Dagur - 15.03.2000, Side 2

Dagur - 15.03.2000, Side 2
22 - MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 LÍFIÐ í LANDINU Höftmdur Rebekku Daphne á þeim tíma þegar hún var að skrifa fyrstu skáidsögu sina The Loving Spirit. Rithöfund- urínn Colin Wilson sagði að þegarDap- hne Du Mauríer værí upp á sitt besta minnti hún á EdgarAllan Poe. Daphne var eftirlæti lesenda víða um heim en margirgagn- rýnendur tóku bókum hennar af tortryggni. Daphne du Maurier fæddist árið 1907, næst yngst þriggja systra. Faðir hennar, sjarmörinn og kvennagullið Gerald du Maurier, var þekktasti leikari Breta á þeim tíma, og var að leika á sviði kvöldið sem hún fæddist. Daphne ólst upp og óskaði þess að hún væri drengur. Hún hreinlega þoldi ekki tilhugsun- ina um að vera stúlka. Gerald var ástríkur faðir en Daphne sagði seinna að hún hefði aldrei minnst þess að móðir sín hefði faðmað sig eða setið með sig í fanginu, hún hefði ætíð horft á sig gagnrýnum augum. Atján ára var Daphne send í kvennaskóla í Frakklandi og þar varð hún ástfangin af þrítugri kennslukonu sinni sem var lesbía og þær tóku upp ástar- samband. Eftir að Daphne hafði veikst af lungnabólgu tóku for- eldrar hennar hana úr skólanum. Tuttugu og tveggja ára gömul kynntist Daphne Carol Reed sem þá var aðstoðar- leikstjóri. Hann átti eftir að verða heims- frægur Ieikstjóri og leikstýra meðal annars myndunum Þriðji maðurinn og söng- leikjamyndinni Oliver eftir sögu Dickens OIi- ver Twist. Daphne og Carol áttu ýmislegt sameiginlegt, höfðu ríkulegt ímyndunarafl, þoldu ekki formleg boð og veislur og vildu vera út af fyrir sig. Þau eyddu löngum stund- um á litlum kaffihús- um, virtu fyrir sér fólk- ið í kring og spunnu upp sögur um ævi þess. Carol Reed vildi giftast Daphne en hún eyddi jafnharðan talinu. Henni þótti vænt um hann en elskaði hann ekki. Á þessum tíma hafði Daphne gefið úr þrjár skáldsögur. Fyrsta bók hennar fékk prýðisdóma en viðtökur við hinum tveimur voru dræmari, en hún var ákveðin í að leggja fyrir sig skáldsagnagerð. Frelsisþrá og einkalif Eftir þriggja vikna kynni af major í hernum, Frederick Browning, var Daphne orðin ástfangin. Hún bað hans og hann tók bónorðinu. Eftir þriggja mánaða hjónaband skrifaði hún vini sínum. „Maðurinn minn er mest töfrandi manneskja í heiminum." En þar sem hún var afar sjálfstæð að eðlisfari, ein- ræn og hafði ríka þörf fyrir frel- si trúði hún móður sinni fyrir því að hún hrykki við í hvert sinn sem sér yrði litið á gifting- arhring sinn og hjónarúmið. Henni fannst einkennilegt að vera gift og fannst innst inni að það hlutskipti hentaði persónu- leika sínum ekki fullkomlega. Eiginmaður hennar var mjög háður henni og það féll henni illa því hún varð að eiga stundir þar sem hún var ein. Hún gerði sér smám saman grein fyrir því að hún var andlega sterkari en eiginmaður hennar og það olli henni einnig vonbrigðum. Hún varð fljótlega barnshafandi, átti þá heitu ósk að eignast son og sýndi engan fögnuð þegar hún fæddi dóttur. Þegar Daphne varð barnshaf- andi í annað sinn kom barn- fóstran að henni hágrátandi. Hún vildi ekki eignast annað barn. „Það versta hefur gerst, „skrifaði hún vini sínum, annað barn er á leiðinni. Þegar hún fæddi seinni dóttur sína tók hún kynferði barnsins betur en hún hafði gert við fyrri fæðing- una, en fann ekki til neinnar sérstakrar móðurgleði. Þegar þriðja barn hennar fæddist blossaði móðurástin enda var barnið drengur. Þótt Daphne sinnti syni sínum langt umfram dætur sínar og dekraði hann takmarkalaust voru dætur hennar ekki beiskjufullar í garð móður sinnar og áttu gott sam- band við hana alla ævi, enda var Daphne skemmtilegur félagi þótt móðurhlutverkið væri henni