Dagur - 31.03.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 31.03.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2 000 - 21 Dansparið og meistararnir Helga Dögg Helgadóttir og ísak Halldórs- son sýndu fulltrúum við upphaf íþróttaþings 2000 að dans er glæsi- leg íþrótt. mynd: brink Dansinn verður eitt sérsambanda ÍSÍ Birna Bjarnadóttir, formaður Dansnefndar ÍSÍ og varaformaður Dansnefndar ÍSÍ, Eyþór Árnason. Verðlaunagripirnir bak við þau tilheyra KA, en vafalaust munu fremstu dansarar landsins eignast mikið og glæsilegt safn verðlaunagripa þegar fram líða stundir. mynd: gg íþróttaþing 2000, sem haldið var á Akureyri um sl. helgi, samþykkti að fela fram- kvæmdastjórn ISI að stofna sérsamband um dansíþrótt- ina, Dansíþróttasamband ís- lands (DSI). Dansíþróttin er í örum vexti á íslandi og hefur styrkt stöðu sína verulega á síðuslu misserum innan íþróttahreyfrngarinnar. I dag eru iðkendur dansíþróttar- innar um 1000 talsins og því var talið brýnt að stofna sér- samband um dansíþróttina í samræmi við lög ÍSI. Birna Bjarnadóttir, formað- ur Dansnefndar ÍSÍ, sem væntanlega verður Dansí- þróttasamband íslands, segir að haustið 1990 hafi fyrst verið farið að ræða það að stofna sérstakt sérsamband um dansí- þróttina, ekki síst vegna þess að þá hafi verið sótt um aðild að nor- ræna danssambandinu og alþjóða danssambandinu. Dansíþróttin er þegar orðin aðili að íþróttasam- böndum annarra Norðurlanda- þjóða og eins hafa danssambönd í heiminum fengið viðurkenningu Olympíunefndarinnar og margra íþróttasambanda víðar í heimin- uni. Nemendur við þá dansskóla sem þá voru starlándi á höfuð- borgarsvæðinu ákváðu að mynda félög 1994 og sækja jafnframt um aðild að ÍSÍ. „lðkendur eru í dag um 3000 talsins en keppendur sem eru í raunverulegu þjálfunar- prógrammi eru 1500 til 1600 manns. Meginástæða þess að við sækjum um aðild að ISÍ er sú að við erum með sömu félagslegu og lagalegu upp- byggingu og í öðrum íþrótt- um, og fáum þá stuðning til þess að vinna sambandinu framgang og fáum tryggingu fyrir því að við erum að fara inn á þessa braut sem íþróttagrein en ekki ein- göngu sem keppnisgrein sem meiri áhersla hefur ver- ið lögð á hingað til,“ segir Birna Bjarnadóttir. - Hafið þið einnigfjárhags- legan ávinning af því að ganga f ISI? „Það er ekki komið í ljós og í mínum huga er það ekki aðalatriðið. Við höfum getað starfað þessi ár án þess að steypa okkur f skuldir með miklu sjálfboðaliðastarfi, og við höfum það markmið að halda því áfram. En kröfurnar eru miklar og fara vaxandi og það er spurning hvernig við mætunr þeim. En þungamiðja starfsins mun eftir sem áður byggjast á sjálfboða- liðastarfi eins og í öðrum íþrótta- greinum,“ segir Birna Bjarna- dóttir. GG LÍFIÐ í LAXDIXU MUdlviska í mörgmn grummin holum Símenntunarmiðstöð Eyjafjarð- ar var formlega stofnuð á Akur- eyri í vikunni og þar með eru sí- menntunarmiðstöðvar á land- inu orðnar átta, undir ýmsum heitum. Símenntunarmiðstöð Eyja- fjarðar verður sjálfseignarstofn- un með sjö manna stjórn og var kjörið í stjórnina á stofnfundin- um eftir tilnefningum stofn- enda. Litið er á miðstöðina sem tilraunaverkefni í tvö ár en að þeim loknum verður árangur metinn og framhaldið ákveðið. Samkvæmt stofnskrá sem sam- þykkt var á fundinum er mark- mið Símenntunar- miðstöðvar