Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKVDAGUR 2. FEBRÚAR 2 0 00
FRÉTTIR
íslendingar greiða minna úr eigin vasa til heilbrigðismála en Norðurlandaþjóðirnar, sem stangast á við útbreiddar „þjóðsögur" um
að allt sé frítt í útlöndum.
MiðlunjJsþj óð 1
heilbrigðismálum
í heilbrigðisútgjöldiun
vora íslendingar í 13. sæti
OECD-þjóða árið 1997
hvar af beinar greiðslur
sjuklinga era hér lægri en
víðast annars staðar.
Með 7,9% vergra- landsframleiðslu
(VLF) í heilbrigðisútgjöld 1997 (rúm-
lega 670.000 kr. á hveija 4ra manna fjöl-
skyldu í landinu) voru Islendingar miðl-
ungar meðal OECD-ríkja, samkvæmt
tölum samtakanna. Þar af borguðu þeir
um 15% (um 100.000 kr. á fjölskyldu)
beint úr eigin vasa, sem er lægra hlutfall
en víðast annars staðar - t.d. heldur
lægra en í nokkru hinna Norðurland-
anna, sem stangast á við útbreiddar
„þjóðsögur" um allt frítt í útlöndum.
Af Norðurlöndum verja Svíar hlut-
fallslega mestu til heilbrigðismála, 8,6%
af VLF og Danir líka heldur fyrir ofan
okkur, þrátt fyrir mikla og stöðuga Iækk-
un í báðum þessum Iöndum ffá fyrri
hluta 9. áratugarins. Norðmenn náð
hins vegar hámarkinu 1991-93 og eru
FRÉTTAVIDTALIÐ
nú orðnir nokkru „sparsamari" en við
(7,5% VLF) og Finnar einnig.
Langdýrast í Bandaríkjununi
I Bandaríkjunum hafa heilbrigðisút-
gjöld hækkað jafnt og þétt sfðustu tvo
áratugi og eru nú miklu hærri en í
nokkru öðru landi - eins og nýlegt
dæmi sýnir um hálfa til 1 milljón króna
spítalakostnað á dag fyrir íslenskan fyr-
irbura þar vestra. Heildarútgjöld til
heilbrigðismála í Bandaríkjunum eru
tæp 14% VLF (um 1,2 milljónir á fjöl-
skyldu) hvar af það opinbera borgar
ekki einu sinni helminginn. Kanar
verða því að borga se,m svarar 7,4%
VLF beint úr eigin vasa - eða litlu
Iægri upphæð en nemur öllum heil-
brigðisútgjöldunum hér á landi.
Þjóðverjum virðist líka hafa gengið
misjafnlega að hemja heilbrigiðsút-
gjöldin á síðustu árum og voru 1997
ásamt Svisslendingum einu Evrópu-
þjóðirnar sem vörðu yfir 10% VLF í
þennan málaflokk 1997, hvar af sá
hlutur sem það opinbera borgar ekki
var ríflega tvöfalt hærri en hér. Frakk-
ar eru síðan rétt neðan við 10% mörk-
in.
Bretar og írar „sparsaiiiastir“
Bretar hafa á hinn bóginn verið með
lægst heilbrigðisútgjöld á Vesturlöndum
síðustu tvo áratugina a.m.k. - að vísu
ásamt með Spánveijum og Portúgölum
framan af níunda áratugnum, en þær
þjóðir eru nú löngu komnar langt fram
úr Bretum - sem skýrir kannski að hluta
þá miklu gagnrýni sem heilbrigðisyfír-
völd í Bretlandi hafa orðið fyrir, sérstak-
lega í flensufaraldrinum undanfarnar
vikur. Heildarútgjöld þeirra til heil-
brigðismála er aðeins 6,9% VLF árið
1997, á meðan beinar greiðslur sjúk-
linga eru svipað hlutfall og hér. I okkar
heimshluta hefur Irum einum tekist að
komast niður fyrir Breta, nú á allra síð-
ustu árum, eftir ríflega Ijórðungs lækk-
un heilbrigðisútgjalda á Irlandi síðan
1980.
