Dagur - 15.03.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 15.03.2000, Blaðsíða 8
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri BÍLASALA - Sími 461 2960 SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON „Það má flokka norðurpólsferðir sem nokkurskonar grín ef vel gengur en þær breyta engu um að norð- urpóllinn verður áfram á sfnum stað með ísþekj- um yfir og ekkert hefur gerst nema tveir menn hafa pissað á pólinn.“ Indriði G. Þor- steinsson, fyrrum ritstjóri, í viðtali við DV. Fastan nálgast Presturinn og húmoristinn Karl V. Matthías- son sat á þingi á dögunum í íjarveru Sighvats Björgvinssonar. 1 Austurlandi er sagt frá því að séra Karl hafí ekki verið búinn að sitja lengi á þingi þegar hann sendi félögum sínum í þing- flokki Samfylkingarinnar tölvupóst. lnnihaldið var stutt og laggott: „Fastan náígast. Sýnið yðr- un.“ Séra Karl er félagi í Alþýðubandalaginu. Sagt er að í hvert sinn sem hann hélt ræðu á fundum Alþýðubandalagsins hafí hann haft fyrir sið að gera krossmark þegar hann nefndi Alþýðuflokkinn. Síðan á hann að hafa endað hverja ræðu á orðunum: „Guð blessi Alþýðu- bandalagið." Flokksformerniinir Snörp umræða varð á Alþingi sl. mánudag þeg- ar þegar flokksformennirnir Sighvatur Björg- vinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir ráku ofan í Davíð Oddsson þau orð hans að þau hafi ekki séð ástæðu til að vera viðstödd umræðuna um ijármála stjómmála- flokka. A eftir hófst svo atkvæðagreiðsla um nokkur mál. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins hefur verið Ijarverandi á Alþingi um skeið vegna opinberra erinda er- lendis. Hann tók þarna sæti sitt að nýju og þeg- ar hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ýta á þar til gerðan hnapp á borði sínu virkaði hann ekki og leið smá stund þar til hann komst í lag. Á meðan beðið var heyrðist Halldór segja: „Kannski flokksformennirnir eigi bara að vera Ijarverandi.“ Hjarta lír gulli Þeir Gísli S. Einarsson og Guðni Ágústsson deildu á þingi á dögunum um útflutning hrossa vegna hins slæma exems sem íslensk hross fá í útlöndum. Eftir nokkuð snarpa rimmu sagði Guðni að Gísli S. væri einhver besti krati sem hann þekkti og hefði hjarta úr gulli þegar Iandbúnaðarmál bæri á góma. Vegna þessa sendi Sigurlín Hermannsdóttir, starfsmaður Alþingis Gísla þessar vísur: Það er engin þörf að kvarta á þingi er slikt metið. Gísli er með gullið hjarta, Guðni lét þess getið. Um hestamálin margt er sagt og meiningamar hljóma. Gullin hjörtu tifa í takt er trippin her á góma. „Svo eru einstaka fyrirtæki sem svara engu og viija ekkert fyrir neytandarm gera en ef viö teljum aö ótvirætt sé brotid á rétti hans skrifum viö um það i Neytenda- blaðið, öðrum til varnaðar, “ segir Telma Halldórsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna. mynd: teitur Mest kvartað rnidan tölvum „Við fengum tæplega Ijögur þús- und fyrirspurnir inn á borð til okk- ar á síðasta ári og höfðum milli- göngu í nokkur hundruð kvörtun- armálum sem voru af margvísleg- um toga. Við erum ekki dómstóll en reynum að reka mál eins vel og við getum. Okkar starf kemst næst því hér á landi að heita ókeypis lögfræðiaðstoð því sért þú í Neyt- endasamtökunum þá greiðir þú ckkert nema þitt félagsgjald íyrir þjónustuna." - Hver eru helstu umkvörtunar- efnin sem ykkur herast? „Mest er kvartað undan tölvum í dag og tölvubúnaði. Þar er oft erfitt að skera úr um hvort varan sé gölluð og þess vegna eru þessi mál oft erfíð. Svo berast okkur margar kvartanir vegna bifreiða, fasteigna, efnalauga og ferða- mála.“ - I lvað gerið þið þegar kvartan- irnar koma? „Við reynum að vinna eins hlut- laust og hægt er. Biðjum neytand- ann um skriflega kvörtun þar sem hann lýsir viðskiptunum. Sfðan skrifum við fyrirtækinu sem kvörtunin beinist að „Til okkar hefurleitað Jón Jónsson..