Dagur - 02.02.2000, Side 8
8- MIDVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
ro^tr
Xfc^MT
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 - 9
FRÉTTA SKÝRING
Áfram sameiningabylgj a
Samþjoppim í sjávar-
útvegi fylgir að kvót-
inn færist á sífellt
færri hendur, Sérfræð-
ingar spá því að þessi
þróun haldi áfam iim
sinn, en eru ekki á
einu máli um gildi
laga sem takmarka
kvótaeign fyrirtækkja
við 10% af heildar-
aflahlutdeild í þorski
og ýsn og 20% í öðr-
um fisktegundum.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri UA, segir erfitt að
meta enn sem komið er hvort
sameining IS og SÍF hafi verið til
hagsbóta fyrir alla aðila en Ijóst sé
að ÍS hafi verið komið í erfiða
stöðu, en með því að sameinast
SÍF hafi fyrirtækið fengið byr í
seglinn.
„Það er erfitt að segja til um
það hvort framundan séu stórar
sameiningar í sjávarútveginum.
Dæmið um Isfélagið og Vinnslu-
stöðina segir manni að þrátt fyrir
allt sé ekkert öruggt fyrr en hlut-
hafafundur tekur á málinu. Það
kom ekki svo mjög á óvart að sú
sameining skyldi ekld takast. Eg
tel að mikilvægasta sameiningin á
síðasta ári hafi verið stofnun
Hraðfrystihússins-Gunnvarar,
sem er mjög öflugt fyrirtæki, sem
er einmitt það sem ísafjarðar-
djúpið þarf. Básafell var mjög
skuldugt fyrirtæki þegar það var
stofnað og eru síðan svo óheppn-
ir að á lyrstu tveimur starfsárun-
um minnkar rækjukvótinn úr 75
þúsund tonnum í 20 þúsund
tonn. Það ráða ekki allir við slíka
ágjöf. Þær sameiningar sem við
hjá UA höfum staðið í á árinu
munu vafalaust skila þeim aðil-
um ávinningi sem að þeim
stóðu,“ segir Guðbrandur Sig-
urðsson.
Hann segir aðspurður um ótta
heimamanna á Raufarhöfn og
Hólmavík við að risinn ÚA gleypi
þá og heimamenn standi uppi at-
vinnulausir sé ástæðulaus. En
það sé hins vegar ekki hægt að
gera það ómögulega, aldrei sé
hægt að halda uppi óarðbærri
vinnslu á þessum stöðum. ÚA
hafi þó meiri möguleika til þess
að gera góða hluti á Raufarhöfn
en Jökull hafði áður vegna meiri
þekkingargrunns og fleira fólks
sem að málunum kemur. Það
sama séu uppi á Hólmavík t.d.
með styrkingu rækjuvinnslunnar.
Samningaslit í Eyjum ekM
eðlileg
Gunnar Svavarsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
illll
IIIII
Við sjávarsíðuna. Allt í sjávarútvegi er breytingum undirorpið og hefur fyrirtækjum í greinni fækkað stórlega, en ekki síður smábátasjómönnum.
anna, segir sameiningu ÍS og SÍF
auðvitað vera stærstu og kannski
merkilegustu sameininguna í
sjávarúveginum á árinu 1999, en
hún sé rökrétt framhald atburða-
rásar og þróunar sem átti sér stað
þegar þessi félög fóru að vinna
sem sjálfstæð hlutafélög á mark-
aði frekar en lokaðir klúbbar
framleiðenda.
„Atburðarásin á Vestfjörðum er
mér efst í huga að öðru leyti og
það kom í ljós að félögin í annari
samsteypunni voru mjög illa far-
in, þ.e. í Básafelli, en hins vegar
tel ég Hraðfrystihúsið-Gunnvör
eiga sér góða lífsvon. Það kom
Guðbrandur Sigurðsson: Samein-
ingar munu skila sér tii þeirra sem
að þeim stóðu.
mér á óvart að sameiningin í Eyj-
um skyldi ekki takast úr því sem
komið var, en það kom mér ekki á
óvart að það ferli skyldi fara af
stað. Eg held að það hafi ekki ver-
ið neinar eðlilegar forsendur að
baki þess að slíta þeim viðræðum,
kannski tilfinningamál og við-
skiptamál á öðrum sviðum sem
ekkert hafa að gera með rekstur
eða efnahag fyrirtækjanna. Við
höfum lagaramma um stærð fyr-
irtækja hvað varðar kvótaeign,
þ.e. 20% þakið, sem við þolum
illa á íslandi en það hefur ekki
verið vandamál í öðrum löndum,
sem ekki eru eins háð sjávarút-
Gunnar Svavarsson:
Sameining SÍF og ÍS
merkiiegust.
vegi og við, sérstaklega í mörgum
byggðarlögum á landsbyggðinni,"
segir Gunnar Svavarsson.
