Dagur - 15.04.2000, Síða 4

Dagur - 15.04.2000, Síða 4
4 -LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 FRÉTTIR Kári Stefánsson: Ég get til dæmis sagt frá því að við það að ég flutti heim til íslands eftir 20 ára dvöl I Bandaríkjunum fyrir þrem árum styttist sá tími sem 12 ára dóttir mín er I skóianum um helming." Eim.$kal hlaupið um Oskjuhlíðma Kári Stefánsson gagnrýnir nísku ráðamanna við grunnskólann og segir skólatímann helmingi styttri en í Bandaríkjunum. „Það er alveg ævintýralegt hvað Islend- ingar eru „arrogant" þegar kemur að grunnmenntun - h 'að íslendingar eru rciðubúnir að veija litlu af fé sínu til að styðja grunnskólann," sagði Kári Stefáns- son, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, í pallborðsumræðum um „Leiðina til þekkingarþjóðfélagsins" á ársfundi Rannís í vikunni. Hann sagði Islendinga ckki eyða nema um 6% þjóðartekna sinna í grunnskólann en Skandinavar milli 8 og 9%. ,Að láta okkur detta í hug að við komumst upp með þetta til lengd- ar er alveg ævintýralegt. Eg get til dæm- is sagt frá því að við það að ég flutti heim til íslands eftir 20 ára dvöl í Bandaríkjun- um fyrir þrem árum styttist sá tími sem 12 ára dóttir mín er í skólanum um helming. Hún eyddi tvisvar sinnum meiri tíma í skólanum þegar við bjuggum í Bandaríkunum." Brýnasta vandamálið... Þó ekki sé bcint línulegt samband á milli þess tíma sem menn eyða í skóla og þeirrar menntunar sem þeir fá, „þá er samband þar á milli,“ sagði Kári. „Og ég held því fram að brýnasta vandamálið, þegar kemur að því að búa okkur undir framtíð í þekkingarþjóðfélagi, sé að hlúa betur að menntun barna okkar. Að hitt hafi kannski meiri tilhneigingu til að koma af sálfu sér heldur en menntun barnanna á grunnskólastigi." Og kannski skorti ekki síst á að nógu mikið væri lagt í það „að koma börnunum okkar í hluti eins og íþróttir og leikfimi, sem ég held að sé jafn mikilvægt og að kenna börn- unum íslcnsku og reikning." Eini vantar iþróttahús 34 árum síðar I þessu sambandi riljaði Kári upp að þeg- ar hann byijaði í menntaskóla á fyrsta starfsári Menntaskólans við Hamrahlíð, þá var þar enginn leikfimisalur. „Mönn- um var bara sagt að þeir ættu að hlaupa í kringum Öskjuhlíðina. Dóttir mín byrj- aði síðan í Menntaskólanum við Hamra- hlíð í haust og henni var sagt að hlaupa í kringum Oskjuhlíðina. Þannig að 34 árum síðar er enn ekki komið íþróttahús við skólann,11 sagði Kári. Doktorsnámið heim A fundinum var m.a. rætt hvort áfram skyldi senda flesta utan til framhalds- náms eða byggja upp framhaldsmennt- un hér á Islandi? Kári sagðist þeirrar skoðunar að slíkt skipti töluvert miklu máli. „I Iífsvísind- um (bíólógíu) er mjög erfitt að byggja upp vísindasamfélag án þess að hafa fólk sem er í framhaldsnámi - doktorsnema. Eg held því fram að möguleiki okkar á þvf að búa til raunverulega kraftmikið vís- indasamfélag í landinu felist m.a. í því að byggja upp framhaldsnám, byggja upp doktorsnám. Og það er hægt að gera það að öllu leyti, eins og hefur verið gert. I okkar lyrirtæki erum við til dæmis með 5 eða 6 doktorsnema sem eru að vinna að sínum doktorsverkefnum og koma til með að fá doktorsgráðu sína frá hinum ýmsu háskólum. Ég held að það séu alls konar mögulcikar og ég held að það verði ekki byggt upp kröftugt vísindasamfélag á Islandi án þess að við sjáum meira og meira af framhaldsnemum,“ sagði Kári. - HEI FRÉTTA VIDTALID umhverfismat væru andstæð stjórnarskrá lýð- veldisius. í ljósi þess að Hæstiréttur hafði nýver- ið staðið með ríkisvaldinu og komist að þeirri umdeildu niðurstöðu að kvótakerfið væri í fullu samræmi við jafnræðisreglu stjómarskráriimar, taldi eimi pottverjamia einsýnt að kalla nýja dómhm: Afréttarann!.... Eftir því var tekið í heita pottin- uin í gær að Baugur hf er lielsti styrktaraðliim að nýrri kapellu á Landspítalanum í Fossvogi, sem Karl Sigurbjömsson biskup vígöi í vikunni. Meim em þegar famir að tala um nýtt nafn á Baug hf og þykir sjálfsagt að það verði Geislabaugur hf. Ekki minnkaði nú helgin í kringum fyrirtækið þegar í gær birt- ust verðbólgutölur sem sýndu að verðbólgan hefði aukist þrátt fyrir að matvöraverð hafi læk- að! í kjölfarið