fjarlægt. Hún var fremur kunningi dætra sinna en móðir og þær sættu sig við það. Fordómafiillir gagmýnendur Daphne var þrjátíu og eins árs þegar frægasta bók hennar Rebekka kom út. Bókin, sem minnir um margt á Jane Eyre, naut gífurlegra vinsælda, varð metsölubók víða um heim og Óskarsverðlaunakvikmynd í leikstjórn Alfred Hitchcocks. En næsta bók Hungry Hill fékk afleita dóma og Daphne sem hafði fram að því tekið slæmum dómum af jafnaðargeði tók að íhuga hvort fordómar væru ríkj- andi meðal gagnrýnenda vegna þess að hún væri metsöluhöf- undur. Þegar leið á ævina varð hún sannfærð um að gagnrýnd- ur létu hana gjalda góðrar sölu. Hún þráði umfram allt virðingu í bókmenntaheiminum og vissi að gagnrýnendur gætu fært henni þá virðingu en til þess voru þeir flestir afar tregir. Dap- hne furðaði sig endalaust á þeirri hylli sem Irish Murdoch naut meðal gagnrýnenda og taldi bækur sínar fyllilega sam- bærilegar við bækur Murdoch og reyndar allnokkru betri. Seinni heimsstyrjöldin skall á og eiginmaður hennar var send- ur til Asíu. Stríðið jók enn til- finningalegt bil milli hjónanna og þegar hann sneri heim f stríðslok var eins og ókunnugar manneskjur væru að hittast. Bandarfsk kona sakaði Dap- hne um að hafa stolið frá sér hugmyndinni að Rebekku. Mál- ið varð að dómsmáli í Banda- ríkjunum sem Daphne vann auðveldlega. I Bandarfkjunum hitti Daphne útgefanda sinn þar í landi Nelson Doubleday og eiginkonu hans Ellen. Daphne varð ástfangin af Ellen við fyrstu sýn. Ellen leit einungis á hana sem vinkonu sfna og var auk þess að takast á við veikindi eiginmanns síns sem hafði greinst með krabbamein og átti einung- is ár eftir ólifað. Önnur kona tók skyndilega stað Ellenar. Það var leikkonan Gertrude Lawrence sem þá var ein virtasta sviðsleikkona Breta. Lawrence naut á þessum tíma gífurlegra vinsælda vegna leiks síns í söng- Ieiknum The King And I. Hún greindist mjög skyndilega með hvíthlæði og lést 54 ára gömul. Nokkrum árum síðar lést eigin- maður Daphne eftir 33 ára hjónaband. Daphne varð harmi slegin og full sektarkenndar. Hún hafði alltaf elskað hann, jafnvel þótt hann hefði oft farið í taugarnar á henni og nú kaus hún að einblína á þau fáu góðu ár sem þau höfðu átt í löngu hjónabandi. Hún tók að trúa því að hann hefði verið stóra ástin í Iífi hennar. Uppgjöf og dauði Auk Rebekku eru frægustu sög- ur Daphne du Maurier, Jamaiku kráin og Rakel frænka mín. Tvær smásögur hennar hafa orðið að feiknagóðum kvik- myndum, mynd Hitchcocks, Fuglarnir, og mynd Nicholas Roeg, Don’t Look Now. Árin Iiðu og bestu verkin voru að baki. Daphne fékk kvíðaköst og varð þunglynd vegna þess að henni fannst sköpunargáfan hafa yfirgefið sig. Þegar hún sannfærðist um að hún gæti ekki Iengur skrifað tók hún inn of stóran skammt af svefnlyfj- um. Þetta virtist vera tilraun til sjálfsmorðs en skömmu áður hafði hún lýst skoðun sinni á sjálfsvígum, talað gegn þeim og sagt að þeir sem þau fremdu myndu ekki öðlast frið í öðrum heimi heldur væru dæmdir til að vera eins draugar á jörðinni. Síðustu árin sem hún lifði var hún í umsjón hjúkrunarkvenna og reyndist þeim oft erfið. Átta- tíu og tveggja ára gömul nennti hún ekki að lifa lengur. Hún faldi mat sinn f stað þess að borða hann og þegar hjúkrunar- konurnar komust að því og reyndu að mata hana harðneit- aði hún að opna munninn. Hún varð ekkert nema skinn og bein enda var hún meðvitað að svelta sig í hel. Hún lést í svefni árið 1989. Með dætrum sínum Tessu og Fiavíu. Hún hafði lítinn áhuga á móðurhlut- verki nema þegar sonur hennar átti í hlut. Daphne du Maurier. Hún er höfundur hinnar frægu og sígildu ástar- og spennusögu Rebekku.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.