Dagur - 02.02.2000, Side 12
12- MIDVIKUDAGU R 2. FF.BRÚAR 2000
ERLENDAR FRETTIR
Skæruliðamir
famir frá Grosní
Rússar sögðust þó í
fyrstu ekki hafa orðið
varir við brottförina.
Islömsku skæruliðarnir íTéténíu
sögðu í gær að allir liðsmenn
þeirra væru farnir frá Grosní,
höfuðborg landsins. Þeir sögðu
ennfremur að þeir hefðu verið
búnir að skipuleggja brottförina
fyrir allnokkru og hefði alltaf
staðið til að fara þann 1. febrúar.
Bæði rússneski herinn í
Téténíu og rússneskir ráðamenn
í Moskvu sögðust þó draga þess-
ar yfirlýsingar í efa. Þeir hefðu
ekki orðið varir við brottförina og
fullvissuðu fjölmiðlamenn um
að þeir hefðu áreiðanlega sagt
frá ef þeir hefðu séð téténska
skæruliða flýja borgina. Hins
vegar viðurkenndu þeir að sókn
inn í borgina hefði reynst mun
auðveldari í gær en dagana og
vikumar á undan. Herinn væri
að ná stöðugt stærri svæðum í
Grosní á sitt vald. Einhver fýrir-
staða væri samt enn fyrir hendi á
nokkrum stöðum f borginni.
Grosní er umkringd rússnesku
herliði og ekki var Ijóst hvernig
þeir 1 500 til 2000 skæruliðar,
sem talið er að hafi verið í horg-
inni undanfarið, hafi farið að því
að komast á brott án þess að
Rússar yrðu þess varir. Auk
skæruliðanna eru þúsundir
óbreyttra borgara í Grosní, sem
nú er nánast rústir einar eftir
Rússneskur hermaður leitar á Téténa í útjaðri Grosní: Téténsku skæru-
iiðarnir segjast vera farnir frá Grosní eftir að þrír leiðtogar þeirra létust.
stöðugar árásir rússneska her-
liðsins vikum saman.
Fjöldi óbreyttra borgara er
væntanlega á bilinu 15.000 til
40.000, en þetta fólk hefur hírst
í kjöllurum og átt erfitt með að
nálgast allar nauðsynjar. Ovíst er
hve stór hluti þess hefur fallið í
átökunum eða látist úr vosbúð.
Skæruliðarnir sögðu jafnframt
að þrír helstu leiðtogar þeirra í
Grosní væru fallnir, þar á meðal
Lecha Dudajev borgarstjóri í
Grosní og Aslambek Ismaílov yf-
irmaður heraflans í Grosní. Þeir
fullyrtu einnig að margir úr
þeirra röðum hafi fallið á jarð-
sprengjusvæði skammt utan við
Grosní, þar sem rússneski her-
inn króaði þá inni um hríð og
hélt uppi stöðugri skothríð. Að
sögn skæruliðanna voru þeir
engu að síður búnir að ná því
markmiði sínu að veijast rúss-
nesku sókninni í meira en mán-
uð.
Eftir að Grosní er fallin færast
aðalátökin í Téténíu til íjalla-
svæðanna í suðri, þar sem meira
en 5000 skæruliðar hafast við.
Mun erfiðara er um vik fyrir
rússneska herinn að athafna sig
á fjallasvæðunum heldur en
annars staðar í Téténíu.
Augusto Pinochet.
HEIMURINN
Pmodiet bíöur að minnsta
kosti í viku
BRETLAND - Jack Straw, innanríkisráðherra
Bretiands, skýrði frá því í gær að hann hygðist
ekki leyfa Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð-
isherra í Chile, að snúa heim fyrr en áfrýjun
dómsúrskurðs þar að lútandi hefur verið tekin
fyrir, sem verður í byijun næstu viku.
Fylgst verður með Austurnki
Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins kom saman á neyðarfundi í
gær í tilefni af væntanlegri stjórnarmyndun íhaldsmanna og hægri
þjóðernissinna í Austurríki. Framkvæmdastjórnin sá ekki ástæðu til
þess að hóta einangrun Austurríkis ef af stjórnarmyndun verður, líkt
og 14 aðildarríki ESB, þ.e. öll nema Austurríki, samþykktu á mánu-
dag.
Hins vegar minnti framkvæmdastjórnin Austurríki á skyldur sínar
samkvæmt samningum Evrópusambandsins þar sem frelsi, lýðræði
og mannréttindi eru í hávegum höfð. Framkvæmdastjórnin ætlar að
fylgjast vel með verkum austurrísku stjórnarinnar og grípa til aðgerða
ef þurfa þykir.
