Dagur - 26.04.2000, Page 5

Dagur - 26.04.2000, Page 5
1 FRÉTTIR ■ MIÐVIKUDAGVR 26. APRIL 2000 Guðni sterkastur en óvíst með framboð Varaformannsembætt- ið í Framsóknar- ilokkimm er farið að kitla ýmsa. Guðni Ágústsson, landbun- aðarráðherra, er sagð- ur standa best allra. Ungliðasveitin og konur í flokknum eru að byrja að minna á sig. Enda þótt Samfylkingin hafi átt sviðið að undanförnu hvað for- mannskjör snertir, eru undir- straumar orðnir þungir innan Framsóknarflokksins varðandi varaformannskjör í flokknum, en á flokksþingi f haust á að kjósa í það embætti eftirmann Finns Ingólfssonar, seðlabankastjóra. Eins og gengur hafa margir metn- að til þess að verða varaformaður flokksins. Konur vilja eflaust að það verði ein úr þeirra hópi sem taki við embættinu. Ungir fram- sóknarmenn ætla án nokkurs vafa að minna á sig og síðan eru nokkrir þungavigtarmenn í Stutt við jámbraut Mikill stuðningur er við lagn- ingu járn- brautar meðal þeirra sem greiddu at- kvæði um spurningu Dags á vefnum. Sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni lýstu sig fylgjandi því að komið yrði á járnbrautarsam- bandi á milli Keflavíkur og Heykjavíkur, en einungis þrjátíu prósent voru á móti því. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurning Dags á vefn- um, svohljóðandi: Eiga íslenskir reykiiigannenn rétt á skaðabót- um? Spurt er vegna hugmynda þar að lútandi sem fram hafa komið eftir að dómstólar í Bandaríkjunum hafa skikkað tókbaksframleiðslur til að greiða reykingarfólki stórfelldar bætur f)TÍr heilsutjón. Slóðin er sem fyrr; visir.is Hreiiisuii Dægradvöl, félag um listir og menningarmál á Alftanesi, hefur sent hreppsnefnd Bessastaða- hrepps áskorun um hreinsun rusls til menningarauka. I tilefni vors f lofti og menningarborgar- titli höfuðborgarinnar skorar fé- lagið ekki bara á hreppinn, held- ur á öll sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu að taka til hendinni og láta tafarlaust fjarlægja rusl og önnur óþrif sem koma undan vetri í ríkum mæli. Það sé sann- ur menningarvottur á menning- arári. Formaður Dægradvalar er Sveinbjörn I. Baldvinsson. Guðni Ágústsson: Úvíst hvort hann sækist eftir vara- formannsembætti Framsóknar. flokknum ncfndir til sögunnar. Þeir framsóknarmenn sem Dagur hefur rætt við eru sammála um að einn maður rísi þarna upp úr en það er Guðni Agústsson, landbúnaðarráðherra. Þeir hinir sömu fullyrða að ef hann gefi kost á sér í varaformennskuna eigi enginn í flokknum möguleika gegn honum. Guðni þykir hafa komið vel út sem ráðherra og nýt- ur æ meiri hylli innan flokksins. Það er hins vegar fullyrt að Guðni hafi ekkert sérlega mikinn áhuga á þessu embætti enda þótt hann hafi ekki ekki tekið ákvörðun um hvað hann geri í málinu. Hjálmar Árnason: Mjög er þrýst á hann að sækja fram. Margir hafa áhuga Dagur hefur heimildir fyrir þva að nokkuð sé þrýst á Hjálmar Arna- son að gefa kost á sér til varafor- mennsku. Hjálmar hefur engu ákveðnu svarað öðru en því að hann ætli bara að sjá til hverju fram vindur á flokksþinginu. Það er hins vegar alveg ljóst að Hjálm- ar fer ekki fram gegn Guðna Agústssyni, gefi hann kost á sér, þó ekki væri fyrir annað en að í næstu kosningum verða þeir sam- an á lista í Suðurkjördæminu nýja. Vitað er að Siv Friðleifsdóttir hefur áhuga á varaformennsk- unni, enda barðist hún af hörku á síðasta flokksþingi gegn Finni lngólfssyni um varaformennsk- una. Finnur hafði að vísu sigur en munurinn \'ar minni en margir áttu von á. Nafn Kristins H. Gunnarssonar er títt nefnt í þessu sambandi. Kristinn H. er nýkominn í flokk- inn þar sem frami hans hefur ver- ið hraður. Nú segja ýmsir rétt að bíða og sjá. Ráðherrarnir Valgerður Sverris- dóttir og Ingibjörg Pálmadóttir hafa báðar verið nefndar í þessu sambandi. Viðmælendur Dags ef- ast almennt um að þær muni gefa kost á sér, en vika er langur tími í pólitík hvað þá nokkrir mánuðir. Nafn Jónínu Bjartmarz hefur skotið upp kollinum í sambandi við varaformanninn. Hún á fram- tíðina fyrir sér í flokknum en menn efast um að hún eigi orðið nægilega sterkt bakland með flokksmanna um allt land til að leggja í svona slag. Það væri þá helst ef ungliðasveit flokksins hópaðist að baki henni. En það er Ijóst af samtali við fólk að straumarnir í flokknum eru komnir af stað út um allt land en þeir eiga auðvitað eftir að þyngjast þegar nær degur hausti. - S.DÓn Risaskósamningur X-18 í Bandaríkjunum var kynntur í gær af Úskari Axel Úskarssyni framkvæmdastjóra og Hall- dóri