Dagur - 26.04.2000, Page 9

Dagur - 26.04.2000, Page 9
8- MIÐVIKVD AGU R 26. APRÍL 2000 T)ap*r MIDVIKUDAGUH 26. APRÍL 2000 - 9 SAMANTEKT L FRÉTTIR „Sýnum forttðinni virðingu ‘ ‘ Nú er hafið í Ameríku mikið „laudafimdaár“ þar sem hver stórvið- burðuriuu rekur ann au í minningu þess að 1000 ár eru frá því að evrópumenn komu þar fyrst. Á morguu hefst glæsileg sýuiug í Smithsoniau safniuu og er huu aðeins einu af mörgum þáttum há- tíðahaldanna, eins og fram kemur í þessari samautekt. Á árinu 2000 eru liðin 1000 ár síðan fyrstu norrænu mennirnir, víkingarnir, komu til Norður-Am- eríku, og íyrstur þeirra íslending- urinn Leifur Eiríksson. Á því augnabliki er Leifur Eiríksson hitti frumbyggja Ameríku urðu fyrstu fundir fbúa Norður-Amer- íku og Evrópu. Á vegum Landa- fundanefndar hafa nú verið skipulagðir um 230 íslenskir við- burðir á tæplega 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada á næsta ári og ber þar hæst tón- leikar, Iistsýningar, kvikmyndavik- ur, sögusýningar, málþing og leik- sýningar, og ennfremur útgáfa margmiðlunarefnis, kvikmynda og bóka. Þessir fjölbreytilegu við- burðir mynda dagskrá sem hefur að markmiði að kynna lifandi ís- lenska menningu í Vesturheimi og efla tengsl við Vestur-íslend- inga og aðra lslandsvini í tilefni árþúsundamótanna. Segja má að bókmenntaarfur Islendinga sé rauði þráðurinn í gegnum dag- skrána enda tengist hann Vestur- heimi á heillandi hátt á árinu 2000 í frásögn lslendinga sagna af landafundum íslenskra manna þar fyrir 1000 árum. Yfirskrift dagskrárinnar er „Endurfundir" og er þar átt annars vegar við að eitt þúsund ár eru liðin frá því að íslcndingar og Ameríkumenn hittust fyrst og liins vegar fræð- andi endurfundir við sameigin- lega sögu þjóðanna. Tákn fyrir þessa endurfundi er sigling vík- ingaskipsins Islendings um Grænland og Kanada til Banda- ríkjanna. Dagskráin hefur verið skipu- lögð í samstarfi við fjölmarga þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta í Norður-Ameríku, jafnt einstak- linga, félög Islendinga vestan- hafs, samtök Vestur-Islendinga og íslensk fyrirtæki sem starfa í Norður-Ameríku. Þá eiga Islend- ingar einir þjóða samstarfsnefnd um árþúsundamótamá! við bandaríska forsetaembættið. Landafundanefnd hefur haft að leiðarljósi að styðja framtak og hugmyndir íslenskra, bandarískra og kanadfskra einstaklinga, stofn- ana og fyrirtækja til að tryggja að kraftur frumkvöðlanna fái notið sín og varanleg tengsl komist á milli þeirra sem vinna saman að viðburðunum beggja vegna hafs- ins. Landafundanefnd var skipuð af forsætisráðherra í ársbyrjun 1998 til gera tillögur um hvernig minnast ætti landafunda Islend- inga í Vesturheimi og fylgja eftir þeim tillögum sem ríkisstjórnin samþykkti að framkvæma. Aug- lýst var eftir hugmyndum og mynda þær tillögur, sem valdar voru og samþykktar af ríkisstjórn, dagskrána sem nú er kynnt. For- maður Landafundanefndar er Sigurður Helgason, forstjóri. Á árunum 1998 til 2001 nemur fjárhagsrammi nefndarinnar 335,6 milljónum króna. Landa- fundanefnd vinnur í nánu sam- ráði við Reykjavík Menningar- horg árið 2000 og Kristnihátíðar- nefnd. The Viklngs - The North Atlantic Saga Á þessu ári verður margt gert vestanhafs til þess að minnast þessara tímamóta, allt fram á haust. Á morgun, fimmtudaginn 27. apríl, verður opnuð glæsileg og viðamikil sýning hins virta Smithsonian Institution safns í Washington á sögu og menningu