Þjóðarflokkur íhaldsmanna og Frelsisflokkur hægri þjóðernissinna
náðu í gær samkomulagi um stefnumál stjórnarinnar og stjórnar-
myndun verður væntanlega að veruleika á allra næstu dögum.
Allir iim borð fórust
BANDARÍKIN - Flest bendir til þess að allir hafi farist sem voru um
borð í farþegaflugvél semhrapaði út af strönd Kaliforníu í gær. Alls
voru 88 manns um borð í vélinni. Svo virðist sem flugvélin hafi hrap-
að úr 5000 metra hæð. Leitarsveitir höfðu fundið lík, hrot úr vélinni
og farangur, en ólíklegt þótti að nokkur hafi lifað af. Vélin var í eigu
flugfélagsins Alaska Airlines.
Trúarleiðtogar dæmdir
KINA - Tveir leiðtogar kínverska trúfélagsins Falun Gong hlutu í gær
þunga dóma ásamt 30 meðlimum safnaðarins. Þyngstu dómana
hlutu leiðtogarnir tveir, sem eru systur, og fengu þær sex og sjö ára
fangelsisdóma. Hinir þrjátíu hlutu fjögurra mónaða til tveggja ára
fangelsisdóma.
Friðiirí
uppnámi
Framkvæmd friðar-
samkomulagsms á N-
írlandi væntanlega
frestað.
David Trimhle, Ieiðtogi Sam-
bandsflokks Ulsters á Norður-Ir-
Iandi, sagðist í gær sannfærður
um að frekari framkvæmd á frið-
arsamkomulaginu sem gert var á
páskum árið 1998 verði frestað
um óákveðinn tíma meðan end-
urskoðun þess fer fram.
Kanadíski hershöfðinginn
John de Chastelain skilaði seint
á mánudagskvöld skjirslu sinni
um framgang afvopnunarmála,
en samkvæmt samkomulaginu
áttu hryðjuverkasamtök að vera
byijuð á afvopnun í janúarlok.
Stjórnvöld á írlandi og Bret-
landi skoðuðu skýrsluna í gær
en létu ekki strax uppi neitt um
innihald hennar. David Trimble
fullyrti hins vegar að í henni
kæmi fram að írski lýðveldisher-
inn hefði enn ekki hafið afvopn-
un. Hann sagðist ekki geta tekið
áfram þátt í heimastjórn Norð-
ur-írlands við þær aðstæður, þó
ekki væri nema vegna þess að
hann gæti ekki réttlætt það (yrir
flokksfélögum sínum.
Fyrir tveimur mánuðum náð-
ist málamiðlun um endurskoðað
friðarsamkomulag, sem fólst í
því að sambandssinnar sættust á
að Sinn Fein tæki þátt í heima-
stjórninni gegn því að IRA hæfi
þegar að vinna að afvopnun í
samvinnu við sérstaka nefnd
undir forystu Chastelains.
ÍÞRÓTTIR
Úr leik Val og Víkings í fyrrakvöld.
Spennan eykst
Heil ninferð fer fram í
úrvalsdeild kvenna í
handknattleik í kvöld,
þar sem vænta má
hörku leikja í jafnri og
spennandi haráttu á
toppi deildarinnar.
Fimm leikir fara fram í úrvals-
deild kvenna í handknattleik í
kvöld, þar sem topplið Gróttu-KR
fær FH-inga í heimsókn á Nesið,
ÍR-ingar Val í íþróttahúsið við
Austurberg, Stjarnan Hauka í
íþróttahúsið í Garðabæ, Fram Aft-
ureldingu í Safamýrina og Víking-
ar IBV í Víkina. Það má búast við
hörkuleikjum á öllum vígstöðv-
um, því nú styttist í lok deildar-
keppninnar sem aldrei hefur verið
eins jöfn og spennandi.
Grótta-KR - FH
Grótta-KR sem komst á topp
deildarinnar eftir 24-26 sigur á
Haukum á sunnudaginn, hefur
sigrað í fimm af sex leikjum sfnum
í deildinni eftir áramótin, eða frá
því þær töpuðu heima fýrir ÍR í
fyrsta leik á nýju ári, með einu
marki. FH-Iiðið, sem byrjaði illa í
upphafi móts hefur heldur verið
að sækja í sig veðrið og hefur ekki
tapað leik síðan 13. nóvember í
fyrra, þegar þær töpuðu með
tveimur mörkum, 22-20, gegn
Stjörnunni í íþróttahúsinu Garða-
bæ. Síðan hafa þær spilað ótta
leiki og unnið sjö þeirra en gert
eitt jafntefli gegn Víkingum. Það
má því búast við hörkuleik á Nes-
inu, en þar vann Grótta-KR sjö
marka sigur, 35-28, á FH í bikarn-
um fyrr í vetur.
