Dagur - 31.03.2000, Blaðsíða 4
20 - FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000
líl'JÍ) 1 LAMDTNtJ
99
Eg veit að ég er stjama
66
„Ég erekki stjarm,
Joan Crawford,
jafnilla og mér
er við hana, er
stjarna, “ sagði
Humphrey Bogart
eitt sinn.
Joan Crawford fæddist íTexas árið 1906 og
var skírð Lucille Le Sueur. Faðir hennar
hafði yfirgefið móður hennar og Hal bróður
hennar áður en hún fæddist. Móðir hennar
giftist aftur en þegar Joan var ellefu ára
hljópst sá eiginmaður sömuleiðis á brott.
Joan lýsti móður sinni sem kaldlyndri konu
sem hefði ekki elskað sig en dáð son sinn,
sem Joan lýsti sem hinum mesta ónytjungi.
Joan hætti snemma í skóla og vann fyrir
sér sem afgreiðslustúlka og símastúlka.
Hún hélt til Chicago þar sem hún komst í
kynni við umboðsmann sem sagðist geta út-
vegað henni vinnu í nektarbúllu. Þar sýndi
hún nektardans við mikla hrifningu og
kynntist nokkrum forríkum miðaldra karl-
mönnum sem buðu henni út að borða og
gáfu henni gjafir. Hún skemmti einnig í
einkaveislum nokkurra mafíósa í Chicago.
Hún giftist saxófónleikara en hjónabandinu
lauk Iljótlega. Hún þráði að verða kvik-
myndaleikkona en einu hlutverkin sem
henni buðust voru í klámmyndum. Hún lék
í nokkrum slíkum myndum og fékk síðan
smáhlutverk í Broadway söngleik. Ahrifa-
maður hjá MGM kvikmyndafélaginu hitti
hana og útvegaði henni prufutöku sem leiddi
til kvikmyndasamnings hjá MGM kvik-
myndafélaginu árið 1925. Nafnið Lucille
Le Sueur varð að fjúka, það var nafn scm
hentaði fatafellu og klámmyndaleikkonu en
ekki ungri stjörnu hjá MGM. Kvikmynda-
blað efndi til samkeppni um nýtt nafn. Joan
Crawford var nafnið sem varð fyrir valinu.
Joan Crawford sveifst einskis til að koma
sér á framfæri. Hún svaf hjá yfirmönnum
sínum, leikstjórum, mótleikurum og öðrum
þeim sem hún taldi geta greitt götu sína.
Hún hafði unun af kynlífí þannig að þarna
samræmdi hún skemmtun og hagnýtt
gildi.
Ástir í Hollywood
Hún giftist leikaranum Douglas Fairbanks
yngri. Faðir hans Douglas Fairbanks eldri
og stjúpa hans Mary Pickford voru mjög
andsnúin ráðahagnum og buðu ungu
hjónunum ekki í heimsókn fyrr en átta
mánuðum eftir brúðkaupið. Mary Pick-
ford sagði við Joan: „Ef þú gerir mig að
ömmu drep ég þig.“ Eiginmaður Joan
var vel menntaður og menningarlega
sinnaður og Joan vildi ekki verða síðri I
en hann og fór að læra frönsku og
lesa fagurbókmenntir.
Joan Crawford var illa menntuð al-
þýðustúlka sem komst á toppinn. Þar
ætlaði hún sér að verða til frambúðar.
Arið 1930 var hún ein vinsælasta leik-
kona í Hollywood. Hún lifði fyrir starf
sitt en eiginmaður hennar hafði meiri
áhuga á lífi utan kvikmyndanna. Hjón-
in skildu árið 1933. Þá hafði Joan
kynnst manninum sem hún sagði síðar
hafa verið stóra ástin í lífi sínu, Clark
Gable. Hún sagði að hann hcfði haft
meira dýrslegt aðdráttarafl en nokkur
annar karlmaður. Þau voru bæði gift
þcgar þau hittust en ástarævintýri þeirra
entist að hennar sögn með hléum frá
1931 til 1960 þcgar Gable lést.
Þriðji eiginmaður Joan var leikarinn
Franchot Tone. A brúðkaupsnótt þeirra
fékk Joan upphringingu frá manni sem
sagðist hafa undir höndum eintak af
einni klámmynd hennar. Kvikmyndafé-
lag Joan keypti eintakið af manninum
fyrir svimandi háa upphæð og á næstu
„Mér finnst yndisiegt að vera fræg, “ sagði Joan Crawford. „Ég fer aldrei út á götu án þess að
búast við, gera ráð fyrir og vona að fólk þekki mig og biðji um eiginhandaráritun."
árum eyddi kvikmyndafélagið
stórfé í að hafa uppi á eintökum
af klámmyndum leikkonunnar.
Nýja hjónabandið átti ekki fram-
tíðina fyrir sér enda hafði Joan
engan tíma til að vera gift.