Töluverð áhrif
Sigurður B. Stefánsson, forstöðu-
maður Verðbréfamarkaðar ís-
Iandsbanka, VÍB, telur að sam-
einingaferlið á síðasta ári f sjávar-
útveginum hafi haft töluverð
áhrif á verðbréfamarkaðnum þó
sjávarútvegsfyrirtækin hafi að
meðaltali setið eftir í þeirri miklu
hækkun sem varð á síðasta ári. Fá
þeirra hafi hækkað, Grandi sé þó
undantekning, en gengi bréfa
fyrirtækja í loðnu- og síldar-
Sigurður B. Stefánsson:
Hagræðingabylgja áfram
í 3 ár.
vinnslu hafi lækkað og vísitalan
hafi ekki breyst í tvö ár.
„Sameiningarnar hafa þau áhrif
hins vegar að reksturinn verður
verðmætari, framtíðarverðmæti
arðsins eða teknanna sem þau
skila verður hærra. Þetta mun
koma betur fram á þessu ári. Það
að hagræðingin í sjávarútveginum
skili ekki meiru í hækkun gengis
hlutabréfa kemur ekki á óvart.
Starfshópur á vegum sjávarút-
vegsráðherra skilaði skýrslu um
framleiðniaukningu í sjávarútvegi
á árunum 1974 til 1995 þar sem
árleg framleiðniaukning var um
3% allan tímann, sem er alveg
Arthur Bogason:
Sameining er ekki
lausnarorð.
óskaplega hátt á svo löngu tímabili,
og allar vísbendingar benda til þess
að hún hafi haldið áfram síðan, og
jafnvel í enn meira mæli. Það er
mikil gróska í íslenskum sjávarút-
vegi. Reynslan kennir manni að
það er erfitt að spá yfir um tfma-
setningar vegna sameininga út-
gerða og því er erfitt að segja til um
þróunina á þessu ári. En sé horft
til næstu þriggja ára er víst að þessi
hagræðingabylgja mun halda
áfram og það er langt í land með að
hún hafi runnið sitt skeið á enda.
Kvótaþak mun ekki hafa hamlandi
áhrif á þetta ferli, en setja þak á
vissa hluti, enda íslenskur sjávar-
Pétur Bjarnason:
í sjávarútvegi er stórrekstur
hagkvæmur.
útvegur í fremstu röð,“ segir Sig-
urður B. Stefánsson.
Sameming ekkert lausnarorö
„Viðskiptaumhverfið er það breytt
að stórar sameiningar hafa minni
áhrif nú en þær höfðu fyrir tiltölu-
lega fáum árum síðan. Einokun
SIF á saltfiskmarkaðnum er liðin
tfð og því hafa mínir skjólstæðing-
ar valkosti. Allur kvóti á litlum
skipum og bátum er í hættu með-
an kerfið er opið og það á ekki að
steypa ólíkum útgerðarkerfum
saman. Á tímabilinu frá 1. janúar
1991 til 1, september 1994 hurfu
allt að 700 smábátar úr útgerð og
fjöldinn allur af vertíðarbátum og
það var eingöngu vegna þess að
stórútgerðin var að sanka að sér
aflaheimildum til að setja á skipin
sín. Megnið af smábátunum var
eyðilagður eða seldur úr landi en
kaldhæðnin er sú að þeir sem eru
að þrauka áfram eru jafnvel að
Ieigja heimildirnar til baka inn í
þennan flota af þessum stóru aðil-
um. Sameining er því ekkert
lausnarorð fyrir sjávarútveginn, þó
ágæt dæmi séu til um það,“ segir
Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda.
