Dagur - 15.04.2000, Síða 2

Dagur - 15.04.2000, Síða 2
2- LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 FRÉTTIR Hreinsuð af áburði Kveuréttiudafélagsius Asdis Olsen vann sig- ur á Kvenréttindafé- lagi íslands í máli vegna kynlífskönnun- ar og uppsagnar. Sannleikurinn kom- inn upp á yfirborðið, segir Ásdis. Héraðsdómur Reykjavfkur hefur dæmt Kvenréttindafelag íslands (Kfí) til að greiða Ásdísi Olsen 170 þúsund krónur vegna rit- stjórnar blaðsins 19. júní. Ásdís krafðist 967 þúsund króna, þar sem meðtalinn var kostnaður vegna póstkönnunar á kynlífi kvenna. Dómurinn telur Ásdísi ekki handhafa þeirrar kröfu heldur Markaðssamskipti ehf. Aðspurð segist Ásdís reikna með að nú muni sú krafa verða inn- heimt eftir réttum leiðum. Ásdís kveðst mjög ánægð með þessa niðurstöðu í málinu. Dóm- urinn staðfesti að uppsögn hennar hafi verið ólögleg og hún hafi verið í fullum rétti til að gera þá samninga sem hún gerði um auglýsingasöfnun og framkvæmd könnunar- innar. „Þetta mál snerist um það að sannleikurinn fengi að komast upp á yfirborðið og mér var í mun að fá að hreinsa mig af þeim áburði að ég hafi brotið eitthvað af mér í sambandi við þessa könnun. Það skiptir mig miklu meira máli held- ur en peningalega hliðin, enda eru 170 þúsund krónur dropi í hafið miðað við það sem þetta hefur kostað mig,“ segir Ásdís. Formanninixm brugðið Ásdís kynnti hugmyndir sínar um efni blaðsins á fundi framkvæmdastjórnar og aðalstjórnar Kfl 18. mars 1998, meðal annars að niðurstöður könnunar um kynlíf og saumaklúbba yrði hluti af efni blaðsins. Ásdís kveðst hafa tjáð stjórninni að fyr- irtæki bróður hennar væri reiðu- búið að framkvæma símakönnun með afslætti, ekki að kostnaðar- Ásdís Olsen: „Þetta mát snerist um það að sannleik- urinn fengi að komast upp á yfirborðið." lausu eins og Kfl hélt fram að hún hefði tjáð félaginu. Á sama tíma var ákveðið að efna til um- fangsmikillar auglýsingasöfnun- ar sem Markaðssamskipti ehf. kom að gegn fjórðungs þóknun. Tölvunefnd hafnaði hins vegar að gefa leyfi fyrir könnun þar sem spyrja átti 800 konur um kynlíf þeir- ra, nema önnur og örugg- ari aðferð yrði viðhöfð. Ákveðið var að efna til póstkönnunar og spurn- ingalistar sendir út í apríl 1998 með bréfi frá ritstjóra og ritnefnd. Sigríður Lillý Baldurs- dóttir þáverandi formaður Kfl lenti £ úrtakinu og var formanninum nokkuð brugðið vegna nærgöng- ulla spurninga um kynlíf hennar og skoðanir á kyn- lífi. Vegna mistaka lá stað- festing Tölvunefndar á Ieyfi fyrir könnuninni ekki fyrir. Ákvað Kfí að aftur- kalla póstkönnunina og eyða svarbréfum sem lágu fyrir og því lýst yfir að könnunin hafi verið send út án vitneskju eða sam- þykkis stjórnar eða fram- kvæmdastjórnar og þeim ókunn- ugt um þátt Markaðssamskipta ehf. í málinu. Formaðurinn sagði að Ásdís hefði lýst því yfir munn- lega 5. maí 1998 að hún væri hætt sem ritstjóri, en því neitar Ásdís. Kfl sendi Ásdísi uppsagn- arbréf nokkrum dögum síðar. Ásdis í liilluin rétti Ragnheiði Bragadóttur héraðs- dómara þótti Ijóst að Ásdís hafi haft umboð Kfl til að semja við Markaðssamskipti ehf. um söfn- un auglýsinga fyrir blaðið. Osannað þótti að Ásdís hafi Iýst því yfir að lyrirtæki í eigu bróður hennar myndi framkvæma könn- unina, Kfl að kostnaðarlausu. Sannað þótti að forsvarsmönn- um Kfl hafi verið um það kunn- ugt að til stóð að gera skoðana- könnun fyrir blaðið 19. júní, þar sem spurt yrði út f kynlíf þátttak- enda, en óhjákvæmilegt var að af henni hlytist nokkur kostnaður. Kostnaður vegna samninga þess- ara er tilgreindur 765.201 króna. Ósannað þótti að Ásdís hefði sagt upp störfum sem ritstjóri, heldur hafi henni einhliða verið sagt upp. Ósannað þótti að Ásdís hafi gefið forsvarsmönnum Kfl rangar upplýsingar um leyfi tölvunefndar og rofið þannig trúnað Kfí. — Hi/fþg Ný stæði þrengja Hafnarstræti Búið er að setja upp stöðumæla í Hafnarstræti í Reykjavík - þeim megin sem bannað hefur verið að leggja hingað tiL Verulega mun þrengja að umferð um Hafnarstrætið þegar bílum verð- ur lagt beggja megin, en að sögn Stefáns Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, þótti þessi leið gerleg eftir að