Dagur - 04.03.2000, Page 5

Dagur - 04.03.2000, Page 5
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 5 Xk^ur' FRÉTTIR Stefnir í verkfall um allt land 30. mars Pétri Sigurðssyni, forseta AV, var mikið niðri fyrir þegar niðurstaða for- mannafundar VMSÍ og U var kynnt í gær. - mynd: teitur Verkamaimasamband íslands og Laudssam- band iðnverkafólks eru byrjuð undirbúning verkfalls. Leitað til er- lendra sambanda ef verkfallssjóði þrýtur. Formannafundi Verkamannasam- bands Islands og Landssambands iðjufélaga lauk um miðjan dag í gær og þá var boðað til frétta- mannafundar. Þar skýrðu þeir Björn Grétar Sveinsson, formaður sambandsins, og Sigurður Ingvars- son, formaður Alþýðusambands Austurlands, frá því að VMSI og Li stefni á allsherjarverkfall félaga í sambandinu, nema félaganna þriggja í Flóabandalaginu, BO. mars nk. ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Aðgerðanefnd VMSI lagði til á fundinum í gær að aðild- arfélögin setji í atkvæðagreiðslu tillögu um boðun verkfalls. Taln- ing atkvæða fari fram samtímis í öllum félögunum 21. mars og síð- an hefjist verkfall ef til kemur þann 30. mars. I aðildarfélögum VMSÍ og Li eru milli 18 og 19 þús- und félagar og félögin eru 39. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSl, sagði að launakrafa þessara sambanda væri að taxtar hækkuðu um 15 þúsund krónur á mánuði, klippt og skorið. Hann sagði að í þeim stuttu og gagnslitlu viðræðum sem samböndin áttu við atvinnurekendur, áður en upp úr slitnaði, hafi það komið sér á óvart hve lítið atvinnurekendur buðu. Það hefði verið á milli 2 og 3 þús- und króna hækkun á mánuði. Björn sagði að það sldpti engu máli í þessu sambandi hvað gerðist hjá Flóabandalaginu. VMSI og Li yrðu að halda sinni stefnu. Komið að verkafólM Þeir Björn Grétar og Sigurður Ingvarsson sögðu að síðan þjóðar- sáttin var gerð 1990 hafi það kom- ið í hlut verkafólks að viðhalda henni með því að samþykkja að launum væri haldið niðri á meðan verið væri að byggja atvinnugrein- arnar upp. Nú væri sú uppbygging búin og tími til kominn að verka- fólk fengi umbun fyrir sinn þátt í þessu öllu saman. I ljósi frétta af launum manna f þjóðfélaginu, sem hefðu fengið til sín sjóði ríkisins sem vinnandi fólk hafi skapað, væru kröfur þeirra ekki háar. Þama áttu þeir við FBA ævintýrið allt saman. Þeir voru þá spurðir hvort það hefðu ekki verið mistök hjá þeim að fara ekki fram á meiri hækkun en 15 þúsund krónur og sagði Sig- urður Ingvarson að það gæti vel verið að um mistök hefði verið að ræða. Það sem fyrst og fremst myndi stöðvast ef til verkfalls kæmi væri öll landvinnsla á fiski umhverfis landið, mjólkurvinnsla hvers kon- ar, þjónustustarfsemi og iðnaðar- framleiðsla. Þeir félagar sögðu verkfallssjóði félaganna veika. „En ef með þarf getum við leitað til systrasambanda okkar á Norð- urlöndum og víðar eftir styrk,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. - S.DÓR Steingrímur J. Sigfússon. Virkjunm aftur áþing Fundir Alþingis hafa legið niðri alla þessa viku vegna þess að nefndarvika hefur verið hjá Al- þingismönnum. Þingfundir hefj- ast á mánudag og má búast við íjöri á þingi í næstu viku. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að strax á þriðjudaginn væru Vinstri-grænir búnir að biðja um utandagskrárumræðu um Þjóðminjasafnið og uppákomurn- ar þar. Þá sagði hann að VG væri að leita leiða til að taka Fljótsdals- virkjunarmálið upp aftur því nú væri ljóst að framkvæmdir við ál- ver í Reyðarfirði muni teljast um heilt ár og því tími til að láta Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat. Sömuleiðis sé al- veg óvíst hvort Norsk Hydro hafi nokkurn áhuga lengur íyrir álver- inu eftir það sem gerst hefur síð- ustu dag. Sjálfsagt verða fleiri mál sem tekin verða fyrir utan dagskrár í næstu viku ef að líkum lætur. - S.DÓR Séra Giinnar suður Á grundvelli úrskurðar áfrýjunar- nefndar þjóðkirkjunnar hefur bisk- up Islands, herra Karl Sigurbjörns- son, ákveðið að sr. Gunnar Bjöms- son, sóknarprestur í Holtspresta- kalli í Isaljarðarprófastdæmi, fær- ist til í starfi frá og með 1. apríl nk. Mun sr. Gunnar starfa á vegum biskups við margvfsleg sérverkefni. Starfsstöð hans verður á höfuð- borgarsvæðinu og því er hann ekki á leið að Bergþórshvoli, eins og rætt var um í sambandi við sáttar- tilboð áfrýjunamefndar í byrjun þessa árs, sem málsheljendur í Onundarfirði höfnuðu þar sem í því tilboði fólst að fallið yrði frá ásökunum á hendur sr. Gunnari. Biskup og Gunnar áttu sáttafund í Sr. Gunnar Björnsson. málinu í gær, samkvæmt því sem blaðið kemst næst. Frarn að 1. apríl mun sr. Gunn- ar áfram gegna sama starfi og und- anfarna þijá mánuði, þ.e. sinna sérverkefni við þýðingar á kirkju- legu efni úr norsku. Þá hefur sr. Gunnari verið gefinn kostur á að tjá sig um tilmæli áfrýjunarnefnd- ar um að honum verði veitt áminn- ing. Embætti sóknarprests í Holti í Onundarfirði verður auglýst fljót- lega. Holt í kvennahöndum Prestsþjónustan í Holtsprestakalli hefur verið falin prófasti ísafjarð- arprófastdæmis, sr. Agnesi Krist- jánsdóttur, og sóknarpresti Þing- eyrarprestakalls, sr. Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, eins og und- anfarna þrjá mánuði, og gildir það þar til nýr sóknarprestur hefur ver- ið skipaður. - GG Keikó fær aukið frelsi. Keiko hleypt úr kvínni Háhyrningnum Keikó var sleppt úr kvínni í Klettsvík í gærmorgun og út í afgirt svæði, 20 sinnum stærra en kvíin. Svæðið er á við 20 knattspyrnuvelli. Keikó fór þó varlega í ferðir úr heimkynn- um sínum til nærri tveggja ára. Stefnt er að þvf að sleppa Keikó alfarið út í náttúruna í sumar. Sólveig kallar á þjóðarvákningu Dómsmálaxáðherra viU efla umferðardeild RíMslögreglustj óra. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra segir að slys í umferðinni að undanförnu veki upp áleitnar spurningar um hvert stefni í þess- um málum, þau séu mikið áhyggjuefni, sem krefst bæði skoð- unar og aðgerða. „Eg legg áherslu á að við tökum á þessum málum og er nú unnið í ráðuneytinu að átaki til bættrar umferðarmenningar. Eg hef lagt áherslu á að auka fjárframlög á fjárlögum til löggæslunnar og það gekk eftir í síðustu Ijárlögum, sem hefur m.a. í för með sér Ijölgun lögreglumanna. Tillögur ráðuneyt- isins miða einnig að því að efla starf Iögregl- unnar og auka vegaeft- irlit. Ég tel m.a. að efla þurfi um- ferðardeild Ríkislög- reglustjóra- embættis- ins,“ segir Sólveig. Hún segir að með Ijölgun í lögregluliðum verði lögreglustjórum gert kleift að auka enn umferðareftirlit. „Fyrst og fremst tel ég þó að ákveðin þjóðarvakning verði að eiga sér stað. Islensk umferðarmenning einkennist af flestu öðru en tillit- semi og varkámi. Við þurfum að stuðla að hugarfarsbreytingu, m.a. með áróðri og lifandi umræðu. En hafa verður í huga að mikilvægar breytingar hafa átt sér stað á síð- ustu árum sem stuðla að öruggri og agaðri umferð. Punktakerfið felur í sér mun meira aðhald og einnig hefur sektarinnheimta lög- reglunnar verið bætt til muna og er nú mun skilvirkari en áður.“ En hafa fjárframlög til vegaeftir- lits ekki verið dregin saman? „Þau hafa ekki verið dregin saman, þvert á móti hafa framlög til lög- gæslunnar verið aukin. Töluverðar skipulagsbreytingar hafa hins veg- ar átt sér stað, t.d. í kjölfar stofn- unar embættis Ríkislögreglustjóra. Þar starfar sérstök umferðarmála- deild, sem býr t.d. yfir ágætum búnaði til hraðamælinga og ölvun- armælinga," segir dómsmálaráð- herra. — FÞG 25 milljónir í atvinnuleikhús Menntamálaráðherra hefur að fengnum tillögum Leiklistarráðs út- hlutað 25 milljónum króna til níu atvinnuleikhópa. Alls bárust um- sóknir frá 37 aðilum til 48 vérkefna. Hæsta styrkinn, 10 milljónir, fær Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, og Leikfélag Is- lands í Iðnó fær 4 milljónir. Bæði þessi leikhús eru á sérstökum starfssamningi. Aðrir hópar eru Möguleikhúsið með 2,5 milljónir, Á mörkunum, sem einnig fær 2,5 milljónir til Ieiklistarhátíðar sjálf- stæðu leikhúsanna, Kaffileikhúsið fær 1,5 milljónir til einleikjaárs, Bandamenn fá 1,5 milljónir til uppsetningar á „Eddu 2000“, Draumasmiðjan fær 1,5 milljónir og leikhópurinn Norðanljós fær 1 milljón til uppsetningar á leikritinu „Skækjurnar ganga fyrstar inn í guðsríki". Loks fær Sögusvuntan 500 þúsund krónur til uppsetn- ingar á „Loðinbarði heitir hann“. Kaup gangi til haka Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra sagði í fréttum RUV að mögulegt væri að kaup starfsmanna fjármálafyrir- tækja, Búnaðarbankans t.d., á óskráð- um hlutabréfum gengju til baka, ekki síst í þeim tilfellum þegar kaupin fóru fram í óþökk yfirmanna. Valgerður hef- ur fengið svarbréf frá bankaráði Búnað- arbankans vegna athugasemda Fjár- málaeftirlitsins við brot starfsmanna bankans á verklagsreglum, m.a. vegna kaupa á óskráðum bréfum. Fram kem- ur í bréfinu að slík viðskipti starfs- rnanna hafi verið stöðvuð en ekki er til- greint hvort fyrri kaup gangi til baka.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.