þykir fyrirtækið eim frekar verð- skulda nýja nafnið. Sem kunnugt er gaf Geisla- baugur út stefnuskrá um viðnám gegn verbólgu á dögunum og era sumir nú famir að kalla það plagg Jóhamiesarguðspjall.. Karl Sigur- björnsson. Bryndís Hlöðversdóttir. Einsog staðan er á þessu augna- bliki stefnir allt í að Össur Skarphéðinsson verði kjörinn fonnaóur Samfylkingarinnar á stofnfundi hennar í maí og að Margrét Frímannsdóttir verði varaformaður, enda er hún ein í kjöri til þess embættis. í pottin- um heyrast raddir sem sagðar eru innan úr Samfylkingunni að Bryndís Hlöðversdóttir, sem einnig hefur litið hýra auga til varafonnemiskumiar, sé ósátt við framboð Margrétar - enda telji hún að simi tími sé kom- inn. Sættir kumia hinsvegar að vera í nánd, því sagt er að sl. mánudag hafi Össur og Biyndís hafa gengið frá þvl samkomulagi að verði hann formaður eigi hún vísan stuðning simi í emb- ætti þingflokksformanns. Þami áfangasigur á Biyndís að geta sætt sig við ... Páll Kr. Pálsson stjómarfomiaðuríslandssíma Á fyrsta aðalfundi íslands- síma skautPállfóstum skot- um að aðalkeppinautnum, Landsímanum, og taldi hann m.a. hafastaðiðíveginum fyr- ir heilbrigðri samkeppni með ríkisvæðingu. Landsímmn í lykilaðstööu - Hvað átiu við með rtkisvæðingu Landst'm- ans? „A sama tíma og eini hluthafi Landsímans; ríkið, er að tala um einkavæðingu fyrirtækis- ins þá eru stjórnendur þess að kaupa eignar- hluti í fjölda fyrirtækja sem tengjast fjarskipt- um. Oft á tíðum eru þetta umfangsmikil kaup. Landsíminn er ríkisfyrirtæki og með því að kaupa eignarhluti í þessum fyrirtækj- um þá er ríkið í raun og veru að tjárfesta í þeirn. Þctta kalla ég ekkert annað en ríkis- væðingu." - 1 ræðti þinni á aðalfundinum komfram að þú vildir stður að Landstminn yrði seldttr allur t einu lagi til eins aðila. Af hverju? „Lögin um Póst- og fjarskiptastofnun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. Stofnuninni er ætlað eftirlit með samkeppni á markaðnum. Staða hennar er enn sem komið er ekki sterk. Lögin eru góð en stofnunin hefur ekki mikinn slagkraft, er t.d. með fáa starfsmenn. Samkeppniseftirlitið er því veikt. Ef Land- síminn verður seldur í hendurnar á einum aðila þá hefði fyrirtækið algjörlega markaðs- ráðandi stöðu á innlendum fjarskiptamark- aði. I Bandaríkjunum tók ríkið sig til og braut upp markaðsráðandi stöðu einkafyrir- tækis á fjarskiptamarkaðnum. Það var skyld- að til að skilja að grunnkerfið og þjónustuna og stofna aðskilin félög um reksturinn. Sama virðist vcra að gerast með Microsoft. Að mínu mati er afar hættulegt að selja allan Landssímann núna í einu lagi. Segjum scm svo að hann yrði seldur, Islandssími myndi eiga besta tilhoðið og eignast fyrirtækið. Ég er hræddur um að ýmsum þætti það óeðlilegt vegna þeirrar markaðsráðandi stöðu sem Is- landssími væri þá kominn í.“ - Þið haftð ekki áhttga á slt'ku? „Við teljum einokun ekki af hinu góða.“ - H< rðuð þið ttteiri áhuga á Laudst'manum ef honum yrði skipt upp í nokkrar eining- ar? „Markaðsyfirráð Landsímans ná ekki að- eins yfir fjarskiptamarkaðinn heldur er Land- síminn að komast í Iykilaðstöðu í mörgum tengdum greinum. Til að eðlileg samkeppni myndist verður að tryggja að markaðsyfirráð- in séu ekki til staðar. Annað hvort veröur að bíða með einkavæðinguna þar til marktæk samkeppni hefur skapast á markaðnum, eða að brjóta Landsímann upp og einkavæða hann í einingum. Til þess eru margar leiðir. Mjög auðveldlega er t.d. hægt að skilja grunnnetið frá. Ríkið getur t.d. átt grunnnet- ið en boðið út alla þjónustu við netið. Við myndum áreiðanlega bjóða í það.“ - Þið hjá lslandsst'ma ætlið að ttá vfir 1OO fyrirtækjum t viðskipti á árinu og 500 milljóna veltu. Hvemig ætlið þið að ná því? „Við erum nú þegar komnir með 50 undir- skrifaða samninga við fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu og teljum þetta því raunhæft markmið. Víð reiknum ekki með hagnaði á árinu vegna mikils kostnaðar við að skapa þessar tekjur. Síðasta ár fór í vöruþróun og við erum komnir með fullt af lausnum. Nú hefst sölustarfið af fulluin krafti. Þar verður ekkert gefið eftir.“ - Bjn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.