Dagur - 31.03.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 31.03.2000, Blaðsíða 8
Föstudagur 31. mars 2000 [bsv! Steingrímur J. Sigfússon. Daviö Oddsson. SMATT OG STORT UMSJÓN: BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON -wr -r _ • x sigurdor@ff.is Upp og möux — Nokkuð sönn saga segir af samskiptum Steingríms J. Sigfússonar og Davíðs Odds- sonar um síðustu helgi í tengslum við Vetrar- íþróttahátíðina á Akureyri. Það hófst með því að þeir hittust á flugstöðinni á Reykjavíkur- flugvelli. Steingrímur ákvað að bregða undir sig betri fætinum og tók skíðin með til að renna sér í Hlíðarfjallinu. Hann spurði Dav- íð hvort hann væri ekki með skíði. „Jú, jú, þau eru hérna,“ sagði Davíð og benti á litla handtösku. A leiðinni norður ræddu menn um það í flugvélinni hverjir ætluðu á skíði og hverjir ekki. Þegar komið var upp í Hlíðar- fjallið sá Davíð, sem mættur var til að vígja skíðamiðstöðina Strýtu, hvar Steingrímur rennir sér niður brekkurnar. Kallar Davíð til Steingríms hversu flinkur hann sé á skíðun- um. „Það er gaman að sjá hvað þú ert góður á skíðunum. Það er sama rennslið á þér og í skoðanakönnunum," sagði Davíð. „Já, það er satt hjá þér,“ sagði Steingrímur, „alveg eins og að ég renni mér upp í skoðanakönnunum þá renni ég mér niður í Hlíðarfjallinu." Gamli, góöi pípariiui I nýlegu fréttabréfi Öryrkjabandalagsins eru margar fróðlegar greinar og inni á milli birt- ar nokkrar snjallar skopsögur. Segir þar m.a. af unglingi sem spurði föður sinn hvort hann vildi gefa sér þúsund kall. Faðirinn neitaði en þá sagði unglingurinn: „Viltu ekki gefa mér hann ef ég segi þér hvað mamma sagði við píparann þegar þú varst farinn í vinnuna í gær?“ Varla þarf að orðlengja að faðirinn dró þúsund kall upp úr vasa sínum hið snarasta og spurði stráksa svo hvað mamma sagði. „Jú, hún spurði píparann hvort hann yrði búinn að þessu fyrir kvöldmat." vntu sjá? Svo vitnað sé í aðra skopsögu í fréttabréfi ör- yrkja þá segir þar af ungri stúlku sem var á gangi í Hljómskálagarðinum með vini sínum þegar hún spurði hann allt í einu: „Viltu ekki sjá hvar botnlanginn var tekinn úr mér?“ „Jú, endilega, endilega,“ sagði vinurinn, býsna vongóður á svip. Þá benti stúlkan og sagði: „Þarna, á Landspítalanum." 6ULLK0RN „Sennilega er þetta eitt af þeim augnablikum sem þú munt muna Iengst í lífínu, Haraldur minn.“ - Ólafur Örn Har- aldsson þingmað- ur á tali við son sinn og pólfara, Harald Örn. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri BÍLASALA - Sími 461 2960 IB— Ibsv) CSIiBOSSIESSICiSSBOES [bsv) [bsv| |bsv| |bsv| [íbsví IbsvI (bsv) (bsv| (bsv) [bsv! [bsv| (bsv| (bsv|. „Við fáum margar kvartanir, sérstaklega frá mæðrum sem sjá ekki fram á að flíkurnar notist sem skyldi, “ segir Guð- rún Þóra Hjaltadóttir hjá Leiðbein/ngarstöðinni. Efni sem ekl má hreinsa „Þessi efni eru tiltölulega ný á markaðnum og „í tísku". Þau eru einkum í unglingafötum. Við fáum margar kvartanir, sérstaklega frá mæðrum sem sjá ekki fram á að flíkurnar notist sem skyldi, þegar þær má hvorki þvo né hreinsa. Eg hef séð þetta efni í pilsum og káp- um og skilst að það séu til buxur úr því líka. Ein mamman var búin að leita í þrjá mánuði að úlpu sem 16 ára sonurinn vildi ganga í. Svo var keypt úlpa og þegar hún var byrjuð að óhreinkast þá uppgötvaðist að hvorki mátti þvo hana né hreinsa. Fyrir bragðið tímdi drengurinn ekld að nota hana og hún skýlir honum ekki mikið á meðan. Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að nota til dæmis buxur sem ekki má þvo eða hreinsa og eins geta hálsmál í utanyfirflíkum orðið ansi sóðaleg. Ég vil því endilega benda fólki á að lesa leiðbeingar sem eru innan í flíkunum. Búðin er ekki ábyrg, kaupandinn á sjálfur að leita upplýsinga um meðferð vörunnar sem hann kaupir.