VíkingUT - ÍBV
Víkingar, sem taka á móti ÍBV í
Víkinni í kvöld, hafa unnið fjóra
síðustu leiki í deildinni nokkuð
örugglega og nú síðast Val um síð-
ustu helgi með sjö marka mun,
16-23, að Hlíðarenda. Þær hafa
aðeins tapað einum leik í deild-
inni í vetur og var það gegn
Stjörnunni í Garðabæ með eins
marks mun, 16-15, í fyrsta leik
eftir áramót.
ÍBV sem er í sjöunda sæti deild-
arinnar með 17 stig eftir 15 leiki
hefur verið að sækja í sig veðrið
eftir áramótin og þó þær hafi ekki
unnið nema tvo af fimm Ieikjum á
nýju ári eru þær til alls líklegar.
Þær byijuðu nýja árið með því að
vinna Hauka heima með tveimur
mörkum, 22-20, en steinlágu svo
gegn FH í Kaplakrika í næsta leik.
Þá komu tveir tapleikir, gegn
Gróttu-KR og Stjörnunni, sem
þær töpuðu aðeins með eins
marks mun. Á föstudaginn unnu
þær svo Fram með þriggja marka
mun í Eyjum, 28-25, sem var
þeirra sjötti heimasigur í deildinni
í vetur. Ef þær ná svipuðum leik
gegn Víkingum er aldrei að vita
hvemig fer.
Stjaman - Haukar
Af sex leikjum í deildinni eftir ára-
mótin hefur Stjaman unnið fjóra,
en tapað tveimur gegn Val að
Hlíðarenda og 1R í Austurbergi.
Tveir síðustu leikirnir hafa unn-
ist, gegn ÍBV heima með aðeins
eins marks mun og núna síðast
gegn Aftureldingu að Varmá með
fjögurra marka mun, sem verður
að teljast lítið miðað við fyrri ár-
angur Aftureldingar í deildinni í
vetur.
Haukarnir hafa staðið í ströggli
eftir áramót og aðeins unnið tvo
af fimm leikjum. Það var gegn Val
og síðan Aftureldingu í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, þar sem
Haukarnir töpuðu eins og áður
sagði gegn Gróttu-KR með
tveggja marka mun, í sfðasta Ieik á
sunnudaginn. I síðustu viku töp-
uðu þær gegn erkifjendunum FH
f Kaplakrika, þar sem sigurmarkið
var skorað úr aukakasti eftir
venjulegan Ieiktíma. Það er því ör-
ugglega komið að sigurleik í hug-
um Haukanna og öruggt að það
ættu þær að geta í Ásgarði, þar
sem þær eru þaulvanar að kljást
við Stjörnurnar í úrslitakeppnum
síðustu ára. Það er því örugglega
hægt að lofa hörkuleik, þar sem
ekkert verður gefið eftir.
ÍR Valur
ÍR-ingar sem fá Val í heimsókn í
Austurbergið í kvöld eru nú í þrið-
ja neðsta sæti deildarinnar með
tíu stig eftir 16 leiki. Liðið byrjaði
vel á nýja árinu með því að vinna
bæði Gróttu-KR og Stjörnuna í
tveimur fyrstu leikjunum eftir
áramótin, en hefur síðan tapað
síðustu þremur leikjum, gegn
Fram, Víking og núna síðast gegn
KA á Akureyri á Iaugardaginn.
Liðið virðist á góðum degi geta
unnið hvaða lið sem er og því
óvarlegt að afskrifa þær gegn Val i
kvöld.
Val hefur ekki gengið vel eftir
áramótin og tapað fimm af sex
leikjum sínum. Þeim hefur aðeins
tekist að leggja Stjörnuna á nýja
árinu og hafa tapað tveimur síð-
ustu Ieikjum gegn Víking í fyrra-
kvöld og Fram í síðustu viku. Það
er klárt að ÍR-stelpurnar munu
ekki taka þær neinum vettlinga-
tökum í Breiðholtinu í kvöld og
öruggt að þar verður hart barist.
A Safamýrinni mæta heima-
menn botnliði Aftureldingar þar
sem hægt er að bóka nokkuð ör-
uggan sigur Framara. Allir leikirn-
ir byrja klukkan 20:00.