Dagur - 04.03.2000, Page 4
é-LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
FRÉTTIR
Vaxandi árekstra-
hætta í háloftum
Leyniplagg í Brussel.
Flugumferö sífellt að
aukast. Öryggiö á oddinu.
Stefnir í miklar seiukauir
á flugi í sumar.
Svo virðist sem hætta á árekstrum flug-
véla á flugi í Evrópu sé sífellt að verða
meiri samfara aukinni umferð. Þá hef-
ur vaxandi umferð flugvéla haft í för
með sér meiri seinkanir í flugi en vcrið
hefur. I leyniplaggi franskra flugmála-
yfirvalda sem hirt var á fundi evrópskra
samgönguyfirvalda í Brussel fyrir
skömmu kom fram að skráð tilfelli þar
sem lá við árekstri flugvéla hefðu auk-
ist um 50% í fyrra. Þessi þróun hefur
valdið flugmálayfirvöldum miklum
áhyggjum og viðbúið að þau verði á
tánum þegar umferðin eykst til muna
yfir sumarleyfistímann þegar Evrópu-
búar og meðal annars íslendingar
fljúga í stórum straumum í sumarfríið.
Öryggið á oddinn
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að
flugmálayfirvöld séu að fást við aukna
flugumferð og þau vandamál sem því
séu samfara. Hann áréttar þó að það sé
ásetningur flugmálayfirvalda hér sem
annars staðar í Evrópu að viðhalda öll-
um kröfum og stöðlum til hins ítrasta
að tryggja sem mest flugöryggi. Hins
vegar má reikna með því að áreksta-
hættan sé meiri á þeim svæðum þar
sem flugumferðin sé einna mest. Hann
leggur þó áherslu á að þessi tilvik séu
mismunandi alvarleg og af mismun-
andi toga. Þá hafa menn hérlendis ver-
ið blessunarlega lausir við slík tilvik,
þótt aldrei sé hægt að fullyrða neitt um
framtíðina í þeim efnum. Flugmála-
stjóri segist þó ekki kannast við að hafa
séð né heyrt af skýrslu franskra flug-
málayfirvaída um að árekstrahættan á
þeirra svæði hefði aukist um allt að
helming í fyrra frá fyrra ári. Aftur á
móti undrast hann það ekki þótt að
fjöldi þessara tilvika aukist eftir því sem
verið sé að reyna að nýta afkastagetu
flugstjórnarkerfisins til hins ítrasta.
Stefnir í erfítt sumar
Hann segir að flugmálayfirvöld hafi
einna mestar áhyggjur af öllum þeim
töfum sem aukinn flugumferð hefur á
allt flug, bæði í Evrópu og í Bandaríkj-
unum. I þeim efnum óttast menn eink-
um að miklar tafir geti orðið á flugi í
sumar einfaldlega vegna þess að þá
verði umferðin svo mikil að það verður
ekki pláss til að koma öllum flugvélum
í loftið á réttum tíma. Hann segir að
hluta til stafi þetta af því hversu flug-
stjórnarsvæðin í Evrópu séu mörg og
þvf gengur stjórnunin ekki eins greið-
lega fyrir sig. I heild munu flugstjórn-
arsvæðin verða um 50 talsins. Hinsveg-
ar sé unnið að því að fækka þeim í Suð-
vestur-Evrópu og jafnvel á Norðurlönd-
um. — GRH
FRÉT TA VIÐTALIÐ
þeir sáu Dag. Ástæðan er sú að
þar var lítil frétt um að Davíð
Oddson væri að sækja um ein-
býlishúsalóð í Skerjafirðinum.
Sem kunnugt er er stutt milli
Skerjafjarðar og Reykajvíkur-
flugvallar og telja andstæðingar
vallarins sig vera að fá þama
traustan og áhrifamikinn banda-
mann, þvl þó Davíð búi nú nálægt flugvellinum
á Lynghaganum þá sé truflunin frá honum ekki
nema brot af þvl sem verði ef Davíð flytur í
Skerjafjörðinn...
Eim ræða pottverjar þreytuna í
stjórnarsamstarfinu og ágreins-
ingmálm sem aftur og aftur virð-
ast gjósa upp. Nú er það framsal
á greiðslumarki í sauöíjárrækt. í
pottinum er fullyrt að nokkuð
þungt sé í Guðna Ágústssyni og
mörgum framsóknarmönnum
vegna málsins og fullyrt að ýms-
ir telji þetta tilraun sjálfstæðismanna til að
ráðskast full inikiö með málaflokk sem búið var
að fela framsókn að fara með. Einn framsóknar-
maður orðaði það svo að „þetta væri enn einn
dropinn og dropinn holar steininn". Var liami
þar að vlsa til stjómarsamstarfsins...
Og talandi um framsóknarmeim.