strætisvagnar hættu að aka eftir götunni. Aðspurður hvort íbúar og fyrir- tækjarekendur við Hafnarstræti hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um þessar breytingar sagði Stefán að hugmyndir um fjölgun stæða í miðborginni hefðu verið kynntar rækilega og sérstakur fundur haldinn fyrir fhúa og aðra hagsmunaaðila. „Við erum að reyna að fjölga stæðum í mið- borginni að áeggjan hagsmuna- aðila og teljum okkur hafa fund- ið möguleika á um 100 nýjum stæðum. Hafnarstræti er því að- eins hluti af þessu, en það skal viðurkennt að það verður þröngt að aka um strætið. Það á hins vegar ekki að vera stórt vandamál ef fólk leggur samsíða kantinum en ekki á skakk og skjön“. Aðspurður segir Stefán að boðaðar gjaldskrárbreyting- ar Bílastæðasjóðs séu ekki komnar til framkvæmda. „Við höfum lækkað íbúakortin, en aðr- ar breytingar bíða þess að búið verði að ganga frá öllum tæknilegum atrið- um og er fjölgun bflastæða þeirra á meðal,“ segir Stef- án. — FÞG Unnið að uppsetningu stöðumæianna í Hafnar- stræti. Hótti irá Akureyri Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni voru á fyrsta fjórðungi árs- ins skráðar 11.747 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóð- skrá. Þar af fluttu 6.493 innan sama sveitarfélags, 3.665 milli sveitarfélaga, 960 til landsins og 629 frá því. Á þessu tímabili lluttust 331 fleiri einstaklingar til landsins en frá þvf. Þar af voru aðfluttir Islendingar 70 fleiri en brottfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar 261 fleiri en brottfluttír. Til höfuðborgarsvæðisins flut- tu 572 umfram brottflutta. Af þeim fluttu 368 af landsbyggð- inni og 204 frá útlöndum. I öðr- um landshlutum nema á Suður- nesjum voru brottfluttir fleiri en aðfluttir. Flestir fluttu frá Norð- urlandi eystra, eða 87. Af ein- stökum sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur (212) og Kópavogs (178) en flestir frá Ak- ureyri (42) og Vestmannaeyjum (41). Fyrstu þrjá mánuðina fluttu 155 sig til Akureyrar en 197 fluttu burt. Fánnig var fækk- unin töluverð á Þórshöfn og í Grýtubakkahreppi og Ólafsfirði. Ibúum Þórshafnar fækkaði um 21 og um 10 í Grýtubakkahreppi og 11 f Ólafsfirði. Mest varð fjölgunin á Norðurlandi eystra í Eyjafjarðarsveit. Þangað fluttu 17 manns á meðan 7 fóru úr sveitarfélaginu. Haraldur hitti mairn Haraldur Örn pólfari náði þeim merka áfanga í fyrradag að fara yfir 86 breiddargráðu er hann gekk 1 5 km f frábæru veðri, eins og það er orðað á vefsíðu leiðangursins. Svo skemmtilega vildi til að Haraldur hitti þennan dag fyrstu mannveruna, eftir að hann kvaddi Ingþór. Var það flugmaður sem var að koma með eldsneytisbirgðir handa vísinda- mönnum sem eru að rannsaka Norður-Ishafið. Birgðastöðin er ein- mitt staðsett á 86 breiddargráðu. Bónus með lægsta verðið Verð í Bónus hefur lækkað um 3,4% frá því að síðasta verðkönnun var gerð í febrúar en Bónus er sem fyrr með lægsta vöruverðið eða 83 ef miðað er við að meðalverð er 100. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri verðkönnun sem gerð var á vegum Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASI félaga á höf- uðborgarsvæðinu í 12 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Nettó er í öðru sæti með 88,1 og lækkar Nettó sig um 1,7% frá sfð- ustu könnun. Fjarðarkaup heldur þriðja sætinu þriðju könnunina í röð og lækkar sig um l,l%en mjótt hefur verið á mununum milli Fjarðarkaups og llagkaups en munurinn eykst í þessari könnun og er 2,6%, Hagkaup er í þriðja sæti með 97,4 og hækkar lítillega frá síð- ustu könnun. Næstar koma 10-11 með 101,8, Samkaup með 102,1, Strax með 1 03,6 og 1 I -11 með 103,8. Fjögur efstu sætin skipa Spar- kaup með 104,9, Nóatún með 105, Þín verslun Seljabraut 105,7 og Nýkaup 106,7. Nýkaup hækkar mest eða um 5,1%, Sparkaup um 3,7% og Nóatún um 2,2%. Isaga verðlaimað í tilefni af fyrsta ársfundi Vinnueftirlits ríkisins, sem haidinn var í gær, af- henti Páii Pétursson félagsmálaráðherra fyrirtækinu ísaga viðurkenningu fyrir gott starf að vinnuverndarmálum. Geir Þórarinn Zoega, forstjóri ísaga, tók við viðurkenningunni. - mynd: e.ól.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.