Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2 0 0 0 -19
XWiir'.
LIFIÐ I LANDINU
Eru „atvinnuréttindi“
Bónusbarna, Kaup-
þings og Burðaráss á
íslandsmiðum eilíf og
óumbreytanleg stað-
reynd vegna þess að
nauðsynlegt er að
stjórna fiskveiðum?
Hvað segja Burðarás,
Bónusbömin og
Kaupþing fyrir dómi?
í raun gerðist ekkert við hin
svokölluðu aldamót þegar árið
2000 gekk í garð. Nema einu
núlli var bætt við gróða sæ-
greifanna. Nú tölum við ekki
um hundruð milljóna, heldur
þúsundir milljóna. Annað
hefur ekki breyst. Ekki að
minnsta kosti hvemig ráða-
menn okkar drepa málum á
dreif.
Kjariii málsins
Islenska þjóðin, fjölmiðlar og
þeir ráðamenn sem á annað
borð kæra sig um að taka þátt
í opinberri rökræðu (en þeim fer fækkandi)
ættu að vita betur. I hinni svokölluðu „kvóta-
deilu“ verður að halda aðskildum tveimur
mikilvægum málefhum.
Annað þessara málefna er stjórn fiskveiða
við Island.
Hitt þessara málefna er aðferðin við að út-
hluta réttinum til að sækja á miðin umhverfis
Island - eftir að leikreglur fiskveiðisljómunar
hafa verið samdar.
Dómar Hæstaréttar í Valdimarsmálinu, og
Héraðsdóms Vestíjarða f Vatneyrarmálinu,
snúast EKKI, endurtek, EKKI, um rétt stjórn-
valda til að stjórna fiskveiðum við landið. Þau
hafa fullt og óskorað leyfi til að ákveða aflahá-
mark íyrir tilteknar fiskitegundir, lýsa yfir tak-
mörkunum á veiðisvæðum, banna eða tak-
marka not ákveðinna veiðarfæra. Skorti eitt-
hvað á í þeim efnum geta þau hæglega aflað
sér lagaheimildar nú þegar.
í dómsorðum Hæstaréttar í Valdimarsmál-
inu er meira að segja tekið sérstaklega fram að
stjómvöld hafi til þess fullan rétt að gæta al-
mannahagsmuna með því að stjórna fískveið-
um með lögum.
Hvers vegna er þá stöðugt verið að mgla
þessu tvennu saman af hálfu ráðamanna okk-
ar?
í skugga Davíös
Forsætisráðherra var svo ólánssamur að missa
sig í þessa rökleysu í margfrægu sjónvarpsvið-
tali. Síðan hefur hver talsmaður ójafnaðar-
kerfísins á fætur öðmm stigið fram til að veija
sægreifagróðann með tilvísun í fiskveiðistjórn.
Sjávarútvegsráðherra mglaði markvisst og af
eindregnum brotavilja með fiskveiðistjórn og
sægreifagróða í viðtali á Bylgunni á mánudag.
Tómas Ingi Olrich skýrði frá því á Skjá einum
að heimurinn dáðist að þessu fyrirmyndar-
kerfi Islendinga. Svo? Getur verið að hann
hafi verið að vísa í fiskveiðistjóm, en ekki það
hvemig við höfum afhent örfáum útvöldum
einstaklingum svimandi íjárhæðir með ríkisút-
hlutun réttar til að veiða? Hvers vegna hafa
Norðmenn ekki uppgötvað fegurðina í því að
búa til olíufursta eins og við sægreifa?
I öllum málflutningi ráðamanna síðustu
daga gengur á með þessum ósköpum: sæ-
greifaveldið er varið með skírskotun í nauðsyn
þess að stjóma fiskveiðum.
Málið er einfalt
Hver sá sem les dóm Hæstaréttar í Valdimars-
málinu og ruglar samt með málin á þennan
hátt gerir sig sekan um markvissa viðleitni til
að slá ryki í augu almennings. Því málið er
einfalt. Það sem Hæstiréttur gerði athuga-
semd við, og Héraðsdómur Vestljarða tók
undir var þetta: ÞOTT ástæða hafi verið til á
sfnum tíma að setja reglur um „kvótakerfi",
VAR EKKI ástæða til að festa í sessi til fram-
búðar ójafnræði, þann rétt sem sumir fengu
þá til að sækja í fiskistofnana, en aðrir ekki.
Um jietta snýst málið
Hvers vegna eiga þeir útvöldu sem nutu afla-
reynslu á Islandsmiðum á stuttu tímabili fyrir
nærri tveimur áratugum að hafa EILIFT
ókeypis leyfi til að fiska meðan aðrir lands-
menn hafa það ekki? Og selja þennan rétt
hæstbjóðanda hvenær sem kemur „tími á
breytingar11?
Málið er ekki flóknara en spurningin um
þetta. Hvers vegna?
I allri þokunni glittir í þau rök að „ekki hafi
verið bent á annað kerfi sem skapar íslensku
þjóðinni jafn mikinn arð af fiskveiðum".
