Dagur - 28.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 28.04.2000, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 Ð^ur FRÉTTIR Framlag auMð um 53 milljóiiir Heilbrigðis- og félags- málaráðherra taka hönduin saman um aukna þjónustu við börn með geðraskan- ir, hegðunarvandamál eða í vímuefnavanda. Þjónustusamningur milli Land- spítalans og Barnaverndarstofu og SAA var staðfestur í gær af ráðherrum heilbrigðis- og félags- mála, lngibjörgu Pálmadóttur og Páli Péturssyni. Samningurinn, sem gildir til vorsins 2002, þýðir um 53ja milljóna króna aukin framlög til geðheilbrigðisþjón- ustu við börn og ungmenni á ári. Markmið samningsins er að tryg- gja börnum og ungmennum með geðraskanir, hegðunarvandamál og vímuefnavanda eins góða, skjóta og örugga þjónustu og Ingibjörg Pálmadótbr tekurí hramminn á Braga Guðbrandssyni frá Bamavemdarstofu og Pá/I Pétursson gerirsig líklegan með hið sama við fulltrúa SÁA -mynd: tbjur auðið er. Heilbrigðisráðherra sagði það nýlundu að stofnanir á sviði heilbrigðis- og félagsmála vinni saman á þann hátt sem samningurinn gerir ráð fyrir. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) mun sjá um þá þjónustu sem tiltekin er í samningnum. Tvö ný bráðanun Gagnvart SAA og Barnaverndar- stofu mun BUGL sjá um rekst- ur 2ja bráðarúma, sjá um reglu- lega þjónustu sérfræðings í barna- og unglingageðlækning- um á Stuðlum, veita unglinga- geðdeild SAA sérfræðiráðgjöf og veita Barnaverndarstofu og SAA bakvaktarþjónustu sér- fræðings allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Allar ákvarðanir um innlagnir í bráðarými skulu teknar af vakt- hafandi lækni á BUGL, hvaða aðili sem hefur forgöngu um innlögn. SAA annast greiningu og meðferð ungmenna í vímu- efnavanda en skal, samkvæmt samningnum, njóta sérfræði- ráðgjafar frá BUGL, sem jafn- gildir 50% starfi sérfræðings. Sviðstjórum Landspítala, yfir- læknum BUGL og SÁÁ er gert, ásamt forstjóra Barnaverndar- stofu, að halda samráðsfundi svo oft sem þurfa þykir í því skyni að treysta markmið samn- ingsins og bera þeir jafnframt ábyrgð á honum. -HEI Ásókn íslendinga til Grikklands hefur kallað á smá stríð hjá bönk- unum. Bitist um drakma Islandsbanki auglýsti nýlega að hann einn banka hér á landi bjóði upp á gríska mynt, eða drakma eins og þarlendur gjald- miðill nefnist. Þetta fór fyrir brjóstið á sparisjóðsmönnum og sendi Samband íslenskra spari- sjóða áskorun til Islandsbanka um að Iáta af ósannindum í aug- lýsingum sínum. Áður höfðu sparisjóðirnir sent Islandsbanka athugasemd við auglýsingarnar í byrjun apríl, en án árangurs. Jón Þórisson hjá Islandsbanka sagði við Dag að bankinn hefði stöðvað þessar auglýsingar þegar áskorunin kom frá sparisjóðun- um. Þeir hefðu talið sig auglýsa svona í góðri trú, eftir að hafa kannað málin hjá öðrum bönk- um. Jón sagði Islandsbanka einnig hafa hringt í nokkra spari- sjóði og þar hefðu þau svör feng- ist að drakma væri þar ekki í boði. Þeir voru ekki fyrstir! Þegar þetta var borið undir Gísla Jafetsson hjá Sambandi íslenskra sparisjóða sagðist hann ekki vita betur en að allir stærstu spari- sjóðirnir hefðu selt gríska gjald- miðilinn. Það væri þó engu að síður staðreynd, þvert á auglýs- ingar Islandsbanka, að bankinn hefði ekki fyrstur boðið drakma. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott því auglýsingar Islands- banka höfðu þau áhrif að spari- sjóðirnir rokseldu gríska gjald- miðilinn og panta þurfti auka- birgðir! -BJB „Skíuimiist jftkar“ Foreldrar fómarlambs nauðgunar á Húsavík hafa ritað harðort bréf. Hið hörmulega nauðgunarmál sem átti sér stað á Húsavík 16. maí 1999, þar sem ungur piltur var ákærður og síðan dæmdur í héraðsdómi fyrir að nauðga skólasystur sinni, setur enn svip sinn á húsvískt samfélag því í gær birtist í dagskrárblaðinu Skránni yfirlýsing frá foreldrum stúlkunnar í kjölfar dóms Hæsta- réttar í málinu. Pilturinn hafði verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar í undirrétti en Hæstiréttur skilyrti dóminn. Þetta sorglega mál tók óvænta stefnu 27. janúar s.l. þegar í Skránni birtist undirskriftalisti með 113 nöfnum til stuðnings piltinum og fjölskyldu hans, en það mun einsdæmi hér á landi að birtur sé slíkur listi til stuðn- ings dæmdum nauðgara, jafnvel þó ýmsir hafi efast um sekt við- komandi, eins og greinilegt var í þessi tilfelli. I kjölfar undir- skriftalistans birtust síðan yfir- Iýsingar frá ættingjum stúlkunn- ar í Skránni með ásökunum á hendur því fólki sem skrifað hafi undir. Og í gær birtist svo harð- orð yfirlýsingin frá foreldrum sem beina orðum sínum til þeir- ra sem „studduð dæmdan nauð- gara með undirskrift í Skránni" og þar segir m.a.: Mannfyrirlitning og skít- nieinii „Það er með ólfkindum að vera vitni að þeim lygavef sem spunn- inn hefur verið um þetta mál og uppgötva þá mannfyrirlitningu og þau skítmenni sem þetta litla samfélag okkar hýsir. Samkvæmt heimildum sem við höfum aflað okkur, meðal annars í réttarkerf- inu og hjá Stígamótum, þá er ekkert dæmi í Islandssögunni um aðra eins framkomu við fórn- arlamb f nauðgunarmáli, þar settuð þið íslandsmet, eða kannski heimsmet. Húrra fyrir ykkur, eða ættum við að segja skammist þið ykkar.