Sameiningar leyfa meiri
hagræðingar
Pétur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Fiskifélags Islands, segir
engan vafa á því að sameining SIF
og IS sé stærsta og áhrifaríkasta
sameiningin á árinu 1999. Þar hafi
verið farið út úr hugarfarinu að
vera með sérgreindar vörur til að
selja. Það hafi verið greinilegt á
ræðu Gunnars Arnar Kristjánsson-
ar, forstjóra SÍF, á aðalfundi Sam-
taka fiskvinnslustöðva að þeir
mundu starfa á breiðara sviði en
verið hafi til þessa, fyrst hafi það
verið saltfiskur, síðan frystur og
ferskur fiskur og nú unnar sjávar-
afurðir undir eigin vörumerki.
Þetta sé löngu tímabær breyting í
athöfnum og hugsunarhætti sem
Pétur segist treysta SIF-mönnum
vel til að útfæra.
„I þessari grein er stórrekstur
hagkvæmur og þessar sameiningar
hafa fært menn í þá stöðu að geta
leyft sér hagræðingar. Ég er ekki
eins viss um að hafi verið í öllum
tilfcllum. Það er gott fyrir greinina
í heild að fyrirtækin verði stærri og
öflugri en kvótaþakið mun hafa
hamlandi áhrif í framtíðinni," seg-
ir Pétur. „Það er mín prívatskoðun
að svona kvótaþak sé ekki skyn-
samleg ráðstöfun, og hafi aldrei
verið það. Við erum í stöðugt al-
þjóðlegri heimi í þessum sjávarút-
veginum og við munum koma til
með að etja kappi við miklu stærri
aðila og ég hef því miklar efasemd-
ir um að við eigum að tryggja að
menn verði litlir í svoleiðis baráttu.
Elckert af þeim sameiningum sem
áttu sér stað á síðasta ári komu
mér á óvart þó þessar sameingar
séu erfitt dæmi í framkvæmd, mik-
ið um tortryggni á báða bóga og til-
finningasemi. Þessi þróun mun
halda áfram á þessu ári í svipuðu
mæli, og ég tel að í dag séu nokk-
ur fyrirtæki af þeirri stærð sem er
ekki hagkvæm í rekstri. Gengi sjáv-
arútvegs verður misjafnt á árinu,
t.d. á ég ekki von á að verð á mjöli
og lýsi hækki neitt stórkostlega og
ekki heldur rækjan. En að öðru
leyti eru ýmsar forsendur til þess
að Iíta björtum augum til framtíð-
arinnar og sókn á fjarlægari mið
aukist," segir Pétur Bjarnason.
Hræringar í sjávarutvegi
Talsverðar hræringar
urðu í sjávarútvegi á
síðasta ári og þær hafa
haldið áfram það sem
af er þessu ári. Hér á
eftir fylgir annáll sam-
eininga í sjávarútvegi.
SÍF og ÍS sameinast
Með sameiningu SÍF og IS varð til
stærsta fyrirtæki landsins sem velta
mun um 50 milljörðum króna á
þessu ári og er risi á fisksölumarkaði
í heiminum og því eru tækifærin
sem hinu nýja fyrirtæki bjóðast mý-
mörg. Styrkur fyrirtækisins mun
fyrst og fremst felast auk stærðar-
innar í áreiðanleika og þjónustu.
Burðarás
Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskips
hefur mjög fjárfest í sjávarútvegi og
er talið vera sjötti stærsti kvótaeig-
andi landsins ef eignarhluti í fyrir-
tækjum er talin sambærilegur í
kvóta þeirra. Um helgina keypti svo
Burðarás 10% hlut í Nasco og Skag-
strendingur 15% hlut en Burðarás á
m.a. 34% hlut í Skagstrendingi, 39%
hlut í ÚA, 28% hlut í Haraldi Böðv-
arssyni og 24% hlut í Síldarvinnsl-
unni auk smærri hluta. Samið hefur
verið um kauprétt á 26% viðbótar-
hlut í Nasco en útgerðin á 13 rækju-
veiðitogara á Flæmingjagrunni og í
Barentshafi.
ÚA færir verulega út kvíamar
Tímamót urðu á árinu í eignarhaldi
á Útgerðarfélagi Akureyringa er Ak-
ureyrarbær seldi megnið að hluta-
bréfum bæjarins í fyrirtækinu fyrir
1,2 milljarða króna en nafnverð var
183,6 milljónir króna. ÚA hefur
stækkað gríðarlega á árinu og eru
tvö langstærstu útgerðarfyrirtæki
landsins staðsett á Akureyri, þ.e. ÚA
og Samherji. ÚA keypti hlut í Jökli á
Raufarhöfn árinu og í lok ársins
voru fyrirtækin svo sameinuð undir
nafni ÚA. Áður hafði sameiningjök-
uls og SR-mjöls runnið út í sandinn.
