Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR Axet Björnsson. Prófessorí íunhverfis- vísiiiduni viðHA Axel Björnsson jarðeðlisfræð- ingur hefur verið ráðinn pró- fessor í umhverfisvísindum við Háskólann á Akureyri og mun hann sinna kennslu og rann- sóknum í jarðvísindum og um- hverfisfræðum. Axel lauk dokt- orsprófi í jarðeðlisfræði frá Há- skólanum í Göttingen í Þýska- landi árið 1972. Hann starfaði á jarðhitadeild Orkustofnunar frá 1972 til 1990. Axel var deildar- stjóri jarðeðlisfræðideildar og síðar yfirverkefnisstjóri og stað- gengill forstjóra Jarðhitadeildar Orkustofnunar. Arið 1990 hóf Axel störf hjá Vísindaráði og var framkvæmdastjóri ráðsins og Vísindasjóðs til ársins 1994, þegar Vísindaráð og Rannsókna- ráð ríkisins voru sameinuð. Frá 1995 starfaði Axel á Norrænu eldfjallastöðinni í Reykjavík við grunnrannsóknir í jarðvísindum, eldQallafræði og rannsakaði um- hverfisáhrif eldsumbrota á jök- ulár. Axel hefur áður kennt við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna og við erlendar stofnanir og verið faglegur ráð- gjafi Sameinuðu þjóðanna í er- lendum jarðhitaverkefnum. Fékk 16 ár fyrir morðið á Agnari. Vitnið á efri hæðinni réð úrslitum og breyttur framburður Þórhalls án skýringa. Hinn seki boðar dómsmál gegn „lög- valdinu“. Með allra þyngstu dómum. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var í undirrétti í gær dæmdur í 16 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um morðið á Agn- ari Agnarssyni nóttína 14. júlí sl. og stuld á skartgripum og pen- ingum í eigu Agnars. Þórhallur sýndi engin svipbrigði við upp- kvaðninguna, en óskaði áfrýjunar málsins til Hæstaréttar. Fyrir helgi sendi Þórhallur bréf til dómaranna „og annarra sem málið varðar“, með afritum til allra ráðuneyta, forseta Islands, Umboðsmanns Alþingis, mann- réttindasamtaka og Dags, og kveðst þar hafa verið upplýstur um að ákveðið hefði verið, áður en réttað var í málinu, að dæma hann í 17 ára fangelsi, sem væri alvarlegt mannréttindabrot. Boð- ar hann að „lögvaldið11 sjálft verði dregið fyrir dóm og getur sérstak- lega um hegningarlagabrot Ríkis- saksóknara. Lykilvitui á elri hæðtnni Dómararnir töldu sannað að Þórhallur hefði verið að verki og fundu honum engar refsilækk- Þórhallur Ölver Gunnlaugsson og verjandi hans Hilmar Ingimundarson hlýða á upplestur dómsorðsins. í fyrsta skiptið við málsmeðferðina reyndi Þórhallur ekki að dylja andllt sitt mynd: hilmar þór. andi ástæður í hag. „Agnar [var] stunginn samtals 11 hnífsstung- um í hol, þ.e. inn í bijóstholið bæði framan og aftan. Þá var honum veitt sár á háls, sem náði inn í loftveg, eftir að hann var látinn... Þar að auki voru á hon- um fjölmargar aðrar hnífsstung- ur sem gengu inn í mjúkvefi eða særðu hörundið. Af þessu má ráða að árásin var hrottaleg og ber merki um einbeittan og styrkan vilja ákærða til að ráða Agnari bana.“ Ekkert þótti hafa komið fram um að Agnar hefði átt upptökin að þeim átökum sem áttu sér stað. Mikilvæg forsenda sektar- dómsins er frásögn vitnis um að nær sköllóttur maður hefði yfir- gefið íbúð Agnars skömmu eftir að þaðan heyrðust óp og skruðn- ingar og kom lýsingin á útliti og fatnaði mannsins heim og saman við Þórhall þá er hann var hand- tekinn alblóðugur stuttu síðar sömu nótt vegna gruns um ölv- unarakstur. Almennt þóttu dómurunum lýsingar Þórhalls „með miklum ólíkindablæ" og fengju ekki stað- ist og engar haldbærar skýringar voru fyrir hendi um hvers vegna Þórhallur breytti framburði sín- um, eftir að hafa játað morðið á sig í fyrstu yfirheyrslum og hjá geðlækni. Með allra þyngstu dónnini Ljóst þótti að Þórhallur væri á mörkum þess að geta talist sak- hæfur og að hann hcfði tapað verulegri dómgreind vegna mik- illar fíkniefnaneyslu. Hann hafi þó verið að fullu fær að stjórna gerðum sínum þegar verknaður- inn var framinn, ekki haldinn al- varlegum geðsjúkdómi og þar með sakhæfur. Dómurinn er með þeim þyn- gstu hin síðari ár. Fáeinir 16 ára dómar hafa verið kveðnir upp, en í fljótu bragði muna menn aðeins eftir þremur Hæstaréttardómum þar sem þyngri dómar hafa verið kveðnir upp; Þórður Eyjólfsson var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1994 fyrir sitt annað morð. I Stóragerðismálinu fékk annar sakborningana 17 ár og einnig Sævar Ciesielski 1980. Bæði Þórður og Sævar, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni, hlutu