteinn hefur ákveðið að
flytja búferlum frá Akureyri til
Reykjavíkur.
Nánar er rætt við Þorstein í
blaðinu í dag. Einnig er í opnunni
íjallað um sameiningar sem átt
hafa sér stað í sjávarútvegi að und-
anförnu. - Sjd bls. 5 og 8-9.
Fjölmargar félagslegar íbúðir standa tómar á ísafirði. Skuldir bæjarins
vegna íbúðanna nema einum milljarði.
ir hendi fyrir hverja íbúð. Á með-
an aukast kostnaður og skuldir
þessarar sveitarfélaga vegna fé-
lagslegu íbúðana.
Bíða og sjá
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Isafjarðarbæjar, segir að þár
muni menn bíða og sjá hvaða af-
stöðu félagsmálaráðherra tekur
til tillögu nefndar um kostnaðar-
skiptingu vegna afskrifta á sölu
félagslegra eignaríbúða áður en
bærinn auglýsir sínar íbúðir til
sölu. Hann segist hefði kosið að
ríkið lánaði sveitarfélögum fyrir
sínum hlut í afskriftunum, eða
10%. Miðað við heildarfjölda
þessara íbúða í sveitarfélaginu
þýða 10% um 30 til 40 miljónir
króna kostnað fyrir bæinn, sem
má ekki við neinum íjárútlátum.
Milljaiðsskuld
Félagslegar eignaríbúðir í Isa-
fjarðarbæ er um 260 og hefur
bæjarsjóður orðið að innleysa til
sín um 180 íbúðir. Skuldir bæj-
arsjóðs vegna þessara íbúða
nema um einum miljarði króna
sem er meira en þriðjungur af
heildarskuldum hans sem eru
um 2,3 miljarðar króna. Árlegur
kostnaður bæjarins vegna rekst-
ur íbúðana er á milli 10 og 12
miljónir kr. ári þrátt fyrir leigu-
tekjur. Halldór segir að nýting á
þessum íbúðum sé um 85%.
Hann segir að þegar verður farið
að reyna að selja þessar íbúðir á
almennum markaði, verði að
fara varlega í það til að raska
ekki stöðunni á fasteignamark-
aðnum. Þótt einhver fjöldi af
þessum íbúðum hafi verið
byggður á Isafirði á sínum tíma,
þá sé fjöldi þeirra hlutfallslega
mestur í minni plássunum innan
sveitarfélagsins, Suðureyri, Flat-
eyri og Þingeyri. — GRH
Alþingi kom saman að nýju í gær eftir jólafrí. Eftir umfjöllun nokkurra þingmála fór fram utandagskrárumræða
um gagnagrunnsmálið. Ögmundur Jónasson, sem hér er í pontu, var málshefjandi og beindi nokkrum spurning-
um til heilbrigðisráðherra. Nánar er fjallað um umræðuna á bls. 5 i blaðinu í dag. - mynd: teitur
Eitt kattabúranna sem er verið að
koma fyrir. - mynd: gun
Síma-
hótanirí
kattaátaM
Starfsmenn hreinsunardeildar
Reykjavíkurborgar hófu í gær-
morgun að koma kattabúrum
fyrir vegna átaksins í hreinsun
flækingskatta í borginni. Guð-
mundur Björnsson, verkstjóri hjá
Meindýravörnum Reykjavíkur,
sagði við Dag að starfsmönnum
sínum væri gert erfitt fyrir með
símahótunum frá kattaeigend-
um. „Við erum alls eldd vel-
komnir gestir alls staðar. Okkur
er hótað og eins þeim sem panta
búrin, að ráðist verði á þá af
kattaeigendum í nágrenninu.
Ofstopinn er mikill í þessu og
lætin eftir því. Viðbrögðin eru
mun harkalegri en við áttum von
á, ekki síst þar sem við auglýst-
um sérstaklega að við værum
ekki að ásælast heimilisketti. Við
höfum beðið fólk að halda heim-
ilisköttum inni svo við getum
einbeitt okkur að þeim dýrum
sem eru týnd og eru útigangsdýr.
Þess vegna skil ég ekki þessi við-
brögð kattaeigenda. Þeir taka
þetta svo persónulega inn á sig,
eins og að við ætlum að banka
upp á og sækja dýrin,“ sagði
Guðmundur.
Efast tun lögmætið
Formaður Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur, Sigrfður Ásgeirs-
dóttir, hefur sent formanni heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur,
Helga Péturssyni, bréf þar sem
efast er stórlega um lögmæti að-
gerðanna gegn flækingsköttum.
Jafnframt er skorað á nefndina
að fresta átakinu sökum vetrar-
kulda. Sigríður segir átakið ekki
aðeins beinast gegn flæk-
ingsköttum, heldur gegn öllum
köttum, jafnt merktum sem
ómerktum heimilisköttum. Hún
segir enga heimild í lögum um
að það megi egna fyrir merkta
ketti til að veiða þá í búr og
halda þeim fyrir lögmætum eig-
endum þar til þeir borgar „lausn-
argjald". Slíkar „þvingunar-
greiðslur" varði við lög og skapi
bótaskyldu á hendur Reykjavík-
urborg. — BJB
S KALDIRDAGAR
0inDesiT I v/
©Husqvama Tílboð á