Hólmadrangur á Hólmavík samein-
aðist svo ÚA 1. janúar sl. Áætluð
velta sameinaðs félags er um 6 millj-
arðar króna og mun félagið þá ráða
yfir 6% aflahlutdeild í úthafsrækju
og 7,1% aflahlutdeild í rækju á
Flæmingjagrunni, sem styrkir rekst-
ur rækjuvinnslunnar á Hólmavík
verulega frá því sem verið hefur. Ný-
lega gekk Fiskiðjusamlag Húsavíkur
frá sölu á 25% eignarhluta sínum í
Laugafiski til Útgerðarfélags Akur-
eyringa fyrir 35 milljónir króna og er
ÚA þar með orðin eignaraðili að öllu
hlutafé fyrirtækisins. Áætluð velta
Laugafisks á árinu 1999 eru 330
milljónir króna og er það stærsta fyr-
irtæki sinnar tegundar hérlendis.
Snæfell - BGB sameinast
Nýverið hófust svo viðræður milli
Snæfells, í eigu KEA, og BGB um
sameiningu fyrirtækjanna, en þau
starfa í sama sveitarfélagi, Dalvíkur-
byggð. Með sameiningunni verður
kvóti félagsins um 23 þúsund tonn,
sá næstmesti allra útgerða á land-
inu. Sameiningin mun miðast við
stöðu félaganna þann 31. desember
1999 og byggir á endurmetnu eigin
fé félaganna í árslok. Skiptihlutföll
munu því ekki liggja fyrir fyrr en
þessum mánuði þegar búið verður
að ganga frá uppgjöri reikninga fé-
laganna fyrir árið 1999. Stefnt er að
því að Ieggja fram samrunaáætlun
um miðjan febrúar nk. og leggja síð-
an tillögu um sameiningu félaganna
fyrir hluthafafund í báðum félögum
fyrir lok marsmánaðar.
Kaup Samherja í HÞ beggja
hagur
Samherji keypti á árinu 40% hlut í
Skagstrendingi en seldi hlutinn aft-
ur á þessu ári. Eignarhlutur Sam-
herja var 40,57% eða krónur
127.126.478 að nafnvirði. Kaupandi
bréfanna var Kaupþing sem síðan
seldi Burðarási megnið af bréfun-
um. Samherji keypti svo nýlega
ráðandi hlut í Hraðfrystihúsi Þórs-
hafnar af Landsbankanum og Þórs-
hafnarhreppi og þannig tryggði
Samherji aðgang að nýtískulegri og
öflugri loðnuverksmiðju á norðaust-
urhorni landsins og tryggði rekstur
Samlieija og HÞ. 1 gær seldi svo
stærsti hluthafinn í Samheija, Þor-
steinn Vilhelmsson, 21,6% hlut sinn
í Samherja til Kaupþings, en hann
er einn stærsti hluthafinn í Hraðfr-
stihúsinu-Gunnvör, og hefur verið
að fjárfesta ( SH, Fiskeldi Eyjafjarð-
ar og fleiri fyrirtækjum í sjávarútvegi
auk hlutar í knattspyrnufélaginu
Stoke. Hlutur Þorsteins er á gengi
gærdagsins 3,2 milljarðar króna.
Hraðfrystihúsið-Guimvör
Hraðfrystihúsið í Hnífsdal samein-
aðist útgerðarfyrirtækinu Gunnvöru
á Isafirði en segja má að með því
hafi einnig farið undir sama hatt Is-
húsfélag Isfirðinga og Frosti í Súða-
vík. Sameinað starfrækir fyrirtækið
öfluga rækjuverksmiðju í Súðavík,
bolfiskvinnslu í Hnífsdal auk þess
sem fyrirtækið gerir út sex fiskiskip.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða 6 þús-
und tonna kvóta, 8% gráðlúðukvót-
ans og 6% steinbítskvótans. Heildar-
kvótinn er 12.500 þorskígildistonn,
en 14.138 tonn að meðtöldum kvóta
utan fiskveiðilögsögunnar.
