Dagur - 15.03.2000, Side 3
MIÐVIKUDAGUK 15. MARS 2 0 0 0 -23
1>mur-
LIFIÐ I LANDINU
Undarlegt hvernig maður
heyrir fólk taka til orða -
sömu orðanna - í umræðum
hér og þar þessa dagana.
Aftur og aftur koma tvö
orð. Andleg upplausn.
Ekki eins og maður sé
stöðugt í samræðum við
forpokaða presta af gamla
§kólanum. Heldur rétta og
slétta Islendinga í kaffiboð-
um, afmælum og þar sem
tveir eða fleiri taka tal sam-
an.
Ef maður lítur til baka tíu ár og tæplega það
mátti sjá ákveðinn forboða. Hvernig æ fleiri
hölluðust á sveif með sértrúarsamtökum og
fjölgaði f eldmessum ofurpresta sem spúðu
eldi og eimyiju. Meirihluti landsmanna hefði
sagt að ekki væri grundvöllur fyrir því að
markaðssetja heittrúnað í ýmsum myndum
hér á landi frjálslyndis. Svo fylltist Laugardals-
höllinn hvað eftir annað af fólki sem hreini-
lega kom í von um kraftaverk. Islenski meðal-
jóninn skildi auðvitað ekki þessa sértrúarvit-
leysu. Enda óskiljanleg nema sem tjáning á
þörf sem ekki er svalað með öðrum hætti.
Núna sér maður að þetta var kannski bara
bytjunin. Fólk tjáir sig með undarlegum
hætti nú um stundir.
Tökin linast
Tökum ldámvæðinguna. „Súsan baðar sig“
var stundaríyrirbrigði sem fór um landið íyrir
áratugum og fyllti hvert félagsheimili án þess
að Iandið yrði undirlagt af nöktum listdans-
meyjum í kjölfarið og sérstökum húsum
handa þeim. Flestir Islendingar hafa kynnst
vel reknum klámvörumarkaði í útlöndum, en
fæstum dottið í hug að gera að atvinnuvegi
hér, fyrr en nú. Símalínur eru rauðglóandi
hjá stynjandi stúlkum. Við eyðum hundruð-
um milljóna árlega í þetta. Flestir töldu víst
að íslendingum finndist óþarft að bera sam-
farir sínar á torg, og enn fráleitara að láta leik-
stýra sér fyrir framan myndavélar við þá iðju,
til að sýna sem flestum hér í fásinninu. Nú er
hvort tveggja nýsköpun í atvinnulífi. Hvers
vegna er allt í einu núna grundvöllur fyrir
þessu drasli? Þegar framboð af vinnu, pen-
ingum og gæðavöru hefur aldrei verið meira?
Hvað er mannfólkið að tjá með því að selja og
kaupa svona fánýtisiðju?
Ofbeldi
Mikill Qöldi íslenskra ungmenna telur sér
stafa ógn af ofbeldisverkum í eigin hópi. Of-
beldi er auðvitað hugtak sem er álíka erfitt og
klám í skilgreiningum könnuða. En eins og
sagt er þegar rnenn vita eiginlega ekki hvað er
á ferðinni, vita samt að þar er eitthvað: þetta
er þó vísbending. Við erum í næsta sæti á eft-
ir þyssubijálæðingunum í Bandaríkjunum
hvað þetta varðar. Ef við getum verið viss um
eitthvað, þá er það þetta: Ofbeldi og ótti með-
al unglinga er ekki þeim að kenna. Síendur-
tekin óhæfuverk óharðnaðra unglinga eru
túlkun á þjóðfélagsástandi.
Rauiiir
Ráðamenn okkar voru snöggir að finna veikan
UMBUÐfl-
LflUST
Stetán Jón
Hafsteín
skrifar
Forboði?
Þóoð á barmi taugaá-
falls? Efekki, þá hvað.