víkinga á norður- og vesturslóð- um sem ber heitið „Vikings - The North Atlantic Saga“. Þar verður fjölmörgum þáttum f menningu víkinga gerð ítarleg skil með ein- stökum munum frá helstu söfn- um á Norðurlöndum. Hlutur Is- lands í þessari sýningu er mikill, sýndir verða dýrgripir úr safni Stofnunar Árna Magnússonar, gerð er grein fyrir íslenska þjóð- veldinu og rakin saga landafunda í máli og myndum. Reynt verður að sýna gestum fram á hvernig við getum kynnst þessum hluta fortíðar okkar og þeim heimsögu- legu tímamótum þegar Evrópu- búar hittu fyrst frumbyggja Norð- ur-Ameríku. Sýning Smithsonian Institution safnsins mun fara um allar stærstu borgir Bandaríkj- anna á næstu tveimur árum og búist við að um 20 milljónir gesta muni skoða. Viðstaddir opnuna verða allir þjóðhöfðingjar Norð- urlandanna. Á sama tíma hefst í Norfolk hátið Nato-ríkja, þar sem Island værður í sérstökum heið- urssessi. Sýniun fortídinni virðingu 8. apríl sl. var menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, viðstadd- ur opnun sýningar í Þjóðminja- safningu í Washington sem studd er af Smithsonian Institution sem heitir „Sýnum fortíðinni virðingu, ímyndum okkur fram- tíðina" og er sýningin studd af Ilvíta húsinu í Washington, en Hillary Clinton forsetafrú var þar viðstödd, ásamt Norrænu ráð- herranefndinni. Norræna ráð- herranefndin mun einnig fagna nýju árþúsundi og Iandafundin- um fyrir 1000 árum síðan með því að standa fyrir sýningu i Was- hington og verður þema þeirrar sýningar „Norrænar rætur - lífið í Ameríku í dag“. Segja má að upphafið að þessu landafundaári í Vesturheimi í ár hafi verið 6. apríl sl. í Ottawa í Kanada en þar fór fram hátið í glæsilegu menningarsafni, Muse- um of Civilisation. Þar afhenti Davíð Oddsson, forsætisáðherra, forsætisráðherra Kanada, Jean Vikingaskipiö íslendingur siglir frá Reykjavik á þjódhátíðardaginn 17. júní og er vonast til þess að sagan kvikni til lífs með siglingu víkingaskipsins í kjölfar Leifs Eiríkssonar og byggingu tilgátuhúsa i Haukadai í Dalasýslu og Brattahlíð á Grænlandi. Chrétien, styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarn- ardóttur og syninum Snorra. Þar söng einnig Sigrún Hjálmtýsdótt- ir og ávörp fluttu Bjarni Gíslason geimfari og David Gislason Á áruniun 1998 til 2001 nemur fjárhags- rammi landafunda- nefndarinnar 335,6 milljónum króna. bóndi. I kjölfarið var efnt til ráð- stefnu með þátttöku viðskiptalífs- ins um íslensk/kanadíska við- skiptasamvinnu, þar sem Davíð Oddsson flutti erindi og haldin var íslensk matarkynning á Chateau Laurier hótelinu. En hérlendis er einnig ýmislegt að gerast í tengslum við landa- fundina. Nýtt Þjóðmenningarhús (áður Safnahúsið við Hverfis- götu) opnaði að nýju á sumardag- inn fyrsta og fjallar sýningin um siglingar og landafundi Islend- inga á miðöldum. Þar er sýnt hvernig menn skynjuðu heiminn á víkingaöld; á hvaða menningar- stigi landsmenn voru, samskipti við önnur Iönd og hvernig þeir mynduðu ríki á íslandi, svo eitt- hvað sé nefnt. Sigurjón Jóhanns- son, Ieikmyndasmiður og Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur á Árnastofnun eru höfundar sýn- ingarinnar. Hátíðir í Seatíle og Los Angeles I Seattie er öllug Islendinganý- Ienda og Reykjavík og Seattle eru vinaborgir. Hvort tveggja setur svip á dagskrá sem þar hefst 30. apríl. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri verður gestur borgarstjórnar Seattle á sama tfma og viðburðir á vegum landa- lundanefndar, svo sem leiksýn- ingar og tónleikar fara fram í borginni á vegum íslenskra lista- manna. Hið víðfræga kvikmynda- hús Egyptian Theatere við Hollywood Boulevard í hjarta kvikmyndaborgarinnar verður miðpunktur íslenskra viðburða í Kaliforníu. Þar verður haldin ís- lensk kvikmyndahátíð á vegum American Cinematheque 2. til 8. maí þar sem m.a verða sýndar 3 nýjar íslenskar kvikmyndir, Englar alheimsins, Fíaskó og 101 Reykjavík, auk eldri mynda. Á sama tfma verður þar ráðstefna, popp- og þjóðlagatónleikar, fvrir- Iestrar og Ieiksýningar. Jafnframt verður haldin viðskiptaráðstefna og kynningar á íslenskri vöru og þjónustu og á íslenska hestinum. Forseti Islands verður viðstaddur atburðina í Los Angeles. íslensk handritasýning í Washington Líf íslenskra bókmennta með þjóðinni er uppistaðan í sýningu sem Þjóðarbókhlaðan og Lihrary of Congress, hin þekkta þjóðar- bókhlaða Bandaríkjanna í Was- hington og stærsta hókasafn í heimi, efna til á íslenskum hand- ritum og bókum sem geynia ís- lenskra fornsögur. Hún er fyrst sett upp í Reykjavík, þá í Was- hington og sfðar í Cornell-háskól- anum og Winnipeg í Kanada. Þessi sýning er umfangsmesta kynning sem gerð hefur verið um íslensku handritin en hún heitir „Living and Reliving The Sagas.“ Sýningin í Washington verður opnuð með ráðstefnu virtustu fræðimanna heims á þessu sviði, íslenskra sem erlendra og er viða- mesta sýning sem haldin hefur verið til kynningar á íslensku handritunum. VíMngaskipið íslendingur siglir vestur 17. jiíní Vfkingaskipið Islendingur siglir frá Reykjavík á þjóðhátíðardaginn 1 7. júní og er vonast til þess að sagan kvikni til lífs með siglingu víkingaskipsins í kjölfar Leifs Ei- ríkssonar og byggingu tilgátuhúsa í Haukadal í Dalasýslu og Bratta- hlíð á Grænlandi. Margháttuð há- tíðarhöld hafa verið skipulögð í tengslum við komu Islendings til hafna á austurströnd Kanada og Bandaríkjanna, lýrst á Nýfundna- landi en síðast á slóöum Karlseln- is og Guöríðar í New York. Mikil hátíðahöld eru fyrirhuguð af hálfu Grænlendinga í Brattahlíð þegar víkingaskipið Islendingur kemur þar við á leið sinni vestur 15. til 17. júlí. Bær Eiríks rauða sem Is- lendingar hafa reist og kirkja Þjóðhildar verða miðpunktur há- tíðahaldanna og þar verður meðal annars stór hópur íslenskra vík- inga. Margrét Danadrottning og Forseti Islands verða sérstakir heiðursgestir Grænlendinga. Hátíðarstíuid er íslendingur kemur tíl L’Anse aux Meadows lslendingar komu fyrst til Kanada fyrir 1000 árum; þar voru í för eins og kunnugt er Leifur Eiríks- son og félagar. I þeim flokki var Guðríður Þorbjarnardóttir fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Kanada. Barnið var Snorri Þorfinnsson. Svo komu Is- lendingar til Kanada fyrir um 125 árum; 21sta október 1875 settust Islendingar að á ströndum Winnipegvatns og námu þar með land á Nýja-Islandi. Sýning Smithsonian Institution safnsins mun fara um allar stærstu borgir Banda- ríkjanna á næstu tveimur árum og búist við að um 20 milljónir gesta muni skoða. Landafundahátíðahöld munu setja mark sitt á allt Nýfundna- land, austasta fylki Kanada, á ár- inu 2000 frá 28. júlí, þegar vík- ingaskipið kemur þangað, fyrst til L’Anse au\ Meadows og síðan 9 annara hafnarborga á Nýfundna- Iandi. Margir koma að undirbún- ingi hátíðahaldanna en íslenska ríkisstjórnin hcfur forystu um verkefnin en