Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 4

Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 4
n é - FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 FRÉTTIR Eftil verkfalls mjólkurfræðinga kemur samsvarar það magn sem hella þarf niður af mjólk á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA um 350 þúsund mjólkurglösum eins og hér er mjólkað í úr Auðhumlu sem stendur við Mjólkursamlag KEA. - mynd: brink Bæj arlækimir verða hvítir MiMl verðmæti í súginn ef mjólkurfræðmgar fara í verkfall. Nýir eigendur Hrafnagils bjartsýnir þó ef til vill hefji þeir rekst- urinn með þvi að hella niður mjólk. Mjólkurfræðingar hafa boðað til verk- falls í næstu viku eins og fram hefur komið í fréttum og á fyrsta degi lamast vinnsla mjólkur og mjólkurafurða. Mjólk verður ekki sótt til bænda þan- nig að þeir þurfa að hella niður megn- inu af mjólkinni en einhver lítill hluti nýtist þó handa kálfum. Ef miðað er við innvegið magn mjólkur í Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri má áætla að á degi hverjum þurfi bændur á samlags- svæðinu að hella niður hátt í 70 þús- und Iítrum mjólkur - sennilega nálægt 350 þúsund mjólkurglösum. Á þessum tíma koma að meðaltali 70 þúsund Iítr- ar mjólkur á dag inn í samlagið, sex daga vikunnar. Það má þvf segja að víða muni bæjarlækirnir verða hvítir ef ekki semst um kaup og kjör mjólkur- fræðinga fyrir fimmtudag í næstu viku. Laugardagur til lukku Svo vill til að nýir eigendur Hrafnagils í Eyjafjarðarsveit, langstærsta kúabús landsins, taka við rekstrinum á laugar- dagsmorgun. Reyndar var upphaflega tilkynnt að eigendaskipti miðuðust við 1. maí en Grettir Hjörleifsson, einn nýrra eigenda Hrafnagils, segir að þeg- ar f upphafi hafi verið ákveðið að miða við laugardag - til lukku. „Það verður bara að taka því ef svo verður,“ voru viðbrögð Grettis þegar hann var inntur eftir því hvernig hon- um litist á ef til verl<falls mjólkurfræð- inga kæmi, hann og félagar hans ný- búnir að steypa sér í tugmilljóna króna skuldir eða þaðan af meira og þyrftu að hefja reksturinn á risabúi sínu með því að hella niður framleiðslunni. Grettir vildi þó ekki fara út í tölfræðina, spurð- ur um magn mjólkur sem hann þyrfti að hella niður. „Það er slatti. Eg held að mönnum Iíði ekkert betur að vita það,“ segir Grettir. Mjólkurkvóti hins sameinaða risabús er um 700 þúsund lítrar á ári þannig að gróflega má reikna með að mjólkur- magn á degi hverjum sé um 1.700- 1.800 lítrar en það er þó að sjálfsögðu mismunandi eftir árstímum. Svartsýnin gengur ekki „Auðvitað kemur það sér illa íyrir alla sem þurfa að fara í verkfall eða verða fyrir barðinu á verkfalli. Lika hinn al- menna verkamann sem þarf að borga af sínu húsi. Hann er kannski með Iægri laun og lægri skuldir en þetta er djöfullegt fyrir alla,“ segir Grettir en neitar þó algjörlega að vera með svart- sýni yfir afleiðingum hugsanlegs verk- falls - bjartsýnin er það sem gildir, „...því við værum ekki að standa í þessu annars,“ segir Grettir Hjörleifs- son. — III X>Mýtr F.ins og fram hefur kom- ið í fréttum mun vinkona forseta íslands Dorrit Moussaieff fylgja Ólafi Ragnari Grímssyni til kvöldverðar hjá Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta- húsmu í dag, en alls munu sex íslendingar verða við borð Clintons. í pottinum hafa menn það til marks um það hversu rólega er farið í einkamál íslenska forsetans í ijölmiðlum (hið tilfinn- Úlafur Ragnar ingalega svigrún?) j afnt sem Grímsson. „kerfinu“og annars staðar, að fullyrt er að skipuleggjendur kvöldverðarins hafi ekki áttað sig á að forsetinn kæmi með fylgd- arkonu og því hafi einungis verið tekin frá 5 pláss við hið eftirsóttahorð, þ.e. fyiir Ólaf Ragnar, Bjöm Bjamason og Rut konu hans, og Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi konu hans. Þegar hið rétta kom í lj ós var málinu hins vegar að sj álfsögðu snarlega kippt í liðinn!... Forsetakosmngamar nálg- ast óðum og enn hefur eng- inn nema Ólafur Ragnar tilkynnt um framboð. fíins vegar þykir ýmislegt benda til að einhver „smá- framboð" eins og þau em stundum kölluð í pottin- um hyggi á framboð gegn Ólafi. Sérstaklega þykir hk- legt að Ástþór Magnússon í Friði 2000 sé á framboðsbuxunum. Er í þvi sambandi bent á að hann hefur verið að senda ijölmiðlum alls kyns efni, sem