Hvaða dómadags bull er að halda því fram að
eina leiðin til að þjóðin njóti arðs af Islands-
miðum sé að gefa útvöldum einstaklingum
svona rétt?
Eigum við að trúa því að þjóðkunnir at-
hafnamenn í Samherja hefðu ekki getað dreg-
ið bein úr sjó ef 10% af því gjaldi sem þeir
hafa greitt öðrum útgerðarmönnum fyrir
kvóta hefðu runnið til almennings? Eða jafn-
vel 20%?
Hefði Þorsteini Vilhelmssyni fallist hendur
við þá tilhugsun að hafa aðeins 2000 milljónir
úr úr Samheija en ekki 3000?
Og hvað með þá frændur sem eftir sitja?
Skiptir sköpum fyrir athafnasemi þeirra hvort
10-20% af því verði sem þeir greiða öðrum út-
gerðarmönnum fyrir kvóta heitir „auðlinda-
gjald“, eða „sægreifagróði" sem starfsbræður
þeirra stinga í vasann? Að sjálfsögðu ekki. En
fyrir allan almenning sem rekur skóla, sjúkra-
hús og samgöngukerfi myndu jafnvel bara
10% af lausnarfé f sæmilegu útgerðarfyrirtæki
skipta máli. Fyrir slíkar upphæðir loka menn
geðdeildum.
£r verið að imdirbúa einkavæðingu?
Margumræddur Þorsteinn Vilhelmsson fékk
2500 milljóna króna forgjöf að núvirði þegar
kvótakerfið var sett á. (Einn örfárra sjómanna
við ísland, nær allir hinir kvótaþegarnir voru
útgerðarmenn.) Sami Þorsteinn fer nú út
með 3100 milljónir. Þessa forgjöf fékk hann,
eins og aðrir sem úthlutað var, þegar kvóta-
kerfið var sett á til að bjarga fiskistofnunum
frá ofveiði. Forgjöfina fékk hann eins og aðrir
í verðlaun fyrir „veiðireynslu" á Islandsmiðum
nokkra mánuði á undan. Má ekki segja með
fullri sanngimi að nú hafi sú „reynsla" verið
að fullu greidd?
Endauleg einkavæðing miðanna?
Fróðlegt verður að fylgjast með þeim slag sem
kann að verða tekinn þegar teflt er saman
„jafnræðisreglu“ stjórnarskrárinnar og „at-
vinnuréttindum" útgerðarmanna. Það verður
mikið eíhi í bálköst rökræðunnar þegar stjóm-
arformaður Burðaráss, Bónusbömin og Kaup-
þing skunda fyrir dómara til að veija „atvinnu-
réttindi" sín á íslandsmiðum gegn kröfunni
um jafnræði þegnanna. Hópurinn mun þá
væntanlega skírskota til „veiðireynslu" sinnar í
upphafi nfunda áraturgarins? Og hóta því að
verðfella bréfin sín? Sá átakapunktur snýst
um hvorki meira né minna en einkavæðingu
auðlindarinnar.
Hvers vegna neita ráðamenn okkar í sífellu
að takast á við spurninguna um jafnræði
þegnanna og hvernig hagkvæmt stjómkerfi
fiskaveiða fullnægir kröfunni um það? Er það
vegna þess að markmiðið sé einmitt þveröf-
ugt: að koma Islandsmiðum f einkaeign, full-
komlega og endanlega, með hveijum þeim
ráðum sem tiltæk eru?
UMBUÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
IMENNINGAR
LÍFIfl
Stefángerður
heiðursfélagi
Undirbúnings-
vinna stendur nú
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
yfir hjá öllum að-
ildarfélögum FORM ÍSLAND
vegna hönnunarsýningar sem
haldin verður á Kjarvalsstöðum
í haust í samvinnu við Reykja-
vík menningarborg.Hér er um
að ræða viðamikla sýningu á ís-
lenskri hönnun og verður í
fyrsta sinn skoðuð þróun ís-
Viðurkenningin afhent.
lenskrar hönnunar á síðustu
öld, auk þess sem íslenskri nú-
tímahönnun verða gerð skil.
Nýlega var haldinn fundur
sem jafnframt var liður í undir-
búningi FORM ÍSLAND að
þessari hönnunarsýningu. Við
það tækifæri var Stefán Snæ-
bjömsson, húsgagna- og inn-
anhússarkitekt og deildarsér-
fræðingur í menntamálaráðu-
neyti, gerður að heiðursfélaga
FORM ÍSLAND en hann rak
teiknistofu á árunum 1969-
1990. Stefán er einnig formað-
ur stjómamefndar hins ný-
stofhaða Hönnunarsafns í
Garðabæ.
Sígild bókmenntaverk og sjaldgæfar
útgáfur er að finna á þessari slóð.