Árið 1998 fóru 54% heilbrigðisút-
gjalda hins opinbera hér á Iandi til
sjúkrahúsa, 15% í hjúkrun/endurhæf-
ingu, 15% í heilsugæslu og 12% í lyf -
alls um 600.000 kr. að meðaltali á 4ra
manna fjölskyldu. Þá er ótalinn
100.000 kallinn sem hún borgar beint
úr eigin vasa.
- HEI
í allii meiiniiigargusumii
sem gekk yfir höfuðborg-
ina um helgina með við-
burðum um alla borg, þar
sem mjög víða mátti sjá
borgarstjórann, forsetann og
aðra mikilvæga framámenn í
borghmi og víðar, vakti það at-
hygli eftirtektarsamra borgar-
búa að lyrsti þingmaður
Reykjavíkur og fyrrverandi
borgarstjóri í Reykjavík virtist
hvergi sjáanlegur. Taldi einn
pottverji víst að þessi huldu-
maður hefði verið svo óhepp-
inn að vera í útlöndum akkúrat þessa helgi en stað-
festing um hið gagnstæða fékkst þó reyndar við
messu í Garðabæ á sunnudag. Haim var ekki í út-
löndum og því er von að nú spyrji Reykvíkingar
hvort maðuiinn hefur ekki áhuga á menningu eða
hvort hann sé bara í fýlu vegna þeirrar athygli sem
borgin fær undir stjóm höfuðandstæðingaima...
Hvar var Davíð?
Við höldum okkur áfram við
memúngarborgarævintýiið.
Eins htið og sást nú tíl Davíðs
þá tóku pottverjar eftir því að
menntamálaráðherrami,
Bjöm Bjamason, var alls stað-
ar þennan dag sem hátíðin var
sett af stað. Merki þess má
glöggt sjá á heimasíðu Bjöms
þar sem rekur gang mála síðastliðinn laugardag.
Ráðherrann nefnir einnig að við samkomu í Borg-
arleikhúsinu um kvöldið hafi einn fullyrt að hann
hefði heyrt Bjöm flytja sjö ræður þann daginn.
Bjöm segist hafa leiðrétt manninn, ræðumar hafi
ekki verið „nema“ fimm...
Pottveijar höfðu tekið eftir þvi á heimasíðu
Grósku, ungra samfylkingarmamia, að þar er und-
ir fyrirsögninni „Ekki bara Svanur" gert óbeint
grín að þeim fregnum að skorað hafi verið á Svan
Kristjánsson prófessor til formannskjörs í Sam-
fylkingunni. Þar segir að skorað hafi verið á vefrit
Grósku, bæði frá innlendum og erlendum aðilum,
að fara í framboð til fomianns Samfylkingariimar.
Ákvörðun verði tekin í nánu samráði við fjöl-
skyldu og nánustu stuðningsmeim á mörgum
plottfundum næstu vikumar...
Björn Bjarnason.
Pálmi
Kristinsson
framkvæmdastjóri Smáralindar
Ný risaverslun í Kópavogi á
næsta ári. Kostnaðurminnst
um 6 milljarðar. 100 verslan-
irogþjónustufyrirtæki. 3 4
þúsund bílastæði. AJþreying-
arhöll. Alltað 1400 manna
vinnustaður.
Markaðurinn er æðsti dómariim
- Hvaða rök eru jýrir jrvt að byggja 60 }nís-
ittui fermetra verslunarrými í Kópavogi á
sama tíma og sumir telja að jramboðið af
verslun sé yfrið nóg á höfuðborgarsvæðinu?