Eyjafjarð- ar að efla símenntun í Eyjafirði, auka sam- starf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni at- vinnulífs á svæðinu og bjóða einstakling- um hagnýta og fræð- andi þekkingu á öll- um skólastigum. Einnig að veita ráð- gjöf til fyrirtækja um símenntun og ein- staklingum starfs- og námsráðgjöf. Stofnendur mið- stöðvarinnar eru fjöl- margir, bæði opinber fyrirtæki og önnur, fjölmörg stéttarfélög, öll sveitarlelög í Eyjafirði auk nrenntastofnana á Akureyri. I stjórn miðstöðvarinnar voru kjörin, eftir reglunr um tilnefn- ingar þessara stofnenda: Ann- ette J. deVink, Guðmundur Omar Guðmundsson, Arna Jak- obína Björnsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir, Baldur Dýrfjörð, Svavar A. Jónsson og Hólmgeir Karlsson. Nýta, betrumbæta og bæta viö Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar Akureyrar, flutti ávarp við upphaf stofn- fundarins. Valur nefndi sem dæmi um þörf fyrir slíka miðstöð að í yfirstandandi samningavið- ræðum á vinnumarkaði væri ein- mitt lögð mikil áhersia á sí- menntun. Björg Arnadóttir, forstöðu- maður Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, flutti ávarp á stofn- fundinum og kom þá meðal ann- ars með skemmtilega samlíkingu til að sýna að menntun á mörg- um sviðum er jafnmikilvæg og mikil menntun á einu sviði. Al- gengt er fólk grafi sömu holuna sífellt dýpra, það er haldi sig alltaf við sama fagið. Björg benti hins vegar á að vaxandi fylgi væri við þá skoðun að mögulegt sé að safna jafnmikilli visku í margar grynnri holur, en aðeins þyrfti að passa að hafa tengingar á milli þeirra. Ein djúp hola væri cigin- lega eins og að maður væri að grafa sína eigin gröf. Björg lýsti einnig reynslu sinni af starfi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og sagði mikið sam- starf og gott á milli símenntunar- miðstöðva. Sagðist hún meðal annars líta svo á að í hnotskurn væri hlutverk slíkra miðstöðva að nýta, betrumbæta og bæta við og átti þá við að nýta þá reynslu og þekkingu sem fyrir er í símennt- un hjá hinum ýrnsu stofnunum, betrumbæta starfið og bæta við það. - HI Valur Knútsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, flutti ávarp á stofnfundi Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. mynd: brink ' j 'f ' — báð heim GSM ERICSSON Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík Sími: 569 7700 • Fax: 569 7799 www.nyherji.is NÝHERJI Ericsson TH688 Nýherji kynnir byltingu í símamálum fyrirtækja sem sparar stórar Utan fyrirtækis virkar hann sem venjulegur GSM sími. Hann býður því fjárhæðir í rekstri, GSM síma frá Ericsson sem einnig hefur virkni þráðlauss innanhússsíma. Þegar hringt er úr símanum innan fyrirt ækis ber það engan kostnað. Ef hringt er innanhúss í númer utan fyrirtækis færastsímtöl gegnum innanhússsendi sem venjuleg innanbæjarsímtöl. frelsi farsímans og leysir af hólmi símtæki fyrir innanhússnotkun, auk þess að lækka símreikninginn umtalsvert. Vertu í sambandi hvar sem er á ódýrasta máta. Sláðu á þráðinn og kynntu þér rakinn sparnað! Þyngd: 220 g með rafhlöðu ■ Stærð: 130 x 49 x 23 mm ■ Stór3 llnu skjár ■ 100 númera minni I síma ■ 100 númera minni á korti ■ GSM taltími 4 klst, biðtíml 42 klst ■ DECT taltlmi 15 klst, biðtími47 klst ■ Innrautt tengi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.