12 milljómr síðna
Á Gallica 2000, vefsetri
frönsku þjóðarbókhlöðunnar,
er hægt að nálgast 35.000 verk
án endurgjalds. Með því að
fara inn á slóðina http://gall-
ica.bnf.fr/ fæst aðgangur að 12
milljónum síðna af margs kon-
ar efni, sígildum bókmennta-
verkum, sjaldgæfum útgáfum,
orðabókum og myndasöfnum.
Höfundarréttur gildir eldd um
verk sem þeir höfundar eiga
sem létust fyrir 70 árum eða
^rncira.____________________
Sögur lir símaimm
Oft gerist það að síminn hér á rit-
stjórn Dags fer að hringja ótt og
títt á níunda tímanum á lcvöldin.
Þá eru helstu fréttatímar afstaðn-
ir, þar sem greint hefur verið frá
helstu tíðindum dagsins og því
sem á þjóðarsálinni brennur. Það
er fólk sem svellur móður yfir
heimsins óréttlæti sem hefur sam-
band við okkur á Degi og hvetur
okkur til þess að skrifa um þetta
og hitt þjóðþrifamálið. Raunar er
þetta réttláta fólk að hringja í okk-
ur - og sjálfsagt á alla íjölmiðla -
allan daginn og hefur það ævin-
lega nokkuð til síns máls. Eða hvað?
MEIUNIIUGAR
VAKTIIU
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Hávaði og heilhrigt kynlíf
Hingað hringdi til mín í fyrri viku eldri
maður og sagði það hreint út að ástandið
væri slíkt „að þetta gengi ekki, bara alls
ekki,“ einsog hann komst að orði. Formál-
inn að þessari orðræðu var alllangur, en
það sem á manninum brann var að hon-
um líkar ekki tónlistin, eða öllu heldur há-
vaðinn, sem spilaður er í þættinum Sam-
félagið í nærmynd sem er á dagskrú Ut-
várþsiús á.iúörgnana. Það liggúr.í augum
uppi að blaðamaður á Degi hefur
ríkulegt íhlutunarvald um tónlist í
þættinum - og áður en ég gríp tíl
aðgerða hvet ég þau Jón Ásgeir og
Sigurlaugu umsjónarmenn þáttar-
ins að hugsa sinn gang og gera
nokkra bragarbót þama á.
Þá hafði einnig samband við okk-
ur á dögunum virðuleg Jcona á Ak-
u reyri og hafði mörg orð um kvn-
lífsþáttinn sem er í Degi á hveijum
laugardegi. Þessi mæta kona telur
að þáttur þessi endurspegli al-
menna úrkynjun í kynlífi þjóðár-
innar og að hjónaherbergislíf land-
ans sé alls ekki einsog Ragnheiður Eiríks-
dóttir kynlífsfræðingur Dags lýsir því og
leiðbeinir um. „Eg og maðurinn minn telj-
um okkur lifa tiltölulega heilbrigðu og
eðlilegu kynlífi, og svona gerum við að
minnsta kosti ekki," sagði konan og létti
ærlega á hjarta sínu. Eftir sit ég hinsvegar
með þá spurningu hversvegna sé verið að
demha þessum yfírlýsingum yfir mig.
Þar sem aljijóð heyrir
Maður í Hafnarfirði hringdi í mig um dag-
jnn og hvatti mig tjl.að taka í lurginn á
Greinarhöfundur á
símavaktinni. Blaða-
menn fá hringingar
um hin undarlegustu
mál allan guðslangan
daginn og frá því seg-
ir hér í greininni. Þjóð-
arsálin hefur sam-
band.
Sjóvá-Almennum vegna okurvaxta á lán-
um þeirra. Eg kvaðst munu skoða málið
og skrifa um það ef ástæða væri til. Þá
hafði Akureyringur samband við mig ekki
alls lyrir löngu og hvatti okkur á Degi til
þess að skriíá hástemmda grein í ung-
mennafélagsanda sem yrði hvatning til
bæjarhúa Akureyrar að versla ekki við (\t-
irtæki í eigu utanbæjarmanna, svo sem
Húsasmiðjuna, Hagkaup og Pennann svo
nokkur lyrirtæki séu nefnd. Þetta eru að-
eins örfá dæmi um sérstæðar símhringing-
arscm á mér hafadunið að undanförnu.
Þjóðarsálin var til Ijölda ára einn vinsæl-
asti þátturinn á dagskrá Rásar 2 og þar
gafst fólki kjörið tækifæri til þess að létta á
hjarta sínu um allt það sem því þótti mið-
ur fara í þjóðfélaginu. Þátturinn hefur nú
verið tekinn af dagskrá, því miður. Væri
eklci kjörið að setja Þjóðarsálina aítur á
dagskrá þannig að þeir sem þurfa að scgja
meiningu sína fái til þess vettvang þar sem
alþjóð heyrir. Nema þá að mál hafi æxlast
svo að ég sé arftaki Stefáns Jóns Hafstein
og stjórni Þjóðarsálinni á Degi.
sigurdtit@dogur.is