Dagur - 26.04.2000, Page 4
4 -MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
FRÉTTIR
Áfév.'ti
Fjórir af starfsmönnum Haraldar Bödvarssonar hf. með skjöld, sem Helgi Anton Eiríksson, innkaupastjóri Coldwater Seafood UK, afhenti fyrirtækinu
til staðfestingar á gæðaverðlaununum. Talið frá vinstri: Þröstur Reynisson, yfirverkstjóri; Li/ja Þórðardóttir, verkstjóri; Jón Helgason, framleiðslustjóri
og Haratdur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri.
F á breska gæða
viðiirkeimingu
íslensk sjávarútvegsfyrir-
tæki fá rós í hnappagatið
frá viðskiptaviiium síniiin
í Bretlandi.
Coldwater Seafood Ltd., dótturfélag
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í
Bretlandi, hlaut fvrir skemmstu gæða-
verðlaun hins hein.sbekkta fyrirtækis
McDonalds. Útgerðarfc'ag Akureyringa,
Haraldur Böðvarsson og Síldarvinnslan
Neskaupstað hafa sérframleitt afurðir
fyrir McDonalds og eru gæðaverðlaunin
jafnframt tileinkuð þeim sem Iykilfram-
leiðendum Coldwater Seafood UK.
McDonaldís rekur nú yfir 1.000 veit-
ingastaði í Bretlandi og hefur sala á
fiskafurðum aukist mjög hin síðari ár.
Verðlaunin eru veitt þeim framleiðanda
sem nær mestum árangri í auknum
vörugæðum og á það við um alla vöru-
flokka sem McDonalds kaupir, allt frá
plastglösum og salti til fisk- og kjötaf-
urða. Coldwater Seafood UK hlaut verð-
launin lyrir árið 1999, ásamt lykilfram-
Ieiðendum sínum þremur, sem lyrr seg-
Gunnar Larsen, framleiðslustjóri Útgerðarfélags
Akureyringa hf, (Lv.J og Helgi Anton Eiriksson,
innkaupastjóri Coldwater Seafood UK með
skjöldinn sem ÚA fékk frá Coldwater Seafood
UK til staðfestingar á gæðaverðlaununum
ir. Coldwater Seafood UK rekur tvær
fiskréttaverksmiðjur í Grimsby þar sem
framleiddar cru fullunnar afurðir fyrir
veitingahúsamarkað og smásölukeðjur.
Meðal helstu viðskiptavina eru McDon-
aldfs, Asda og Marks & Spencer.
Etnstök vömvöndun er forsendan
„Forsendan íyrir þessum árangri er ein-
stök vöruvöndun framleiðenda okkar á
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl-
unnar hf., (t.v.J og Helgi Anton Eiríksson, inn-
kaupastjóri Coldwater Seafood UK, með
skjöldinn sem Sildarvinnslan hf. fékk til stað-
festingar á gæðaverðlaununum.
Islandi. Framleiðendur á breska mark-
aðnum þurfa að mæta mjög hörðum
kröfum frá neytendum, smásölukcðjum
og stórfyrirtækjum á borð við McDon-
alds. Það hafa þau þrjú iyrirt;eki sem
framleiða McDonaldís vörurnar fyrir
okkur, þ.e. ÚA, HB og Síldarvinnslan,
gert með miklum sórna," segir Helgi
Anton Eiríksson, innkaupastjóri Cold-
water Seafood U K.
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Sr. Solveig Lára til
Hóla?
í pottinum var áfram
verið að tala um ráðn-
ingu klerks að Möðru-
völlum í Hörgárdal. Pott-
verjar liöfðu heyrt nafn
séra Solveigar Láru Guð-
mundsdóttur, og komið því
á framfæri á þessum vett-
vangi, en um páskana
heyrðu þeir kemiingu um
af hverju hún sæktist eftir
Möðruvallabrauðinu. Hún
var sú aö Solveig Lára liti
hýru auga til embættis
vígslubiskups á Hólum
þegar þar að kæmi, en sem
kunnugt er sr. Bolli Gúst-
afsson í því embætti í dag.
Höfðu pottverjar fregnað
að Solveig Lára, ef hún
fengi Möðruvellina, myndi
keppa við Döllu Þórðar-
dóttur á Miklabæ í Skaga-
firði um vígslubiskups-
stöðuna. Hvort þetta á eftir
að ganga upp skal ósagt lát-
ið en það fylgdi einnig sög-
unni með Solveigu Láru að
eiginmaður hennar, sr. Gylfi Jónsson, liti hýru
auga til starfs fræðslufulltrúa þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi eystra...
Sr. Gylfi muni sækja
um stöðu fræðslufull-
trúa þjóðkirkjunnar á
Norðuriandi eystra.
Fjölmenni var norðan
heiða um páskana og höfðu
pottverjar tekið eftir einu
pari sem vakti sérstaka at-
hygli þeirra. Þar var friðar-
postulinn Ástþór Magnús-
son á ferð ásamt Hörpu vin-
konu sinni, sem pottverjar
mundu ekki hvers dóttir er.