W&M,
vísindalega blett á könnun Rauða krossins um
efnahagsleg bágindi, vanlíðan og óöryggi sam-
borgaranna. Samt er það svo að prestar, fé-
lagsmálafrömuðir og aðrir sem starfa í návígi
við þá sem erfiðast eiga, flytja reglulegar
skýrslur um bölvanleg kjör. Einungis hluti af
því er hin efnahagslega klemma. Hin andlega
klemma, að fá ekki að vera með í gulldansin-
um, og geta ekki veitt börnum sínum hlut-
deild í viðteknum neysluvenjum, er af öðrum
toga spunnin. En hún er ekkert síður erfið
þeim sem eðlilega taka mark á viðmiðunar-
kerfí samfélagsins. Það sker úr um hver er
maður og hver ekki. Fátækt í okkar samfé-
lagi, þó hún sé afstæð, er ekki bara spurning
um efnahag heldur mannfélagsstöðu. A sama
hátt eru lág laun og efnaleg óvissa í bullandi
góðæri það líka. Er það tilviljun að alvarlegast
skerst í odda þar sem eigast við ráðamenn og
þeir sem lifa af bótum og lægstu laununum á
Iandsbyggðinni? Hin dýpri merking þessarar
hörku er hlutdeildarkrafa þeirra verst settu í
samfélagi sem þeir hafa ástæðu til að ætla að
hafi yfirgefið sig.
Maiuilífsratsjá
Ef mannlífsratsjáin er Iátin varpa geisla sínum
út í myrkur fjölmiðlaumræðunnar má grilla í
forvitnilegar útlínur á samfélagi sem tjáir
kvilla sín með vaxandi öfgum. Offita, lyst-
arstol og átröskun verða „vaxandi heilbrigðis-
vandamál", en eru Iíkast til oftast tilfinninga-
og sjálfsmyndarvandamál.. Ef útbreiðsla geð-
deyfðarlylja er mælikvarði á vellíðan erum við
fársjúk. Ótrúleg félagsleg upplausn er hafin
með búseturöskun: Eftir standa lömuð samfé-
lög þar sem hlutfall kynja og aldurshópa er
kolrangt, en upp rísa stöðluð og einhæf hrað-
vaxtarhverfi í úthverfum borgarinnar. Menn-
ingariðnaður gerir út á afhelgun einkalífs í
sjoppuritum þar sem eina leiðin til að vera
eitthvað er að vera sem lítilmótlegastur. Og
opinber þjóðmálaumræða er eins og
veggjakrot á almenninsklósetti í fátækrahverfi.
Bætum svo við þessari skipulögðu múgæsinu
sem reglulega er hrundið af stað, kallast „æði“
fýrir nýrra dóti. Smám saman birtist mynd á
ratsjánni af samfélagi sem er á barmi taugaá-
falls. En líður alveg stórkostlega.
Mótsögn?
Þessir punktar sem birtast á mannlífsrat-
sjánni, og tákna hver um sig eitt lítið blind-
sker, eru fullkomlega á skjön við þá mynd sem
við blasir íýrir stafrii. Þar er nefnilega ótrú-
Iega margt jákvætt að sjá: velmegun, mennt-
un, stóraukin samskipti, ótal tækifæri. Hver
er skýringin á þessari miklu mótsögn milli
ljómans fyrir stafni og þeirra aðferða sem
mannfélagið kýs að nota til að tjá sig með?
Peningahyggja, markaðsvæðing, fjölmiðlar:
allt eru þetta meðal hinna grunuðu, en það er
of einföíd Iausn. Því allt þetta öfgakennda,
vafasama, sjúka og ljóta sem hér hefur verið
talið er ekki einstök og aðgreind „vandamál“.
Heldur mismunandi blæbrigðarík túlkun á
hugarástandi þjóðar.
IMENNINGAR
LÍFID
Bibbi.
Nýrstíll
í Nema hvað
Það gerist núorðið
ekki á hverjum Bísabetóiafsd
degi að myndlist-
armenn taki sig saman um
stefnu í myndlist. Þetta virðist
þó hafa gerst f Hollandi á síð-
ustu misserum, þar sem Nýji
stíllinn gerir góða lukku með-
al ungra myndlistarmanna.
Bibbi, sem nú sýnir í galleríi
Listaháskóla íslands, Nema
hvað, við Skólavörðustíg, var
nýverið á ferð í Hollandi og
ákvað að flytja Nýja stílinn
með sér heim. Nýji stíllinn er
fyrst og fremst laus við öll
hugtök og Iætur til-
finninguna ráða.
Tilfinningin hefur
reynst Bibba vel í
Nema hvað, þar
sem fiðrildi flýgur í
endalausa hringi
og dimm rödd
Iokkar gesti að
rauðamölshrúgu
úti í einu horninu.
Innsetning Bibba líkist mest
teikningu af stökum hlutum,
sem lent hafa saman á blaði
án þess að ætlast væri til innri
tenginga þeirra á milli. Þetta
er sem sagt hinn Nýi stíll.