BásafeU
Á árinu 1999 leystist Básafell á lsa-
firði hins vegar nánast upp en ætl-
unin hafði verið með sameiningu
margra félaga að mynda öflugt fisk-
vinnslu- og sjávarútvegsfyrirtæki á
Vestljörðum og í þeim tilgangi voru
keypt öll hlutabréf í Norðurtangan-
um og Fiskiðjan Freyja á Suðureyri
og Kambur á Flateyri voru sameinuð
Básafelli. Kambur lagði til 2.400
tonna kvóta í pukkið. Skuldirnar
voru hins vegar meiri en ráðið var
við og því eru Vestfirðingar nánast á
byrjunarreit gagnvart Básafelli, og
tæplega það.
Grandi - Ámes
Grandi átti í ársbyrjun tæp 28%
eignarhlut í Árnesi í Þorlákshöfn. Á
árinu 1999 var eignarhlutinn auk-
inn um rúm 62%, fyrir 307 milljónir
króna og nam eignarhlutinn í júní-
lok um 90%. Grandi á auk þess stór-
an hlut í Þormóði-ramma /Sæbergi
og Hraðfyrstihúsinu-Gunnvöru.
Uppstokkun í
Vestiiiannaeyjuin
I fyrra fóru í gang viðræður um
sameiningu Isfélagsins og Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum og
Krossanes á Akureyri og Oslands á
Hornafirði og hefði þessi sjávarút-
vegsrisi orðið næststærsti kvótahaf-
inn með um 21 þúsund þorskígildis-
tonna kvóta. Sameining var talin
geta orðið gott mótvægi við SR-mjöl
sem á nokkrar loðnubræðslur en
gangrýnisraddir töldu það geta orðið
hættulegt að eitt fyrirtæki yrði ráð-
andi í fiskvinnslu og útgerð í Vest-
mannaeyjum. Þetta sameingarferli
var skyndilega blásið af þegar það
virtist í höfn. Það voru eigendur
Vinnslustöðvarinnar sem það gerðu,
en Olíufélagið er þar stærsti hlut-
hafinn og stjórnarformaður Vinnslu-
stöðvarinnar Geir Magnússon, for-
stjóri Olíufélagsins. I dag er stefnt
að sameiningu Isfélagsins og
Krossanes, enda er félagið stærsti
hluthafinn í Krossanesi með 42%
hlut.
FH orðið fiskiskipalaust
Árið 1996 var útgerðarfyrirtækið
Höfði á Húsavík sameinað Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur. Við það komu
inn í rekstur fyrirtækisins tveir tog-
arar og einn rækjubátur. Þessi skip
voru svo seld frá fyrirtækinu sumar-
ið 1997 og einn glæsilegasti rækju-
frystitogari íslenska flotans, Pétur
Jónsson RE keyptur og fékk það
nafnið Húsvíkingur ÞH-I. FH
keypti einnig sama sumar rækju-
verksmiðju Geflu á Kópaskeri, en
þaö er verksmiðja sem var að miklu
leyti endurbyggð árið 1996 og vinn-
ur úr rúmum 2.000 tonnum af
rækju á ári. Á árinu 1999 var rækju-
vinnslan á Kópaskeri seld hlutafé-
laginu Geflu sem er í eigu útgerðar-
aðila í Oxarfirði, Oxarfjarðarhrepps,
Fisldðjusamlags Húsavíkur og ein-
staklinga á Kópaskeri. Einnig var
Húsvíkingur ÞH seldur til Noregs.
Sem kunnugt er hafa sameiningar-
áform Fiskiðjusamlagsins og Ljósa-
víkur í Þorlákshöfn komist í upp-
nám.
Búlandstindur sameinast Vísi
Ltilar sameiningarhræringar voru á
Austljörðum á sl. ári, nema að Bú-
landstindur sameinaðist Vísi í
Grindavík en undanfari málsins, þ.e.
að leggja niður fiskvinnslu á Breið-
dalsvík olli miklum úlfaþyt fyrir
austan. Nýverið stofnuðu svo SR-
mjöl og Skinney-Þinganes Á Horna-
firði félag um eignarhald og útgerð á
nótaveiðiskipi. Hlutafé félagsins
verður 100 milljónir króna og mun
hvor aðili eiga 50%. Félagið heitir
Þingey og verður rekið á Hornafirði.
Gert hefur verið tilboð í skip sem
smíðað var í Noregi árið 1996 og
hefur 950 tonna burðargetu í 6
tönkum. Kaupverð er um 640 millj-
ónir króna.