Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 1S. APRÍL 2000
ro^tr
FRÉTTASKÝRING
Dagur greindi á dögunum frá
þeim niðurstöðum Helga Gunn-
laugssonar félags- og afbrota-
fræðings í nýrri bók, að veruleg
fylgni sé milli stéttarstöðu og mis-
notkunar á fíkniefnum. Tölur frá
1990 benda til þess að um 40%
handtekinna vegna fíkniefnamis-
ferlis séu atvinnulausir og 40%
séu í hópi ófaglærðra. Það eru því
fyrst og fremst jaðarhópar samfé-
lagsins sem lenda í útistöðum við
yfirvöld vegna fíkniefna. Að mati
Helga hefur ekki tekist að bæta
ástandið með allsherjar lögreglu-
stríði og þungum dómum.
Helgi bendir á aðra leið. „Ef yf-
irvöld vilja í alvöru leitast við að
uppræta verstu mein þessa vanda
væri í raun eðlilegast að fara
beint í rætur hans; sem er félags-
og efnahagslegur veruleiki jaðar-
hópa samfélagsins, sem í raun
skilyrðir og plægir jarðveginn fyr-
ir misnotkun harðra fíkniefna. En
það er vissulega flókið og vand-
meðfarið mál og krefst pólitísks
vilja og samfélagslegrar samstöðu
sem alls ekki er sjálfgefin á tím-
um aukinnar einstaklingsábyrgð-
ar og markaðslausna í þjóðfélags-
málum,“ segir Helgi. Hann líkir
núverandi baráttuleiðum, um-
fangsmiklu og dýru lögreglu-,
dóms- og fangelsiskerfi við „nátt-
tröll aftan úr grárri forneskju
miðalda". Um leið gerir hann
skýran greinarmun milli „afþrey-
ingarneytenda" og hinna, þar sem
neyslumynstrið „tekur á sig mynd
misnotkunar og ýmsir fylgifiskar
eins og óregla og jafnvel ofbeldi
og afbrot gera vart við sig“. Helgi
vill umfram allt styrkja „hið fé-
lagslega öryggisnet", svo sem með
úrbótum í húsnæðis- og mennta-
málum og á sviði starfsþjálfunar
og atvinnutækifæra.
Athyglisvert er að horfa til um-
ræðunnar í Bretlandi eftir að
skýrsla Runciman-nefndarinnar
kom út. I henni sátu meðal ann-
ars háttsettir lögreglustjórar og
óháðir sérfræðingar og komust
þeir eftir tveggja og hálfs árs
vinnu að þeirri niðurstöðu, að
gera eigi skýran greinarmun á af-
þreyingarnotkun vægra vímuefna
og notkun harðra efna, réttast
væri að fara vægar í sakirnar
gagnvart kannabisefnum og E-
pillunum, en þá harðar í sakirnar
gagnvart efnum eins og am-
fetamíni, kókaíni og heróíni.
Þannig leggur nefndin til að hver
sá sem er tekinn með undir 2
grömm af kannabis sæti aðeins
áminningu eða lágri sekt og að
hver sá sem er tekin með lítilræði
af E-piIIum fái sömu meðhöndl-
un og nú tíðkast gagnvart kanna-
hisnotkun.
Þá er vert að minnast á nýlega
samþykkt kanadíska þingsins um
allsheijar endurskoðun á baráttu-
leiðunum, þar sem á að útiloka að
baráttan sjálf sé skaðleg og ganga
út frá því að fíkniefnamisnotkun
sé félagslegt og heilbrigðisvanda-
mál frekar en afbrotavandamál.
Vilji borgaranna í fram-
kvæmd
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í forvarnardeild
Lögreglunnar í Reykjavík segist
sammála Helga í grundvallarat-
riðum, en deila megi um ákveðin
atriði. „Umræðan í bókinni er já-
kvæð. En ég staldra við það sem
hann talar um aðgerðir og þunga
dóma. Hann kallar eftir mögu-
leikanum á öðrum leiðum, en
mér finnst hann ekki opna þær
leiðir. Hann gagnrýnir kerfið en
bendir ekki á það sem hugsanlega
væri hægt að gera, því þarna kem-
ur ekki fram hvað átt er við með
félagslegum umbótum og hvað af
slíku væri líklegast til árangurs.