“ - Geturðu lýst áferðinni á þessum efnum? „Yfirleitt eru þau með glansáferð og sum minna á Ieður. Ráðlagt er að stijúka þau með votum klút. Ein móðirin hafði keypt svona barnaúlpu en gat sem betur fór skilaði henni aftur áður en hún var tekin í notkun. Barn sem er úti að leika sér Fatnaðursem hvorki má þvo né hreinsa fæst orðið í mörgum verslunum hérá landi. Hann erúr ýmsum geifiefna- blöndum. Guðrún Þóra Hjaltadóttir hjá Leiðbeiningar- stöð heimilanm vekurathygli á þessu. SPJALL óhreinkar sig yfirleitt meira en svo að nægilegt sé að strjúka föt þess með votum klút. Þótt kannski megi þrífa ytrabyrði á þann hátt þarf að minnsta kosti að vera hægt að þvo fóður.“ - Finnst þér gæðum fataefna fara hmkandi? „Það færist í vöxt að föt þoli illa þvott. Sérstaklega finnst mér þetta eiga við þau föt sem ætluð eru unglingum. Framleiðendur eru að reyna að tryggja sig gegn kvörtun- um fólks með því að merkja fötin fyrir lágan hita. Þau eru mörg hver merkt þannig að þau megi þvo á 30 gráðum, sem er auðvitað bara volgt og oft koma fötin hálf óhrein út úr þvottavélinni. Það næst engin húð- fita úr á þeim hita. Og þótt þau séu þvegin á 30 þá minnka þau oft í þvotti og koma krumpuð úr vélun- um. Þetta er afar ergilegt og mikil sóun því peysa sem einu sinni er orðin of lítil stækkar ekki aftur. Sum þvottaefni eiga að ná blettum við hvaða hitastig sem er en þá eru þau orðin mjög sterk og geta þar af leiðandi ert húðina og slitið þvott- inum óþarflega rnikið." Þóra segir að lokum að Leiðbeiningarstöðin sé nýbúin að gefa út þvottaspjald með leiðbeiningum og skýringum á merkjum sem upplagt sé að koma íyrir hjá þvottavélum heimilanna.“ GUN. FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGURINN 31. MARS 91. dagur ársins, 27 5 dagar eftir. Sólris kl. 6.48, sólarlag ld. 20.17. Þau fæddust 31. mars • 1596 fæddist franski heimspekingurinn Rene Descartes. • 1732 fæddist austurríska tónskáldið Jos- eph Haydn. • 1809 fæddist rússneski rithöfundurinn Nikolaí Gogol. • 1872 fæddist Helgi Pjetursson jarðfræð- ingur og draumóraspekingur. • 1914 fæddist mexfkóski rithöfundurinn Octavio Paz. • 1919 fæddist Stefán Hörður Grímsson skáld. •1921 fæddist Jón Múli Arnason útvarps- maður. • 1928 fæddist Sigurður A. Magnússon rithöfundur. • 1933 fæddist japanski kvikmyndaleik- stjórinn Nagisa Oshima. • 1935 fæddist bandaríski Ieikarinn Ric- hard Chamberlain. Þetta gerdist 31. mars • 1909 sljómaði Gustav Mahler Fílharmóníu- hljómsveitinni í New York í fyrsta sinn. • 1918 var fyrst skipt yfir í sumartíma í Bandaríkjunum. • 1920 samþykkti breska þingið heima- stjórnarlög fyrir írland. • 1955 strandaði togarinn Jón Baldvinsson við Reykjanes. Enginn fórst. • 1959 flúði Dalai Lama frá Kína og fékk pólitískt hæli á Indlandi. • 1967 brenndi Jimi Hendrix gítarinn sinn á sviði í fyrsta sinn. • 1972 hætti opinber aðdáendaklúbbur Bítlanna að starfa. • 1979 var Steingrímur Hermannsson kos- inn formaður Framsóknarflokksins. • 1990 var viðbygging við Háskólabíó í Reykjavík tekin í notkun. Vísa dagsins Ekki get ég gert að því, gantaskapur og narrirí fylgir mér um horg og bý; hömin verða að hlæja að því. Gamall húsgangur. Afmælisbam dagsins Jón Múli Ámason fæddist á Vhpnafirði þann 31. mars árið 1921. Hann nam forspjallsvísindi og efnafræði að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Rfkisút- varpinu árið 1946 og starfaði sem fréttamaður, þulur og dagskrárgerðar- maður til ársins 1985. Hann er trompetleikari og spilaði með Lúðra- sveit verkalýðsins og var gerður að heiðursfélaga sveitarinnar árið 1990. Hann kenndi við tónlistarskóla FIH. Hann hefur samið tjölda laga og leik- rita ásamt bróður sínum, Jónasi Ama- syni. Tilgangurinn með heimspeki er að byrja á einhverju sem er svo einfalt að það virðist varla taka því að nefna það, og enda á ein- hverju sem er svo þverstæðukennt að eng- inn trúir því. Bertrand Russell Heilabrot Hvaða eitt fslenskt orð er hægt að mynda úr þessum bókstöfum: SSLLAUM Lausn á síðustu gátu: Yfir kaldan eyðisand. Veffang dagsins Á vefsetri Stofnunar Árna Magnússonar er m.a. að finna sögur og frásagnir Vestur-Is- Iendinga, sem safnað var fyrir tæpum þrjá- tíu árum: www.am.hi.is/vesturislend- inl'sogumenn.htm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.