kanadíska ríkis- stjórnin kemur víða við sögu. Millennium-125 er nefnd skipuð fulltrúum af íslenskum ættum í Kanada og er hún undir forystu Davíðs Gíslasonar en þjóðræknis- félögin í Vesturheimi og vinafélög Islands í Kanada annast mikilvæg verkefni í hátíðahöldunum. Há- tiðarhöldin á Nýfundnalandi standa til 28. ágúst en á síðustu dögum þess mun sangönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, heim- sækja Nova Scotia. Forseti íslands tekur á móti víkingaskipinu í boði Nýfundlendinga og þar verður einnig Jean Chrétien, forsætisráð- herra Kanada og fulltrúar fleiri þjóða. Skipulagðar hafa verið margvíslegar sýningar og hátíðir, og má þar nefna endurgerð Vík- ingaþorps með á annað hundrað „leikurum". Búist er við að 25 þúsund manns muni fylgjast með því þegar Islendingur kemur til L’Anse aux Meadows og athöfn- inni verður sjónvarpað beint um allt Kanada og víðar. íslendinga- dagurinn verður haldinn hátíðleg- ur í Gimli 5. til 7. ágúst og þar mun Karlakór Reykjavíkur m.a. syngja. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, verður skömmu síðar meðal Islendinga á Kyrra- hafsströnd, hæði í Bandaríkjun- um og Kanada. VíMngaskipið helsta aðdráttaraHið Víkingaskipið kemur til Boston 8. september og eiga flestir viðburð- irnir sér stað á frábærum vett- vangi, New England Aquarium, risastórum sædýra- og skemmti- garði við höfnina. Víkingaskipið verður kynnt sem hclsta aðdrátt- arafl garðsins þá viku og efnt verð- ur til leiksýninga, myndlistarsýn- ingar, tónleika, viðamikillar fisk- réttakynningar í Legal Seafood veitingahúsakeðjunni á fjölmörg- um stöðum í borginni. lslensk kvikmyndahátíð verður haldin í Museum of Fine Arts en Sinfón- íuhljómsveit Islands heldur síðan tónleika í horginni í október. Sinfónían í Kennedy Centere En hápunktur tónleikaferðar Sin- fóníhljómsveitar Islands verða tónleikar í Kennedy Center, einu þekktasta menningarhúsi Banda- ríkjanna í byrjun októhermánaðar. Á sama tíma verður efnt til marg- víslegra Íslandskynninga í höfuð- borginni. Mikið verður um að vera í New York í október og er mið- punkturinn opnun nýs Norræns húss í horginni, Scandinavia House, þann 1 7. október, þar sem m.a. verður hókasafn kcnnt við Halldór Laxness. Auk þess kemur víkingaskipið til horgarinnar og Sinfóníuhljómsveitin heldur tón- leika í Carnegie Hall. Þessa daga verður efnt til islenskra tónleika, leiksýninga, fyrirlestra, Ijóðakynn- inga, kvikmyndahátíðar, auk vöru- og þjónustusýninga. Þann 25. októher verður víkingasýningin mikla, sem áður var í Washington opnuð í Museum of Natural Hi- story á Manhattan. Islendingar settust fyrst að í Gimli 21. október fyrir 125 árum og þá er hápunkt- ur hátíðahaldanna í Manitoba. I október verða tekin í notkun tvö hús sem tengjast Islandi: I Gimli verður opnað menningarsafnið Nýja Island, en íslensk stjórnvöld hafa lagt verulegt fé í það safn með beinu fjárframlagi. Gert er ráð fyrir að taka í notkun í október ný húsakynni fyrir íslenska bóka- safnið við háskólann í Manitoba. Frá b/aðamannafundi í gær þar sem umhverfisstefna Akureyrarbæjar var kynnt. F.v. Einar Sveinbjörnsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Kynnaiun- hverfisstefnu Akureyrarbær kyimti stefnu í umbverfísmál- um á „degi umhverfis- ins“ í gær. Markmið bæjaryfirvalda er að virkja íbúanna til þess að hugsa um umhverfið, er rauði þráðurinn í umhverfistcfnu Akureyrarbæjar sem kvnnt var á