Eg er á þeirri skoðun að á ákveð-
inn hátt séu hörð og skilvirk inn-
grip yfirvalda mjög raunhæfur
möguleiki í aðgerðamynstrinu.
Mér finnst ekkert koma fram sem
rennir stoðum undir annað."
Karl segir ekkert mæla gegn
umræðu um virkari greinarmun á
vægari og harðari efnum og af-
þreyingarnotkun gagnvart harðri
misnotkun. „En hvað leysir það
að fara þessar leiðir? Þarna er átt
við mismunandi meðferð á mál-
um eftir því hvort mönnum finnst
efni eða efnismagn hjá einstak-
lingi vera honum til einkaneyslu.
Ef við teljum á annað borð að
efni séu skaðleg og þess eðlis að
þau eigi að vera bönnuð þá erum
við um leið stundum að horfa
framhjá brotum og stundum ekki.
Við sendum óskýr skilaboð út í
þjóðfélagið. Og við horfum þá
framhjá þeirri staðreynd að vel-
flestir neytenda byrja á vægari
efnunum og þróast yfir í þau
hörðu."
Karl segir flest ríki hafa slakað
á gagnvart neyslunni vegna
kostnaðar við löggæsluna og Is-
Iand Iíka. „En þá gefum við um
leið undir fótinn með neyslu á
efnum sem við vitum að hafa
áhrif inn í heilbrigðisþáttinn. I
mínum augum er fíkniefnamis-
notkunin fyrst og fremst heil-
brigðisvandamál. Afbrotin og aðr-
ar afleiðingar eru fylgifiskar. Það
fylgja þessu ýmsir andlegir og Iík-
amlegir sjúkdómar og slys - það
er aðalatriðið og ástæðan fyrir því
að þessi efni eru sett á bannlista
til að byrja með. Um leið er hugs-
anaskekkja að tala um að lögleiða
eitthvað af þessum efnum. Frá
öðru sjónarhorni má það kannski
heita furðulegt í nútímanum að
vísindamenn skuli ekki hafa
fundið „gleðigjafa" sem hefur
ekki alla þessa fylgifiska í för með
sér.“
Loks staldrar hann við þá full-
yrðingu að núverandi lögreglu-,
dóms- og fangelsiskerfi sé dýrt. „I
samanburði við hvað? Kerfið á að
vernda hinn almenna borgara og
Helgi hefur sjálfur birt greinar,
þar sem kemur fram að mesta
áhyggjuefni fólks í dag eru afbrot-
in og skert öryggi einstaklinga.
Erum við því ekki einmitt að gera
það sem borgararnir vilja - öruggt
umhverfi?" spyr Karl Steinar.
Herða refsmgar „atvinnu-
mannanna“
Agúst Einarsson fyrrverandi al-
þingismaður hefur ásamt Gísla S.
Einarssyni flutt frumvarp á Al-
þingi um breyttar áherslur á þess-
Á að láta afþreyingarneytendur kannabisefna í friði og beina spjótunum alfarið að „söiumönnum dauðans":
um sviðum. „Bók Helga er gott
innlegg í umræðuna, en það verð-
ur að hafa í huga að það er ekki
til neitt eitt ráð í baráttunni gegn
fíkniefnum. Umfang þessara við-
Heigi Gunnlaugsson:
Líkir núverandi baráttuleiðum,
umfangsmiklu og dýru lögreglu-,
dóms- og fangelsiskerfi við „nátt-
tröll aftan úr grárri forneskju
miðalda“.“
skipta er mikið, einn og hálfur til
tveir milljarðar á ári, svipað og
hjá stórum fyrirtækjum á borð við
Vífilfell eða íslenska útvarpsfé-
lagið, þetta er skipulagður at-
Karl Steinar Valsson:
„í mínum augum er fíkniefnamis-
notkunin fyrst og fremst
heilbrigðisvandamál. Afbrotin og
aðrar afleiðingar eru
fylgifiskar."
vinnuvegur. Fjölmargir eru því að
hagnast á neyð annarra. Eitt af
úrræðunum á að vera að auka
refsingar „bakmannanna" á þess-
um markaði. Við Gísli viljum þyn-
Ágúst Einarsson: Bendir á „aukna
fræðslu og forvarnir og áherslu á
meðferðarúrræði ungmenna, en
það breytir því ekki að það verður
að taka afmeiri hörku á þessum
sölumönnum dauðans"