Dagur - 15.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.2000, Blaðsíða 1
gur gluggi á ve Katrín Sigurðardóttir er þriðji listamaðurinn af sex sem Kjarvalsstaðir hafafengið til að vinna verk í tenglsum við verkefnið Veg(g)irímið- rýmiKjarvalsstaða. Við hittumKatrínu niður- sokkna við vinnu sína á Kjarvalsstöðum íviku- byrjun. Á morgun klukkan sex afhendir hún Ráðhildi Ingadótt- ur ve inn. Á vegginn hafa verið skorin þrjú op þannig að plöturnar, sem sag- aðar voru útúr veggnum, opnast eins og á skattholi. Á þessi borð hefur Katrín Sigurðardóttir byggt smágerð líkön, sem gestir safnsins hafa séð hana nostra við síðustu þrjár vikur. Eitt módelið er af bókasafninu hinumegin við vegg- inn, annað af nágrenni safnsins til norðurs og það þriðja af enn stærra svæði norður af safninu, alveg niður að sjó. Borgin inn í safnið „Ég var að hugsa um veggi sem þrívíð form - hvernig þeir loka af og hleypa í gegn, því sem er fyrir framan þá og aftan," segir Katrín. „Þetta á sérstaklega vel við í þessu húsi, sem hefur mjög svipmikla steypta veggi annarsvegar og gler- veggi hinsvegar. Þykkir stein- veggirnir minna á varnargarða og loka rýminu af. I samhengi við safnið eru þeir táknrænir fyrir hlutverk þess að verðveita listaverk í afgirtu, tímalausu rými. Glerveggirnir gera hins vegar skilin á milli þess em er úti og inni ósýnileg. Og af því Kjarvalsstaðir eru opinbert safn, sem leggur áherslu á Iist samtímans, hlýtur Katrín Sigurðardóttir eytt síðustu þremur vikum við vinnuborð sitt á Kjarvalsstöðum og búið til líkön af umhverfinu norðan VegCgjJar. Á morgun tekur Ráð- hildur við og á föstudag verða módel Katrínar tekin niður, svo nú eru síðustu forvöð að sjá þau. mynd : teitur. hlutverk þess líka að vera að hleypa borginni inn. Mig langaði til að gera safnið enn gagnsærra og spegla það sem er handan veggs- ins inn í sýningarrýmið. Ég hef fellt saman mismunandi skala inn í sýnirými verka minna. Með þessu er ég að reyna að skapa tvíþætta rýmistilfinningu. Annars- vegar rými sjónarinnar, hugans og ímyndunarinnar, hins vegar rými líkams og efnisins. Þess vegna eru módelin unnin beint á bakið á veggnum en ekki á spjald sem síð- an er komið fyrir á hlerunum sem skornir eru út úr veggnum." Speglaður vernleM Módelin eru öll öfug eða spegluð, þannig að gestir þurfa að horfa í spegilinn á veggnum til að sjá þau rétt. Þannig er hægt að ímynda sér spegilinn eins og skáldlegan glugga á veggnum. „Hugmyndin um samhverf rými er ekki ómeð- vituð," segir Katrín. „Ég nota aðferðir, sem í dag líkj- ast aðferðum arkitekta öðru frem- ur. Hins vegar er ég frekar að vinna á forsendum smámyndar- innar (míníatúranna) en arkitekta- módelsins. Allar svona smáverald- ir eru skapaðar til að hýsa ímynd- un áhorfandans en þó er mínítúr- an skáldleg og vísar oft til ákveðins tímaskeiðs á meðan arkitektamód- elið er stærðfræðilegt. Það kom arkitekt hingað um daginn að kíkja á sýninguna. „Hann horfði í smá stund á mód- elin og sagði svo : „Þú ert ekki arkitekt!" Mér finnst það engin móðgun. Ég vinn þetta eins og naívisti í augum arkitekts, vegna þess að módelin eru ekki nákvæm og miklu meiri skáldskapur í þeim en arkitekt getur yfirleitt leyft sér. Þessi skáldskapur er ekki úthugs- aður, hann er útkoma tilraunar. Hann er líka hluti af því kikki sem ég fæ út úr því að gera þetta." Endurtekning og eirðarleysi Katrín jánkar því að þetta sé mikið dútl sem vissulega kosti þolin- mæði. „Einhver spurði mig hvort ég gæti látið einhvern annan búa þetta til, en það er eitthvað við ferlið og endurtekninga, sem gerir það að verkum að vinnan hefur ákveðin þerapfsk áhrif. Hún er líka til vitnis um það hvað ég er frámunalega smámunasöm í bók- staflegri merkingu." Markmið Kjarvalsstaða með verkefninu Veg(g)ir er að gefa gestum safnsins tækifæri til að fylgjast með vinnu listamannanna. Hlynur Hallsson, sem reið á vaðið, er vanur því að eiga samskipti við áhorfendur, en hið sama á ekki við um Katrínu. „Oft þegar maður vinnur einn, sérstaklega við vinnu sem er ekk- ert nema endurtekningar, verður maður svolítið eirðarlaus og vill uppbrot í ferlið. Af því fæ ég nóg hér," segir hún. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, en nú þeg- ar ég hef prófað að vera alltaf með fólk í kringum mig kann ég betur að meta einveruna." -MEÓ. REYKIAVIK- AKUREYRI - REYKJ AVIK Sex smnu Bokaðu í síma 570 3030 0; 460 7000 Fax570 3001 * websaiesdairiceiand.is •www.flujfelaj.is ...fljúgðufrekar FLUGFELAG ISLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.