Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 4
20 - MIÐVIKUDAGU R 9. FEBRÚAR 2000 Staða handboltans hér á landi ermikið rædd þessa dagana, eftir hörmulega útreið ís- lenska karlalandsliðs- ins á EM í Króatíu í síðasta mánuði. Sitt sýnist hverjum, en flestirá því að hand- knattleikshreyfingin í heild þwfi á rækilegri noflaskoðun að halda. Peningateysi háir handboltahreyfingunni en það er ekki nýtilkomið að mati þremenninganna sem Dagur hefur rætt við. Félögin nota fjármagnið i launa- greiðslur t/l leikmanna, þjálfara og svo fá dómarar sitt. Áhorfendum fer fækkandi, áhugi minnkar og erfitt er að fá fólk til starfa. Ábyrgðin hvflir á herðum ör- fárra einstaklinga sem leggja hart að sér til að hatda þessu hálf vonlausa starfi gangandi. Þetta er vandamál handboltans í hnotskurn. Menn tala um hagræðingu hjá félögunum, að þau séu á villi- götum hvað varðar upp- byggingu og þar sé þörf áherslu- breytinga. Menn hafa líka töluverðar áhyggjur af landsliðsmálunum og telja flestir að þar sé ekki staðið rétt að málum og ekki nóg að gert, þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu HSI. Til að ræða málin, hafði Dagur samband við Pál Björgvinsson, fyrrum leik- mann landsliðsins og Víkings, Erlend Isfeld, unglingaþjálfara hjá IR og Guðmund Karlsson, íþróttafræðing og þjálfara meistaraflokks Hauka. Allt kostar peninga Erlendur Isfeld, sem á heiður- inn að því að hafa þjálfað upp þá ungu leikmenn sem nú eru að slá í gegn með meistaraflokki IR, var fyrstur fyrir svörum og sagði um ástandið í landsliðs- málunum að það væri sama hvar litið væri á umræðuna um árangurinn í Króatíu, alla bæri hana að sama brunni. „Peningaleysið í hreyfingunni virðist vera stóra vandamálið, en það er ekkert sem menn voru að uppgötva núna í kringum EM. Það var vitað fyrirfram að hreyfingin hefur þjáðst af pen- íngaskorti og auðvitað hefur það bitnað á landsliðsmálum eins og öðru. Þetta er ekki að- eins vandamál hjá HSI, því flest félögin hafa ljka átt í fjárhags- vandræðum. I dag kostar allt peninga og þar er handboltinn engin undantekning. Félögin þurfa að greiða fyrir alla hluti. Þjálfarar fá greidd laun, dómar- ar eru orðnir hálfgerðir atvinnu- menn og fá dágóða summu fyrir hvern leik. Leikmenn eru flestir á launum og þar erum við kannski að tala um 14-16 Ieik- menn á launaskrá hjá hverju fé- lagi og svona mætti lengi telja. En á móti er peningaleysið al- gjört. Ahorfendum fer fækk- andi, áhugi almennings hefur minnkað og erfitt er að fá fólk til starfa. Það hefur svo haft þær afleiðingar að ábyrgðin hvílir á herðum örfárra einstak- linga sem þurfa að leggja mjög hart að sér til að halda þessu hálf vonlausa starfi gangandi. Þetta á ekki bara við um Iitlu fé- lögin, því ástandið er síst betra hjá þeim stærri, sem að undan- förnu hafa hlaðið upp skuldum. Þetta held ég að sé vandamál handboltans í hnotskurn og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það frekar versna og jafn- vel ganga frá íþróttinni dauðri. Það er því miður mín skoðun að með sama framhaldi verði handboltinn innan tíu ára ein af litlu greinunum í íþróttaflór- unni, kannski á svipuðum slóð- um og blakið er í dag.“ Alliur vilja fá sitt - Hvað er til rdða? „Eg sé ekki fram á að það verði auðvelt að snúa vörn í sókn eins og hugarfarið er í dag. Allir vilja fá sitt og þegar það fæst ekki í handboltanum, þá er víst að menn snúi sér bara að einhverju öðru, enda af nógu að taka og samkeppnin mikil. Eg sé ekki beint fyrir mér að einhverj- ir örfáir hugsjónamenn muni geta afrekað, eða fórnað tíma í það að snúa dæminu við. Eina Ieiðin er því að hreyfingin í heild fari að snúa niður af kröfuhjólinu og fari að vinna með hagsmuni íþróttarinnar í huga. Kapphlaupið við kröfurn- ar er komið út í öfgar og það gerist því miður allt og oft að það sem eitt félag afrekar í upp- byggingu, étur annað upp. Tök- um sem dæmi félag eins og IR, sem hefur lagt mikla vinnu í uppbyggingu yngri ttokka. Það uppbyggingarstarf hefur nú skilað sér inn í meistaraflokkinn með ungum og efnilegum Ieik- mönnum sem eru að brillera í deildinni. Hvað skildum við svo fá langan