Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 7
Vgjftrr LAVGARDAGVR 4. MARS 2000 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Fomiaimsslagur með frönskn ívafi Forustumenn þeirra aðila sem standa að flokksstofnun Samfylkingarinnar kynntu stofnfundinn og reglur um formannskjör í vikunni. F.v. Magnús Norðdhal, Margrét Frímannsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þá er komin dagsetning á hina formlegu fæðingu Samfylkingar- innar. Löngum og á stundum erfiðum fæðingarhríðum líkur þá væntanlega, þó það þýði auð- vitað ekki að Iíf hins nýja flokks verði í kjölfarið eilífur dans á rós- um. Þvert á móti má búast við að hvítvoðungurinn muni næla sér í ýmsa barnasjúkdóma, sem gætu reynst allt eins erfiðir viðureign- ar eins og þeir kvillar sem hrjáð hafa hann á fósturskeiðinu. Hvernig til tekst mun að veru- legu leyti velta á því hver eða hverjir veljast í hina „nýju“ for- ustu Samfylkingarinnar. Aug- Ijóslega horfa menn því til þeirr- ar niðurstöðu sem fæst í forustu- málum flokksins á stofnfunndin- um, ekki síst niðurstöðunnar í formannsslagnum. Það er á margan hátt óvenjuleg staða komin upp og því freistandi að velta fyrir sér hvað sé í spilunum. Vaiulaiiiálin Það hefur verið viðurkennt af nánast öllum að tvennt hafi öðru fremur staðið Samfylkingunni fyrir þrifum. Annað er að skipu- lagsformið hefur í raun verið klofið upp í gömlu flokksblokk- irnar, sem aftur hafi tvístrað mönnum og ekki gefið þá festu sem fengist með formlegri flokksstofnun. Hitt er að kosn- ingabandalagið hefur í raun ekki haft afgerandi foringja, sem væri í aðstöðu til að taka af skarið og Ieiða menn áfram í hinni al- mennu pólitísku baráttu. For- ingjavandinn er hins vegar ekki bundinn við einhverja tiltekna persónu. Vandinn liggur því ekki hjá Margréti Frímannsdóttur, eða því að hún hafi ekki verið frambærilegur talsmaður. Síður en svo. Vandinn er bundinn við að þá staðreynd að „talsmaður" Samfylkingarinnar hefur ekki haft trúverðugt umboð til að vera foringi. Bara orðið sjálft - „talsmaður" - er fullt af fyrirvör- um í þessu samhengi. Foringi með dagsstimpil. Foringi til bráðabirgða. En nú á semsé að verða breyting á og formlegur formaður og formlegur flokkur Iítur dagsins Ijós í byrjun maí. Kosntngafyrirkomulagið Það fyrirkomulag formannskosn- ingar sem menn hafa orðið ásáttir um gerir kosningarnar hvort tveggja í senn, óvenjulegar og spennandi. Allir félagar í að- ildarflokkunum og Samfylking- arfélögum munu fá tækifæri til að greiða sínu formannsefni at- kvæði í pósti og ef enginn einn fær meirihluta verður kosið milli þeirra tveggja efstu á landsfund- inum. Þetta er svona barbí út- gáfa eða tilbrigði við franskar forsetakosningar. Telja verður ferkar ólíklegt að nokkur einn frambjóðandi standi uppi með hreinan meirihluta eftir póst- kosninguna, þannig að viðbúið er að mikil átök og uppgjör verði á sjálfum stofnfundinum, með tilheyrandi bandalögum út og suður. Eftir að hafa kannað lið- styrk sinn í póstkosningu er við því að búast að fallkandídat í þeirri kosningu gæti hæglega ráðið baggamun á sjálfum fund- inum með því að lýsa yfir stuðn- ingi við annan þeirra tveggja sem eftir eru. Því ætti íyrirkomulag- ið heldur að hvetja menn, sem á annað borð telja sig eiga ein- hvern umtalsverðan stuðning til að fara fram - þó ekki væri nema bara til að skapa sér vígstöðu innan flokksins. Slíkt vígstaða skapast þrátt fyrir að engin sjálf- virk tenging sé milli þess at- kvæðamagns sem menn fá í póstinum og þeirrar stöðu eða þess stuðnings sem viðkomandi hefur inni á sjálfum stofnfundin- um. Pólitískt verður aldrei hægt að horfa alveg framhjá atkvæða- tölunum sem berast með ís- landspósti. Þrír frambjóðendur? Það verður því að telja meira en líklcgt að f það minnsta þrír frambjóðendur muni fara af stað í slaginn, þau þrjú sem hvað mest hafa verið að velta þessu fyrir sér og hafa hvað oftast ver- ið orðuð við formannsframboð. Það eru þau Ossur Skarphéðins- son, Guðmundur Arni Stefáns- son og Jóhanna Sigurðardóttir. Allt eru þetta frambjóðendur sem eiga góðan séns og eru sæmilega fersk eftir að hafa haldið sig aðeins til hlés í nokk- ur misseri. Þau eiga það líka sameiginlegt að hafa langa reynslu (ráðherrareynslu) að baki og síðast en