Dagur - 26.04.2000, Blaðsíða 2
2- MIDVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
Dggtu-
FRÉTTIR
L.
Talið iim nóttina í
formannskj örinu
Stofnfundur SamíyLk
ingaxiimar hefst kl.
níu að morgni föstu-
daginn 5. inaí. Til-
kyunt iLin formanns-
kjör strax í byrjun
stofnfundar. Margir
nefndir til sögunnar í
framvarðarsveit
flokksins.
Stofnfundur Samfylkingarinnar
vcrður haldinn í næstu viku,
nánar tiltekið dagana 5. og 6.
maí, í Borgarleikhúsinu. Strax að
lokinni setningu fundarins
klukkan 9.00 á föstudeginum
verður tilkynnt um hvort Ossur
Skarphéðinsson eða Tryggvi
Harðarson var kjörinn formaður
flokksins. Kosningu formanns
lýkur 30. apríl næstkomandi, en
atkvæðin verða ekki talin fyrr en
aðfaranótt föstudagsins 5. maí.
Jóhann Geirdal, varaformaður
Alþýðubandalagsins, hefur verið
Það verður kunngjört strax í upphafi stofnfundar Samfylkingarinnar hvor
hafi sigrað í formannskosningunni, Össur Skarphéðinsson eða Tryggvi
Harðarson.
í hópi sem vinnur að undirbún-
ingi stofnfundarins. Hann sagði í
samtali við Dag að líkur gætu
verið á að rúmlega 800 fulltrúar
ættu seturétt á stofnfundinum.
Hann benti hins vegar á að það
væri gömul reynsla og ný hjá
stjórnmálaflokkum að þeir nái
aldrei öllum kvótanum hvað
Iandsfundafulltrúa varðar.
Jóhann segir reynslu af því hér
á landi að skil í póstkosningum
séu heldur slæm. Hann bendir á
niðurstöðuna hjá Flóabandalag-
inu á dögunum þar sem aðeins
24% fulltrúa tóku þátt í kosning-
unni. Þess vegna sagðist hann
verða ánægður ef 50% þeirra
sem rétt hafa til að kjósa for-
mann skila sínum kjörseðlum.
Margir kallaðir en...
I önnur embætti flokksins en
formannssætið verður kosið á
stofnfundinum. Margrét Frí-
mannsdóttir hefur lýst yfir áhuga
sínum á varaformennskunni.
Menn eru ekki vissir um að hún
verði sjálfkjörin en allir sem
Dagur hefur rætt við telja hana
örugga um sigur.
1 störl' ritara, gjaldkera og l'or-
manns framkvæmdastjórnar,
sem ásamt formannaembættun-
um mynda forystusveit flokksins,
eru nokkrir nefndir til sögunnar.
Vitað er að þær Asta R. Jóhann-
esdóttir og Bryndís Hlöðvers-
dóttir hafa báðar lýst því yfir op-
inberlega að þær hafi áhuga á að
vera í forystusveit flokksins. Or-
Iygur Hnefill Jónsson á Húsavík
hefur verið nefndur sem ritara-
kandidat. Þá nefna menn Lúðvík
Bergvinsson og vitað er að marg-
ir hafa áhuga á að fá Tryggva
Harðarson í forystusveitina ef
hann tapar formannsslagnum
við Össur, enda þótt hann hafi
sagt á fundi að hann sæktist ekki
eftir varaformennskunni. Guð-
rún Ögmundsdóttir og Þórunn
Sveinbjarnardóttir eru lfka
nefndar til sögunnar, og án efa
vilja margir fleiri taka þátt í for-
ystusveit þessa nýja flokks.
- S.DÓR
Haraldi Erni gengur vel á pólgöng-
unni.
Haraldur
nálgast
pólinn
Haraldi Erni Olafssyni pólfara
miðaði vel áfram um páskana og
annan dag páska gekk hann
17,5 km í fallegu veðri og ágæt-
is færi. Algjört logn var til að
byrja með en fór aðeins að blása
er líða tók á daginn. Nú á Har-
aldur eftir um 280 kílómetra á
sjálfan pólinn og miðað við ár-
angurinn síðustu daga stefnir
allt í að takmarkinu verði náð.
Á heimasíðu Ieiðangursins
segir að Haraldur sé ánægður
með búnaðinn sem hann fékk
fyrir páska, en hann svaf illa í
fyrrinótt. Fannst hann vera
slappur í maganum en heilsufar
annars nokkuð gott hjá þessum
mikla göngugarpi.
Andstaðan gegn
ESB-aðiId óbreytt
Forráðamenn í sjávar-
utvegi fagna skýrsl-
unni um stöðu ís-
lands í ESB sam-
starfi. Þeir segja bana
þó ekki breyta afstöðu
þeirra um að bafna
inngöngu íslands í
sambandið.
Eftir að skýrsla utanríkisráðu-
neytisins um stöðu Islands í Evr-
ópusamstarfi kom út hefur um-
ræða um þau mál og hugsanlega
inngöngu Islands í ESB verið
uppi í þjóðfélaginu. Forystu-
menn landbúnaðarins eru enn
andvígir aðild en segja samt að
við þurfum að fylgjast mjög vel
með. Ymsir aðrir segja að við
fáum ekki að vita nákvæmlega
um stöðu okkar í málinu nema
með því að sækja um aðild og sjá
hvað kcmur út úr slíkum viðræð-
um. Forráðamenn í sjávarútvegi
á Islandi hafa til þessa hafnað
hugsanlegri aðild okkar að ESB.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, var
spurður hvort þessi nýja skýrsla
Arnar Sigurmundsson.
hefði eitthvað breytt afstöðu
manna í sjávarútvegi.
