Dagur - 10.03.2000, Qupperneq 8
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri
BÍLASALA - Sími 461 2960
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
BJÖRN JÓHANN
BJÖRNSSON
Sítrónu getur veríð erfitt
að kreista.
„Þessir asnaspark-
arar eru allt sam-
an saurþjöppur
fram í fingurgóma
og ættu að fara í
lögformlegt um-
hverfismat.“-
Sverrir Stormsker
í Heimsmynd um
knattspyrnumenn.
Krókur á
móti bragði
Sagan segir af ungum manni sem fór út að
borða. Hann settist við eins manns borð en
fljótlega eftir að hann kom sá hann að ung
kona gaf honum hýrt auga. Að lokum sigr-
aðist hann á feimninni, gekk til hennar og
spurði hvort hann mætti sitja þarna. Þá
æpti konan, þannig að allir heyrðu: „Nei, ég
vil ekki sofa hjá þér!“ Augu allra beindust
nú að unga manninum, sem gekk
skömmustulegur að borðinu sínu. Skömmu
síðar gekk unga konan hljóðlega að mann-
inum, og hvíslaði: „Fyrirgefðu, ég er að
vinna rannsókn fyrir Háskólann, um það
hvernig fólk bregst við svona atvikum." Þá
sagði ungi maðurinn hátt og skýrt: „Tíu
þúsund! Það er allt of mikið!“
Skattmaim
og sítrónan
Hér kemur ein saga í tilefni þess að margir
eru í skattaskýrslugerð. Onefndur barþjónn
varð þess heiðurs aðnjótandi að fá sterkasta
mann heims á barinn sinn. Hann fékk
kraftakallinn til að kreista eina sítrónu svo
vel að allur safinn fór úr henni. Barþjónn-
inn lét það síðan út ganga á barnum, að
hver sá sem gæti kreist svo mikið sem einn
dropa úr þessari sítrónu, skyldi fá 10 þús-
und krónur og eina bjórkollu að auki. Mörg
ofurmennin reyndu við þessa þraut, en eng-
um tókst að láta koma dropa meira úr
sítrónunni. Að lokum kom ósköp væskils-
legur maður, mjóróma, er virtist vera hið
mesta möppudýr, og vildi spreyta sig á
þrautinni. Mjög var hlegið að honum, en
þegar hann kreisti sítrónuna kom ekki bara
einn dropi heldur einir tíu! Barþjónninn
horfði undrandi á, og þegar sigurvegarinn
var að drekka bjórkolluna, spurði barþjón-
inn hvað hann gerði dags daglega. „Eg?“,
sagði maðurinn, „ég vinn hjá skattinum.11
„Þetta eru leikir sem fóik leikur gagn-
vart hvert öðru efþví tekst ekki að
vera einlægt heldur er í einhverjum
hlutverkum, “ segir Bjarni Bjarnason,
höfundur nýs hádegisleikrits i Iðnó
TaLkossinn og
tveir aðrir þættir
„Þetta eru leikir sem fólk Ieikur
gagnvart hvert öðru ef því tekst
ekki að vera einlægt heldur er í
einhverjum hlutverkum. Þarna
eru sýndir þrír stuttir einþáttung-
ar, sem taka í heild 30-40 mínút-
ur og eiga allir sameiginlegt að
vera um mann og konu að tala
saman.
Sá fyrsti er um strák og stelpu
sem kynnast á kaffihúsi. Strák-
urinn byrjar að reyna við
stelpuna, prófar fyrst eitt hlut-
verk og þegar það gengur ekki
bregður hann sér í annað. Hún
leikur sínar rullur á móti. Hvort
þau fara að verða saman eða
ekki...?????
Annar einþáttungurinn heitir
Talkossinn og er um samband
sem hefur þróast á platónskum
grunni - lengi - án þess að hjúin
hafi komið sér að verki og gert
eitthvað sem þau hafa kannski
bæði hug á. Karlpersónan spyr:
„Hvenær kemur að því, hjá svona
málglöðu fólki eins og okkur, að
það fari að kyssast.“ Svo fara þau
að ræða það atriði á akademísk-
um nótum og sökkva sér niður f
Leikirheitirnýtt
leikritsem frumsýnt
verðurum hádegis-
bilið í dag,föstudag.
Staðurinn erlðnó.
Þaðfjallarum leik-
ina sem verða til í
samskiptum karla
og kvenna en hvaða
leikireru það?Höf-
undurinn, Bjami
Bjamason svarar
því.
SPJALL
miklar pælingar. Hversu Iangt nið-
ur......?