ekki síst má segja að komið sé að ögurstund á þeirra pólitíska ferli. Ætli þau sér á annað borð meiri frama en orðið er í pólitík, þá verða þau að stökkva núna, annars missa þau trúlega alveg af lestinni. En það sem meira er þá er líka ljóst að það þeirra sem tapar mun hugsanlega verða í mun verri stöðu en það var fyrir. MiMð í húfi Sem kunnugt er tapaði Ossur í prókjörinu f Reykajvík fyrir Jó- hönnu og þótt Ossur hafi tekið tapinu af karlmennsku, átti hann erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. Ef Ossur tapaði aftur fyr- ir Jóhönnu (eða Guðmundi) - nú í formannsslag - er ólíklegt að hann héldi áfram á þessari braut. Eins er það með Jó- hönnu. Það voru fleiri en Björn Bjarnason sem tóku eftir því hvernig gengið var framhjá henni við val á talsmanni Sam- fylkingarinnar eftir glæsilegan sigur í prófkjörinu í Reykjavík. Ef hún færi fram og tapaði er erfitt að sjá hennar tíma koma enn einu sinni. Guðmundur Arni er nú að reyna endurkomu eftir að hafa hrökklast til baka þegar hann kaus að segja af sér ráðherratign á sínum tíma. Mis- takist sú endurkoma, yrði sú næsta margfalt erfiðari. Pólitíkin miskunnarlaus. Enginn auðveldur kostur Staðan virðist því vera þannig að ef þessir þrír stjórnmálamenn vilja á annað borð halda áfram að vera með í stjórnmálalcikn- um, þá eiga þeir engan auðveld- an kost. Með því að taka ekki þátt í formannsslagnum dæma þau sig úr leik, en með því að taka þátt í honum taka þau veru- lega áhættu. „Franska kosninga- kerfið" hins vegar ætti að hjálpa þeim öllum við að ákveða sig því það gefur færi á örlítilli mála- miðlun. Eftir póstkosninguna gefst færi á millileik þar sem hægt er mynda bandalög og skapa sér einhverja pólitfska stöðu - bjarga því sem bjargað verður. Vinnnur kerfið gegn Össuri? Ef einungis þessir þrír frambjóð- endur koma fram - og þeir gætu auðvitað orðið fleiri eða jafnvel færri - þá má svona fyrirfram ætla að franska kcrfið muni vinna gegn Ossuri Skarphéðins- syni. Almennt séð má ætla að minni líkur séu á að í seinni um- ferðinni, á sjálfum stofnfundin- um, muni stuðningsmenn Jó- hönnu eða Guðmundar Arna fylkja sér um Össur, en að bandalag myndist milli stuðn- ingsmanna Guðmundar og Jó- hönnu. Til þessa hafa menn oft flokkað þau Guðmund Arna og Jóhönnu meira til „vinstri" en Össur, þó slík flokkun orki vissu- lega tvímælis. Annað dæmi um vangaveltur sem án efa munu koma upp er að margir telja meiri líkur á vinstra ríkisstjórn- arsamstarfi ef Guðmundur Arni eða Jóhanna veldust til forustu í Samfylkingunni en ef Össur yrði formaður. Eitthvað kann að vera til í því, í það minnsta er að heyra á framsóknarmönnum að þeir telja að Össur hafi gert sér far um að stofna til illinda við Framsóknarflokkinn á meðan hann skjalli Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn. Össur og hans menn þurfa þá einfaldlega að meta hvort það er gott eða vont fyrir hann að vera stimplað- ur óvinur Framsóknarflokksins og þá hugsanlega frekar vinur Vinstri grænna. Þessu til við- bótar liggur það jafnframt fyrir að Össur er talinn hafa nokkuð vísan stuðning ýmissa annarra forustumanna í Samfylkingunni, sem aftur gefur honum talsvert forskot á keppinautana. Það í sjálfu sér gæti orðið varasamt í því franska kosningakerfi sem menn eru nú að tala um, því í eðli sínu hvetur slíkt til þess að hinir snúi saman bökum gegn honum. Raunar er hægt að sjá fyrir sér fjölmargar aðrar fléttur í myndun pólitískra bandalaga í kringum þetta franska tilbrigði, en best er að láta staðar numið. Vika er langur tími f pólitík, hvað þá tveir mánuðir og allt getur gerst. Spennandi kosning Engu að síður ætti að vera ljóst að formannsslagurinn verður að öllum líkindum gríðarlega spennandi, ekki síst fyrir tilsstilli þeirrar aðferðar sem viðhöfð verður við kosninguna. Athyglin og umræðan gæti gefið Samfylk- ingunni ýmis sóknarfæri. Hins vegar er lfka ljóst að harður slag- ur gæti skilið eftir sig sár sem tækju langa tíma að gróa. Aðrir flokkar hafa raunar búið við slíkan klofning og sárindi í gegn- um tíðina og reynsla þeirra ætti að sýna hversu brýnt verkefni það er fyrir nýja formann að græða slík sár eða í það minnsta koma því svo fyrir að þau skemmi ekki út frá sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.