Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 1
! Að efla leiðtogahæfileika Konum með reynslu afstjómun gefst nú kosturá námskeiðum í leiðtogaþjálfun þar sem þærfá meðal annars að glíma við óvæntar uppákomur og æfast í að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Hansína B. Einarsdóttir veit allt um málið. „Við hjá ráðgjafarfyrirtækinu Skref fyrir skref erum að fara af stað með leiðtogaþjálfun fyrir konur (STEPS). Það verður ekki bara hér á landi heldur erum við að fara með það til Rússlands líka þar sem mikill áhugi er fyrir því. Verkefnið var kynnt á ráðstefnunni Konur og lýðræði sl. haust. Þarna verða konur þjálfaðar í stefnumótun og framtíðarsýn, nýsköpun og þróun hugmynda og myndun tengslaneta og alþjóðasamskipt- M um. - A hverju hyrjið þið? „Við byrjum á nokkurs konar ævintýraleikjum. I þjóðfélaginu eru alltaf að eiga sér stað óvæntir atburðir sem stjórnend- ur verða að vera viðbúnir. Því verða ýmsar uppákomur settar á svið, bæði úti í náttúrunni og innan húss og þátttakendur eiga að vinna úr þeim. Þar þurfa þeir virkilega að beita sér og nýta sína hæfileika, bæði með sam- keppni og samvinnu. Akvarðanir á réttiun augnablikum - Er þetta námskeið jyrir allar konur? „Við reiknum með því að þær sem sæki námskeiðið hafi reynslu af stjórnun og vilji vinna útfrá þeirri reynslu, þróa hana áfram og efla sína leið- togahæfileika. Þær þurfa að geta tekið góðar ákvarðanir á erfiðum augnablikum, tekist á við það óvænta og verið í sam- starfi við aðra. Tengslamyndun, bæði innanlands og erlendis er mjög mikilvæg, þá er átt við tengsl sem geta fleytt manni áfram í viðskiptalegu tilliti. Það er alltaf gott að þekkja einhvern sem hægt er að ráðfæra sig við og hefur gengið í gegn um það sama og maður er að fást við.“ - Eru þetta nýjungar eða er verið að hnykkja á einhverju sem áður hefur verið kennt í skóla „Oll kennsla á þessum nám- skeiðum er úthugsuð og snýst um að draga fram hina duldu hæfileika hjá fólki og laða fram það besta - virkja ónýttan mann- auð sem býr í konum. Mjög mikið er höfðað til annarra þátta en gert er í skólum og meira unnið með sjálfsþekking- ar- samskipta og tilfinninga- greind. Skólakerfið hefur ekki skilað konum stjórnunarstöð- um, hér á landi eru þær til dæmis í innan við 2% æðstu stjórnunarstaða." Tíu leiðtogar í Moskvu - Hvernig ætlið þið að standa að þessu námskeiðshaldi austur í Rússíá? „Við höfum verið í sambandi við þingmannahóp í Moskvu og þrenn stór samtök sem eru tengd bandarískum og kanadískum fjármögnunaraðil- um svo allvel lítur út með fjár- málahliðina. Þetta eru allt tengsl sem mynduðust á ráð- stefnunni Konur og lýðræði. Við íslensku konurnar munum byrja á að hitta fulltrúa þessara hópa. Síðan höfum við hugsað okkur að mynda tíu kvenna leiðtoga- hóp í Moskvu sem við munum kenna fræðin og þær miðla áfram til kynsystra heima fyrir. Við reiknum með að fara þrisvar út til að fylgjast með, hitta þjálf- arahópinn og Iíka þátttakend- urna í sjálfu verkefninu." Framsýni, næmni, djörfung og raunsæi - Eruð þið ekki líka að kynna eitthvað sem heilir Ttgullinn, segðu mér aðeins frá því? Jú, Skref fyrir skref hefur gert samning við Koestenbaum Institute um sérleyfi til að nota aðferðina Tígulinn við þjálfun stjórnenda. Það námskeið er ætlað bæði konum og körlum og reyndar er hluti þess notaður á Ieiðtogaámskeiðinu fyrir konur sem við ræddum um áðan. Þar eru m.a. gerð persónuleikapróf. Þannig fær hver og einn mynd af sjálfum sér miðað við sjálfs- mat og álit fjögurra annarra sem fá sömu spurningar um hann og hann sjálfur. Tígullinn er byggður upp þannig að menn eru metnir af fjórum megin ásum. Einn ásinn beitir Framsýni, annar Næmni í samskiptum, þriðji ásinn Djörf- ung og sá fjórði Raunsæi. Allt eru það eiginleikar sem leiðtog- ar þurfa að hafa. Viðfangsefni hvers þátttakenda námskeiðsins felst meðal annars í að finna jafnvægið milli þessara fjögurra ása í honum sjálfum, styrkja það sem þarf að styrkja og kannski draga úr öðru. Þannig er hver og einn að vinna með sinn tígul til að fá það besta fram.“ GUN. s Urval húsgagna á frábæru verði Heimilishúsgögn - Skrifstofuhúsgögn Svefnherbergishúsgögn - Borðstofuhúsgögn Sófasett - Hornsófar... 1 'U GÓLFEFNABÚÐIN traust undirstaða Qölskyldunnar BORGARTÚNI 33 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 561 7800 LAUFÁSGATA 9 - 600 AKUREYRI - SÍMI 461 4910 Flísar í miklu úrvali Forbo parket, korkur H rei n læti stæki, blöndunartæki .T'héj'i/WiiWði: . /tp.;í* .. :i;t' ■ -i u; ifiVW' iíllít1 T'tíiimHÍútdfi'iiHKi‘ff

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.