ævilangt fangelsi í undirrétti, sem Hæsti- réttur mildaði. - FÞG Sextán ára dómur yfír Þórhalli Olverl Aðstoð við skattframtal Þjóðernisfélag íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er frá ókeypis aðstoð við gerð og frágang skattframtala láglaunafólks, þeirra sem höfðu innan við 100 þúsund króna mánaðarlaun á síðasta ári. Þetta boð gildir um þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, Suður- landi og á öðrum landssvæðum eftir því sem við verður komið. Þetta gerir félagið „í tilefni af viðvarandi góðæri og yfirlýstrar láglauna- stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxandi verðbólgu og væntanlegu hruni ís- lenska efnahagskerfisins," eins og segir m.a. í tilkynningunni. Upp- lýsingar og pantanir má nálgast í síma 552-5322 milli kl. 17 og 19 alla daga til loka framtalsfrests einstaklinga þann 29. febrúar nk. Ragnar Aðalstcinsson hæstaréttar- lögmaður hefur látið af störfum á Logos, nýstofnaðri lögmannaþjón- ustu sem varð til í ársbyrjun við sameiningu A&P lögmanna og Málflutningsskrifstofunnar við Suðurlandsbraut 4a. í tilkynningu frá Ragnari og Pétri Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Logos, segir að Ragnar ætli að sinna færri verkefnum en áður og einkum á sérstökum áhugasviðum sínum, svo sem mannréttinda- og mann- verndarmálum. Ragnar Aðalsteinsson hrl. Hættir hjá Logos TUlögum vel tekið Össur Skarphéöins- son og Guðmundur Árni lýsa yfir ánægju meö tillögur níu- manna nefndarinnar um formannskjör. Jó- hanna Siguröardóttir vill skoða þær betur. Sú tillaga undirbúnings- nefndar að stofnfundi Samfylkingarinnar, að gefa öllum félögum samfylldngarfélögunum og félögum A-flokkanna og Kvennalista kost á að taka þátt í að kjósa for- mann Samfylkingarinnar áður en til stofnfundar kemur, virðist falla flest- um vel í geð. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórn- málafræði, lagði til á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir nokkru að þessi leið yrði farin. Níu manna nefndin hefur nú skilað af sér tillögunum til fram- kvæmdastjórnar samtakanna. Gera má ráð fyrir að mjög IJölgi í Samfylkingarfélögunum á næst- unni vegna þessa, enda gert ráð fyrir að þeir sem hafa kosninga- rétt hafi gengið í félögin ekki síð- ar en tveim vikum áður en kosið verður. Þcssi aðferð við for- .mannskjörið er sú stima og AI- þýðubandalagið byrjaði með 1995 og þykir hafa gefist vel. Undirbúningsnefnd að stofn- fundi Samfylkingarinnar leggur til að formaður verði kjörinn í allsherjar atkvæðagreiðslu fé- lagsmanna. Tíu félagar verði að baki hverjum stofnfundarfull- trúa. Þeir sem tíðast hafa verið nefndir sem þátttakendur í for- mannsslagnum, þau Jóhanna Sigurðardóttir, Ossur Skarphéð- insson og Guðmundur Arni Stef- ánsson voru spurð hvernig þeim lítist á þessa aðferð. Sem flestir taki þátt Guðmundur Árni Stefánsson sagði að sér litist prýðilega á þessar tillögur níumanna nefnd- arinnar, enda hefði hann alltaf sagt að því fleiri sem taka þátt í formannskjörinu því betra. Hann sagðist í sjálfu sér ekki gera nein- ar athugasemdir við að val full- trúa á stofnfundinn verðí- einn fulltrúi á hverja 10 félagsmenn í fyrrnefndum félögum. Hins veg- ar hefði, sér að meinalausu, mátt fjölga fulltrúm þannig að það væri einn á móti hverjum fimm félögum. Ossur Skarphéðinsson sagði að sér litist í sjálfu sér ckkert illa á þetta fyrirkomulag, enda vildi hann að sem flestir taki þátt í formannskjörinu. Hann sagði að samt yrði að hafa ákveðin bönd á þessu. Sér myndi þykja það miður ef formanns- kjörið þróaðist út í ein- hverskonar prófkjörsslag, þar sem menn reyndu að sippa inn í félögin eins mörgum og frekast væri unnt, einungis til að taka þátt í kjörinu. Það yrði hlægilegt og hrcyfingunni ekld til sónia. „Almennt er ég þeirrar skoðunar að því víðtækara sem kjör formanns er, því traust- ari verður viðkomandi formað- ur,“ sagði Ossur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki segja neitt um málið á þess- ari stundu. Hún sagðist vilja skoða tillögur níumanna nefnd- arinnar betur. Það er Ijóst að hugmyndin að fulltrúavali á stofnfundinn er ekld í samræmi viö hugmyndir Jóhönnu þar um, en hún hefur viljað opna stofn- fundinn miklu meira. - S.DÓR Jóhanna Össur Guðmundur Árni Sigurðardóttir. Skarphéðinsson. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.