„Þau eru ekkert flóknari gagnvart okkur en
svo að við teljum að það sé ekkert yfirfullt af
verslunarrými. Við rökstyðjum það einfald-
lega með þeim undirbúningsrannsóknum og
markaðssetningu og vinnu sem við höfum
unnið í fjögur ár. Utkoman er sú að við teljum
einsýnt að það sé veruleg éftirspum eftir há-
gæða verslunarhúsnæði."
- Er þá ekhert ojframboð af verslunar-
plássi á svæðinu?
„Það er alltaf umdeilanlegt hvað er offram-
boð og hvað er þörf og svo framvegis. Að lok-
um er það auðvitað markaðurinn einn sem er
æðsti dómarinn í þeim efnum. Þannig að ef
húsið fyllist af verslunum og fólki, þá er kom-
ið svar við þessarí spurningu. Auðvitað er það
svo, eins og alltaf þegar um er að ræða tak-
markaða auðlind, þá gefur alltaf einhvers
staðar eftir. Það mundi gera það í hvaða stór-
borg sem er í heiminum þegar jafn stórt hús
kemur inn á markaðinn."
- Eru það forsendur hagvaxlar og tbtia-
þróunar á svæðinu sent liggja kannski til
grundvallar?
„Það er margt sem veldur eins og t.d. íbúa-
þróun og hagvöxtur. Það eru t.d. breyttir
verslunarhættir, meiri kröfur til verslunarhús-
næðis, afþreyingar, bílastæða og staðsetningu
verslunarhúsnæðis. I löndunum allt í kring-
um okkur og vfðar er verulegur þrýstingur og
eftirspum í svona hús.“
- Hvenær á að optta og hvað kostar þetta?
„Við ætlum að opna húsið í lok september
á næsta ári, 2001. Við munum ekki gefa upp
kostnaðinn að sinni en þétta 'eru töluverðar
(járfestingar.“
- Er það rétt að þetta muni kosta um sex
miljarða króna?
„Byggingarkostnaðurinn er eitthvað á þeirri
stærðargráðu."
- Hvað verða margar verslanir í bygging-
unni?
„Við reiknum með þvf að það verði um 100
verslanir og þjónustufyrirtæki í húsinu sem
verður yfirbyggt verslunarrými og um 3 þús-
und bílastæði á opunardegi. Það verður síðan
hægt að fjölga þeim í 4 þúsund. Allar rann-
sóknir og upplýsingar erlendis frá benda ótví-
rætt til þess að með auknum frítíma og hærri
Iífaldri, þá sæki almenningur sífellt meira í
svona verslunarhús."
- Verða einhverjar nýjungar í verslun, af-
þreyingu og öðru?
„Já, þær verða ýmsar. Það mun koma fram
í dagsljósið á næstu vikum og mánuðum. Það
verður t.d. stór hluti hússins, eða 5-7 þúsund
fermetrar sem verða í afþreyingarstarfsemi.
Fyrir utan bíó og stóra og mikla veitingastaði
og annað, þá verðum við með stórt hús sem
nefnist Vetrargarðurinn sem er gríðarlega
mikið sýninga,- skemmti- og afþreyingarhöll."
- Hvað munu margir vintta þanta?
„Við reiknum með að það verði um 800-
1000 manns og þegar mest verður á bilinu
1200-1400 manns. Þannig að þetta verður
ansi stór vinnustaður."
- Hverjir eru helstu jjárfestar?
„Það voru fimm stofnhluthafar í upphafi.
Síðan þá hafa Baugur og Gaumur bæst við
sem sjötta aflið. Fyrir voru Olíufélagið -
Esso, Byko, SaxhóII sem er eignarhaldsfélag
Nóatúnsfjölskyldunnar, Skeifan 15 sem er
eignarhaldsfélag Valfellsfjölskyldunnar og
Byggingarfélagið Gylfi og Gunnar. Þarna
erum við með þrjú stærstu verslunarfyrir-
tæki landsins og stærsta olíufélagið. I þess-
um hópi er gríðarleg reynsla og þekking í
verslun, auk mikillar þekkingar í umsýslu og
rekstri fasteigna." — GRH