Dulúðug Mona Lisa
Morgunblaðið
hefur nýverið
tekið upp á því
að fá prófessora
í Háskóla Is-
lands til að
svara spurning-
um lesenda um
ýmis málefni.
Þannig mátti
um helgina
lesa allt um Monu Lisu
Leonardos da Vinci, án þess
þó að Auður Ólafsdóttir list-
fræðingur, svaraði því bein-
Iínis hvers vegna Mona Lisa
er svona fræg í dag. Mona
Lisa var nefnilega við það að
falla í gleymskunar dá - eins
og Auður segir - í byrjun ald-
arinnar þegar óprúttinn ná-
ungi stal verkinu úr Louvre
safninu. Mona Lisa var týnd
í nokkur ár, en það nægði til
að endurnýja hina fornu
frægð hennar, sem ekkert
hefur dalað síðan.
Mona Lisa.
Bamabækixr
og boðskapur
Það eru að verða tuttugu ár síðan
flutt var í Utvarpinu einhver sú
skemmtilegasta saga sem ég hef
heyrt um dagana. Það var þegar
Guðni Kolbeinsson las söguna
Mömmustrákur, sem flutt var sem
Morgunstund barnanna. Eg hef
verið um það bil tíu ára þegar
þetta var. Mér býður reyndar í
grun að aldur hafi reyndar verið
afstæður þegar þessi saga var í
annan stað, því fólk á öllum aldri
hafði hafði gaman af eigin lestri
Guðna á henni. Og það var og
kærkomin jólagjöf að fá söguna
um Mömmustrák, þegar hún kom út á jól-
um þetta sama ár. Þó ég hafi svo í seinni
tíð síað barnabækurnar nokkuð út úr
bókasafni mínu og geymdi þær flestar í
foreldrahúsum suður á Selfossi, hefur
svona ein og ein fýlgt mér norður - þar á
meðal Mömmustrákurinn.
Guðni möuunustrákur
Síðan þetta var hefur mér alltaf
verið fremur hlýtt til Guðna Kol-
beinssonar. Hef reyndar aldrei séð
manninn og né átt við hann orða-
stað, en það getur ekki verið að
nema nokkuð vænn maður sem
skrifað hefur jafn skemmtilega bók
og Mömmustrákur er. Eg hef nú
síðast stundum fylgst með Guðna
flytja snaggaralega pistla sem
nefridir eru Málfarsmínútan og í
þættinum Speglinum sem er á dag-
skrá Rásar 1 á sjöunda tímanum á kvöld-
in. Og þá segi ég stundum við sjálfan mig,
þegar Guðni hefur upp raust sína, að mik-
ið sé nú gaman að hlusta á hann Guðna
mömmustrák.
Annars hef ég stundum verið að velta
MENNINGAR
VAKTIN
Sigunðup Bogi
Sæuapsson
skrifar
„Og þá segi ég stundum við
sjálfan mig, þegar Guðni hefur
upp raust sína, að mikið sé nú
gaman að hlusta á hann Guðna
mömmustrák, “ segir m.a. hér I
greininni
því fýrir mér hvaða barnabækur hafi haft
mest áhrif á mig. Mér finnst líklegt - þegar
öllu er á botninn hvolft - að það séu bæk-
urnar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson.
Af mikilli nærgætni lýsa þau í bókum sfn-
um svo mörgu sem böm þurfa að reyna og
þar held ég að bókin Grösin í gluggahús-
um sé einstæð í sinni röð. Eg tíunda ekki
efni þeirrar bókar né heldur Mömmu-
stráks, en Iesi þeir sem vilja og ég hef gert
forvitna með pistli þessum.
Meðan járnið er heitt
Stundum er sagt að allar góðar bækur eigi
að hafa boðskap. Góðan boðskap. Þannig
hef ég í þessum pistlum, Menningarvakt-
inni, stundum talað fýrir því og hvatt til að
unnið verði að því að jöfnuður manna í
millum verði meiri og samhjálpin öflugri.
Ef ég hef numið þann boðskap einhvers-
staðar þá er það ekki hvað síst af Iestri
góðra bóka. Börn eru alltaf móttækileg
fýrir boðskap, hver sem hann er, og því
ber að hamra jámið meðan heitt er. Það er
vissulega gert en betur má ef duga skal, ef
áðumefnd markmið um þjóðfélag ffamtíð-
arinnar eiga að nást - en fýrir samfélag
jöfnuðar og samhjálpar er hvarvetna vilji,
ef marka má kannanir.
sigurdur@dagur.is