Hins vegar mundu pottverj-
ar eftir grein í Séð og lieyrt um að þau Ástþór
væru skilin en miðað við frásagnir norðlenskra
pottverja var friður og ró yfir þessu inyndarlega
pari. Kannski að það hafi verið páskafriður
2000 í gangi...
Ástþór Magnússon.
Guðmundur
Vignir Oskarsson5
fonnaður L'itidssa mba nds
slökkviliðsmanna.
Sveitarfélögin á höjuðborg-
arsvæðinu áforma stofnun
hyggðasamlags um rekstur
sameiginlegs slökkviVðs.
Snertir 120 slökkviliðsmenn
og sumireru uggandi um
sinn hag.
Breytmgum fylgir óöryggi
- Hefur landsssambandið kontið að þessu
með einhverjum hætti?
“Við förum með samningamál þeirra
slökkviliðsmanna sem starfa hjá Reykjavík-
urborg og Flugmálastjórn en slökkviliðs-
menn í Hafnarfirði eru á vegum sveitarfé-
Iagsins. Það er vcrið að breyta því umhverfi
sem samningarnir byggja á, m.a. starfsheit-
in. Einnig er verið að meðhöndla réttindi
manna og síðast en ekki síst er þetta faglegt
mál, hvernig Jjjónustan er rekin. Þetta hef-
ur verið í gerjun milli sveitarfélaganna í
nokkra mánuði og mikil óvissa ríkt hvað yrði
ofan á. Ferlið hefur átt sér aðdraganda und-
anfarin fimm ár, alveg frá því að hugmynd-
in vaknaði hjá sveitarfélögunum. Kraftur
hefur hlaupið í þetta á síðustu mánuðum og
drög að samningi milli sveitarfélaganna Iigg-
ur nú fyrir. Þegar sveitarfélögin voru að
kasta þessu á miili sín komum við ekki
formlega að málinu, öðruvísi en að við
hlustuðum og fengum þær upplýsingar sem
hægt var að gefa. Þegar þetta varð formlegra
var haft samband við okkur og okkur kynnt
meginefni samningsdraga. Við höfum átt
formlega fundi með borgarritara og slökkvi-
liðsstjóra og farið yfir þau gögn sem lágu
fyrir. Stór starfsmannafundur var haldinn,
þar sem staðan var kynnt. Fyrir páska vor-
um við á vinnufundi með fulltrúum borgar-
innar og málið er komið í okkar hendur
varðandi skoðun á réttindum með aðstoð
okkar lögfræðings."
- Hefur landssambandið tekið formlega af-
stöðu til sameiningarinnar?
“Fundasamþykktir Iiggja ekki fyrir en mál-
ið hefur komið til umfjöllunar í deildarfund-
um og hjá stjórninni. Formleg afstaða liggur
ekki fyrir en menn hafa almennt talið að
skoða þyrfti breytingarnar með jákvæðu
hugarfari, með tilliti til þess hvort samein-
ing Ieiddi til betri þjónustu og aukinnar
framþróunar í faginu. Eg tel að mcnn séu
opnir, en skiljanlega verður ekki kvittað
undir hvað sem er.“
- < Ivuð telur þú, miðað við samningsdrög-
in, að helst komi til með að standa í slökkvi-
liðsmönnum?
“Mér sýnist að borgin og Flugmálastjórn
hafi reynt að tryggja réttindastöðuna eins og
kostur er. Þó viljum við ekki kveða upp úr
með neitt fyrr en að athugun Iokinni. Þarna
eru pyttir sem við viljum hafa fyrirvara á.
Starfsheitum verður breytt og önnur koma í
staðinn, sem er mjög viðkvæmt mál, og það
ferli á að fara fram á nokkrum tíma. Það
getur falið í sér breytingar sem menn verða
missáttir við og við munum standa vörð um.
Þetta eru verulegar breytingar, sem alltaf
fylgir mikið óöryggi eðli málsins samkvæmt.
Aldrei verða allir á eitt sáttir en okkar verk-
efni er að tryggja réttindastöðuna sem best
og ekki síst faglega þáttinn."
-Hvað snertir þetta marga slökkviliðs-
menn?
“Þetta eru um 120 slökkviliðsmenn, þar
af um 100 hjá Reykjavíkurborg og 20 á flug-
vellinum. Ollum býðst starf áfram, undir
nýjum kringumstæðum. Við finnum vilja
fyrir því að koma vel að málum eldri starfs-
manna, án þess að allt sé frágengið. Út-
gangspunkturinn er ekki sá að fækka eigi
starfsmönnum. Við teljum okkur ckki geta
staðið í vegi fyrir svona breytingum, heldur
að hafa áhrif í þá veru að þær gagnist okkar
mönnum og skili sér einnig til almennings í
bættri þjónustu."
-BJB