lítið hefur raunar verið birt af, þar sem hann gagmýnir forseta- embættið mjög harðlega. Knýi Ástþór fram kosningar er ljóst að það munu kosningamar kosta skattborgara milljónir og því heyrast þær raddir í pottinum um að hann skapaði sér mest- ar vinsældir með því að lýsa yfir framboði en hætta síðan við - enda framboðið vonlaust - og skora á stjómvöld að setja peninginn í eittvhvað óumdeilt málefiiiL. FRÉT TA VIÐTALIÐ Franz Ámason Hita- og vatnsveitustjóri áAkureyri Franz hélt eríndi á hádegis- | veiðarfiindi í ríkunni þar sem hann reifaðiýmsa rírkjunar- | möguleika á Norðurlandi, ' þátttöku orkufyrírtækjanna á Akureyri í þróun þeirra mála og möguleika svæðisins í þess- um efnum. Mörg tækifæri á Norðurlandi - Þtí liefur nefnt uð með breytingu á stóriðju- áætlunum áAusturlandi og röð virkjana gef- ist tækifæri til að huga að minni virkjunum jarðhita og vatnsafls á Norðurlattdi. Hvaða kosti sérðufyrir þér þar og í hvaða röð? „Eg hef í sjálfu sér ekki skoðun á því í hvaða röð en Landsvirkjun er aö láta bora og leita að meiri gufu í Kröflu og ég veit ekki annað en að þeir séu tilbúnir að hefja framkvæmdir í Bjarnaflagi, auk þess sem Islensk orka ehf og Þeistareykir ehf munu halda ransóknum á sín- um svæðum áfram. I vatnsaflsvirkjunum veit ég að stækkun Laxárvirkjunar er hagstæðust en ég ætla ekki að dæma um hvort það er raunhæft. Aðrar vatnsaflsvirkjanir yrðu þá væntanlega íyrst í Skagafirði og þá fyrst og fremst svokölluð ViIlinganesvirkjun - Þú hefur nefnt SkjáIfandajljótið líka. „Það er fyrst og fremst af því að það hefur ekki verið rannsakað nægjanlega né hcldur þreifað á því hvort það er flötur á að virkja það yfirleitt vegna náttúruverndarsjónarmiða." - Suma þeirra kosta sem þú nefnir verður að telja nokkuð umdeilda, Laxá og Skjálf- andafljótið til dæmis. „Já, og Jökulsá á Fjöllum. Það er umdeilt og það má líka segja að það hefur enginn sagt að ekki verði hreyft mótmælum ef að virkja ætti jökulsárnar í Skagafirði. En það er ckki ástæða til að sleppa því að skoða þessa kosti meðal annars vegna þess að ef menn eru komnir með miðlunarlón upp á öræfi ætti það að horfa svo- lítið öðruvísi við enda ekki verið að leggja til að að hrófla við fossum. Menn eru ekki að taka vatnið úr ánum heldur bara að virkja það. Allt sem heitir að skerða þessa tvo fossa sem ég hef talað sérstaklega um, Goðafoss og Dcttifoss, er tómt mál um að tala.“ - Þú verður yfinnaður sameinaðs orkufjrir- tækis Akureyrarbæjar. Hvemig sérðu fyrir þér þróunina t virkjunum á Norðurlandi í tengslum við það fyrirtæki og hugsanlega flutning Rarik? „Ég sé engin tengsl þarna við hugsanlegan flutning Rarik vegna þess að orkufyrirtæki hér fyrir norðan eru að vinna saman að þessum mál. m ásamt Landsvirkjun, Rarik og sveitafé- lögum. Rarik er öflugt fýrirtæki en hefur ekki allt of miklu fé úr að spila í svona lagað. Ég hef sagt að það megi engu til fórna hvað varðar veiturnar á Akureyri bara til að fá aðalskrif- stofu Rarik hingað, enda ekki það sem málið snýst um. Það þarf að stokka upp og umræðan má ekki bara snúast um Rarik sem slíkt. Hún á að snúast urn það hvort menn eru tilbúnir að stofna nýtt orkufyrirtæki, en hvort það eignast allar eigur Rarik og veitur Akureyringa og ef til vill annarra er svo allt annað mál.“ - Þú hefur einnig nefiit að slwrtur á fluttn- ingsgetu megi ekki verða til þess að ekki verði virkjað Norðanlattds. „Eg tel að það þurfi að styrkja flutningslín- urnar, sérstaldega frá Varmahlíð til Akureyrar og þar með er hægt að afgreiða enn meira af raforku hér á Akureyri en ég hef verið að tala um. Það er hægt að koma 50-80 megavöttum hingað í dag án þess að gera nokkuð að ráði. Ef línan vestanfrá yrði styrkt þá gætum við komið töluvert meiri orku vestanfrá, stórum hluta af því sem framleitt er í Blöndu, auk þess sem við getum náð töluvert meiru austanfrá en nú er. Skortur á fluttningsgetu má hvorki verða ástæða ná afsökun fyrir að ekki verði virkjað Norðanlands, vegna þarfa fjórðungsins eða annarra landshluta, né ástæða til þess að ekki verði sett upp stóriðja Norðanlands. Orkumálastjóri nefndi á fundinum að bara við það flytja orkuna frá Blöndu austur í stað þess að flytja hana suður mundu sparast, vegna minni tapa, allt að 3 MW orka.“ — m

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.