frið með þessa leik- menn? Það er ansi hætt við því að stærri félögin sem hafa öfl- uga kostunaraðila á bak við sig muni fljótlega banka á dyrnar. Það er líka orðið alvarlegt mál, þegar félögin gefa sér ekki leng- ur tíma til að byggja upp og eru farin að flytja inn leikmenn í „Það erþví miður mín skoðun að með sama framhaldi verði hand- holtinn innan tíu ára ein oflitlu greinunum í íþróttaflórunni, kannski á svipuðum slóðum og blakið er í dag, “ segir einn þre- menninganna. lykilstöður. Þeirri þróun verður að snúa við, því hreyfingin hef- ur í raun ekki efni á því eins og staðan er, hvorki handboltalega né fjárhagslega. Það er hægt að líkja þessari þróun við kapp- hlaup þar sem hlaupið er aft- urábak og þá er illa komið fyrir „þjóðaríþróttinni“.“ -Hvað viltu gera í landsliðs- málunum? „Þrátt fyrir ömurlegt gengi í Króatiu, þá vil ég ekki reka neinn, eða draga neinn til ábyrgðar. Ég vil miklu frekar að menn setjist niður og komist að sameiginlegri niðurstöðu, sem allir sætta sig við. Við verðum að vinna saman á þessum erfiðu tímum, öðruvísi gengur þetta ekki. Auðvitað er ég sár yfir því að Ragnar Óskarsson var ekki valinn í hópinn og reyndar allir ÍR-ingar, sérstaklega þegar við heyrðum rökin hjá Þorbirni, sem voru að hann ætlaði sér ekki út með reynslulausa leik- menn. Þrátt fyrir það voru fjórir leikmenn með færri Iandsleiki að baki. Önnur rök voru líka í þessum dúr, eins og með val á einhverjum hörku varnarmönn- um, sem svo varla komu við sögu á mótinu. Vonandi stendur Þorbjörn við það sem hann sagði eftir mótið að nú væri kominn tími til að yngja upp, eftir því bíð ég spenntur," sagði Erlendur. Stj ómimarmistök Jjjálfarans Guðmundar Karlsson, íþrótta- fræðingur og handknattleiks- þjálfari til margra ára telur að nokkrir samverkandi þættir hafi valdið slæmum árangri lands- liðsins í Króatíu. „I fyrsta Iagi má nefna umgjörðina í kringum landsliðið sem er mjög veik. Hún hefur reyndar verið veik áður og þess vegna tel ég það aðeins vera hluta af skýring- unni. I öðru lagi er landsliðs- þjálfarinn að velja til leiks lið sem að mínu viti er ekki leik- hæft svo stuttu fyrir mótið. I al- þjóðlegum bolta sem er þetta jafn, þá gengur það alls ekki upp og því voru það stór mistök þjálfarans að velja viðkomandi leikmenn, sem alls ekki voru hundrað prósent leikhæfir. Ég held samt að allir geti verið sammála um að kjarni hópsins sé okkar bestu leikmenn þegar allt er í lagi, en svo var alls ekki að þessu sinni. Ég tel því að stærsti hluti vandans séu tví- mælalaust stjórnunarmistök þjálfarans, sem hafði töluverð- an tíma til að skoða leikmenn, bæði hér heima og erlendis, til að velja sinn sterkasta hóp.“ Sammála Þorbimi „Ég er samt sammála Þorbirni um að enginn gat fullyrt um það fyrirfram hvort árangur hefði orðið betri eða verri, ef hann hefði valið aðra leikmenn. En mín skoðun, miðað við ástand sumra Ieikmannanna, er sú að það var ekki forsvaranlegt mið- að við mikilvægi verkefnisins að velja þá í hópinn. Ég tel að þarna hafi hann einblínt um of á þann möguleika að þessir sömu leikmenn myndu þrátt fyrir líkamlegt ástand klára dæmið á reynslunni einni sam- an. Mér finnst að þar hafi hann teygt sig allt of langt og að strax í byrjun janúar hefði hann átt að endurskoða leikmannamálin. Hann hafði allan veturinn fram að áramótum til að skoða Ieik- mennina bæði hér heima og ytra og hefði hæglega getað séð að þessir leikmenn voru ekki til- búnir. Hann var hreinlega með allt of marga lykilmenn sem eru ekki leikhæfir. Það kom líka í ljós að hann var að leggja allt of mikið undir með þessa menn og það voru stóru mistökin." Ekki fagleg vinnubrögð -Hverning telurðu þá að Þor- björn hefði átt að standa að vali leikmanna? „Það er alltaf spurning hvaða leikmenn eiga að vera í hópnum og endalaust hægt að gagnrýna það. En þar eiga fyrst og fremst fagleg vinnubrögð að ráða ferð- inni. Faglegt mat verður að fara fram, sem sýnir okkur stað- reyndirnar um ástand leik- mannanna og ef þjálfarinn hef- ur ekki tök á að gera það sjálfur þá ætti að vera auðvelt að fá til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.