“ Und- ir lok bréfsins getum við þess að Neytendasamtökin taki ekki af- stöðu í málinu fyrr en báðir aðilar ídagerminnst sögulegrar yfirlýs- ingarsem JohnF. Kennedy gaf 1962 um grundvallarrétt- indi neytenda. Hún myndar grunninn að vinnu neytenda- samtaka um allan heim. Telma Hall- dórsdóttir, lögfræð- ingur íslensku sam- takanna varinnt frétta afstarfinu hér. SPJALL hafi kynnt sína hlið og óskum eftir svari innan tíu daga. Stundum för- um við og skoðum mcinta galla og leitum til sérfræðinga er þörf kref- ur.“ - Hvemig taka fyrirtæki svona ihlutun? „I lang flestum tilfellum virða þau þessa milligöngu og sum hafa samband að fyrra bragði ef upp koma álitamál milli þeirra og neyt- anda. Svo eru einstaka fyrirtæki sem svara engu og vilja ekkert fyrir neytandann gera en ef við teljum að ótvírætt sé brotiö á rétti hans skrif- um við um það í Neytendablaðið, öðrum til varnaðar." - Eru margir félagar í samtökun- um? „Ég held þeir séu um 15.000 talsins. Þetta er fólk sem áttar sig á gildi þess að hafa svona aðhalds- batterí og er tilbúið að greiða fýrir það, enda eru samtökin rekin að lang mestu Ieyti á félagsgjöldum. Á Norðurlöndunum er hinsvegar litið á svona starf sem samfélagsþjón- ustu og það er að fullu greitt af op- inberum aðilum." - Eru Neytendasamtökin vaxandi afl? „Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið enda gengur svona starfsemi ekki upp nema með þátttöku almcnnings." GUN. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGURINN 15. MARS 75. dagur ársins, 291 dagur eftir. Sólris kl. 7.45, sólarlag kl. 19.30. Þau fæddust 1S. maxs • 1920 fæddist Jóhannes Arason útvarps- þulur. • 1933 fæddist bandaríski djasstónlistar- maðurinn Cecil Taylor. • 1935 fæddist Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. • 1936 fæddist Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur • 1938 fæddist Þorsteinn frá Hamri rit- höfundur. • 1947 fæddist bandaríski tónlistarmað- urinn Ry Cooder. • 1959 fæddist nígeríski rithöfundurinn Ben Okri. • 1962 fæddist bandaríski söngvarinn Terence Trent D’Arby. Þetta gerðist 15. mars • 1493 kom Kristófer Kólumbus aftur til Spánar eftir fyrstu för sína til Nýja heimsins. • 1744 lýsti Lúðvík XV. Frakkakóngur yfir stríð á hendur Englandi. • 1905 var leikið á fiðlu í símann í Reykja- vík, og taldist sú athöfn formleg opnun bæjarsímans, en þá höfðu 1 5 símar ver- ið tengdir. • 1907 fengu konur kosningarétt í Finn- landi. • 1917 fór Suður-Afríka úr breska sam- veldinu. • 1953 var Þjóðvarnarflokkur Islands stofnaður, sem starfaði í áratug og barð- ist fyrir brottför herliðsins í Keflavfk. • 1986 fór fram jarðarför Olofs Palme í Stokkhólmi. • 1991 voru fjórir hvítir lögreglumenn í Los Angeles kærðir fyrir barsmíðar á Rodney King. Vísa dagsiiis Þér sem hefur þunga borið, þráða gleðifregn ég her: bráðum kemur blessað vorið, hráðum glaðnar yfir þér. Stefán frá Hvítada! Afmælisbam dagsins Bandaríski blúsarinn og gítarleikarinn Ryiand Peter Cooder fæddist þann 15. mars árið 1947 í Los Angels. Hann var þriggja ára þegar hann tók sér gítar fyrst í hönd og sem táningur var hann farinn á spila opinberlega. Hann hefur spilað á hljómplötum með tónlistar- mönnum eins og Rolling Stones, Randy Nevvman og Captain Beefheart. Ry Cooder hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir. Árið 1997 tók hann saman við kúbanska útlaga og stofnaði hljóm- sveitina Buena Vista Social Club. Ég get tekið saman í þremur orðum allt sem ég hef lært um lífið: Það heldur áfram. Robert Frost Heilabrot Flestir mánuðir ársins eru með 31 dag, fjórir eru 30 daga langir, en einn hefur oft- ast ekki nema 28 daga. En hvað eru marg- ir mánuðir með 27 daga? Lausn á síðustu gátu: Ég var einn á leið til Þingvalla. Veffang dagsins Heimasíða Reykjavíkurakademfunnar vex hægt og rólega og er þegar komin með marga forvitnilega króka og kima: unmv.akademia.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.