Dagur - 15.04.2000, Qupperneq 1
*
Ibúðabyggð í
stað slippsins
Áhugi hjá Islenskum
aðalverktökum.
Slippuriuu ekki í
næsta aðalskipulagi.
Hugað að iiýjuin stað.
Geldiugames, Eiðsvík
og Kjalames.
Stjórn Stáltaks sem rekur slipp-
inn í Reykjavík er farin að huga
að nýrri staðsetningu fyrir fyrir-
tækið, en það hefur verið á nú-
verandi stað við Reykjavíkurhöfn
í hartnær eina öld, eða frá árinu
1902. Meðal þeirra hugmynda
sem fram hafa komið er að færa
slippinn yfir f Geldinganes og
Eiðsvík og jafnvel inná Kjalarnes
sem er hluti af borginni eftir
sameininguna. Islenskar aðal-
verktakar hafa rætt það við borg-
ina að reisa á athafnasvæði
slippsins íbúðabyggð sem næði
jafnvel yfir svæði Hraðfrysti-
stöðvarinnar við Mýrargötu. I
þeim hugmyndum er jafnvel rætt
um að stækka svæðið með upp-
fyllingu fram í sjó.
Þrengir að slippnum
Valgeir Hall-
varðsson
framkvæmda-
stjóri Stáltaks
segir að þetta
mál sé enn á
hugmynda-
stigi og því
hafa engar
ákvarðanir
verið teknar.
Hinsvegar sé
ekki gert ráð
fyrir slippnum
í aðalskipulagi
borgarinnar
sem tekur við
af núverandi
skipulagi sem
gildir til ársins 2016. Þá sé því
ekki leyna að það sé farið að
þrengja að athafnasvæði slipps-
ins og m.a. sé aðkoman erfið. 1
Ijósi þess að þessi starfsemi verði
ekki þarna um aldur og ævi sé
ekki ráð nema í tfma sé tekið til
að horfa til framtíðar. Aftur á
móti sé ekki endanlega ljóst
hvort aðstaða verður fyrir slipp-
inn í Geldinganesinu. Hann
áréttar að
þessi mál
séu varla
komin í um-
ræðuna inn-
an borgar-
kerfisins og
séu því að-
eins hugleið-
ingar, enn
sem komið
sé.
Engu að
síður hafa
menn vissu-
lega tæpt á
þeim í við-
ræðum við
Arna Þór
Sigurðsson formann hafnar-
stjórnar sem jafnframt er for-
maður skipulags- og umferðar-
nefndar. Forstjóri Stáltaks bend-
ir á að ef slippurinn eigi að geta
verið til langframa á núverandi
stað sé Ijóst að það þarf að reisa
40 metra háa skemmu yfir drátt-
arbrautina til að auðvelda alla
skipavinnu að vetrarlagi. Viðbúið
sé að hún yrði töluverður lýti á
umhverfinu og einsýnt að það
verði ekki leyft. Þá sé stundum
hætta á að málningarúði gangi
yfir næsta nágrenni þegar verið
sé að sprauta skip sem standa
uppi í slippnum. Þannig að það
sé ýmislegt í umhverfinu sem er
farið að ýta á eftir mönnum til að
hugleiða framtíðarskipan slipps-
ins á einhverjum öðrum stað.
Til skoðimar
Arni Þór Sigurðsson formaður
hafnarstjórnar og skipulags-
nefndar segir að athafnasvæði
slippsins komi til skoðunar við
endurskoðun á gildandi aðal-
skipulagi. Hinsvegar sé of
snemmt að segja nokkuð til um
það hvort þarna muni rísa íbúða-
byggð eða einhver önnur at-
vinnustarfsemi. Hann segir að
þessi mál verði til skoðunar í
þeirri vinnu sem framundan sé
við endurskoðun á aðalsldpulagi
borgarinnar. - grh.
Slippurinn í Reykjavík hefur verið á nú-
verandi stað frá 1902. Viðbúið er að
margir muni sakna hans úr athafnaiifi
hafnarinnar. mynd hilmar þór
Kaupfélags-
hretið
Vetur konungur lætur ekki að
sér hæða og þótt fyrstu lóurnar
séu komnar til landsins er vetri
ekki alveg lokið. I Eyjafirði tala
menn um „kaupfélagshretið" en
það mun nokkuð algengt að
óveður geri í Icringum aðalfund
KEA. Veður setti enda strik í
reikning margra í gær, meðal
annars þeirra sem skipuleggja
og keppa á Andrésar Andar leik-
unum á skíðum í Hlíðarfjalli.
Slæmt veður var víða um land í
gær og fóru samgöngur nokkuð
úr skorðum. Skafrenningur var
á Vestfjörðum og Steingríms-
fjarðarheiði ófær. Einnig var
skafrenningur og hálka á Holta-
vörðuheiði og víða um norðan-
vert landið. Ekkert ferðaveður
var í Skagafirði og á Vatnsskarði
siðdegis í gær. Þæfingsfærð var
á Breiðdalsheiði. Þá var óveður
og sandbylur á Mýrdalssandi og
víðar á Suðurlandi. - hi
Keppni fór úr skorðum á Andrésar Andar leikunum á skíðum I Hlíðarfjalli við Akureyri í gær vegna veðurs. Hvöss
vestan- og norðanátt setti strik í reikninginn en búist er við hægari vindi í dag og éljum og vonandi geta hinir
ungu og áhugasömu skíðamenn af öllu landinu þá sýnt hvað í þeim býr. mynd: brink
Listameiui
eiga að taka
afstöðu
„Það er mín skoðun að lista-
menn eigi að taka þjóðfélagslega
afstöðu því þeir geta komið sjón-
armiðum sínum betur á framfæri
en fólk sem er óvant að skrifa.
Þeir sem geta tjáð sig eiga að
gera það. Reyndar finnst mér
skylda hvers einasta manns í
þjóðfélaginu að taka afstöðu til
umhverfisins." Þetta segir Sig-
urður A. Magnússon, rithöfund-
ur, í helgarviðtali Dags, en þar
fjallar hann meðal annars um
bókmenntaheiminn og stjórn-
málin.
Þeir bræður Sverrir og Ar-
mann Jakobssynir urðu þjóð-
frægir fyrir frammistöðu sína í
þáttunum Gettu betur sem þcir
tóku þátt í þrjú ár í röð. Eins og
títt er um tvíbura eiga þeir margt
sameiginlegt, svo Sem áhuga á
grúski, ritstörfum og vinstri póli-
tík. Frá því segja þeir í viðtali við
helgarblaðið.
Asta Sig-
urðardóttir,
sem býr í
Danmörku,
hefur unnið
við gerð
teiknimynda í
17 ár. Hún
var í lieim-
sókn á Islandi
nýlega og seg-
ir frá lífi sínu
og starfi í helgarblaði Dags.
Margir eru spá í það þessa
dagana hvaða stærð af páskaeggi
þeir cigi að kaupa handa börn-
unum eða barnabörnunum.
Gunnar Baldursson er clikert að
velta slíku fyrir sér því hann býr
eggin til sjálfur handa sínum
barnabörnum.
Og svo er það allt hitt: kynlíf
og krossgáta, bækur og bíó,
veiði, spurningaleikur og margt
margt fleira.
Góða helgil
Ásta
Sigurðardóttir.
'
4
1
i
}
1
1
j
1
1
I
j
]
i
i
j
!
j
]