Lif á toppniun
Joan Crawford var kvikmynda-
stjarna fram í fingurgóma. Hún
átti til að skipta um föt allt að
tíu sinnum á dag og ferðaðist
með þrjátfu ferðatöskur. Hún
átti sextán
Fvrsta myndin sem tekin var afJoan og ætt-
ieiddri dóttur hennar Christinu. Chnstma sknf-
aði fræga bók um móður sína þar sem hun
Ivsti henni sem skrímsli.
loðfeldi. „Ég horfi á þá og veit að ég er
stjarna," sagði hún. Þegar hún sá hatt sem
henni líkaði lét hún gera aðra eins í sext-
án mismunandi Iitum. Hún átti þrjú
hundruð pör af skóm. Hún var hraust
drykkjumanneskja og var ætíð með vasa-
pela á sér, fullan af vodka sem að utan var
fóðraður í sama lit og föt hennar hverju
sinni. Hún var try'gg vinum sínum og ákaf-
lega örlát.
„Mér finnst yndislegt að vera fræg,"
sagði hún. „Ég fer aldrei út á götu án þess
að búast við, gera ráð fyrir og vona að fólk
þekki mig og biðji um eiginhandaráritun.
Þegar það gerist er ég undirbúin og eins
vel klædd og ég get verið. Og þegar ein-
hver segir: „Þarna er Joan Crawford,“
svara ég: „Já, svo sannarlega.“
Arið 1942 giftist Joan fjórða eiginmanni
sínum leikaranum Phillip Terry. Þá naut
hún ekki lengur sömu hylli á hvfta tjaldinu
og áður. I einkalífínu var hún komin í nýtt
hlutverk, hafði ættleitt tvö börn og var
önnum kafin kona en tók samt frá einn
klukkutíma á dag til að vera með eigin-
manni sínum. Þau skildu eftir fjögurra ára
hjónaband. „Ég giftist honum vegna þess
að ég var einmana," sagði hún. „Maður á
aldrei að giftast vegna cinmanaleika. Allt
frá byrjun skuldaði ég honum afsökunar-
beiðni." Eftir skilnaðinn ættleiddi hún
tvær stúlkur sem hún sagði vera tvíbura
en voru fæddar með mánaðar millibili.
Engin elsku mamma
Síðasti eiginmaður hennar var Alfred
Steele, forstjóri Pepsi Cola. Hún var
fimmtug þegar þau giftust og kvikmynda-
hlutverkin voru orðin fá. Hún sagðist hafa
verið ákaflega einmana áður en hún
kynntist honum. „Ég var ákaflega ein-
mana. Ég var mjög ófullnægð. Sögur um
að ég hefði ætíð hóp af mönnum sem biðu
eftir að fara með mér út voru ekki sannar,“
sagði hún. „Ég er kona með þarfir konu
sem þarfnast eiginmanns." Síðasta hjóna-
bandið var hamingjusamt og entist þar til
Steele lést fimmtíu og átta ára gamall árið
1959 eftir fjögurra ára hjónaband. Hann
hafði gert Pepsi Cola að stórveldi en fjár-
hagur hans var í molum og hann skildi
Joan eftir í miklum skuldum. Hún sat í
stjórn Pepsi Cola og tók að sér hlutverk í
einstaka kvikmyndum, yfirleitt vondum
hrollvekjum.
Síðustu árin gerðist Joan handgengin
Cristian Science, hætti að reykja eftir að
hafa iðkað þann sið í áratugi og hætti að
drekka en hún hafði um árabil verið háð
áfengi. Hún tók nærri sér að eldast og átti
erfitt með að sætta sig við að kvikmynda-
ferlinum væri lokið. Joan lést árið 1977 og
hafði þá um tíma þjáðst af krabbameini en
neitaði öllum verkjalyfjum. I erfðaskrá
sinni gerði hún tvö elstu börn sfn arllaus.
Astæðan lá ekki í augum uppi en geta
mátti sér til að þau hefðu ekki verið nægi-
lega hlýðin.
Eftir dauða Joan Crawford gaf dóttir
hennar Christina Crawford út æskuminn-
ingar sínar þar sem hún lýsti móður sinni
sem taugabilaðri og stjórnsamri konu sem
hefði níðst á sér og hróður sínum. Bróðir-
inn Christopher sagði við útkomu hókar-
innar að þar hefði ekkert verið ofsagt,
raunveruleikinn hefði verið enn verri. Vin-
ir Joan viðurkenndu að hún hefði verið
skelfileg móðir tveimur elstu börnum sín-
um en þótti bók Christinu smekklaus.
Vinkona hennar í nær hálfa öld, leikkonan
Helen Hayes sagði: „Joan rcyndi að vera
öllum allt, ég vildi bara óska að hún hefði
ekki reynt að vera móðir.“
Stuttu áður en Joan Crawford lést var
hún spurð hvort hún myndi gera eitthvað
öðruvísi ef hún mætti lifa lífinu aftur.
Hún sagði svo sannarlega vera, sagðist
hafa unnið of mikið og ekki hafa reynst
eiginmönnum sínum og börnum nægilega
vel en bætti við: „En þegar tckið er mið af
stað og stund og kringumstæðum hefði
maður þá getað gert hlutina á annan hátt
en maður gerði?“