blaðamannafundi sem haldinn var í gær á „Degi um- hverfisins”. Trj'ggvi Marínósson umhverfi- stjóri Akureyrarbæjar sagði á fund- inum að brýnt væri að fræða íbúa bæjarins um umhverfismál og í framkvæmdaáætlun sem kynnt var á fundinum kemur fram að fyrirhugaðir eru sérstakir um- hverfisdagar í skólum bæjarins á hausti komanda. Settir verða á laggirnar svokallaðir Endur- vinnsluhópar sem koma eiga með hugmyndir að endurvinnsluiðn- aði. Það hefur verið gagnrýnt að fólk er hvatt að flokka sorpið og svo sé því öllu ekið upp í Glcrárdal og urðað. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi sem sæti á í stjórn Sorpsamlags Eyjafjarðar segir mikilvægt að fólk tileinki sér þá hugsun að flokka soqjið, en nú sé unnið að því að koma þessum mál- um í gott horf. Hún minnti á þann árangur sem Gúmmívinnslan hef- ur náð með cndurvinnslu á gúm- míi. I drögum að framkvæmdaráætl- un kemur einnig fram hvemig koma eigi skólpmálum Akureyr- inga í gott horf með því að gróf- hreynsa allt skólp og dæla því á haf út en dælistöðin yrði staðsett í Sandgerðisbót, norðan smábáta- hafnar. Þessum framkvæmdum á að vera iokið árið 2013. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfsráðherra, minnti á fundinum á að Akureyri væri eitt fjögurra sveitarfélaga sem fékk viðurkenningu umhverfisráðu- neytisins og sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir góðan árangur og virka þátttöku í verkefninu Staðardagskrá 21. Hin sveitarfé- Iögin eru Snæfellsbær, Hafnar- fjörður og Mosfellsbær. Hann sagðist ánægður með að sveitarfé- lög marki sér stefnu sem miði að sjálfbærri þróun í umhverfismál- um. Guðmundur Sigvaldason for- stöðumaður verkefnisins Staðar- dagskrá 21 segir að það verði að koma einhverjir hagrænir hvatar til þess að fólk geri eitthvað raun- hæft í umhverfismálum. Mark- miðið sé að gera fólk mcðvitaðara um umhverfið. - PJESTA Sýknaður af kynferðisákæru Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað mann um þrítugt af ákæru um kynferðis- brot gegn fjórtán ára gömlum systursyni mannsins. Ákæra í Ijórum Iiðum gegn manninum var gefin út í sept- ember í fyrra og var honum gef- ið að sök að hafa á árunum 1997 og 1998 haft í frammi ýmsa kyn- ferðislega tilburði við drenginn og haft við hann mök. Sakar- kostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda 550 þúsund krónur og þóknun skipaðs rétt- argæslumanns 100 þúsund krónur. Maðurinn neitaði sakarefni ákærunnar fyrir dómi en hafði við yfirheyrslur hjá Iögreglu ját- að að hluta. Til skýringar á því að hann breytti framburði sínum vísaði maðurinn til þess að hon- um hefði skilist á þáverandi verj- anda, að ef hannjátaði kæruefni ætti drengurinn rétt á bótum úr ríkissjóði, sem maðurinn yrði síðan endurkrafinn um. Þrír dómarar dæmdu í málinu og er það álit tveggja þeirra að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að skjóta svo styrkum stoðum undir ákæruatriði að nægi fyrir full- nægjandi sönnun á sekt manns- ins gegn neitun hans. Því beri að sýkna manninn. Einn dómar- anna skilaði sératkvæði. Þar seg- ir meðal annars að þrátt fyrir galla á lögregluskýrslu verði að hafa hana til hliðsjónar við sönnunarmat í málinu. Telur dómarinn breyttan framburð mannsins fyrir dómi mjög ótrú- veröugan og því beri ekki að Icggja hann til grundvallar og sakfella manninn fyrir einn lið af fjórum í ákæruskjali. — Hi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.