„Þetta er vönduð skýrsla og
fengur að henni en í sjálfu sér
breytir hún ekki afstöðu okkar.
Það hefur verið samstaða um
það í íslenskum sjávarútvegi að
það væri engan veginn ásættan-
Iegt fyrir okkur að ganga í Evr-
ópusambandið við ríkjandi að-
stæður. Það er íyrst og fremst
þessi samciginlega sjávarútvegs-
stefna sem hefur komið í veg fyr-
ir það. Við höfum ályktað í þá
veru og alltaf hefur það miðast
við þetta forræði í sjávarútvegi
sem myndi flytjast til Brussel,“
ségir Arnar.
EES sanmmguriim nægir
Hann segir að forráðamenn í
sjávarútvegi hafi verið talsmenn
þess að EES-samningurinn full-
nægi þeim þörfum scm íslenskur
sjávarútvegur var að sækjast eftir
um að vera í góðu samstarfi við
Evrópusambandið sem skipti ís-
Iendinga verulegu máli í við-
skiptum.
„Núverandi ástand er því vel
ásættanlegt lýrir íslenskan sjáv-
arútveg. Auðvitað vitum við ekki
hvað kann að gerast á næstunni
sérstaklega ef einhver Iönd, sem
eru í EFTA í dag, ákveða að
sækja um aðild að ESB. Þá koma
upp ný viðhorf. En þessi nýja
skýrsla sem slík, breytir ekki okk-
ar viðhorfi til inngöngu í ESB.
Við teljum einfaldlega að sjávar-
útvegurinnm, forræði okkar yfir
fiskimiðunum og eignarhaldið í
útgerðinni, skipti okkur Islend-
inga svo miklu máli að núverandi
EES-samningur uppfylli það
sem við sóttumst eftir. Hins veg-
ar er okkur alveg Ijóst að við
verðum að fylgjast mjög grannt
með framvindu mála,“ segir Arn-
ar Sigurmundsson. — S.DÓR
Þijú imgmenni í hassi
Um miðjan dag annan í páskum
voru þrjú ungmenni stöðvuð í
Leifsstöð við komuna frá Kaup-
mannahöfn, stúlka og tveir piltar.
Piltarnir reyndust hafa í fórum
sínum 1,5 kíló af hassi. Fólkið
var handtekið og síðan flutt til
áframhaldandi yfirheyrslu og
rannsóknar hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn
Kára Gunnlaugssonar, deildar-
stjóra fíkniefnadeildar tollgæsl-
unnar á Kefiavíkurfiugvelli, hef-
ur ekkert ungmennanna komið
við sögu fíkniefnamála áður.
Kvínni lokað
Háhyrningurinn Keikó helur tekið svo
miklum framförum að undanförnu í
KJettsvíkinni að kvínni, sem hann dval-
di í fyrstu mánuðina, hefur nú verið
lokað, enda var hann hættur að leita
þangað af sjálfsdáðun.
Sérfræðingarnir sem eru að þjálfa
Keikó til að bjarga sér á eigin spýtur
segjast afar ánægðir með aukið sjálf-
stæði háhyrningsins eftir að hann fékk
stærra athafnasvæði í Klettsvíkinni. Þeir segja að breytingarnar undan-
farið hafi haft ótrúlega mikil áhrif á hegðun hvalsins.
Keikó í Klettsvík.
Njarðarmenn gáfu lasertæki
í tilefni 40 ára starfsafmælis Lionsldúbbsins Njarðar í Reykjavík var
háls-, nef- og eyrnadeild Landsspítalans í Fossvogi gefið 7 milljóna
króna lasertæki sem leysir m.a. af hólmi rörameðferð til að opna hljóð-
himnur ungbarna. Tækið nýtist einnig til annarra aðgerða í eyrum og
koki. Njarðarmcnn gerðu fleira í tilefni afmælisins því þeir gáfu öllum
fermingarbörnum í Reykjavík stuttermaboli með áíetruninni Víma er
gríma. „Unglingarnir taka þannig sjálfir þátt í baráttunni gegn vímuefn-
um með því að klæðast bolnum," segja Njarðarmenn m.a. í tilkynningu.
Forsetiim í Námsgagnastofnun
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heimsótti Náms-
gagnastofnun og kynnti sér
starfsemi hennar fyrir
skömmu, en stofnunin fagnar
á þessu ári 20 ára starfsaf-
mæli. I upphafi heimsóknar
kynnti forstjóri Námsgagna-
stofnunar, Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir, forsetanum starfsemi
hennar og útgáfuáætlanir. Því
næst skoðaði forsetinn húsa-
kynnin og námsefni sem gefið
hefur verið út á undanförnum
árum. Ólafur Ragnar þáöi síð-
an kaffiveitingar með starfs-
fólki stofnunarinnar og var
honum við það tækifæri fært
safn skólaljóða sem Náms-
gagnastolnun gcfur út.
Úlafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofn-
unar, skoða námsefni í náttúrufræði.