I síðasta þættinum er par sem
búið er að vera lengi saman, að
undirbúa einsöngstónleika með
pfanóundirleik. Maðurinn hefur
samið verkið og konan á að syngja.
Það er að líða að því að tjaldið
verði dregið frá og konan skoðar
sig í speglinum áður. I speglinum
tekur hún eftir því að maðurinn er
að fylgjast með henni. Hún hefur
orð á því við hann en hann þykist
vera saklaus og læst hafa verið að
skoða nóturnar. Þeirra samræður
stigmagnast og enda með.....????“
Þess má geta að höfundurinn
Bjarni er sá hinn sami og skrifaði
skáldsögurnar Endurkomu Maríu,
Bókin bak við orðin og Nætur-
vörður kyrrðarinnar. Endurkoma
Maríu var tilnefnd til bókmennta-
verðlauna og Bókin bak við orðin
hlaut Tómasarverðlaunin.
Leikverkið Leikir er eitt þriggja
verka sem verðlaun fengu íhádeg-
isleikritasamkeppni Iðnós og verð-
ur sýnt þar í hádeginu næstu
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
FÖSTUDAGURINN 10. MABS
70. dagur ársins, 296 dagar eftir.
Sólris kl. 8.03, sólarlag kl. 19.15
Þau fæddust 10. mars
• 1772 fæddist þýski rithöfundurinn
Friedrich von Schlegel.
• 1845 fæddist Alexander III. Rússakeis-
ari (1881-1894).
•1881 fæddist Gísli J. Johnsen stórkaup-
maður.
• 1892 fæddist franska tónskáldið Arthur
Honegger.
• 1903 fæddist bandaríski djassleikarinn
Bix Beiderbecke.
•1915 fæddist Jón Dan rithöfundur og
ríkisféhirðir.
• 1928 fæddist James Earl Ray, sem hlaut
dóm fyrir morðið á Martin Luther King.
• 1940 fæddist bandaríski kvikmyndaleik-
arinn Chuck Norris.
• 1947 fæddist Rúnar Gunnarsson tón-
listarmaður.
Þetta gerðist 10. mars
• 1876 átti sér stað fyrsta símtal heims
þegar Alexander Graham Bell spjallaði
við mann í næsta herbergi með aðstoð
símatækninnar, sem hann var þá að
finna upp.
• 1906 létust rúmlega 1000 manns þegar
sprenging varð í kolanámu í Courrieres í
Frakklandi.
• 1947 varð Ronald Reagan forseti félags
kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum.
• 1952 gerði Fulgencio Batista hershöfð-
ingi stjórnarbyltingu á Kúbu.
• 1967 brunnu til grunna þrjú timburhús
á horni Lækjargötu og Vonarstrætis í
Reykjavík.
• 1991 fóru hundruð þúsunda manna út á
götur í Moskvu til þess að kreíj'ast af-
sangar Mikhaíls Gorbatsjovs.
•1991 var Davíð Oddsson kosinn for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Vísa dagsins
Ung þó bjóoist yngismær,
engin löngun vakir.
Ég er ekki ferðafær
fyrir elli sakir.
Hálfdán Kristjánsson
Afmælisbam dagsins
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Shar-
on Stone fæddist í bænum Madville í
Pennsylvaníufylki þann 10. mars árið
1958. Hún er bókaormur og var aðeins
15 ára þegar hún hóf nám í Edinboro-
háskólanum til þess að nema listfræði
og skapandi skrif. Tveimur árum
seinna var hún kosinn ungfrú Pennsyl-
vanía. Fyrsta kvikmyndahlutverk henn-
ar var í myndinni Stardust Memories
eftir WoodyAllen, síðan hefur hún eft-
irminnilega vakið á sér athygli.
Að gera ekkert er stundum góð Iækning.
Hippocrates
Heilabrot
Samkvæmt öllum helstu lögmálum stærð-
fræðinnar er einn plús einn jafnt og tveir.
Þessi reikniregla gildir þó ekki í öllum til-
vikum. Hægt er að finna dæmi þess að einn
plús einn sé jafnt og einn. Hvenær geta slík
ósköp gerst?
Svar við síðustu gátu: Skór
Veffang dagsins
Efnismikill og öflugur tónlistarvefur er á
www.musik.is Þar er að finna vísanir í
flestallt - ef ekki allt - fslenskt efni sem til
er bæði á Netinu og á prenti um tónlist, og
þá er átt við allar tegundir af tónlist. Sömu-
leiðis eru krækjur f erlendar tónlistarsíður.