Valgerður Sverrisdóttir hefur átt
sterka imikomu að dómi flokks-
maima sirnia og hermt er að fjöl-
mörgum gamalgrónum flokks-
mönnum á landsbyggðinni, sem
vom svona í meðallagi hrifnir af
einkavæðingarvilja Finns Ing-
ólfssonar, hafi lilýnað um lijarta-
rætumar þegar Valgerður lýsti því yfir á dögun-
um að ef menn sæju fram á að fákeppni eða ein-
okun blasti við, þá væri skömminni skárra að
það væri ríkiseinokun en einokun ehikaaðilal...
1/algerdur
Sverrisdóttir.
Guðni
Ágústsson.
Runólfur
Ólafsson
framkvœmdastjóri FÍB
Enn telja tryggingafélögin
þötfá iðgjáldahækkun bíla-
trygginga vegna stóifjölgunar
umferðarslysa ogbækkunar á
bótum.
Umferðin hættulegii en eiturlyfm
- Fellst FÍB d það að iðgjöldin séu allt of;
jafnvel 50% ofldg?
„Það er ekki nýr kór sem þarna heyrist í.
Það er skemmst að minnast þess að árið
1996, þegar tryggingafélögin sáu ástæðu til
að lækka tryggingaiðgjöldin um 25% vegna
samkeppni, að þá kom svipuð nóta um
hækkunarþörf frá aðalfundi Sambands fsl.
tryggingafélaga.
Að vísu verður þó ekkert Iitið fram hjá því,
að ástandið í umferðinni er hérna fyrir neð-
an allar hellur og mikið áhyggjuefni. Eg vil
ekki draga úr því að það verður að gera eitt-
hvað í þessu ástandi í samfélaginu. Það er
auðvitað fyrir neðan allar hellur að við séum
með þennan mikla fórnarkostnað í umferð-
inni, það gengur bara ekki upp. Það er ekki
þar með sagt að ástæða sé til þeirra verð-
hækkana sem þeir eru þarna að boða.“
- Sjdið þið einhver róð?
„Auðvitað eru ýmis ráð. En við höfum
horft upp á að eftirlit og löggæsla hafa dreg-
ist saman ef eitthvað er. Fé til framkvæmda
er skorið niður þar sem þörfin er mest, þ.e.
hér á höfuðborgarsvæðinu. Margt af því
sem helst er til úrbóta stendur því upp á yf-
irvöld. Síðan eru grunnþættir eins og
kennsla og raunar jrað veganesti sem börn-
in fá út í lífið og umferðina frá heimilunum,
því miður ekki nógu jákvætt. Það er óþol-
andi að það skuli viðurkennd staðreynd að
25% ungmenna sem hefja akstur séu að
lenda í ákomum og slysum fyrstu 2 árin.
Hér eru þó engar markvissar aðgerðir í
gangi af hálfu yfirvalda. Fyrir síðustu kosn-
ingar var lofað háum upphæðum til að
takast á við eiturlyfjavandann og þá hættu
sem ungu fólki stafar af fíkniefnum. En
umferðin er miklu hættulegri vettvangur
unga fólksins en nokkru sinni eiturlyfin. Og
þar eru ekki boðaðar neinar sérstakar að-
gerðir og ekld Iofað neinum fjármunum, Iíkt
og t.d. Blair-stjórni boðar í Bretiandi. En
Jrað er eins og þetta sé ekki einu sinni
áhugamál íslenskra stjórnmálamanna - á
sama tíma og við erum að horfa upp á milli
20-30% aukningu slysa- og eignatjóna í um-
ferðinni á síðasta ári. Og stærsti hlutinn er
hér á höfuðborgarsvæðinu."
- Hvemig ganga FBÍ-tryggingarnar?
„Það verður að segjast eins og er, að sam-
keppnisaðilum sem vinna saman undir
handarjaðri SIT hefur tekist að halda sam-
keppninni verulega niðri. Einhver 5%
markaðshlutdeild er of lítið til að halda
markaðinum almennilega á tánum. I Ijósi
reynslunnar frá 1996 spyr maður sig engu
að síður; hvað væri að gerast hérna á mark-
aðnum væri þó ekki Jæssi vísir að sam-
keppni.“
- Hvað geta hensínhækkanir gengið
langt?
„Það er varla hægt að ganga lengra, lítrinn
af 95 oktan, sem flestir nota, er kominn í
tæpar 90 krónur. Frá ársbyrjun 1999 hefur
bensín á heimsmarkaði hækkað um 200%.
Við erum auðvitað að súpa seyðið af þessari
gífurlegu hækkun.
Breytt skattheimta er smá ljós í myrkrinu.
Sami bensínlítri væri nú kominn í tæpar 96
krónur hefði vörugjaldinu ekki verið hreytt á
haustmánuðum, úr prósentu í fasta krónu-
tölu. Þessi breyting J>ýðir um 200 milljónir
síðan í október. Ef við hugsuðum okkur
þetta til eins árs, miðað við núverandi verð,
þá samsvarar það 1 milljarði í Iægri skatt-
heimtu. Skattar af bílum og umferð hafa
verið að vaxa um 3-5 milljarða á ári undan-
farin 2-3 ár og þeir voru orðnir um eða yfir
30 milljarða í fyrra.“ — HEI