Ásgrfmssyni utanríkisráðherra. Um leið var nýtt húsnæði tekið formlega í notkun við Fiskislóð i Reykjavík. - mynd: hilmar þór MUljarðaskór islenska skófyrirtækið X-18, The fasion group, hefur gert sölu- samuing að andvirði 100 milljóua dollara, eða 7,3 milljarða króna, við baudaríska d re i li nga rfyrirtæki ð New York Trausit. Samningurinn gildir til 10 ára, er stighækkandi, og verður hann formlega staðfestur að viðstödd- um Forseta Islands í opinberri heimsókn hans til Los Angeles í næstu viku. Samningurinn tryggir sölu á skóm X-18 í þekktum versl- anakeðjum á borð við Bloom- ingdales, Macýs og Nordström í Bandaríkjunum. Reiknað er með að í Bandaríkjunum verði seld á aðra milljón skópara merkt X-18 Reykjavík. Viðskiptunum hefur verið komið á með aðstoð við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins og Utflutningsráðs og var samningurinn kynntur í gær með aðstoð Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. Rúm tvö ár eru síðan X-18 var stofnað af skólyrirtækinu Sport- vörum og Utgerðarfélaginu Sögu ehf. Aðstandendur eru Pétur Björnsson, Magnús Guðmunds- son og bræðurnir Adolf og Oskar Axel Oskarssynir en Oskar er einnig framkvæmdastjóri. Þá bættist Nýsköpunarsjóður nýlega í hóp eigenda með 75 milljóna króna hlutaljárframlagi. Framleiðslan í Asíu Skór X-I8, alls 40 gerðir, eru hannaðir hér á landi en fram- leiddir í Kína, Víetnam og Taívan. Skórnir eru nú seldir í 34 löndum í 5 heimsálfum, m.a. í 1.100 verslunum í Englandi, 70 verslun- um í Hong Kong og 40 í Dan- mörku. Á sfðasta ári seldi fyrir- tækið skó fyrir hátt í 200 milljón- ir króna og áætluð sala á þessu ári nemur 430 milljónum króna. Skiptir samningurinn í Bandaríkj- unum þar miklu máli. Sala á þess- um skóm erlendis hefur gengið mjög vel. Hjá X-18 starfa 14 manns hér á landi við hönnun, markaðssetn- ingu og skipulag dreifingar, en tugir umboðsmanna mynda sölu- og dreifingarnet X-18 um allan heim. Gert er ráð fyrir að stöðu- gildum X-18 í Reykjavík muni fjölga í 40 á næstu þremur árum. Stúdentar kæra Stúdentaráð Háskóla Islands hef- ur kærl úrskurð háskólaráðs Há- skóla íslands, frá því í byrjun apr- íl, til áfrýjunarnefndar í kæru- málum háskólanema. Málið snýst um nemanda sem tók þátt í samkeppnisprófum í hjúkrunar- fræði á haustönn. Kennarar og prófdómarar brevttu innra vægi eins prófsins eftir að það var lagt fyrir, með því að taka út einstak- ar spurningar. Fyrir breytingarn- ar var viðkomandi nemandi með- al þeirra 69 sem komist hefðu áfram. Breytingarnar gerðu það hinsvegar að verkum að hann komst ekki áfram. Stúdentaráð krefst þess að viðkomandi nem- anda verði heimilað að hefja nám á 2. misseri eins og hinum 69 sem hleypt var í gegn. Háskólaráð synjaði nemandan- um um að hefja nám á 2. misseri og því áfrýjar Stúdentaráð úr- skurðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Stúdentaráð kærir til áfrýj- unarnefndar í kærumálum há- skólanema. Fleiri í vinnu og lengur Samkvæmt vinnumarkaðskönn- un Hagstofunnar voru ríflega 157 þúsund manns starfandi á ís- lenskum vinnumarkaði í apríl. Það eru ríflega 6 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þeim fjölg- aði f aldurshópnum 16-54 ára en fjöldi starfandi í elsta aldurs- hópnum stóð í stað. Einnig voru vinnustundir fleiri í viðmiðunar- vikunni en árið áður, eða um 44,2 klukkustundir í stað 43,4 í apríl 1999. Atvinnuþátttaka mældist 83,9% í apríl 2000, sem er aukning um 1,3 prósentustig frá því í fvrra. Samkvæmt könn- uninni voru 1,9% vinnuaflsins án atvinnu um miðjan apríl. Þetta jafngildir því að um 3.100 manns hafi verið atvinnulausir. 1 svipuð- um könnunum var atvinnuleysið 1,8% í nóvember sl. og 2,2% í apríl í fvrra. Menningarborgarverkefni háskól- ans kynnt. - mynd: hilmar þúr Opinn háskóli I tilefni menningarborgarársins 2000 í Reykjavík kynnti Háskóli íslands í gær áform sín um ókeypis námskeið fyrir fólk á öll- um aldri í sumar. Alls eru þetta 31 námskeiö; 4 þeirra fjalla um Reykjavík og sögu hennar, 3 fjal- ia um heimspeki og heilbrigði sálar og líkama, 6 námskeið eru í boði um bókmenntir, sögu og listir og 17 námskeið verða sér- staklega lyrir börn og unglinga. Námskeiðin hefjast 1. maí og verða f boði í maí og júní, auk þess sem eitt námskeið verður í ágúst. Þetta eru frá 8-16 tfma námskeið. Skráning fyrir full- orðna er hafin hjá Endurmennt- unarstofnun Háskólans en fyrir börn og unglinga fer fram skrán- ing dagana 22. til 26. maí. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.