Dagur - 28.04.2000, Page 1

Dagur - 28.04.2000, Page 1
Ofuráhersla á byggðakvótann Framsóknarmenn ætla að leggja ofuxáherslu á að auka byggðakvót- auii segir Kristinn H. Giumarsson. Einar K. Guðfinsson viU gæta hófs í byggðakvóta, en efla smábátakerfið. Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins og fulltrúa í endurskoðunar- nefnd kvótalaganna, leggur áfram ofuráherslu á að koma hér á umtalsverðum byggðakvóta og virðist því lítið slakna á þeim skoðanaágreiningi sem uppi er meðal stjórnarliða í málinu. Vitað er að sjálfstæðismenn eru andvíg- ir því að auk byggðakvótann úr þeim 1500 tonnum sem hann er í núna. Einar K. Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar, sagði í samtali við Dag í gær að hann vildi ekki auka byggðakvótann, en halda honum í því magni sem hann er í nú. En hversu fast ætl- ar Kristinn H. Gunnarsson að leggjast á árar til að fá byggða- Kristinn H. kvótann auk- Gunnarsson. inn? „Eg er í raun að benda á sjónar- mið þriggja dómara í Vatneyrar- málinu sem draga mjög sterkt fram að kvótakerfið er ekki bara íyrir þjóðarheildina eða útgerðar- menn. Það er líka fyrir fólk sem vinnur í atvinnugreininni og býr í sjávarplássum landsins. Þeir benda á að þróun kerfisins á síð- ustu árum hafi verið óhagstæð þessu fólki, sjómönnum, land- verkafólki og öðrum íbúum sjáv- arplássanna. Rétta þurfi hlut þess fólk og til að mynda HjöturTorfa- son bendir á að ef kerfið á að vera óbreytt með framsali verði að koma til mót- vægis aðgerðir sem styrki stöðu þessa hóps,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. Mörgu þarf að breyta Hann segir þetta falla mjög að sínu áliti um byggðakvóta, því með því orði sé verið að leggja áherslu á hags- muni fólks út um landið. Alveg sama sé þegar menn gagnrýna hvering kvótahafar geta gengið út úr greininni, selt sinn kvóta og staðið uppi með hundruðir millj- óna. A þessu þurfi að taka hvaða leið sem menn fari. „Þessi sjónarmið eiga mikinn hljómgrunn innan Framsóknar- flokksins. Þess vegna mun ég leggja mikla áherslu á, við endur- skoðun laganna, að halda þessum sjónarmiðum fram og fá fram breytingu á kvótakerfinu sem mæti þessum sjónarmiðum,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. Einar K. Guðfinnsson, formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir algert grundvallar atriði við endurskoðuna kvótalaganna að þessu sinni að menn hafi hags- muni byggðanna þar í fyrirrúmi. Hann segist minna á það sem hann hafi áður sagt að í 1. grein kvótalaganna sé ekki bara talað um að kvótinn sé sameign þjóðar- innar heldur líka að hann eigi að treysta atvinnu og byggð. Þetta vilji gleymast. „Hóflegur byggðarkvóti getur verið úrræði og ég vil að menn lendi því máli með lágum tölum. Byggðakvóti eigi að koma til þar sem brestur er í byggð. Eg tel eðli- legra að fá þá leið sem farinn hef- ur verið í sambandi við smábáta- kerfið að búa til almennar reglur, sem henti hinum minni byggðum betur. I þeim efnum Iít ég á fisk- veiðistjórnunarkerfi smábátanna sem iyrirmynd,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. — s.DÓR Frá Akureyri, er straumurinn þaðan að snúast við? Að sprtnga á stressinu Þrátt fyrir tölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins um að fleiri flytjist frá Akureyri en til bæjarins virðist straumurinn nú liggja norður. Arnar Birgisson, sölumaður á Fasteignasölunni Holti á Akureyri, segist hafa orðið var við það að undanförnu að æ fleiri selji sínar eignir á höfuðborgarsvæðinu og kaupi á Akureyri, annað hvort stærri eign fyrir sama verð eða sams konar eign á lægra verði. Svo virðist því sem mynstrið kunni að vera að breytast á allra síðustu vik- um. Brottfluttur ungur Akureyr- ingur sem sem er á „heimleið" á ný sagðist í gær vita til að margir væru að springa á stressi stórbrog- arinnar Reykajvík og flytja til baka á meðan það væri jafn hagstætt og raun ber vitni. Einar K. Guð- finnsson. Mér er létt ■ „Mér er létt,“ sagði Ólafur Örn Har- aldsson í samtali við Dag í gær. I eft- irmiðdaginn bárust Ioksins boð frá syni hans, Haraldi Erni Haraldur Örn Norðurpólsfara, en Úlafsson. það skaut mönnum skelk í bringu þegar ekkert heyrðist til hans í síma í há- deginu í gær eins og venjan hefur verið. Símkerfið virkaði ekki, en það um klukkan þrjú komu boð frá Haraldi í gegnum Argos kerfið svo- nefnda og höfðu verið tólf tíma á leiðinni. Þar kom fram að allt gengi vel hjá Haraldi og í gær náði hann að fara um það bil 16 kfló- metra. „Þegar við heyrðum ekkert í Haraldi í tólf tíma var staðan farin að nálgast það að vera alvar- leg,“sagði Ólafur. Aðspurður um Argos-kerfið sagði Ólafur að ekki væri hægt að grípa til neinna ráð- stafana til að boð yrðu fljótari að berast um það, kerfið væri í öllu falli seinvirkt. — SBS. Þessa vikuna halda bókaverslanir Máls og menningar í Síðumúla og á Laugavegl hina árlegu Bókahringrás til styrktar góðu málefni. Er þetta gert í samvinnu við Bókval á Akureyri og Bókabúð Keflavíkur. Tekið er á móti bókagjöfum sem seldar eru á markaðstorgi þar sem hvert kíló afbókum kostar 500 krónuri Allur ágóði bóksölunnar rennur í ár óskiptur til Geðhjálpar. Á myndinni má sjá starfsmann Bókvals á Akureyri vigta bækur fyrir viðskiptavin. - mynd: brink SkilekM „Eg skil ekki þessar tölur," segir hann um fólksflutningana. „Það er gríðarleg sala, aldrei verið jafn- mikil hjá okkur frá upphafi. Það er allt að seljast og stórar eignir ekk- ert síður en þær minni. Eg er með nokkrar sölur undanfarna viku sem segja mér það að fólk er að selja fyrir sunnan á gríðarlega góðu verði í Reykjavík og er að kaupa á tiltölulega hagstæðu verði hérna. Eg hef séð fleiri vera að koma til bæjarins og kaupa heldur en ég hef séð vera að selja og fara. Ég get alveg skrifað undir það.“ Segja má að verð fasteigna á Ak- ureyri sé í hámarki en það hefur þó ekki hækkað eins mikið á und- anförnum tólf til fjórtán mánuð- um og á höfuðborgarsvæðinu. Arnar segist meta það svo að verð fasteigna á Akureyri sé um 20-25 prósent lægra en í Reykjavík sem sé meiri munur en fyrir ekki svo löngum tíma. Arnar nefnir dæmi um fólk sem seldi góða þriggja herbergja kjallaraíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur á 11 milljónir og keypti góða þriggja til Ijögurra herbergja hæð á Akureyri á tæpar 9 milljónir. — HI NINTENDO Mikið úrval af leikjum á verði frá 3.900 kr. BRÆÐURNIR __rík__ RáDIO ý f www.ormsson.is Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Qeislagötu 14 • Slmi 462 1300 Komdu við hjá okkur og prófaðu á staðnum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.