“ Foreldrarnir þakka síðan þeim aðilum sem sýndu þeim stuðning í þessu erfiða máli og enda yfirlýs- inguna á eftirskrift: „Skilaboð stuðningsaðila nauðgarans eru því þessi að okkar mati: Kvenfólk á Húsavík, verði ykkur nauðgað þá kærið ekki og látið engan vita, ÞVI MÆÐUR EIGA LÍKA SYNI“. Og þarna síðast er vísað til orða sem notuð voru með undirskriftalist- anum á sínum tíma. -JS Flugvirkjar sömdu Samningur var undirritaður í fyrrinótt í Karphúsinu milli Flug- virkjafélags íslands, fyrir hönd flugvirkja hjá Flugleiðum, og Samtaka atvinnulífsins. Kemur hann f stað fyrri samnings sem hafði verið felidur. Um leið var boðuðu verkfalli 3. maí frestað og verður samningurinn kynntur flugvirkjum á félagsfundi í dag. Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara er í samningum tek- ið nánar á nokkrum ágreinings- atriðum viðsemjenda en Iauna- tölur óbreyttar frá fyrri samningi, sem flugvirkjarnir felldu með af- gerandi meirihluta. Kollegar þeirra hjá Flugfélagi íslands samþykktu sem kunnugt er sinn samning í vikunni og verkfalli þar var einnig aflýst. Emil Þór Eyjólfsson, formaður samninganefndar Flugvirkja- félagsins, sagðist í samtali við ekki upplýsa nánar um efni samnings, fyrst ætti að kynna hann á félagsfundi í dag. Að hon- um loknum fer fram leynileg at- kvæðagreiðsla um samninginn og ættu niðurstöður að liggja fyr- ir í kvöld. A kjörskrá eru 156 flugvirkjar Flugleiða. 1 síðustu atkvæðagreiðslu var kjörsóknin um 85%. Þar af felldu um 60% flugvirkjanna samninginn. Að- spurður um möguleika á sam- þykkt samningsins nú sagði Emil Þór það augljóst að samninga- nefndin hefði ekki skrifað undir nema að hún teldi ástæðu fyrir félagsmenn að samþykkja gjörn- inginn. -BJB Samninganefnd mjólkurfræðinga, f.v. Heiða Einarsdóttir, Geir Jóns- son og Jónas R. Lillendahl. mynd: hilmar þór. Slitnaði upp úr Ekkert miðaði á fundi mjólkur- fræðinga og vinnuveitenda í Karphúsinu í gær og sleit ríkis- sáttasemjari fundi eftir árangurs- lausar og skammar viðræður. Fundur hefur verið boðaður á ný með deiluaðilum í fyrramálið. Takist ekki samningar fyrir 4. maí skellur á verkfall og starfsemi mjólkursamlaga kemur til með að lamast um allt land. Geir Jónsson, formaður Mjólk- urfræðingafélags íslands, sagði við Dag að fundurinn hefði ná- kvæmlega engu skilað. „Það var Iítið sagt.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók f sama streng og sagði deiluna lítt hafa hreyfst. Hann sagði kröfur mjólkurfræðinga hærri en um hafi verið samið í almennum kjarasamningum og langt frá því sem vinnuveitendur gætu sætt sig við. Samkvæmt þessu ber nokkuð í billi deiluaðila. -BJB Breytmgar hjá íslands flugi Afgreiðslu innanlandsflugs ís- landsflugs á Reykjavíkurflugvelli hefur verið lokað og aðstaðan flutt í húsakynni Flugfélags ís- Iands í Skerjafirðinum. Flugi til Siglufjarðar og Gjögurs og á milli Bíldudals og Isafjarðar hef- ur verið hætt og nú flýgur félag- ið eingöngu til Bíldudals og Sauðárkróks. Við breytingarnar hefur afgreiðsla íslandsflugs á Sauðárkróki fengið aukið vægi en þar veröur tekið við bókun- um og svarað í símann 570 80 90, sem hefur verið aðalbókun- arnúmerið í Reykjavík. Vegna þess sem fram kom í Víkurblaði Dags í vikunni skal það Ieiðrétt að forráðamenn Is- landsflugs hafa aldrei lýst því yfir að til standi að hætta flugi til Sauðárkróks. Þvert á móti verður þjónustan þar aukin frá því sem verið hefur, enda sæta- nýting þangað verið góð. Þannig fjölgaði farþegum á Krókinn verulega fyrstu þrjá mánuði árs- ins, miðað við sama tíma í fyrra. Flogið er þangað tólf sinnum í viku, tvisvar virka daga og einu sinni laugardag og sunnudag. Til Bíldudals er flogið alla daga. Nýr yfir Lánasýslmmi Fjármálaráðherra hefur skipað Þórð Jónasson forstjóra Lána- sýslu ríkisins frá 1. maí. Þórður er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarapróf í rekstrar- hagfræði. Þórður hefur starfað hjá Lánasýslunni frá 1992, að frátöldum tíma við nám erlend- is. Hann er kvæntur Kolbrúnu Kristjánsdóttur og eiga þau eitt barn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.